Þjóðólfur - 19.03.1897, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kogtar 4 kr.
Erlendis 5 kr. — Borgist
íyrir 15. jtlll.
Uppsögn, bnndin yiö áramót,
ógild nema komi til útgefanda
fyrir 1. október.
ÞJÖÐÖLFUR.
XLIX. árg. ReykjaTÍk, föstudagiun 19. marz 1897. 3ír. 14.
Þjóðmálefni og þingmálafuiidir.
Bptir Sighv. alþm. Amason.
V.
í þetta sinn hef eg ásett mér að minn-
ast á annað atriði í fátækralöggjöfinni,
sem að mínu áliti þarf fyrst og fremst að
lagfæra, nefnil. ákvæðið um sveitfestutím-
ann, sem 6. gr. fátækrareglugerðarinnar
8. jan. 1834 og opna bréfið 6. júlí 1848
hljóða um, sem er skoðað þannig: að
þar sem maður hefur seinast verið búfast-
ur eða vistfastur í sömu sveit eða bæjarfél.
10 ár samfleytt eptir að hafa náð 16 ára
aldri. án þess að hafa notið sveitarstyrks,
að þá hafi hann þar rétt til framfæris.
Það er nú kunnugra en frá þurfi að
segja, hverjar afleiðingar þetta lagaákvæði
hefur haft um dagana, einknm gagnvart
háifútslitnu og öldruðu fólki, því að það
verður naumast varið, að þau dæmin hafi
gefist um hinn og þennan, sem af fjár-
skorti og ellilasleik hefur legið nærri því
að verða þurfandi, aíl þegar farið hefur
að líða að 10. árinu í dvaiarhreppnum
hafi hann anuaðhvort verið hvattur til að
beiðast sveitarstyrks að ójiörfu eða honum
bægt frá að dvelja þar 10. árið, sem hann
þó annars hefði getað átt kost á um óá-
kveðinn tíma, og ef til vill með því haldið
sér svo og svo lengi við án sveitarstyrks,
einkum þegar svo hefur staðið á, að hann
hefnr sér til styrktar notið skjóls hjá ætt-
ingja sínum eða öðrum velgerðamanni.
Þetta útaf fyrir sig mun því miður
hafa bakað mörgum hálfútslitnum manni
hugarangur og mæðu, sem um skör fram
hefur verið hrakinn með sveitarflutningi,
úr einum hrepp í annan, á framfærishrepp-
inn, og þá jafnframt hefur þetta bakað
framfærishreppnum það óhagræði að verða
að leggja þeim sama svo og svo mikið
af fátækrafé löngu fyr en annars hefði
þurft 0g jafnvel aldrei þurft, ef hann
hefði fengið að dvelja þar, sem honum
hagaði bezt og hann naut einhvers við,
sem hann ekki átti kost á annarsstaðar.
Það er eitt af því, sem ekki má vera,
að lögin séu freistandi til óleyfilegra
meðala.
Geri maðnr nú á hinn bóginn ráð fyrir
því, að öll mannúð sé viðhöfð við Pétur
eða Pál, sem fyrir fjárskort og aldurs sak-
ir liggur nærri því að verða þurfamaður,
að horium sé ekki meinað að vera 10. ár-
ið í dvalarhreppnum, og ekki hvattur til
að beiðast styrks um skör fram, þá verð-
ur afleiðingin sú, að margur ávinnur sér
framfærisrétt á því tímabili, sem hann er
ónýtastur á æfi sinni, í stað þess, að hann
ætti að ávinna sér þann rétt á bezta
skeiði.
Það er nú svo með þetta mál, sem
annað, að ekki er nóg að rífa niður án
þess að byggja upp aptur, en það er þraut-
in þyngri svo vel fari og til umbóta horfi
um jafn þýðingarmikið lagaákvæði.
