Þjóðólfur - 01.01.1897, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 01.01.1897, Qupperneq 2
2 orð falla, að það liíi svo út, ems og sjálf- ur djöfullinn væri kennari í guðfræði vtð háskólann. Að lokum tóku guðfræðisnem- endur að safna undirskriptum undir vold- ugt varnarskjal fyrir guðfræðiskennend- urna með hörðum ávítum til Becks, en kennararnir vildu ekki láta senda það og þögguðu það mál þannig niður, sögðu, að ekki væri takandi svo mikið tillit til ann- ars eins ofstækisprests sem Becks. Þessi innri trúboðsstefna hefur annars marga fylgismenn meðal klerkastéttarinnar i Dan- mörku, svo að sumum er farinn að standa geigur af. Þeir þykjast einir vera „hinir heilögu" og kalla sig því nafni, en í pré- dikunum þeirra vellur allt af eldi og brennisteini. í þeirra flokki er presturinn Moe í Skanderup, sá er vísaði sálum fiski- mannanna, er drukknuðu við Jótland í hitt eð fyrra, norður og niður. Sami prest- ur var í haust sektaður um 200 kr. í hæstarétti fyrir skammir af prédikunar- stólnum. Hjá þessum prestum kemur trúarofstækið fram í hinni allra-svæsnustu mynd. Um söfnin í Höfn get eg verið fáorð- ur, því þau eru hvorki svo mörg eða stór- kostleg, eins og söfn í öðrum borgum, er við félagar skoðuðum, enda þýðingarlítið að lýsa þeim nokkuð ítarlega. Það eru að eins 2—3, sem nokkuð kveður að. Er þar fyrst að nefna listaverkasafnið eptir Albert Thorvaldsen, meistarann mikla, er af íslenzku bergi var brotinn. Þá er mað- ur skoðar safn þetta, verður maður ekki að eins hrifinn af snilldinni í þessum verk- um, heldur einnig af fjölda þeirra. Það gegnir undrum, hversu mikið þar er sam- an komið eptir einn einasta mann. Það er annars eptirtektavert, að þau tvö söfn, sem Danir eru orðnir frægastir fyrir, skuli eiga rót sína að rekja til íslenzkra manna. Hitt safnið, sem er engu ómerkara í sinni röð, er hið naínkunna handritasafn Árna Magnússonar, hinn langdýrmætasti fjár- sjóður þess kyns, sem til er á Norðurlönd- um, og þótt víðar væri leitað. Þar er dr. Kaalund bókavörður og hefur hann samið ágæta skrá yfir safnið. Eg hitti hann þar opt, og var einu sinni samtímis honum í heimboði. Talaði hann þá ís- lenzku, furðu rétt, og var hraðmæltur all- mjög. Er þessa hér getið sakir þess, að fáir þóttust hafa heyrt haun tala íslenzku fyr en þá, og af því að sárfáir Danir geta talað nokkurt orð í íslenzku óbjagað. Kaalund dvaldi hér á íslandl fyrir nokkr- um árum. Árna Magnússonar safnið var áður geymt á Sívalaturni, en nú er það flutt í háskólasafnsbygginguna. — Þriðja merkasta safnið, er það sem geymt er á Eósenborgarhöll. Er það allfjölskrúðugt, einkum frá tímum Kristjáns 4. Þar eru margir búshlutir og skrautgripir Aldin- borgarættarinnar saman komnir auk ann- ara verðmætra muna. Af öðrum söfnum má nefna Carlsbargsafnið (Carlsberg ölyp- totek), hið konunglega málverka- og myndasafn og þjóðsafnið (Nationalmuseum), er skiptist í 3 deildir, þar á meðal „Old- nordisk Museum". Þar er geymd hin nafnkennda, eldgamla kirkjuhurð frá Val- þjófsstað, er þykir hinn dýrmætasti forn- gripur. Er eptirmynd af henni hér á forn- gripasafninu, þar sem einmitt frummyndin ætti að vera. Það er ekki hinn eini. kjör- gripur, sem Danir hafa sölsað undir sig héðan af landi. Ymsar samkomur og almennar skemmt- anir sóttum við félagar þann tíma, er við dvöldum í Höfn. Meðal annars vorum við boðnir til hátíðar þeirrar, er danska stúd- entafélagið (,,Studentersamfundet“) hélt 10. okt. til minningar um 50 ára afmælisdag þjóðskáldsins Holgeirs Drachmanns, en eigi var hann sjálfur þar viðstaddur, því