Þjóðólfur


Þjóðólfur - 11.12.1896, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 11.12.1896, Qupperneq 2
230 arskrár og erindsrek&r o. s. frv. til ensku stjórnarinnar munu eigi koma að neinu haldi. Ef vér reynum ekki að hjálpa oss sjálfir með þeim efnum, sem vér eigum, þá gera aðrir það ekki. Það hefur enn verið stungið upp á því, að iandssjóður veitti svo aðgengilegt lán til þilskipakaupa með veði í skipunum sjálfum og lágri rentu, að menn gætu al- mennt eignast þilskip og stundað þann atvinnuveg betur en verið hefur. Það er aiveg rétt, að þetta er mikið spor í átt- ina og getur orðið til mikilia bóta. En með því verður engin skjót, gagnger breyt- ing á ástandi manna hér í sjávarsveitun- um. En hver ráð eru þá betri til að koma snöggum umskiptum á þetta eymdarástand? munu margir spyrja. Jú, uppástunga vor er þessi. Vér erum ekkert smeikir við að láta hana uppi: Landssjóður á að lcaapa svo fljótt sem unnt er 4—6 gufubáta fyrst um sinn, er bœði séu hafðir til flskveiða á djúpmiðum Faxaflóa og annarstaðar fyrir Suðurlandi, enn fremur til attra flutninga um flóann, og eftir því sem verkast vill til milliferða, bœði til Austfjarða annarsvegar og Vest- fjarða hinsvegar. Af því að uppástunga þessi þarfnast frekari skýringar við, skulum vér geta þess, að vér höfum hugsað oss kaupverð hvers báts eigi mikið yfir 20—30,000 kr. að jafnaði, að þeir séu mismunandi að stærð og ekki að eins hafðir til fiskveiða, held- ur jafnframt til að draga róðrarbáta á djúpmið, þangað sem menn annars ekki geta róið, og inn aptur, að einn þeirra að minnsta kosti héldi uppi stöðugum flutn- ingsferðum fólks og farangurs um flóann, þar á meðal auðvitað til og frá Reykja- vik, að einn báturinn skryppi stöku sinn- um aukaferðir til Austfjarða með fólk t. d. þá er þar væri góður afli, að sami bátur eða annar færi aukaferðir stöku sinnum til Vestfjarða, þá er þar væri eitthvað um að vera o. s. frv. Nú er hér við að athuga, að mörgum mundi þykja Suðurlandi gert of hátt undir höfði með þessu fyrirkomulagi, en þá verða níenn vel að gæta þess, að hafi menn trú á því, að þetta gæti orðið til mikillar blessunar fyrir þann landsfjórðung og Faxa- flóasveitirnar, þá yrði það ómetanlegur hagnaður íyrir allt iandið í heild sinni. Hvert land rær að því öllum árum, að efla höfuðstað sinn, og telur það lífsskilyrði. Ef Reykjavik og nærsveitir hennar, sem nú eru mest aðþrengdar, ná vexti og við- gangi, þá tekur allt landið miklum stakkaskiptum. Hér er svo mikill ónum- inn auður í sjónum úti fyrir þessum lands- hluta, að vér eigum skilið að veslast upp, ef vér freistum ekki að ná honum upp. Vér vonum að þetta atriði sé svo Ijóst, að það þurfi ekki frekari útiistunar við. Að vísu erum vér mjög hlynntir tíðum strandferðum kringum allt landið, en svo bezt koma þær að góðum notum, að eitt- hvað sé til að flytja, að einhver framleiðsla sé í landinu. Vér viljum skjóta því til allra skynbærra manna, hvort þeim pen- ingum, sem landssjóður hefur varið og mun verja til „Vestu“-ferðanna, til þess að láta hana ganga tóma inn á margar smáhafnir með 500 kr. kostnaði á dag, o. s. frv. — hvort þeim peningum mundi ekki betur varið til að eignast nokkrar litlar gufu- fleytur til að sækja björg og blessun upp úr sjónum, til þess að íá eitthvað til að flytja á milli? Vér ætlum, að sú fiskveiða- útgerð landssjóðs yrði arðsamari en eim- skipaútgerðin mun reynast. Nú munu sumir vilja andæfa því, að landssjóður hefði þessa fiskveiðaútgerðgufu- bátanna á hendi. En því verður ekki öðruvísi fyrir komið fyrst um sinn. Þá