Þjóðólfur - 27.11.1896, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 27.11.1896, Blaðsíða 4
220 skipið. Þrír menn, búsettir hér í bænum, höfðu nýlega keypt það fyrir 2000 kr. en vátryggt það rétt fyrir brunann fyrir 5500 kr. Hefur próf verið haldið í þessu máli og eigendurnir verið settir í gæzlu- varðhald um stund, er lögreglustjóri mundi trauðla gera, ef allt þætti með feldu. Jarðskjálftasamskotin voru orðin í Danmörku 70—80,000 kr. í byrjun þ. m. Mega Danir eiga það skilið, að þeir hafa brugðizt drengilega við og mun það mest því að þakka, að konungur varð fyrstur til að hefja samskotin, sem eigi er venja hans, þótt óhöpp beri að höndum í ríki hans, og þessa veglyndis konungs vors gagnvart oss mættum vér íslendingar þakk- samlega minnast. — í Svíþjóð var einnig tekið að safna samskotum og voru þau orðin um 30,000 kr., að því er menn síð- ast vissu, en áreiðanlega skýrslu um það skortir. — Á Englandi kvað einnig vera far- ið að safna gjöfum, og lítur því út fyrir, að samskot þessi verði áður en líkur nokk- urn veginn nægileg til að bæta að mestu leyti tjón það, er jarðskjálftinn hefur vald- ið í Árness- og Rangárvailasýslum. Nýr gufubátur er i vændum að komi á Faxaflóa næsta sumar. Það er Christjan- sen timburkaupmaður í Mandal, er býðst til að halda honum úti með 8000 króna styrk frá hlutaðeigandí sýslufélögum. Bát- urinn er 80 tons að stærð og er því nærri þrefalt stærri en „EIin“ sáluga, sem Fischer & Co. skildist svo heiðarlega við, sællar minningar. Það hefði verið meira en meðalhneysa hefðum vér setið uppi bátlausir hér á flóanum næsta sumar, þótt Fischer gengi úr skaptinu. Frímerkjalögunum frá síðasta alþingi hefur stjórnin synjað staðfestingar. Kvað henni þykja ótilhlýðilegt, að landsjóður afli sér skildinga á þennan hátt. „V esta“ kom hiDgað loks að kveldi hins 20. þ. m. eptir 7 daga ferð frá Leith. Hreppti ofaa- veður mestalla leiðina millum Skotlands og íslands, einkum 3 síðustu dagana. Farþegar með henni voru: frú B. Nielsen og ungfrú Sigurbjörg Matthí- asdóttir frá Eyrarbakka, Jóhanna Jónsdóttir frá Akureyri með son sinn Olaf, Jón Hjaltalin Bkóla- stjóri frá Möðruvöllum, Þórður Thoroddsen héraðs- læknir með frú sinni, Halldór Jónsson bankagjald- keri, Hannes Þorsteinsson ritstjóri, séra Frederiksen kaþólski presturinn frá Landakoti, Eafn Sigurðsson skósmiður, Magnús Einarsson dýralæknir, Magnús Arnbjarnarson stúdent (frá Selfossi), Axel Zeutben frá Eskifirði, Valdimar Friðfinnsson skólapiltur og 3 íslendingar frá Vesturheimí: Wilhelm Paulson agent Kanadastjórnar, Bergsveinn Matthíasson Long (ættaður af Seyðisfirði) og Jón Kristjánsson úr Þingeyjarsýslu, hinn fyrnefndi snöggva ferð hingað. en hinn alkominn. — Sakir illviðurs komust farþegar með naumindura í land af höfninni, og 3 daga lá „Vesta“ hér, svo að eigi varð skipað upp neinum vörum úr henni. Hún fór héðan aptur í fyrradag austur og norður um land. Á að koma á 8 viðkomustaði umfram áætlun í þess- ari ferð, nfl. Eskifjörð, Vopnafjörð, Húsavík, Dýrafjörð, Arnarfjörð, Patreksfjörð, Flatey og Stykkishólm, og þykir mörgum það miður heppileg ráðstöfun um þetta leyti árs og eigi fjárvænleg fyrir landssjóð, þvi að sárlitlar vörur munu hafa verið í skipinu til sumra þessara hafna, (10 króna „fragt“ á einn staðinn að sagt var). Nýprentuð BIBLÍULJÓÐ eptir Valdimar Briem fást hjá öllum bóksölum. Að eins fyrra bindið er út komið og kostar það 4 kr.