Þjóðólfur - 27.11.1896, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 27.11.1896, Blaðsíða 3
219 Mannayeiðar Kanadastjórnar. Enn einu sinni hefur Kanadastjórninni þóknazt að senda hingað einn erindsreka til að „leiða íslendinga í allan sannleika“ og prédika fyrir Þeim þetta venjnlega evan- gelíum, um fyrirheitna landið í Kanada, er flóir í mjólk og hunangi. Eru þar landflákar miklir enn óbyggðir, sem stjórn- inni þykir leiðinlegt að horfa á mannlausa ár eptir ár. En þess vegna seilist hún einkum eptir íslendingum, til að byggja þessi eyðilönd, að henni virðast þeir nógu skrælingjalegir til að geta sætt sig við allan skollann. Þeir séu ekki svo góðu Vanir heima hjá sér. Og stjórnin launar sendlum sínum svoríflega, að engum Yest- ur-íslendingi getur komið til hugar að hafna slíkum kostaboðum. Og þessir landar er gerast erindsrekar stjórnarinnar á þennan hátt, geraþað sjálfsagt allir af ást til gamla ættlandsins, en alls ekki í eigin hagsmuna skyni. Þeir þykjast gera svo ákaflega mikið góðverk á fólkinu að leiða það burt af gamla hólmanum, svo að hér geti fækkað til muna og vinnukrapturinn þorrið í landinu og er það harla hugulsamt og sam- boðið sönnum íslendingum. Nú ber einnig dável í veiðar fyrir út- boð af íslandi: aflaleysi á Suðurlandi og jarðskjálftavandræðin í Árnes- og Rangár- vallasýslu, og þessu hefur Kanadastjórnin haft veður af, sem vænta mátti og hugsað gott til glóðarinnar að láta ekki jafngott tækifæri ser úr greipum ganga. En illa þekkjum vór þá Árnesinga og Rangvell- inga að minusta kosti, ef þeir láta vestur- heimskan agenta vindþyt sveifla sér vestur um haf til að pæla þar upp óbyggða landfláka, þótt þeir nú um stund hafl orðið fyrir voðalegu áfelli, sem með guðshjálp og góðra manna mun bráðlega verða að í'ullu bætt. Skyldi það ekki verða eins affarasælt að pæla upp íslenzku jörðina hérna heima, og sjá hvað hún getur framleitt, ef dugn- aði og atorku er beitt. Yér munum síðar minnast dálítið á það atriði. Og skyldi það ekki geta tekizt, að koma sjávarút- Veginum í betra horf og gera hann arð- samari fyrir almenning, en nú er? Það er enginn efi á, að það getur tekizt, og það er spá vor, að áður en næsti aldar- fjórðungur er liðinn verði hér að ýmsu leyti allt öðruvísi umhorfs á sjó og landi en nú, svo framarlega sem vér fáum að njóta vorra beztu krapta, og vesaldómur og vonleysi sest ekki í hásæti. En þá þurfum vér fyrst og fremst að spyrna bet- Ur í þópturnar og sporna duglega gegn K að vesturheimskum mannsmölum tak- izt að hrjóða hina allt of þunnskipuðu fylkingu landsbúa frekar en orðið er, og stofna þar með landinu og framtíð þess í bersýnilegan voða. Fari þeir sem fara vilja, höfum vér jafnan sagt, það er eng- um, sem dettur í hug að hepta persónu- legt freslsi einstaklingsins að því leyti. En vér viijum fá að vera í friði fyrir öll- um Kanadastjórnarsendlum, er hingað koma til mannaveiða. Vér þurfum ekki á þeirra miíligöngu eða tálræðum að halda til þess að sjá, hvað oss og landinu í heild sinni er fyrir beztu. Það er harla leiðinlegt, að íslendingar vestanhafs skuli verða til þess, að vinna ættlandi sínu stórtjón, sem stjórnarsendlar, hingað til lands. En fari ekki sá fyrsti, sem stjórnin velur, þá grípur annar við því feginshendi segja þeir, því að atvinnan er girnileg, og þetta er auðvitað satt. Hinn almáttugi „dollar“ stingur samvizkunni svefnþorn, og svo er teningunum varpað. Eina ráðið til að losna við veiðibjöllur Kanadastjórnar eptirleiðis, er því að láta þær fljúga heim til sín aptur fenglausar, svo að þær geti ekki fært húsbónda sínum