Þjóðólfur - 19.03.1897, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 19.03.1897, Blaðsíða 3
55 á hann vörur úr búðinni með uppskrúfuðu verði, eins og hér & sér stað og víðar, en óvíða mun þó meiri einokun eiga sér stað en hér, eins og nú stendur á, þar sem öll sveitin, ásamt Súgandafirði oglngjaldssandi, verður að skipta við eina verzlun, að undanteknum nokkrum mönnum, sem pantað hafa vörur utanlands frá að nokkru leyti, en nú virðist heldur ætla að fara að rofa dálítið til ein- okunarmyrkur það, sem hér hefur grúft yfir um langan aldur, með því að stofnað hefur verið pönt- unarfélagsdeild ásamt Dýrfirðingum og Arnfirðing- um. Svo hefur heyrst, að herra kaupmaður Thor Jensen á Akranesi komi hingað verzlunarferð næst- komandi sumar. Binnig ætlar hr. Kjartan Rósin- kranzson á Flateyri að setja upp verzlun á vori komanda, og getur allt þetta orðið til mikilla böta, ef fram nær að ganga. Drepsótt (miltisbrandur) í stórgripum gerði hér töluvert vart, við sig í sumar og beið margur tjón af því, mest á kúm og nokknð á hesturn; er orsökin eignuð hinu útlenda leðri, sem keypt er mikið af hér í verzluninni, og svo er eitrað, að ekki má leggja það i vatn þar sem Bkepnur geta drukkið af, eða leggja það á jörðina, þar sem þær bíta. Jarðabætur voru engar unnar hér næstl. sumar og lítur út fyrir, að búnaðarfélag það, sem hér hefur verið nokkur ár, sé liðið undir lok, og má telja það skaða fyrir landbúnaðinn, því þessi ár, sem það var, voru komnar álitlegar umbætur á jörðum víða, svo sem túngarðar, þúfnasléttur o. fl. Aptur á móti var unnið nokkuð að vegabótum, en miklum mun minna en næstu ár á undau. Bráða- pest hefur lítið gert vart við sig hér í sveit í vet- ur, en aptur á móti hefur hún gert mikið tjón á Ingjaldssandi, og kemur það ef til vill af því, að þar er víða meiri útigangur á vetrum en hér innar í firðiuum, en margir munu hafa notað beitina í fyllsta mæli vegna heyjanna, enda hafa verið ein- lægar frostleysur i vetur og jörð því nær auð opt- ast frá jólum og fram yfir nýár“. Strandasýslu (miðri) 20. febr.: „Veðrátta hefur verið ágæt síðau með jólatöBtukomu, ensamt hafa verið hagleysur um miðsýsluna í mestallan vetur, og munu heybirgðir þeirra hreppa því ærið rýrar, þar sem heyskapur varð með rýrasta móti næstl. sumar og nýting fremur slæm á útheyjum. Bráðasótt fellt töluvert af fé á sumum bæjum i Tungusveit, en að öðru leyti mátt heita góð fjen- aðarhöld hér í sýslu, og er þó furða eptir jafnillan undirbúning, sem skepnur fengu næstl. hauBt, því haustveðráttan var svo óstjórnarlega vond, að slíks eru fá eða engin dæmi, sem menn muna. Fiskafli á öllum fiskgengum víkum hér við Strandaflóa var svo mikill seinni hluta sumarsins, að þess eru fá dæmi, en af pví heyskapuriun varð þá að sitja í fyrirrúmi, varð aflinn ekki að eins almennum notum og skyldi, með því líka, að ekki var hægt að nota hann vegna saltleysis, þvi skip það, sem flytja átti saltið hingað, kom ekki fyr en undir réttir, eða um mánuði síðar en þess var von, en samgöngurnar eptir venju svo illar, aðekkivar hægt að bæta úr þessu, þó nóg salt væri til því nær á næstu höfn (ísafirði). Hákarlsafli töluverður fyrir jólin á Smáhömrum“. Dalasýslu 24. febr.: „Nú eru aðalfundir af- staðnir í Verzlunarfélagi Dalamanna, er skiptir við Zöllner, og í Kaupfélagi Suður-Dalasýslu, er skipt hefur við Björn Kristjánsson. Bæði félögin halda ^fram, en gert er ráð fyrir, að pöntun verði minni en áður, sakir hins illa útlits með fjársöluna. Það er talað um að senda fé lifandi til Englands og láta slátra því er á land kemur. Kaupfélag Suður- Dalasýslu ætlar nú að hætta að skipta við Björn Kristjánsson, af því að hann mun fremur hafa færzt undan að koma hér vestur með vörur handa svo litlu félagi. í hans stað hefur nú félagið fengið herra Pétur Bjarnason frá ísafirði fyrir kaupstjóra. Félag þetta