Þjóðólfur - 23.04.1897, Blaðsíða 1
Árg. (60 arktr) kostar 4 kr.
Erlendis 5 kr. — Borgist
fyrir 15. júli.
Uppsögn, bnndin við áramót,
ógild nema komi til útgefanda
fyrir 1. október.
ÞJÓÐÖLEUR
XLIX. árg.
Reykjayík, föstudaginn 23. apríl 1897.
Xr. 20.
Athugasemdir um sjálfstjórnarmálið
heitir ritlingur, er Benedikt Sveinsson hef-
ur nýlega látið prenta á eigin kostnað og
sent ýmsum helztu mönnum víðsvegar um
land, þar á meðal þingmönnum. Ritling-
ur þessi er röggsamleg hugvekja um stjórn-
arskrármálið í heild sinni, og yfirlit yfir
sögu þess á síðustu árum, einkum á síðasta
þingi. Eru þar teknar upp orðréttar á-
lyktanir um þetta mál, er samþykktar voru
á þingmálafundum í landinu vorið 1895
og á Þingvallafundinum, til að sýna, að
fuiltrúar þeir, er skárust úr leik í mál-
inu á síðasta þingi, hafi eigi með réttu
getað borið fyrir sig almenningsvilja þjóð-
arinnar eða meiri hluta hennar til að fóðra
fráhvarfið. Höf. lýsir og allrækilega efni
þingsályktunartillögunnar og sýnir fram
á, á hve skökkum grundvelli hún hafi ver-
ið byggð frá stjórnskipulegu sjónarmiði,
og hve varhugaverð og óheillavænieg í eðli
sínu. Ættu menn að Iesa með athygli þessa
skarplegu skýringu höf. á sjálfstjórnarmáli
voru, því að hún er hverjum manni ljós
og skiljanleg, og með því geta menn feng-
ið á einum stað glöggt og skýrt yfirlit
yfir gang málsins, aðalkjarna þess og stefnu
ásamt ástæðum mótstöðumannanna, sem
jafnframt eru teknar til greina og brotn-
ar til mergjar eða hraktar, þótt þeir vilji
sjálfsagt ekki kannast við það sumir hverj-
ir. Ritlingur þessi er ágætur leiðarvísir
við umræður og atkvæðagreiðslu á þing-
málafundunum í vor, þá er rætt verður
um stjómarskrármálið, og hverja stefnu
þiugið eigi að taka í því nú í sumar, og
á höf. því þakkir skilið fyrir þessar leið-
beiningar sínar, og vekjandi ávarp til þjóð-
arinnar, einmitt á þessum tíma, því að ekki
mun af veita, þótt eitthvað sé ýtt við
mönnum nú fyrir þingið.
Af því að sumir hafa borið höf., — sem
vitanlega er forvígismaður stjómarskrárbar-
áttu vorrar—á brýn, að hann vilji láta haida
sjálfstjórnarmálinu áfram óbreyttu ár ept-
ir ár, þangað til það vinnst, og gert mik-
ið úr þeirri fjarstæðu, þá þykir rétt að
láta þess getið enn einu sinni, að það hef-
ur aidrei verið ætlun hans, og er því þýð-
ingarlaust fyrir andstæðinga hans, að beita
Því vopni gegn honum og málinu til að
vekja mótspyrnu. Til frekari sönnunar
leyfum vér oss að taka hér orðréttan kafla
úr áðurgreindum ritling höf. (bls. 15—16).
Þar segir svo: „Hvað þá spurningu á-
hrærir, sem að vísu heyrir framtíðinni til,
hvað lengi vér eigum að halda endurskoð-
unarmálinu fram í sama formi og á þing-
unum 1885—86 og 1893—1894, þá viljum
vér svara henni stutt á þá leið, að vér
álítum það sjálfsagða skyldu vora við föð-
urland vort og sjálfa oss, að halda áfram
hiklaust óbreyttri endurskoðaðri stjórnar-
skrá, þangað til útséð er um, að sá vegur
leiði til árangurs. En kæmi sá dagur, að
vér gætum sagt, að vér hefðum haldið
sjálfstjórnarkröfum vorum fram í þessari
mynd svo lengi án alls hringlanda eða
apturkipps, að vér hefðum gert skyldu vora
í augum sjálfra vor og annara þjóða, og
færi svo ólíklega, að þetta ekki leiddi oss
til sigurs á gerræði og mótþróa Danastjórn-
ar væri auðvitað ekkert annað fyrir oss
að gera en annaðhvort að beygja oss und-
ir okið og leggja árar í bát með allar
frelsiskröfur gegn Dönum — sem vér hyggj-
um þó, að engan íslending mundi fýsa,
þegar til alvörunnar kæmi — ellegar þá
fleygja íyrir borð viðurkenningum Dana
sjálfra og byrja nýja atefnu, byggða á
grundvelli sögulegra, óskertra landsréttinda
íslands til aðskilnaðar frá Danmörku, jafnt
í hinnm almennu, sem í hinum sérstöku
málefnum landsins. — En þessi síðast-
nefndi vegur liggur að voru áliti harla
langt í burtu, því það er ofurlangt frá
því, að vér höfum gert skyldu vora i þeirri
framsókn til sjálfsforræðis, sem háð hefur
verið á grundvelli stöðulaganna og þeirr-
ar stjórnarskrár, er vér nú höfum".
