Þjóðólfur - 19.02.1897, Qupperneq 1
Árg. (60 arklr) kostar 4 kr.
Erlendis 5 kr. — Borgist
fyrir 15. júll.
Uppsögn, l'Uinlin viö Aramót,
ögild nema komi til ötgefanda
fyrir 1. oktöber.
ÞJÖÐÓLFUR
Reykjarík, föstudaginn 19. febrúar 1897.
Nr. 9.
XLIX. árg,
Þjóðmálefni og þinginálafuiKlir.
Eptir Sighv. alþm. Arnason.
I.
Maður getur sagt, að nú sé liðið 20
ára tímabil síðan alþing fór að geta haft
hönd í bagga með fjárráðum vorum og fá
tækifæri til að leitast við að reisa eitt og
annað úr rústum þeim, sem allt lá í þar
á undan. Því verður heldur ekki neitað,
að margt hefur á þessu tímabili breyzt til
batnaðar, skólar hafa verið stofnaðir: gagn-
fræðaskóli, alþýðuskóli, búnaðarskólar,
kvennaskólar, barnaskólar o. fl. sem til
uppfræðingar horfir, sem ekki var áður
til. Vegir hafa verið lagðir yfir heiðar
og aðrar torfærur, stórár hafa verið brú-
aðar og ýms Önnur vatnsföll og minni ár,
sem lítið eða ekkert var áður gert. Gufu-
skipaferðir hafa myndazt í kringum strend-
ur landsins, gufubátar komnir í gang á
ýmsum stöðum og landpóstum stórum fjölg-
að o. fl., allt til mikils hagræðis, sem ekki
var áður til.
Þegar á allt þetta er litið, þó margt
af því sé í smáum stíl, þá er þó óliku
saman að jafna, hvað gert hefur verið á
þessu 20 ára tímabili og á öllum áratug-
um og áraöldum þar á undan.
Alþing hefur óneitanlega átt langmest-
an þátt í þessu með tilstyrk landsstjórnar-
innar. Þó hefði ennþá meira legið eptir
þetta tímabil, ef ráðherrastjórnin i Dan-
mörku hefði verið eptiriátari við þing og
þjóð, en hún hefir reynzt bæði með um-
bætur á stjórnarhögum vorum, stofnun
lagaskóla o. fl., sem synjað hefur verið
um.
Þegar nú þess er gætt, í sambandi við
þetta, að þetta er að eins byrjun á fram-
faratilraunum með litlu fé á stuttum tíma,
þá eru umbæturnar sannarlega ekki svo
litlar.
Menn kunna að segja, að meira hefði
mátt gera, ef betur hefði verið á haldið,
því bæði hafi sumt farið í handaskolum
og ýmsu fé verið varið í öfuga átt. Ekki
er þessu að neita, en slíkt mun ekki vera
eins dæmi, eða hvar hefur það gengið
öðruvísi til um víða veröld, en að margt
og mikið hafi viljað ganga í súginn í byrj-
un framfaratilraunanna, meðan á engri
reynslu verður byggt og allt verður að
taka í rústum, eins og hér á sér stað? Enda
er það opt svo meðal vor, að einn segir
þetta glæfraráð og annar hitt, sem reynsl-
an verður að skera úr, sem á stundum
getur orðið dýrkeypt.
Það getur þó ekki dulizt, að framfara-
tilraunirnar eru komnar á þann rekspöl,
að þær hljóta að aukast og margfaldast
ár frá ári hér eptir, og þjóðin er nú vökn
uð til íhugunar á ýmsum umbótum og
fyrirtækjum, og er það sannarlegt fagn-
aðarefni fyrir hina yngri kynslóð, að geta
horft fram á betri tima en verið hefur í
þessu tilliti.
