Þjóðólfur - 17.03.1897, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.03.1897, Blaðsíða 2
50 stöðum í Miðfirði, umsjönarmaður í stœrra svefnloptinu, (50). 10. Benedikt Sveinsson frá Húsavík, um- sjónarmaður í bekknum (100). 11. Magnús Sigurðssjn í Rvík (25). 12. .Takob Möller frá Blönduósi. 13. Þórður Ögmundssoa frá Öxualæk í Ölfusi (25). 14. Gunnlaugur Claesen frá Sauðárkrók (bróðir nr. 6 í VI. bekk), nýsveinn. 15. Lárus Thorarensen frá Stórholti íDalas. 16. Sigurður G-uðmundsson (bónda Erlends- sonar) frá Mjóadal í Húnav.s., nýsv. 17. Jón Benedikts Jónsson frá Fremri- Arnardal í ísafj.s. 1. beJikur: 1. Þorsteinn Þorsteinsson (Narfasonar frá Brú í Biskupstungum) í Rvík. 2. Óiafur Björnsson (ritstjóra Jónssonar) í Rvík. 3. Einar Arnórsson (bónda Jónssonar) frá Minna-Mosfelli í Grímsnesi (25). 4. Jón Magnússon (tómthúsmanns Stef- ánssonar) í Rvík. 5. Magnús Guðmundsson (bónda Þor- steinssonar) frá Holti í Svínadal. 6. Jónbjörn Þorbjarnarson (f kaupmanns Jóuassonar) í Rvík. 7. Halldór Georg Stefánsson (bónda Jón- assonar frá Hólabaki í Húnav.s.) í Rvík. 8. Halldór Jónasson (skólastjóra Eiríks- sonar) frá Eiðum. 9. Bjarni Jónsson (tómthúsmanns Odds- sonar) frá Mýrarholti við Rvík. 10. Eiríkur Stefánsson (prests Jónssonar frá Auðkúlu í Svínadal, umjónarmað- ur í bekJcnum. 11. Sturla Guðmundsson (héraðslæknis Guð- mundssonar frá Laugardælum) í Rvík. 12. Brynjólfur Björnsson (f bónda Brynj- ólfssonar) frá Bolholti á Rangárvöllum. 13. Björn Stefánsson (bróðir nr. 10). 14. Pétur Bogason (f héraðslæknis Pét- urssonar frá Kirkjubæ) í Rvík. 15. Viihjálmur Finsen (sonur Óla Finsen * f póstmeistara) í Rvík. 16. Sigvaldi Stefánsson i Rvík. 17. Björn Þórðarson (hreppstjóra Runólfs- sonar) frá Móum á Kjalarnesi. 18. Ásgeir Guðjón Gunnlaugsson (tómthús- manns Péturssonar) í Rvík. 19. Sigurður Sigtryggsson (lyfsalasveins Sigurðssonar) í Rvík. AtJigr. í 1. bekk eru allir nýsveinar nema nr. 16. Enn uiu laudskjálftatjónið. Herra ritstjóri! í 8. tölubl. Þjóðólfs, 12. febr. þ. á., er fréttapistill af Rangár- völlum, þar sem látin er í Ijósi undrun yfir, hve hátt matið út af landskjálftatjón- inu sé hér í Landmannahreppi í saman- burði við matið í Rangárvallahreppi. Án þess að eg vilji vekja nokkurn hrepparíg, vil eg skýra frá, eins og öllum kunnug- um er ljóst, að hrunið Jiér í hreppi var langtum stórkostlegra og víðtækara eti bæði í Rangárvallahreppi og öðrum hreppum hér í sýslu, sem og eðlilegt er, þar sem álitið er, að upptök eða miðpunktur jarð- skjálftanna, dagana 26.—27. ágúst, muni hafa verið vestur af Heklu, nærri Skarðs- fjalli í Landmannahreppi, en kvíslazt síðan út, annar armurinn austur og fram á Rangárvelli, eu hinn vestur á bóginn yfir Gnúpverjahrepp, Skeið o. s. frv. Sú til- gáta styrkist líka við það, hve margir bæir stóðu uppi framan til á Rangárvöli- um og einnig vestast og fremst i Gnúp- verjahrepp í jarðskjálftunum þá daga, en einmitt þá gjörhrundi allur Landmanna- hreppur að heita mátti og efstu bæir í Holtahreppi ýmist hrundu eða skekktust stórum. Auk þess urðu hér talsverð land- spjöll bæði á túnum og engjum, er eigi munu hafa orðið að mun annarsstaðar. Engan samanburð á hýsingu á bæjum í þessum tveimur hreppum vil eg gera, en það er mér vel kuunugt, að á síðari árum