Þjóðólfur


Þjóðólfur - 23.04.1897, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 23.04.1897, Qupperneq 3
79 fenginn til að ákveða brúarstæði og segja fyrir, hvernig haga skyldi stöplahleðslu og smíðinni. Síðan var verkið framkvæmt sumarið 1895, nákvæmlega eptir fyrirsögn Eiuars og var brúin þannig gerð í tvennu lagi, annar parturinn 20 ál. en hinn part- urinn 12 ál., og undir samskeytin hlaðinn sementaður grjótstöpull, sem stóð í árfar- veginum. Kostaði sú brú rúmar 1000 kr. En hvað skeði svo? Hlákudag í janúarm. 1896 kom hlaup í ána og sópaði húu ger- samlega burt þeim stöpliuum, er stóð uud- ir samskeytum brúarinnar, en fór með brúna út á sjó, og rak aðalbrúna Ioks norður á Skagaströnd síðastl. vor. Flest- um hreppsbúum þótti nú sem ekki mætti við svo búið standa, heldur yrði að koma brú á áua sem allra fyrst, með heppilegra fyrirkomulagi. Verzlunarstjóri Theodór Ólafsson á Borðeyri hreyfði máliuu fyrst; pantaði hann þagar efui til nýrrar brúar og gekkst fyrir því ásamt fieirum, að stofn- að væri til samskota í hreppnum, og að haldin væri tombóla, og fékkst þannig fé til að byggja brúua ásamt öðrum tillögum frá hreppnum. Nú er brúin byggð í einu lagi 33 ái. á lengd og 4*/9 ál. á breidd, en 30 ál. milli stöpia. Stöplarnir voru Iagðir sementi og brúin byggð svo traust og með svo góðu lagi, sem hægt var. Kostar hún allt að því 2000 kr. Laxárbrúiu mun vera sú eina brú í Vesturamtinu, er nokkuð kveður að fyrir utan Kláffossbrúna, og er hún góður vott- ur þess, hverju samtök og áhugi fær kom- ið til leiðar. K. Úr Þingeyjarsýslu (13. marz). L (Kaupfélag Þingeyinga.—Bankastofnun.—VeJurálta. Pólitík). Engin sérleg tíðindi héðan. Almenn vellíðun og og hailbrigði. Verzluuarástandið mikið betra en menn þorðu að vonast eptir fyrir 4ri síðan, þegar enska fjárbannið skall á, og er það vafalaust kaup- félagsskapnum að þakka. Kaupfélagsmenn bafa almennt nægar birgðir fram á sumar, og eru skuld- lausir. Margir eiga talsvert inni. í ráði er, að félagíð sendi framvegis sauði til slátrunar í Eng- landi, og telzt svo til — eptir nndanfarinni reynslu— að það hafi nál. 2500 sauði, er vigta minnst 116 pund, en það þykir hæfur sauður til slátrunar í Englandi. Gera menn sér vonir um, að litlu minna verð komi fyrir glíka sauði framvegis, on fengizt hefur að undanförnu með því, að selja þá á f»ti. Samt eru þessir sauðir ekki áætlaðir nema 12 kr. og ekki nioira pantað gegn þeim. Að uudanfórnu hefur félagið sent út rftml. 3000 sauði. Mjög ein- beittir eru menn hér almennt í kaupfélagsskapnum, og flcstum mun vera fyllilega ljðst, að opt hefur verið þörf, en nú er nauðsyn að halda sem fastast saman, og styðja hver annan í félagsBkapnum. Nýmæli einu hefur verið hreyft hér í kaupfélag- inu í fuliri alvöru, sem mun þykja nokkuð nýstár- legt, og Bpá sumir, að það muni lítinn byr fá á „hærri stöðum“. Þetta nýmæli er, að kaupfélögin fái lagakeimild til þess, að stoína banka. Eaunar mundi slíkt vera talið mjög eðlilegt, og vottur um framtakssemi og framför, hvervetna annarsstaðar í heiminum, en á voru landi íslandi. En búast má við, að hér verði það talið ærs manns æði að koma upp með slíkt. Svo er kotungslundin|]rík og rót- gróin hjá oss, og