Þjóðólfur - 12.03.1897, Side 3

Þjóðólfur - 12.03.1897, Side 3
47 átt, hvað mikill áhugi sem væri, og þó skaðinn fengist að öliu leyti endurbættur, eptir sanngjörnu mati. Hagur almennings á þessu svæði stendur ekki í svo miklum blóma, að hver sem viil geti lagt til frá sjálfum sér, það sem timburhús kosta fram yfir hinn metna skaða.j Það getur vel hugsazt, að ef menn ættu að missa helming skaðabótanna eða eitthvað af þeim, nema þeir byggðu timbur- hús, að einhverjir mundu reisatsér hurðarás um öxl, og hleypa sér út í þá ófæru, sem þeir kæmust aldrei úr aptur, og þá kæmu gjafapeningarnir að minni not- um en til er ætlazt og við mætti búast. Hefði landskjálftinn' ekki gert neinn óbeinan skaða, heldur að eins fellt húsin, og gjafapeningar og ástæður hefðu þá ver- ið þegar við hendiua, að byggja upp apt- ur, þá var ekki mikið á móti því að byggja timburhús. En nú er ekki því að heilsa. Bændur urðu að fækka fénaði vegna rýrn- unar, sem kom í heyskapinn, og skulda fyrir byggingar í haust, en fénaðurinn er það fyrsta og nauðsynlegasta, sem bænd- urj þurfa að bæta sér aptur, því það verður þó líklega ekki sagt, að timburhúsa- byggingin sé hin glæsilegasta framfara-við- leitni til að hleypa sér í skuldir fyrir, þótt þau séu óneitanlega þægileg. Það mun vera óhætt að segja, að menn verða yfirleitt ekki áuægðir með útbýting samskotapeninganna, nema hver fái að ráða yfir því, sem honum ber, og ekkert að- hald komi til sögunnar. Peningarnir eru gefnir af frjálsum vilja handa þeim, sem hafa orðið fyrir skaða af landskjálftanum, og virðist nokkuð gífurlegt að gera hlut- aðeigendur ómynduga að því, sem þeim ber með réttu. Það er lika þýðingarlaust fyrir efna- mennina að prédika þá kenningu fyrir fátæklingunum, að timburhús séu ekki dýrari, nema í bili. Fátæklingar geta ekki fengið stórlán til bygginga. Maður varð bráðkvaddur hér í bæn- um 9. þ. m. af heilablóðfalli Kristján Guð- mundsson verzlunarmaður, (ættaður frá Bíldhóli á Skógarströnd) um þrítugt, stillt- ur rnaður og vandaður. Ný fiskiskúta, er hr. ö. Zoega kaup- maður hefur keypt í Hull, kom hingað í fyrra dag. Skipstjóri á henni Krístján Bjarnason. Hún heitir „Edinborg“, og er 83 smálestir. Aðra skútu hefur G. Z. keypt og heitir „Liverpool“, og hina 3. hauda Th. Thorsteinsson. Ennfremur hef- ur Sturla Jónsson kaupmaður keypt eina skútu og Jón skipstjóri Jónsson í Mels- húsum aðra, svo að þær eru þá alls 5, er bætast nú við þilskipastólinn hér, auk hinnar 6., er Helgi kaupm. Helgason hef- ur látið smíða hér í vetur, og „Elín“ nefn- ist. Er það góð viðbót á jafnstuttum tíma. Slysför. Úr Höfðahverfi er ritað 19. f. m.: „Aukapósturinn frá Akureyri hing- að út eptir hrapaði fram af klettum hér inn með miðjum firði, á svonefndu „Faxa- falli" á Svalbarðsströnd 15. þ. m. Fannst hann örendur daginn eptir ásamt hesti sínum. Var taskan send til Akureyrar aptur, skoðuð þar og svo nýr maður send- ur með hana í gær. Póstsendingar almennt meira og minna skemmdar. Maðurinn hét ólafur Þorsteinsson, duglegur ferðamaður og röskur. Hafði stöðugt verið aukapóst- ur hér út eptir austan með firðinum síð- an vorið 1888, að það starf hófst. Hann dó frá konu og 4 börnum á ómagaaldri". Mannalát. Hinn 14. nóvbr. f. á. and- aðist á Enni i Húnavatnssýslu stúlkan Ealldóra Sigurðardóttir, fædd 