Þjóðólfur - 27.11.1896, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.11.1896, Blaðsíða 1
Arg. (60 «rklr) ko«t»r 4 kr. Krlendii 5 kr.— Borgiit fyrir 15. ÞJÓÐÓLFUE, Dppiögn, bnndln við Aramtti ögild nsm* komitilfltgtfande iyrir 1. oktöber. XLYIII. árg. Reykjayík, föstudaglnn 27. nÓTcmber 1896. Nr. 55. ÞJÓÐÓLFUR 1897. Hlunnindi fyrir nýja kaupendur að næsta (49.) árgangi: Sögusafn Pjóöólfs þrjú bindi (7., 8. og 9.), 1894, 1895 og 1896.. Alls um 800 bls. Mjög skemmti- safn, og þar á meðal nokkrar íslenzk- ar sögur. Nýir kaupendur geta einnig átt kost á að kaupa 1.—4. hepti af hinni fróðlegu sögu af Þuríði formanni og Eambsránsmönnum fyrir 2 kr. 50 aura öl* (1- h. 1 kr., 2. h. 50 a., 3. h. 50 a. og 4- h. 50 a.). Af 1. heptinu eru að eins eptir nokkur eintök. Þessi hepti verða ekki send neinum fyr en þeir borga þau. Engir aðrir en nýir Jcaupendur Þjóðólfs geta átt kost á að eignast söguna. Fimmta (og síðasta) hepti sögunnar kemur út næsta vor, og fá það allir kaupendur blaðsins, gamlir og nýir. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 7. nóv. í'orsetakosning í Bandaríkjunum er ou um garð gengin og náði Mc Kinley )óri með miklum atkvæðamun gagnvart ryan. þyj er yej a£ þiöðunum í vropu 0g stjórnmálamönnum og ekki sizt *UP,m!!nnum; því að með McKinley siöra i s‘ okkurinn, sem heldur fram gulli sem undirstöðu peninga. Hinir, sem héldu Bryan fram, vildu hafa silfur að mynt- fæti; það var i hag bændnm 0g stóreigna- mönnum í vesturfylkjum Bandaríkjanna, þó þeir hafi enga verzlun við Evrópu, en mikill óhagur fyrir austurfylkin, þvj að þeir þar verzla mikið við Evrópu og höfðu mikið tjón af, að myntarstofninn í Ameriku var silfur. En síðan það varð víst, að Mc Kinley var kosinn hafa peningar og fégildi Bandaríkjanna hækkað á öllum mörkuðum í Norðurálfunni. Mc Kinley er kenndur við tolla, en fiestir vona, að hann lA*i staðar nema hvað þá snertir, því að því yrði iila tekið, ekki eingöngu í austurfylkjum Ame- riku, heldur um alla Evrópu, og er lík- legt, að liann hætti sér ekki í tollastríð við alla Norðurálfuna. Hvað McKinley sjálfan snertir, þá er hann sagður þrek- maður, fátalaður og fastlyndnr og mjög líkur Napóleon keisara mikla í útliti. Rússakeisarinn ungi er nú kominn heim aptur úr orlofsferð sinni til stór- veldanna. Hann byrjaði í Austurríki og endaði í París. Hann var hér í Höfn um tíma og fór héðan til Englands. Mönnum lék forvitni á tali hans við Salisbury, hvort þeir mundu koma sér saman um Armeníu og Egyptaland, en þaðan hefur ekkert frétzt. Það bar heldur meira á komu hans til Frakklands. Forsetinn hélt til móts við hann með fríðu föruneyti alla leið til Calais og fagnaði honum vel, þegar hann steig á land. Og í París var uppi fótur og fit eins og nærri má geta: allar götur prýdd- ar blómum og fánum sem mest mátti, og hvar sem sást til keisarans æpti allur lýður af fagnaði. Alla þá daga gekk ekki á öðru en heimboðum, stórveizlum og her- sýningum. Keisarinn var léttur í máli og Ijúfur og lét vel yfir öllu, og þótti öllum sýnilegt, að eitthvað byggi undir. Og nú virðast allir vera sannfærðir um, að samband sé með Frökkum og