Að svo mæltu lýsir höf. ítarlega, hvers
vegna stjórnarskrárbaráttu vora hafi „vant-
að stórmikið til að geta verið virðingarverð
í augum hinnar útlendu stjórnarH o. s. trv.
Mun engum geta dulizt, að höf. hefur þar
rétt að mæla. Það er hringlandinn og
óstaðfestan í þessu máli, sem komið hefur
því til leiðar, að stjórnin getur með sönnu
sagt, að vér íslendingar vitum ekki, hvað
vér viljum. Það er þessi hringlandaskapur
af löggjafarþingi íslendinga. sem orðið hef-
ur beittasta vopnið á sjálfa oss i höndum
stjórnariimar, og af því munum vér Iengi
seyðið súpa. Um horfur málsins á næsta
þingi, verður siðar farið nokkrum orðum.
Ágrip af sögu Borðeyrar m. fl.
Úr Bæjarhreppi í Strandasýslu er Þjóð-
ólfi ritað 20. f. m.:
Það sýnist eiga vel við að minnast
þess með nokkrum línum, að nú eru bráð-
um liðin 50 ár, síðan farið var að verzla
á Borðeyri. Það var sumarið 1848. Árið
áður fóru þeir Jón sýslumaður Jónsson á
Melum og Þórarinn prestur Kristjánsson
á Stað í Hrútafirði vestur í Stykkishólm
og sömdu við kaupmann Hans A. Clausen,
sem þá hafði verzlun í Stykkishólmi, Ólafs-
vík og við Búðir, um að hann sendi næsta
ár vöruskip til Borðeyrar, en Jón sýslu-
maður veðsetti Clausen kaupm. Hofstaði í
Miklaholtshreppi til tryggingar fyrir þvi,
ef skipinu kynni að hlekkjast á á Ieiðinni.
Sumarið eptir (1848) sigldi „Svanurinn
ungi“ hér inn í ofsanorðangarði alveg
slysalaust, án hafnsögumanns. Var hann
að nokkru leyti fermdur við Búðir. Hafði
glysvarningur og ýmisskonar rusl, sem
Jöklarar vildu ekki þiggja, verið rifið nið-
ur úr hyllunum í Búðakaupstað og rutt út
í „Svaninn", en allur sá varningur rann
hér stanzlaust út, og má óhætt segja, að
löngum síðan hafi ýmisleg vara gengið all-
vel út á Borðeyri, þó að hún hafi ekki
öll verið valin af betri endanum. Ekki
hef eg heyrt þess getið, að optar hafi
verið sendar hingað leifarnar frá Búð-
um, og nokkuð er það, að næsta ár mun
vöruskip til Borðeyrar hafa verið fermt
i útlöndum. Eptir 1850 fóru fleiri að verzla
hér en Clausen, og þannig óx verzlunin smátt
og smátt. Árið 1861 voru fyrst reist verzl-
unarhús á Borðeyri. Það gerði PéturEggerz
og byrjaði hann um það leyti að verzla
með vörur frá Clausen. Um 1871 var
sett á stofn hið svonefnda „Húnafióafélag",
sem hafði mikla verzlun á Borðeyri, og
yrði oflangt mál hér að lýsa því ýtarlega,
eu geta má þess, að aldrei hefur jafnmikið
fjör eða keppni verið í Borðeyrarverzlun-
inni, sem á þeim árum, milli félagsins á
aðra hönd en kaupmanna (‘spekúlanta’) á
hina; þá komst ullarpundið á 1 kr. 33 a.,
og þannig hafði félagið áhrif á verðlagið