er einstaklingarnir hafa ekki krapt til neinna verulegra framkvæmda, þá verður Iandið allt, heildin, að taka í taumana. Það hjálpar ekki að bíða eptir einstaklingun- um, sem vantar afl þeirra hluta, sem gera skal. Það er heldur ekki ætlun vor, að iandssjóður hefði þessa útgerð á hendi nema fyrst um sinn. Tilgangurinn með þessu er ekki sá, að þetta verði féþúfa fyrir landssjóð frekar en svo, að hann yrði skað- laus. Eu ]betta gæti verið og meira að segja hlyti að verða féþúfa fyrir almenn- ing, er fengi svo mikla og góða atvinnu við þetta, t. d. prósentur af öllum aflan- o. s. frv. Þá er fram liðu stuudir, og ein- staklingarnir væru orðnir hugbetri og þrótt- meiri, þá ætti landssjóður að láta af hendi gufubáta þessa smátt og smátt til lands- manna með mjög vægu verði, og gæti þá svo farið að lokum, að öll gufubátaeign og útgerð landssjóðs væri komin í hendur ein- stakra ísl. manna eða félaga, og þá væri þetta komið í það horf, eins og ætti að vera. Þá ykist auður og velmegun í land- inu. Það er deginum ljósara. Þá værl hlutverki þjóðarheildarinnar að þessu leyti lokið. Þá væru menn komnir upp á lagið að sækja gullið af sjávarbotni. Fyrst í stað yrðu auðvitað útlendir menn sem vélameistarar á bátum þessum, en íslendingum mundi fljótt lærast það verk, og þá gætu hinir farið. Einn fiski- stjóra eða yfirumsjónarmann yfir útgerð þessa yrði landssjóður að skipa með bú- stað í Reykjavík og föstum launum, t. d. eins og farstjórinn nú hefur, en það em- bætti (farstjóraembættið) mætti líklega að skaðlausu leggja niður um sinn, að minnsta kosti þangað til reynsla væri fengin fyrir því, að fiskveiðaútgerðin væri enn meiri fásinna en eimskipsútgerðin. Þá mætti taka farstjórann upp aptur. Vér gerum ráð fyrir, að allur þorri lesenda vorra sé gæddur svo mikilli greind og svo góðum skilningi á máli því, sem hér er um að ræða, að vér þurfum ekki að þessu sinni að rekja það út í æsar, hversu mikill vísir þetta fyrirkomulag gæti orðið til að rétta oss úr verstu vandræða- hlykkjunum og hversu miklu það gæti á- orkað til að vinna skjóta og góða bót á eymdarástandi og atvinnuleysi fólks hér við Faxaflóa. Að minusta kosti sjáum vér ekkert betra ráð, er jafnframt gæti orðið landinu í heild sinni til stórkostlegra fram- fara. Vér segjum „gæti orðið“, af því að vér viljum ekki taka ofdjúpt íárinni. En það mundi alveg óhætt að segja í þess stað „hlyti að verða“. Það getur vel verið, að einhverjir trú- lausir fjármálagoggar, sem alstaðar sjá ljón á veginum, þá er um einhverjar nýj- ungar er að ræða, rísi öndverðir gegn þessari uppástungu vorri. En eigi mun það raska skoðun vorri á þessu máli hið minnsta og munum vér síðar við tækifæri gera frekari grein fyrir ýmsum atriðum í þessari uppástungu, sem hér er að eins lauslega drepið á, enda höfum vér vakið máls á þessu að eins til athugunar og um- hugsunar fyrir næsta þing. Vesturfara-agcnt blásinn niður. í fyrra kveld ætlaði Wilh. Paulson Kanada- stjórnaragent að halda fyrirlestur í Good- templarahúsinu hér í bænum. Bjóst hann auðsjáanlega við, að hann fengi betri við- tökur en Baldvin og Sigurður forðum, og gat þess í fyrstu, að Baldvin hefði „borið sig skakkt að“ með hinu fyrsta ávarpi til áheyrendanua o. s. frv. En hr. W. P. fékk ei að síður sömu útreiðina, því að þá er ávarpsorðunum var hér um bil lokið, gall við ákafur pípnablástur úr áheyrendaflokki, og fór svo í hvert sinn, er agentinn ætl- aði að taka til máls, að eigi fékk hann sagt nema nokkrar setningar, og komst að

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.