neina bráð, því að þá eru líkindi til, að hann hasist smámsaman upp á því að varpa dolluruuum sínum á glæ til fleiri slíkra fýluferða. ■f Sæmundur prófastur Jónsson r. af dbr. í Hraungerði, er “lézt 8. þ. m., var fæddur að Barkarstöðum í Fljótshlíð 19. maí 1832, og voru foreldrar hans Jón prófástur Halldórsson, er síðar hélt Breiða- bólsstað í Fljótshlíð (f 1858) og kona hans Kristín Vigfúsdóttir sýslumanns á Hlíðar- enda Þórarinssonar, systir Bjarna amt- manns Thorarensens. Var Jón prófastur sonarsonarson Gísla biskups Magnússonar á Hólum (f 1779), er einhver hinn sköru- legasti höfðingi þótti á sinni tíð. Séra Sæmundur heit. kom í Reykjavíkurskóla 1847 og var útskrifaður þaðan 1855, tók embættispróf á prestaskólanum 1857 með 1. einkunn, dvaldi næsta vetur í Kaup- mannahöfn, vígðist aðstoðarprestur föður síns 1858, en fékk Hraungerði 1860 og þjónaði því brauði 36 ár, en prófasts- embætti í Árnessýslu 22 ár siðan 1874. Hann var kvæntur Stefaníu Siggeirs- dóttur prests á Skeggjastöðum Pálssonar sýslumanns á Hallfreðarstöðum Skúlason- ar sýslumanns á Hallfreðarstöðum Guð- mundssonar sýslumanns í Krossavík Pét- urssonar, en móðir séra Siggeirs var Malena systurdóttir Geirs biskups Vídalíns. Synir séra Sæm. og frú Stefaníu eru: Ólafur aðstoðarprestur hjá föður sínum síðan 1889, Geir Stefán caud. theol. og Páll stud. jur. í Kaupmannahofn. — Sæm. próf. var einn með mestu merkisprestum þessa lands, mjög samvizkusamur og skyldurækiun í embættisfærslu, prúðmenni í allri fram- göngu, hinn skemmtilegasti á heimili, ágætur heimilsfaðir og jafnan mikils met- inn af æðri og lægri. Óveitt prestakall: Hraungerði (Hraun- gerðis, Laugardæla og Hróarsholts sóknir). Metið 1472 kr. 86 a. Prestsekkja er í brauðinu, er nýtur eptirlauna samkvæmt lögum. Umsóknarfrestur til 14. jan. 1897. Hegningarverð harðneskja. Næstliðið þriðjudagskvöld var roskinn maður nokkur úr Keflavík Jens Jafetsson að nafni (bróðir Einars heit. Jafetssonar og þeirra systkina) staddur hér í bænum. og var þá dálítið kenndur en þó ekki til rauna, að því er sagt er. Er mælt að hann hafi leat í lítils- háttar ertingum við annan lögregluþjóninn (Þorvald Bjarnarson) og var honum svo varp- að inn í kaldan klefa í hegningarhúsinu, að sögn votum ogilla til reika, en um morgun- inn eptir, er að var komið fannst hann þar dauður. Hefur orðið innkulsa um nóttina. Auðvitað hlýtur lögreglustjóri að taka próf í málinu og rannsaka öll atvik við dauð- daga þessa manns. Það virðist vera all- mikill skortur á mannúð og mannlegum tilfinningum, hvort sem það er lögreglu- þjónum eða fangaverði að kenna eða hvor- umtveggja að gæta ekki betur að lífi og heilsu manna, en svo, að varpa þeim eins og hundum iun í köld herbergi, hvernig sem hlutaðeigandi er á sig kominn. Það er svo mikil tröðkun á almennum persónu- legum mannréttindum, sem hinn allra lítil- mótlegasti meðlimur þjóðfélagsins á heimt- ingu á, að slíkt má ekki haldast uppi hegningarlaust. Atburður þessi hefur vak- ið mikla óhugð manna hér í bænum, eins og eðlilegt er, en áður en þyngri áfellisdóm- ur verður kveðinn upp yfir þeim, sem hér eiga hlut að máli, mun réttast að bíða þess, hversu mikla rögg lögreglustjóri sýnir af sér, og hvort hann reisir skorður við því, að samskonar karðneskju verði beitt eptirleiðis. ískyggilegur skipsbruni. Fyrir nokkr- um dögum brann upp skipsskrokkur, er lagður var á land hjá Gufunesi. Sást ekki annað eptir en kjölurinn um morg- uninn þá er að var komið. En daginn áður var eitthvað verið að kjalfatra við

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.