Þjóðólfur - 12.03.1897, Síða 2
46
þing tafið fyrir nauðsynlegum umbótum á
fátækralögunum.
Þegar þessu er nú þannig háttað, að
þetta gerir hvorki að reka né ganga ár
eptir ár, þrátt fyrir það, þótt menn játi
nauðsynina á fyrirtekt málsins, þá er sann-
arlega mál til komið, að þingið fari nú
að snúa sér að því, að lagfæra þau ákvæði
í fátækralöggjöfinni, sem reynslan er fyrir
löngu búin að sýna og sanna, að eru óhag-
felld.
Hvað fátækrareglugerðina frá 8. jan.
1834 snertir, þá mun óhætt að fullyrða,
að það sé ekki allra meðfæri að segja um
það, að hverju leyti hún sé enn í gildi
eða ekki í gildi, þar sem hún er á ýms-
an hátt úrelt og að mörgu leyti breytt og
úr gildi felld með yngri lögum, t. d. með
sveitarstjórnarlögunum frá 4. maí 1872
o. fl. o. fl., svo og með ýmsum stjórnar-
valdaúrskurðum o. s. frv. En þó er það
svo, að hún er í ýmsum atriðum enn
gildandi.
Á síðasta þingi var, með frumvarpi i
neðri deildinni, gerð tilraun til að tæma
8. gr. reglugerðarinnar og opna bréfið frá
17. apríl 1868, sem hljóða um flutning og
og fiutningskostnað þurfamanna. Eg fylgd-
ist með þessu frumvarpi meira tii þess að
það yrði rætt í deildinni, en af því að
mér þætti svo brýn nauðsyn á að breyta
þessum lagastöðum, eða að mér þætti
breytingin í alla staði hagfelld eptir á-
kvæðum frumvarpsins, með því líka að
það lá opið fyrir, að málið mundi daga
uppi, eins og varð, og að þetta atriði lög-
gjafarinnar gæti þá, fyrir þessa hreyfingu,
legið opið fyrir landsmönnum til yfir-
vegunar, því alllíklegt er, að málið verði
tekið upp aptur á næsta þingi. (Meira).
Verzlunarfólag Dalamanna.
Hinn 8. og 9. febr. var aðalfundur verzl-
unarfélags Dalasýslu haldinn að Hjarðar-
holti í Dölum. Þótt fjárverðið væri ekki
hátt næstl. ár, voru samt allir sæmiiega
ánægðir með viðskiptin við félagið, enda
reyndust þau betri en við var búizt, eink-
um þegar fréttin um fjárflutningsbannið
kom hingað í fýrra vetur. Eáðgert er, að
halda áfram félaginu næsta ár og láta
vænt fé til slátruuar á uppskipunarstaðn-
um erlendis, ef ekki fæst markaður á lif-
andi fé annarsstaðar.
Næstl. ár fékk félagið útlendar vörur,
sem námu með félagsverði 89,900 kr., og
peninga frá Zöllner 43,132 kr. Félagið
lét 6776 kiudur og fékk fyrir þær að frá-
dregnum kostnaði 87,349 kr.; 25,255 pd.
af ull á 15,950 kr., 316 pd. af dún á
3006 kr.; 201 hross á 9,863 kr. og 179
selskinn á 376 kr., og ennfremur ávísanir
frá Kaupfélagi ísfirðinga upp á 1,584 kr.
Stofnsjóður eða hinn svonefndi kaup-
félagssjóður félagsmanna er nú orðinn
c. 13,500 kr. og er það lagleg upphæð,
sem félagsmenn hafa þannig safnað á ör-
uggan og arðberandi stað, að eins á 4 ár-
um, og alveg á ótilfinnanlegan hátt. Eptir
árið 1892 var þessi aurasamdráttur félags-
manna c. 1,100 kr., 1893 2,897 kr., 1894
c. 5,600 kr., 1895 c. 10,000 kr. og 1896
c. 13,500 kr., og þetta hefur komið með
því að leggja 4% ú vöruna, auk annars
kostnaðar, en varan þó ekki hækkað svo
í verði við þetta, að neinn hafi getað séð
þess merki, sem ekki hefur vitað það. Á
þessu getur sést, hve feikilega miklu fé
væri hægt að safna hverjum einstök-
um, alveg ótilfinnanlega, ef öll verzlun á
landinu væri rekin af verzlunarfélög-
um, sem þanuig söfnuðu fyrir meðlimi
sína. Og hve óútreiknanlega hlyti ekki
þjóðin að verða sælli fyrir þannig lagað
auðsafn, sem með tímanum kæmi næstum
á hvert mannsbarn, heldur en þó að ein-
stakir — að tiltölu mjög fáir — kaupmenn
söfnuðu sömu upphæð, sem aldrei yrði þó
jafnmikil, og þó hún yrði það, þá yrði
þjóðin engu sælli fyrir það, heldur miklu
ófarsælli, því þess meira fé, sem safnast
í einstaka auðkongalófa, þess meiri líkam-
legur og andlegur vesaldómur og ósjálf-
stæði safnast í kringum þessa auðkýfinga,
sem draga til sín mestan arðinn af því,
sem almenningur með súrum sveita vinn-
ur fyrir og á því með réttu. Og þegar
féð er þannig komið úr höndum almenn-
ings, þá sleppir hann sjálfstraustinu á
eptir, sem eðlilegt er, og fer að dýrka
og tilbiðja á mjög svo viðbjóðslegan hátt,
þá sem þeir ættu að hata út af lífinu eða
skoða sem skæðustu óvini.