— Hitt bindið kemur út að ári. Bibliuljóðin eru að ytra frágangi einhver hin fallegasta bók, sem prentuð hefur verið hér á landi; — um hinn innri frágang þarf eigi að ræda; nafn höfundarins er næg trygging fyrir því, hvernig hann muni vera. Enda var það af vitrum mönn- um sagt á sínum tíma um Biblíuljóðin, að þau væri „framúrskarandi skáldrit, eitt hið þýðingar- mesta og merkilegasta, sem enn hefur verið kveðið á ÍBlenzka tungu“. Sijíurdur Kristjánsson. Nýprentuð Ensk-íslenzk orðabók eptir Cr. T. Zoöga. fæst hjá öllum bóksölum. Kostar heft 4kr., í bandi 5 kr. Hún er einhver hin þarfasta bók, er tit hefur komið á seinni árum, og það því fremur sem löng- unin til að læra ensku fer sífellt vaxandi; enda er öllum ungum mönnum nauðsynlegt að nema ensku. Höfundur bókarinnar er svo góðkunnur fyrir framúrskarandi vandvirkni og fjölhæfa þekkingn á enskri tungu, að eigi þarf að efast um áreiðileik hennar; enda hefur verið lokið lofsorði miklu á bók þessa af mönnum, sem færir eru að dæma um hana. Sigurður Kristjánsson. Af ÍSLENDINHASÖUrNUM hef- ur komið út á þeesu ári: 13. ) Fljótsdæla saga .... o,60 14. ) Ljósretninga saga . . . o,60 15. ) Ilávarðar saga Ísíirðings . 0,35 Alltaf geta menn orðið áskrifendur að íslend- ingasögum og fengið þær með sínu sama lága verði; þær verða aldrei hækkaðar eða lækkaðar í verði. Nýir áskrifeudur snúi sér til þess bóksala, sem hægast er að ná til. Hjá öllum bóksölum eru þær. Sigurður Kristjánsson. Af SMÁSÖGUSAFtfl dr. P. Péturssonar er út komið VII. hepti og fæst hjá öllum bóksölum með sama verði og hin fyrri heptin (50 aur. heft, 60 aur. í bandi). Sigurður Kristjánsson. Nu með „Yesta“ fékk eg úrval af útlendum sli<f>- ratH&QÍ, sem hvergi fæst ódýr- ari i bænum. Bankastræti 12. Jón Brynjólfsson. í Aöalstræti nr. 7 er langódýrast dukkstifti af öllum tegund- um, járnskrúfur, skrár og lásar af öllu tagi, rakhnífar, allskonar vasahnifar, skæri af öllum tegundum. þar á meðal flosskæri og fl. B. H. Bjarnason. Vert aö lesa! Eg vil vekja athygli fólks á því, að koma og skoða skófatnað hjá mér, er eg nú kom með frá útlöndum, áður en farið er til annara. Það mun borga sig. Rafn Sigurðssou. Eg undirskrifnð, sem um mörg ár hef verið meira og minna þjáð af lifrarveiki og ýmsum öðrum sjúkdómum, sem hafa stafað af henni, gef hér með það vottorð, byggt á 2 ára reynslu, að síðan eg fékk frá herra kaupm. Halldóri Jónssyni í Vík Kína-Lífs-Elixír frá hr. Valdemar Peter- sen í Friðrikshöfn, hefur heilsa mín farið dagbatnandi, og hef eg hinar beztu vonir um, að roeð áframhaldandi brúkun þessa lyfs, fái eg algerða lækningu meina minna. Keldunúpi á Síðu 20. ágúst 1895. Bagnhildur Oísladbttir. Vottar: Bjarni Þórarinsson. Gísli Arnbjarnarson. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að V 8tandi á flöskun- um í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Danmark. Eigandi og ábyrgðarmaíur: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Félagsprentsmi 8J an.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.