Og eptir því sem lengra miðar áfram
og framfarirnar fara að hefjast upp úr
hálfu kafi, fer gangurinn að verða hraðari
og þær breytingar, sem hljóta að verða á
einu og öðru, hætta að verka á til óhag-
ræðis, eins og nú getur komið fyrir á
meðan framfarirnar eru að brölta i hálfu
kafi, eins og nú á sér stað, t. d. með sam-
göngubætur vorar bæði á sjó og landi, þar
sem viunukrapturinn þyrpist nú í stórum
og strjálum foptköstum landshorna í millí
og situr þar svo fastur svo mánuðum skipt-
ir, þótt atvinnan bregðist þrátt fyrir það, þó
fiskurinn sé upp í landsteinum á öðrum
stöðum og engri fleytu verði á sjó komið
fyrir mannleysi, og þrátt fyrir það, að
kanpahjúin vantar í landsveitunum um
sláttutímann.
II.
Svo eg snúi mér að aðalefninu, sem er
að minnast á þau þjóðmálefni, sem telja
má víst, að alþing fái til meðferðar á
komandi sumri, þá er hvort sera annað,
að tíminn á milli þinga er helzt til of-
Iangur enda vill verða æði þögull um
þjóðmálin á því tímabili, og sum þeirra
eru horfin inn í tímann, sem við síðustu
þiuglok láu opin fyrir mönnum.
Nú lítur út fyrir, ekki síður en að
undanförnu, að nokkuð mörg og mikils-
varðandi málefni komi fyrir þingið sem
litið eða ekki hafa verið rædd á nærverandi
tíma og má telja í þeim flokki: holdsveik-
isspítalamálið, lœknaskipunarmálið og ef
til vill um fréttaþráð til landsins o. fl.
Auk þess má nefna sum af hinum smærri
málum, t. d. um: eyðing sela og um flutn-
ing þurfamanna o. fl. o. fl. Ennfremur eru
hin sjálfsögðu landsmál, auk fjármálanna,
sem eru: samgöngumálin á sjö og landi
og þar með er eimskípsútgerðin, fiskiveiða•
mál, landbúnaðarmálin, skölamál og mennta-
mál yfir höfuð og að líkindum stjörnar-
skrármálið o. fl.
Þó eg hafi hug á því að minnast með
fáum orðum á sum af málum þessum út-
af fyrir sig áður lýkur, þá vil eg þó fyrst
og fremst vekja athygli á þeim yfir höfuð,
einkum kjósenda minna, til rækilegrar í-
hugunar og undirbúnings undir þingmála-
fundinn, sem haldinn verður að venju í
næstkomandi júnímánuði, svo menn geti
þá látið í Ijósi ákveðnar skoðanir um mál-
in, og mun eg þá að öllu forfallalausu
leitast við að skýra mönnum frá því,
hvernig málin horfa við, eptir því sem
mér er ítrast mögulegt.
Líka vil eg sérstaklega vekja athygli
á því, að eg lit svo á, að nú ef til vill
reki að því á næsta þingi, að hvorki land-
sjóður né viðlagasjóður hrökkvi fyrir þvi,
sem farið verður fram á tiJ allra þessara
stórmála, og þá er spurningin, hvort menn
vilja heldur halda málunum fram í stórum
stíl og taka lán upp á landið eða sigla
ekki hærra með allt þetta en fé er fyrir.
Þetta er eitt með öðru, sem menn ættu
að hugleiða.
Eptir fjárhags-áætlun alþingis 1895
var tekjuhalli landsjóðs nál. 2000 kr. auk
eimskipaútgerðarinnar, sem hætt er við, að
muni skerða að mun viðlagasjóðinn, þegar
til kemur. Það verður að taka því, eins
og það er, að menn eru sundurdreifðir og
sinn í hverju horni, og hafa ekki tækifæri
til að ræða málin hver við annan, og því
heldur eru þingmálafundir nauðsynlegir
til að bæta úr skák, en þeir geta því að
eins bætt úr samfundaleysinu, eða gert
verulegt gagn, að menn kynni sér vel mál-
in fyrirfram og hugleiði þau vel og vand-
lega, áður en á þingmálafundinn kemur.
III.
Lœknaskipunarmálið.
Það er enginn efi á því, að þetta mál
um nýja læknaskipun landsins, verði til
meðferðar á næsta þingi, og að öllum lík-
indum frumvarp um það frá stjórninni.