að hann var í Hamborg um þær mundir. Þar hélt dr. Valdemar Vedel fyrirlestur um Drachmann. Þykir Vedel einna snjall- astur danskra dómskýrenda næst Georg Brandes. Brandes sjálfur var þar einn- ig og hélt ræður. Hann er allur á iði, er hann talar, og vingsar höfðinu sitt á hvort. Harla ófríður er hann sýnum, munnstór og frammyntur, en andlitið skarp- legt og einkennilegt. Má sjá það greini- lega, að hann ber ættarmerki Gyðinga. Nú gerist hann allmjög grár fyrir hærum, enda nærri hálfsextugur að aldri. Þar var Sofus Schandorph skáldið, nokkuð búralegur að sjá með flatt hlemmsandlit og smákýmandi. Var svo að sjá, eins og karlinn tæki drjúgum í nefið, eða þá, að hann hefur ekki þvegið sér nógu rækilega. Hélt hann þar ræðu allfyndna, og var mjög hlegið að henni, og sjálfur hló hann með, og jók það skemmtunina. Þar tal- aði og Hörup og glotti hæðnislega við. Þar sá eg dr. Otto Jespersen háskólakenn- ara, er verst fór með dr. Jón Stefánsson hérna um árið, um sama leyti og hann lenti í deilunni við Þjóðólf út af ritdómn- um um Skírni, sællar minningar. Er Jespersen harðvítugur á svipinn og skarp- legur, en eigi fyrirtaks góðmannlegur. Margt var þar fieira nafnkenndra manna, er eg hirði eigi að telja. Voru þar sung- in mörg kvæði og leikið á hljóðfæri, og beztu söngvarar, karlar og konur, komu þar fram á leiksviðið og sýndu list sína, þar á meðal Simonsen gamli frá konung- lega leikhúsinu og frú Anna Norrie, þétt- vaxin og þrifleg söngkona, er margir dá. Skemmtu menn sér hið bezta á samkomu þessari, og var henni sljtið kl. 2 um nótt- Ína. (Meira)- Kosningar í bæjarstjóruina eiga að fara fram hér 1 bænum 5. þ. m. Ganga nú samkvæmt lögum 5 fulltrúar frá: Guð- mundur [Þórðarson, Gunnar Gunnarsson, Halldór Jónsson, Jón Jensson og Ól. Ólafs- son, og mun það ætlun kjósenda að endur- kjósa 3 þeirra, þá Halldór bankagjaldkera, Jón yfirdómara og Ólaf, og virðist oss það rétt ráðið. Að minnsta kosti munn þeir Halldór og ólafur vissir, en nokkru vafa- samara um Jón yfirdómara, og þykir oss það þó undarlegt, ef Reykvíkingar vilja ekki hafa þingmann sinn í bæjarstjórn. Má því eflaust gera ráð fyrir, að hann nái einnig endurkosningu. í stað þeirra Guð- mundar og Gunnars, er frá munu fara fyrir fullt og allt, munu ýmsir gjarnan óska að skipa sæti þeirra. Að vorum dómi eru þeir Tryggvi Ounnarsson banka- stjóri og Gunnlaugur Pétursson fátækra- fulltrúi einna álitlegust fulltrúaefni, þeirra er almennt fylgi munu geta fengið. Guna- laugur er vel greindur maður og gætinn, og allir þekkja, að bankastjórinn liggur ekki á liði sínu og vill gera eitthvað. Mundi það eigi saka, þótt hann fengi at- kvæði um bæjarmál, og ætti kost á að bera fram ýmsar nppástungur til breyt- inga og framkvæmda, því að jafnan verða nógu margir til að halda í taumana, svo að eigi verði oflangt farið. Það er optast farið heldur skammt en oflangt, þá er um framkvæmdir bæjarstjórnarinnar er að ræða. Að vér eigi stingum upp á 3. manni nýjum í bæjarstjórnina (t. d. Guðm. Björns- syni héraðslækni, sem auðvitað er mjög vel hæfur til þess starfa), kemur af því, að vér sjáum enga verulega ástæðu til að víkja Jóni yfirdómara úr bæjarstjórninni, því að hann er maður athugall, sjálfstæð- ur í skoðunum og enginn klikkumaður. Það er afarþýðingarmikið fyrir Reykja- víkurbæ, af kosningar í bæjarstjórn tak- ist vel. Hinn 4. þ. m. mun í ráði að halda almennan borgarafund til undirbún- ings undir kosningarnar, og láta menn þar eflaust í Ijósi skoðanir sínar á þessu máli.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.