Eg vil ei að síður ekki láta mitt ept-
ir liggja að láta í ljósi þær breytingar-
uppástungur, mönnum til athugunar, sem
eg hygg, að muni geta átt við, til umbóta
áminnstum lagaákvæðum, sem er í stuttu
máli á þessa leið:
Að hver sá, sem hér eptir verður
þurfamaður, hafi framfærslurétt 1 þeim
hreppi eða bæjarfélagi, sem hann á aldr
inum frá 16 til 66 ára, hefur löglega
dvalið lengst í, hvort sem dvöl hans þar
hefur verið samfleytt eða ekki, og hafi
hann dvalið jafnlengi annarstaðar, þá hafi
hann þar jafnt rétt til framfæris.
Með þannig löguðum lagaákvæðum,
eða þessu líkt, hygg eg að margur á efri
árum mundi njóta meira næðis en verið
hefur með því að fá að dvelja hindrunar-
laust, hvar sem vera vildi, og væri ekki
svo lítið unnið með því í samanburði við
það, sem tíðkazt hefur í því efni, eiris og
áður er ávikið.
En það er að vísu nokkuð öðru máli
að gegna um þá, sem yrðu þurfandi á
hinn ákveðna aldursskeiði sakir heilsu-
brests, fjölskyldu eða annars, en þó er
ekki fjærri vegi að ætla, að þessi ákvæði
ef þau yrðu að lögum, mundu Iíka verða
þessu fólki hagfeldari í framkvæmdinni
þegar til kæmi, með því líka að hugsandi
er, að þessar uppástungur megi laga í
hendi sér eptir því sem hagfeldast þætti
vera undir flestum eða öllum kringum-
stæðum.
Eg ætla svo ekki að fjölyrða frekar
um þetta mál að þessu sinni, en vil að
endingu geta þess, að eg þættist góðu
bættur, ef þessar línur gætu orðið til þess
að vekja athygli á þessu þýðingarmikla
atriði löggjafarinnar, sem eg hugsa, að
margir séu mér samdóma um, að þurfi
umbóta við, eða hvatt menn til að láta í
ljósi álit sitt um þetta mál í blöðunum.
Líka álít eg æskilegt, að þingmála-
fundirnir vildu láta í Ijósi álit sitt um
málið.
„Yesta“. Farstjóri eimskipsútgerðar-
innar íslenzku, D. Thomsen, hefur komið
því til leiðar við hið sameinaða gufuskipa-
félag, að Corfitzson skipstjóra á „Vestu“
hefur verið vikið frá stöðu sinni, og heit-
ir sá 0. I. Svensson (sænskur?), er við tek-
ur í stað hans. Er þessi breyting sprott-
in af kvörtunum farstjóra yfir því, að
Corfitzon sigldi fram hjá Flatey í síðustu
ferð. Hefur Björn kaupm. Sigurðsson
heimtað skaðabætur fyrir samningsrof af
eimskipsútgerðinni, en eptir því sem far-
stjóri skýrir frá í bréfi 27. f. m., verður
það „að líkindum jafnað með samkomu-
lagi, án þess að til frekari ágreinings
komi“. „En þó“, segir hann, „er auðvit-
að ekki loku fyrir skotið, að koma kunni
til langs, kostnaðarsams og erfiðs mála-
reksturs11. Hvað ábyrgð á hendur Corfitzon
snertir, er farstjóri efablandinn um, að
hún verðí gerð gildandi, einkum sakir
þess, að í skipsdagbókina sé ritað, „að
stormur hafi verið mikill með snjó og
hagli og mjög illt í sjó, svo að sífellt hafi
gengið yfir skipið um það leyti, er hann
hefði átt að halda inn fjörðinn“. Og skips-
höfnin og farþegar hafa látið í Ijósi, að
lýsing skipstjóra sé rétt. Er því naum-
ast um neina ábyrgð að tala á hendur
Corfitzon fyrir vanrækslu eða vanbrúkun
á stöðu sinni, enda yrði sá málarekstur
ærið örðugur og kostnaðarsamur.
Er þetta að mestu tekið úr bréfi far-
stjóra til Flateyjarmanna, ds. 26. febr., er
hann hefur sent Þjóðólfi eptirrit af, og er
svar upp á kæru þeirra Flateyinga gegn
Corfitzon, ds. 18. des. f. á.
Hnfubátafcrðir. Hr. Thor E. Tulinius
stórkaupmaður í Kaupmannahöfn tekur nú