Rússum. Sjálfir Þjóðverjar virðast vera gengnir úr skugga um það, og voru reiðir Vilhjálmi keisara fyrir að hann gekk í veginn fyrir Rússakeisara, þegar hann var á heimleið frá Parísarborg; austurrísku blöðin blésu að þeim kolunum og kölluðu Frakka og Rússa opinbera bandamenn, það samband væri stílað móti þríveldinu og væri und- arlegt, að Vilhjálmur keísari vildi nudda sér upp við Rússann eptir slíkar aðfarir. Bismarck gamli gat ekki á sér setið. Hann lét blað sitt flytja þau tíðindi, að þegar hann (Bismarck) sat við stýrið hefði hann gert samning við Rússa um, að þeir skyldu halda sér í skefjum, ef ráðið væri á Prússa og sömuleiðis skyldu Þjóðverjar sitja hjá, ef Rússum lenti saman við einhvern. Jafn- framt fór blaðið hörðum orðum um stjórnina °g Caprivi, sem hefði traðkað verki hins mikla meistara Bismarcks og einangrað Þýzkaland. Þessi tíðindi þóttu mikil, og eink- um óttuðust Þjóðverjar, að Austurríkismenn mundu verða æfir, því þeim gengur ekki annað til að vera í þríveldinu, en hræðsla við Rússa. Austurrísku blöðin tóku þessu þó betur en vænta mátti, sögðu, að hin nú- verandi stjórn á Þýzkalandl ætti ekki sök á afglöpum og refjum gamla Bismarcks. Mörg af þýzku; blöðunum urðu óð og uppvæg við Bismarck út af þessu, og haft var eptir stjórninni, að hún mundi ekki þola skað- vænlegan uppljóstur á leyndarmálum rík- isins. Þá hló Bismarck og sagði, að sér þætti ekki nema gaman að því að eiga leik við stjórnina, jafnvel fyrir dómstólum. Menn vita ekki vel, hvað Bismarck hef- ur gengið til að segja frá þessu einmitt nú, en líklegt þykir, að það sé Frakklands- ferð Rússakeisara, sem hefur komið hon- um til þess. Sumir segja, að Rússakeisari hafi ætlað að heimsækja Bismarck, en Vilhjálmur Þýzkalandskeisari aptrað hon- um frá því; Bismarck hafi reiðzt og svar- að með þessu. Hvað sem um það er: gamli maðurinn hefur fengið heiminn til að tala um sig ennþá einu sinni og feng- ið tækifæri til að svala sér á stjórninni um leið. í Danmörku er þing sett, og þegar orðið tíðindasamt. Það var byrjað á fjár- lögunum, og eins og vandi er til, áður en stungið er upp á nefnd, héldu flokksfor- ingjar ræður um stórpólitíkina, lýstu stefnu sinni og áhugamálum og kröfðu ráðgjafana sagna. Reedtz-Thott svaraði eptir langa mæðu, að ráðaneytið vildi fara hinu sama fram og áður. Vinstrimenn gerðu sig ekki ánægða með það og lögðu fast að ráð- herranum. Loks svaraði liann, að ef til þess skyldi koma, að til bráðabirgðalaga þyrfti að taka, mundi ráðaneytið líta svo á, sem erindi sínu væri lokið. — það mundi hreint og beint segja af sér. Þessu var vel tekið af vinstrimönnum. Og Hörup sló því strax föstu í „PoIitiken“, að þetta svar væri þýðingarmikið. Fyrst og fremst gæti ekkert ráðaneyti komizt hjá því hér eptir, að lýsa yfir áliti sínu um bráðabirgðalög, og sú stjórn, sem áliti þau leyfileg, eða segðist mundi beita þeim ef á þyrfti að halda, mundi ekki lengi geta haldizt við. í öðru lagi væri ekki ýkja langt milli þess að viðurkenna, að; bráðabirgðalög værn óleyfileg og skað- leg, og þess, að reyna að koma í veg fyrir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.