27. ágúst 1863. Hún var ættuð úr Húnavatns- sýslu. Hafði dvalið 4 ár í Kaupmanna- höfn og var nýkomin þaðan, er hún lézt. Hinn 23. des. f. á. andaðist úr tauga- veiki Margrét Arnljótsdóttir (prests á Sauða- nesi Ólafssonar) á 23. aldursári (f. 17. maí 1874), gáfuð og efnileg stúlka. Hinn 27. s. m. lézt Alexander Bjarna- son i Villingadal í Dalasýslu, fróður mað- ur og vel að sér um margt. Hinn 7. janúar síðastl. andaðist að Árnanesi í Homafirði Guðrún Einarsdóttir ekkja Stefáns Eiríkssonar alþingismanns, systir séra Þorsteins heit. á Kálfafellsstað og þeirra systkina, 76 ára gömul. Hún var fædd í Ytri-Skógum undir Eyjafjöll- um á gamlársdag 1820. Voru foreldrar heunar Einar stúdent Högnason (f 1843) og Ragnhildur Sigurðardóttir prests á Heiði í Mýrdal, fóðurbróður Steingríms biskups. Guðrún giptist um 1840 Stefáni Eiriks- syni frá Árnanesi, bróður séra Benedikts í Guttormshaga og Guðmundar á Hoffelli, sem báðir eru á lífi háaldraðir. Hún missti mann sinn 1884. Börn þeirra voru: séra Björn á Sandfelíi (f 1877), Einar bóndi í Árnanesi, Eiríkur sama staðar og Halldóra kona Eymundar Jónssonar smiðs í Dilks- nesi. Guðrún heit. „var atgerviskona til sálar og líkama, guðhrædd og góðgerða- söm, og ól upp munaðarlaus börn. Var heimili hennar nafnfrægt sem frábært gest- risnisheimili“. Grufuskipið „Egill4 kemur að öllu forfallalausu til Reykjavík- ur í byrjun júnímánaðar, eins og að und- anförnu, til þess að sækja þaugað sunn- lenzka sjómenn og vinnufólk og flytja það til Austfjarða. Skipið kemur til Reykja- víkur beint frá Austfjörðum og flytur því greinilegar fréttir um ís, fiskafla og fleira. í skipið verða settar þilrekkjur til bráðabirgða og sömuleiðis eldavél á þil- fari til þess að hita í vatn og fleira. — Viðkomustaðir verða hinir sömu og að undanförnu á Suðurlandi, og ennfremur kemur það við í Vestmannaeyjum. — Loks kemur það við á alla firði austanlands. Skipið fer eina, tvær eða þrjár ferðir, ept- ir því hve margir óska flutnings. í miðj- um september hefur skipið aptur ferðir sínar til þess að flytja menn heim og kom* ur þá á allar hinar sömu hafnir og fyr, bæði austanlands og sunnan, ef veður leyf- ir. Þá fer skipið tvær eða fleiri ferðir og verður það nánara auglýst síðar. Tilgang- urinn með því að byrja heimflntningana svona snemma er sá að umflýja illviðri þau, sem vanalega eiga sér stað fyrri hluta októbermánaðar. Skipið fer aliar ferðirnar sunnan um land. Fargjald verður 10 kr. hvora leið. p. t. Kaupmannahöfn, 15. janúar 1897. 0. Wathne. UtanáBkript: Seyði&fjörð. Vlll<3.1a.P, mjög góðir, frá 4.50—7.25, fást í Aðalstrœti 10. J. Jónsson. Til heimalitunar viljum vér sérstaklega ráða mönnnm til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verðlaun, enda taka þeir öllum öðrum lit- um fram bæði að gæðum og litarfegurð. Sérhver, sem notar vora liti, má örugg- ur treysta því, að vel muni gefast. í stað hellulits viljum vér ráða mönn- • um til að nota heldur vort svo nefnda „Castorsvart", því sá litur er miklu feg- urri og haldbetri en nokknr annar svart- ur litur. Leiðarvísir á íslenzku fylgir hverjum pakka. Litirnir fást hjá kaupmönnum alstað- ar á íslandi. Buchs Farvefabrik, Studiestræde 32, Kjöbenhavn K. „Þjóðólfur“ keniur út tvisvar í uæstu viku.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.