Á engan hátt getur alþýða safnað sér
vissum höfuðstól, sem nokkru nemur, eða
á auðveldari hátt, en á verzluninni, en til
þess, að það geti orðið, verður verzlunin
að vera í höndum hennar og verzlunar-
arðurinn að renna til þeirra, sem fram-
leiða vöruna.
Menn ættu því að hafa hugfast, að efla
og útbreiða félagsverzlunina, og að láta
félögin safna fé fyrir almenning.
Um það, hvernig félögin ættu að ávaxta
fé þetta, og gera það sem arðmest bæði
fyrir félögin sjálf og hvern einstakan, og
eins nær og undir hvaða kringumstæðum
féð væri látið koma til útborgunar til ein-
stakra eigenda þess, er ekki hægt að segja
með fám orðum.
Þar er efni í all-langa ritgerð, er birt.
ast ætti í Tímariti kaupfélaganna, sem
vonandi er að haldi áfram. O. O.
Landskjálftamálefni. Greíndur mað-
ur og gegn í Árnessýslu ofanverðri ritar
Þjóðólfi á þessa ieið seint í f. m.:
Það er orðið almennt umtal um út-
býtingu samskotapeninganna handa land-
skjálftasveitunum, enda sýnist ekki mikið
á móti því, þótt skoðanir hlutað-eigenda
séu kunnar. Það mun álítast fullmikið
vandaverk að útbýta samskotafénu, og
þurfa síður að vera illa þeguar tillögur,
þær, sem koma fyrirfram, heldur en að-
finningar eptir á.
Að byggja timburhús í stað torfbæja,
þykir sumum aðalatriðið, og ber ekki að
lasta það, að svo miklu leyti, sem því
verður við komið. En að skylda menn
til að nota þannig gjafirnar, og fá ekki
annars skaðabætur, nema að nokkru leyti,
eins og hugmyndin mun vera í bréfkafl-
anum i 3. bl. ísafoldar þ. á., virðist fjarri
öllum sanni. Fátæklingar, sem hafa orðið
fyrir miklum skaða, eptir efnahaguum,
þótt ef til vill sé ekki hár að krónutali, geta
alls ekki byggt timburhús, hvað fegnir
sem þeir vildu, og í hvað smáum stýl sem
væri, enda ekki allt af sjálfsagt, að þeir
þurfi minni húsakynni, sem íátækir eru.
Að öðru leyti sýnist ekki nauðsynlegt,
að skylda menn til að hleypa sér í stór-
skuldir. Eeynslan hefur sýnt, að menn
eru nógu ódeigir að taka til iáns, þegar
mögulegt hefur verið, og geta þeir hrósað
því sem vilja.
Eptir þessari kenningu ættu þeir, sem
nú þegar eru búnir að byggja með gamla
laginu, ekki að fá tiltölulega skaðabætur,
sem þeim getur þó verið allt eins nauð-
synlegt, til að borga skuldir, sem þeir
hafa komizt í við bygginguna. Það voru
margir bændnr nauðbeygðir til aö byggja
baðstofur handa sér í haust undir vetur-
inn, og gátu ekki annað en byggt þær
með gamla laginu. Að því studdi margt,
timburleysi,flutninga-erfiðleikar og peuinga-
leysi.
Menn eru nú almennt farnir að sjá, að
híbýlabætur eru mjög þægilegar, og mætti
því ætla, að þeir bændur, sem sæju sór það
fært að byggja timburhús, notuðu tækifær-
ið, ef þeir fengju nú peninga, sem nokkru
munaði, en að það yrði almennt á land-
skjálftasvæðinu, það nær ekki nokkurri