Þjóðólfur - 19.03.1897, Blaðsíða 2
64
að sér, eius og í fyrra, gufubátsferðirnar
fyrir Norður- og Austurlandi, og birtist
áætlun skipsins („Bremnæs") hér í blað-
inu. Samkvæmt henni verða ferðirnar 6
milli Hornafjarðaróss og Siglufjarðar, á
tímabilinu frá 1. maí til 24. sept., og auk
þess 3 aukaferðir til Beykjavíkur og ein
til Sauðárkróks.
Hr. Tulinins hefur nýlega keypt nýtt
gufuskip „Hjalmar“, 330 smálestir, og er
þess getið i „Söfartstidende", að það eigi
að verða til íslandsferða, er ísafold skilur
svo, að það muni jafnvel eiga að koma í
stað „Bremnæs“. En það er flestum kunn-
ugt, að hr. Tulinius hefur einmitt mörg
gufuskip í förum til íslands (Austfjarða)
árlega, og tii slíkra milliferða mun skip
þetta ætlað.
Nú er Faxaflöagufubáturinn væntan-
legur frá Mandal siðast í næsta mánuði.
Hann hefur 3 farþegarúm og getur tekið
um 200 farþega. Á hann að hefja ferðír
sínar hér um flóann 6. maí. Hann heitir
nú „Reykjavík“ (en áður ,,Tönsberg“).
Lausn frá embætti hefur Benedikt
Sveiusson sýslumaður sótt um. og mun
hann flytja hingað suður.
Nokkur orð
um
vörðuleysið á Hellisheiðarveginum o.fl.
Eins og kunnugt er, var vegur þessi
lagður yfir heiðina sumarið 1895 og um
Kamba sumarið 1894. Allir, sem um veg
þennan fara á auðu, eru sammála um, að
hann sé hinn vandaðasti, vatnsrúm á
hentugnm stöðum o. fl. Vegur sá, sem
áður var farinn. liggur nokkru norðar.
Þegar vestur á fjallið kemur er alllangur
spölur á milii þeirra, sem stafar af því,
að eldri vegurinn er fyrir norðan Reykja-
fell ofan Hellisskarð — það er bein stefna —
ennýi veguriun liggursunnanundirReykja-
felli ofan Lágaskarð. Séu leiðir þessar
byrjaðar jafn snemma og að eins farinn
klyfjagangur, reynist allt að ®/4 kl.st. mis-
munur á vegalengdum þessum. Allir kjósa
þó heldur að fara syðri leiðina meðan
kleyft er, þótt hún sé lengri. En því mið-
ur liggur vegur sá víða lágt og safnast því
snjór yfir hann á stöku köflum, einkum í
brekkunum sunnan undir Reykjafelli. Samt
mundi það ekki verða til fyrirstöðu að
nota veginn á vetrum, og sannfærður er eg
um, að vart mun drífa niður svo mikinn
snjó, að sú leið yrði ekki þægilegri og
öruggari, en nyrðri leiðin, sem liggur um
klungur og gjótur, sem eru afarhættulegar
yfirferðar, þá snjór er yfir, og svo, eins og
áður er sagt, er Hellisskarð á þeirri leið,
sem optast er lítt fært með klyfjaburð á
vetrum, þótt farið sé. — Þrátt fyrir örðug-
leika þá, sem eg hef þegar talið viðvíkj-
andi nyrðri leiðinni, er hún þó fremur not-
uð nú að vetrinum, sem stafar af því, að
allt frá fornöld hefur sá vegur verið
varðaður, og vita það allir, sem um Hellis-
heiði hafa farið í myrkri eða byl, að ekki
hefði verið unnt að komast til manna-
byggða, ef vörðurnar hejðu ékki vísað á
leiðina. — Fyrir stuttu fór eg um þennan
áminnsta veg, og sá mér til stórrar undr-
unar, að meiri hluti af vörðunum fyrir
austan Eystri-Þrívörður var annaðhvort
alveg dottinn eða hálfhruninn, sem stafar
sjálfsagt meðfram af hinum miklu jarð-
skjálftum í sumar þar nálægt, og svo hinu,
að búizt var við, að gamli vegurinn mundi
leggjast niður, þegar nýr, upphleyptur veg-
ur kom rétt að kalla við hliðina á honum.