kaupir útlendu vörurnar að eins fyrir peninga, en pr í Zöllnersfélagi með sínar innlendu vörur: uli, sauðfé og hrosB, og tekur þar út pen- inga einungis. Óneitanlega er þetta framför og umbót • frá gamal-islenzku vöruskiptaverzlunar-að- ferðinni. Það er vafalaust réttara og nær hug- myndinni um frjálsa verzlun, að sami maður hafi eigi hönd og ráð yfir hvorritveggja vörunni félag- anna, bæði hinni innlendu og útlendu. Nýjungar eru hér engar aðrar og mjög iítið um landsmál talað; það vaknar vonanda með vorinu, þegar þing- tíminn nálgast“. Öll hlflð í heiminum. Bptir hagfræðislegum skýrslum er eintakafjöldi allra blaða í heiminum um 12,000,000,000 (tólf þúsund miljónir). Til þess að gera þessa töluupphæð skiljanlega, þá má bæta því við, að menn gætu þakið 10,450 ferhyrnings- milur af jörðunni með blöðunum, að menn brúka 781,250 tons af pappír í blöð, og ef um tólf þúsund miljónir sekúndur væri að ræða, þá mundu þær ekki liða á skemmri tíma en 338 árum. Ef allri þess- ari blaðahrúgu væri hlaðið í stafla, þá mundi hann taka upp fyrir hin hæstu fjöll og verða hér um bil 500 mílur á hæð. Ef gert er ráð fyrir þvi, að hver maður noti að meðaltali fimm mínútur á dag til þess að lesa blað, sem þó er heldnr lítið, þá eyðir heimurinn árlega 100,000 árum til þess að lesa öll þau blöð, sem út koma. Blaðalaust laud. Á vorum tímum þykir það undrum sæta, ef getið er um blaðalaust land. Andorra er hið eina menntaða ríki í heiminum, þar sem ekki er gefið út neitt blað. Andorra er lítið þjóðveldi, hér um bil 36 mílnr á annan veginn, en 30 á hinn; það liggur fyrir sunnan Pyreneafjöllin og er bið spánska hérað Lérida annarsvegar við það, en hið franska hérað Ariége hinsvegar. Dað er undir vernd Frakklands, en íbúarnir, sem eru 14 þúsundir, tala spönsku. Dar væri því góður staður fyrir framtakssaman blaðamann. Hann þyrfti ekki að vera hræddur við einvígi, því þó að þar sé nóg af vopnurn, þá getur enginn af íbúunum, að því er sagt er, hæft kú á 100 álna færi. Stórar reyniplöntur nýfe.jgnai frá Skotlandi og ýmsar fraetegundir eiu til söiu hjá. Ouðm. lækni Guðmundssyni, Vallarstr. 4. Níí. Tilsögn með ræktun veitist. Agent, som besöger Kjöbmænd, kan íaa Ageutur íor Daiimarks ældste Fabrik i Blæk, Farve m. m. Vedkommende maa anbefales af en bekjendt islandsk Kjöbmand. P. Rönning & Grjerlöft. Kjöbeuhavn K. Alls konar kramvara, mjög ódýr og falleg, kom með „Lauru“ í verzluu Sturlu Jónssonar. Frímerki. 011 brúkuð íslenzk frímerki má senda til mín í bréfi, og sendi eg þá óðar tueð póstávísun hina hæstu borgun fyrir þau til þess er sendir. Áreiðanleg viðskipti. — Klippið auglýsingarnar úr. P. M. Nissagcr. Lögstör, Danmark. Reyktóbak, mjög margar tegundir, þar á meðal „tvær stjörnur“, fæst i verzlun Sturlu Jónssonar. Jens Hansen, Vestergade 15. Kjöbenhavn K. Stærstu og ódýrustu birgðir í Kaupm.höfn af járnsteypum, sem eru lientugar á íslaudi. Sérstaklega má mæla með hitunarofnum með „magazín“-gerð með eid- uuarhólfi og hristirist, eða án þess, á 14 kr. og þar yfir, sem fást í 100 stærðum ýmislegum. Eldstór með steikarofni og vatuspotti, með 3—5 eldunarholum, á 18 kr. og þar yfir, fást fríttstandandi til þess að múra þær og fríttstandandi án þess þær séu múraðar. Skipaeldstór handa fiski- skipum, hitunarofuar i skip og „kabyssur“, múrlausar, með eldunarholi og magazín-gerð. Steinolíuofnar úr járni, kopar og messing, af nýjnstu og beztu gerð. Ofnpípur úr smíðajárni og steypijárui af ýmsum stærðum. Gluggagrindur úr járni í þakglugga og til húsa af öllum stærðum Galvaníseraðar fötur, balar. Emailleraðar (smeltar) og ósmeltar steikarpönnur og pottar. Smelt.ir járnkaffikönnur, tepottar, diskar, bollar o. fl. Verðlistar með myndum eru til yfir allt þetta, sem þeir geta fengið ókeypis, er láta mig vita nafn sitt og heimili.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.