hafa húsabætur hér í sveit stórum aukizt, bæði verið byggðar rúmbetri og vandaðri baðstofur en áður gerðist, og víða byggð stofuhús, er engin voru áður. Sömuleiðis má nefna hinar mjög miklu framfarir, er hér höfðu gerst, einmitt á hinum allrasíðustu árum til umbóta á fén- aðarhúsum í hreppnum, bæði að hafa þau loptbetri og rúmbetri og sömuleiðis með því að setja í þau jötur, í stað þess að gefa fénu úti (á gaddinn). Þá má nefna hinn mikla áhuga, sem vaknaður var hjá mönnum að byggja heyhVóður með járnþaki og er mér kunnugt um, að 10—20 slíkar vandaðar hlöður, smærri og stærri hafa verið byggðar hér hin seinni ár. En all- ar þessar bygginger manna hafa haft mjög mikinn kostnað í för með sér, því að auk þess sem timbur og járn hefur verið dýrt fyrirfarandi ár, eru aðdrættir örðugir. Eg vil að síðu8tu geta þess, að eins og eg efast ekki um, að hreppstjóri og úttektamaður Rangárvallahrepps hafi virt fjártjónið þar eptir beztu sannfæringu, þaunig mun einnig hreppstjóri hér, ásamt tilkvöddum virðingamanni hafa virt allar skemmdirnar eptír beztu vitund, samkvæmt fyrirskipuðu formi, og þurfa hvorugir að „hafa farið fram yfir það, sem góðu hófi gegndi", en allmikill munur eðlilegur, þar sem tjónið hér, eins og áður er sagt, var miklum mun víðtækara og meira en í nálægum hreppum. Kunnugt er mér um, að suinir hér gleymdu að telja fram ýmislegt smávegis, er fór forgörðum, en sem samanlagt getur numið talsverðu verði, og hið sama hef eg heyrt, að hafi átt sér stað anuarsstaðar. Er það ætlan mín, að víðast hafi tjóuið verið metið fremur oflítið en ofmikið, bæði í þessum hreppum og annarstaðar, þar sem eg hef til spurt. Óskandi væri, að þetta mikla áfall, sem ylir sveitiruar dundi, mætti verða til að efia samheldni og öliugri télagsskap, samíara dáð og dug tii umbóta og fram- fara. Með því kann nokkuð að vinnast, en annars ekkert. Fellsmúla 26. febr. 1897. Einar TJiorlacius. Útlendar fróttir. Kaapmanuahöfu, 1. marz. Ófriðurinn á Krít heíur nú verið aðal- umtalsefni allra biaða næstliðinn mánuð. Grikkir hafa lengi viijað ná þessari frjó- sömu ey „perlu Miðjarðarhafsins" úr klóm Tyrkjans, og lá nærri, að þeim yrði leyft það í íyrra, en þá lofaði soldán öllu fögru sem endrarnær, og stórveldin kúguðu hann til að heita Kríteyingum ýmsum réttar- bótum, rneðal annars að setja kristinn jarl yfir eyna. En minna þótti verða úr efnd- unum, er á átti að herða, og gripu þá hinir fornu uppreistarmenn aptur til vopua, en þeir eru allir kristnir. Ætla menn að Grikkir hafi þar blásið að kolunum. Eptir nokkrar skærur og blóðsúthellingar miilum hinna kristnu annarsvegar og Múhameðs- trúarmanna hinsvegar, þóttist Grikkjakon- ungur eigi geta setið hjá lengur og sendi herlið til að taka eyjuna. Var föguuður mikill um allt Grikkland yfir þessu til- tæki kouungs, og sjálfboðalið streymdi til hersins úr öllum áttum. Eu þá kom skyndi- lega babbi í bátinn, því að stórveldin urðu afarreið yfir því, að kotríki þetta—Grikk- iand — skyldi ætla sér þá dul, að raska Evrópufriðnum. Varð Þýzkalandskeisari skjótastur til að kveða upp úr með, að stórveldin öll skyldu senda herflota til eyj- arinnar og þvinga Grikki til að hypja sig heim aplur. En meðan á því stóð, að hin

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.