Reynslan sýnir nú, að svo er. ekki, enda
verður gamli vegurinn alltaf meira og
minna notaður af göngumönnum, ef vörð-
unum er haldið við, sem sjálfsagt er. Það
er því mjög leiðinlegt, að ekki var ráðin
bót á þessu í haust, áður en vetrarferðir
hófust, því fullyrða má, að varla komi sá
dagur, að ekki sé meiri eða minni
umferð um heiðina, enda er Hellisheiði
fjölfarnasti fjallvegur á landinu. Þá er
til nýja vegarins kemur, er þess að geta,
að hann er óvarðaður enn, og fyrir því
eru menn optast neyddir til, að halda með-
fram vörðunum og fara gamla vegiun —
eða fara nýja veginn þar til hann þrýt-
ur af ófærð, eða menn villast út af
honum, sem sem opt kemur fyrir, og
lenda svo ef til vill í ógöngum.
Út af þessu er það almennt álit, að
ekki sé unandi við þetta lengur, og bráð-
nauðsynlegt sé, að varða veg þennan hið
bráðasta, helzt á næsta sumri. Væri þá
bezt að byrja á Kambabrún og setja vörð-
urnar þétt með annari hlið vegarins, alla
leið niður á Kolviðarhól. Merki (hella eða
annað) ætti að vera úr einni hliðinni á
þeim og vissi það eptir veginum og í sömu
átt á öllum, því ella gæti það valdið rugl-
ingi; 50—60 faðmar virðist hæfilegt milli-
bil milli hverrar vörðu, annars er það ekki
ugglaust, því opt er mjög myrkt upp á fjall-
inu, ef vont er. Þrjú dæmi hef eg fyrir mér,
sem sýna, að hættulegt er að ferðast nýja
vegiun, ef misjafnt er veður og færð. í
fyrra lagði ísak austanpóstur við 2. mann
og 6 hesta vestur á heiði; áliðið var dags
og illt útlit, þeir fóru nýja veginn meðan
til sást, kafaldsbylur var á, og töluvert
frost. Svo fóru lejkar, að þeir villtust, því
ekki var unnt að fylgja veginum, og urðu
þeir því að hafast við um nóttina upp á
háfjalli, og náðu þeir við illan leik nið-
ur á Kolviðarhól morguninn eptir, enda
var þá upplétt. — Fyrir stuttu lögðu tveir
menn vel hraustir upp á fjall með 8 hesta
með klyfjum. Bezta veður var á, og ófærð
lítil á nýja veginum; réðu þeir því af að
að halda hann; þegar vestur á fjallið kom
datt á þá svartabylur með frosti, þeir villt-
ust út af leiðinni, lentu í klungrum og ó-
færum, urðu þeir því að taka af, og nátta
sig þarna upp á fjalli, og er ekki að vita,
hvaða skaði af þessu hefði hlotizt, ef ekki
hefði birt upp snemma daginn eptir, og
þeir náð vestur af fjallinu. Þriðja dæmið
er af göngumönnum, sem fóru eptir veg-
inum, meðan unnt var, en villtust sem
hinir, en náðu þó með mestu herkjum á
Kolviðarhól, og hrepptu þeir sem hinir, er
í raunir þessar höfðu ratað, hinar alúðar-
fyllstu viðtökur hjá hinum vel þekkta
gestgjafa þar, Guðna Þorbergssyni, sem
lætur sér einkar annt um að taka sem
bezt á móti ferðafólki; en ýmsra örðug-
leika^vegna er honum það ekki unnt, eins
og viljinn býður.
Af þessum og fleirum dæmum, sem
auðvelt væri að nefna, er vegurinn nú
mjög illa rœmdur, og fullyrða má, að und-
ir sömu kringumstæðum verður hanu ekki
farinn nema þá bezt og blíðast er, eða á
auðu, og mun hann þá helzt til dýr að
liggja ónotaður þann tíma árs, sem mest
ríður á góðum vegi. í þess stað er veg-
urinn nú hálfgerð svikamilla, — en hættuleg
getur hún orðið fyrir líf og eignir manna,
ef ekki er aðgætt í tíma.
Bitað í febrúar 1897.
Símon Jónsson.
Önundarfirði 22. jan.: „Héðan er fátt að
frétta, nerna óbagstætt árferði eins og víðar síðast-
liðið ár. Sumarið var fremur óþurkasamt og nýt-
ing á heyjum því mjög siaem, samfara grasbreati,
og varð heyskapur því með rýrara móti, sem hafði
i tör með sjer skepnufækkun töiuverða. Haustið
var mjög rosasamt og sjógæftir þvi mjög strjálar,
enda var afli miklu minni eu undanfarin haust, og
mest af því smáfiskur og ýsa, sem mjög reynist
létt á metum kaupmannsins, enda létu fáir eða
engir blautfisk inn í verzlanir í haust, með því
flestum mun hafa þótt verðið lágt, þar sem gefnir
voru að eins 4 aurar fyrir pd. í málfiski, 3 aurar
fyrir smáfisk og 2 aurar fyrir ýsu, og verður lítið
úr afla manna með slíkum kjörum og taka svo út