vantrúin á viðgangi lands- og þjóðar, og kemnr það engu síður fram á hinum „hærri stöðum“. Þar mætir öll veruleg viðleitni þjóðarinnar til umbóta þyngstri mótspyrnu. Sé rétt og skynsamlega litið á, þá eru kaup- félögin eins og sköpuð og sjálfkjörin til þess, að reka bankastörf, og þau gera það í rauninni, þótt þau hafi ekki lagaheimild til þess að gefa út seðia. Að minnsta kosti ganga stórkostleg viðskipti — utan- lands og innan — gegnum kaupfélagið hér, með á- vísunum og víxlum, auk vörukaupanna; eru þau viðskipti litlu eða engu minni en vörukaupin sjálf, og hafa orðið mönnum til ómetanlegs hagnaðar. Hvað þá, ef félögin fengi seðla útgáfu rétt, með skynsamlegum og venjulegum tryggingum? Að þetta komist á með tímanum, mun varla þurfa að efa. Það er að eins tímaspursmái, og undir því komið, hve fljðtt gengur að sigra kotungsandann og hleypidómana. í slíkum málum sem þessu, kemur það ætíð berast í ljós, hverjir eru sannir framsóknar- og framtiðarmenn, og hverjir það eru, sem spyrna á móti. Þetta málefni er ágætur próf- Bteinn á þjóðina og stjórnina, og það mun sýna, hver dngur og dáð í þeim er, til viðreisnar atvinnuveg- unum og efnahagnum. Haustið var hér eitt hið versta, og horfði þá þunglega fyrir mörgum með heybirgðirnar; lá við horð, að margir förguðu stórkostlega aí fóðrum. En í lok nóvembermán. skipti algerlega um veður- áttuna, og hefur síðan verið bezta veðurátta og nægar jarðir í flestum sveitum Þingeyjarsýslu, svo nú eru menn almennt úr allri hættu, og það þð vorið verði nokkuð hart. Samt hefur alltaf verið jarðskart í sumum efstu sveitum, t. d. ofarlega í Bárðardai, því þar tók aldrei upp hinn fyrsta snjó, og var að kalla jarðlaust til jóla. Hey og beit hafa reynzt í betra lagi, og fénaður því — að von- um — í góðu standi. Hreyfingar hafa hér verið nokkrar í pólitik og búnaði. í flestum eða öllum sveitum hafa verið haldnir pólitiskir fundir til undirbúniugs undir al- mennan héraðsfund í vor; hafa menn á þessum látið djarflega í ljósi vilja sinn um ýms landsmál, og gert yfirlýsingar um þan. Fyrst og fremst stjórnarskrármálið, þar næat botnvörpumálið o.s.írv. Það er hvorttveggja, að ábugi er hér nokkur á almennum málum (og þó víst minni en vera;ætti og kraptar leyfa), enda erum við vel settir, þar sem við á litlu svæði höfum þrjá góða þingmenn til forustu, þá Pétur á Gautlöndum, Jón i Múla og Benedikt Sveinsson, er sitja eins og „uppspennt milla“ í héraðínu. Aukalæknir á Seyðisflrði er skípaður cand. med. Kristján Kristjánsson fyrst um sinn til eins árs. Látin er 24. f. m. Helga Ólafsdóttir kona Guðmundar bónda Guðmundssonar á Teigi í Fljóts- hlíð, „einhver hin merkasta kona þar í sveit“. Aflabrögð hér við flðann á opnum bátnm eru nú alls engin, en þilskipin afla vel. Austanfjalls eru hæstu hlutir á Eyrarbakka um 700 (þar af 200 þorskur, hitt ýsa), á Stokkseyri og ÞorlákBhöfn nokkru lægri. Meðalalin samkvæmt verðlagsskránum 1897 —98 er þessi: í Austur-Skaptafellssýslu............46 aurar - Yestur-Skaptafellssýslu . . . , . 45 — - Kangárvailasýslu . ,................48 — - Vestmanneyjasýslu...................40 — - Árnessýslu..........................51 — - Gullbr.- og Kjósarsýslu og Reykjavík 53 — - Borgarfjarðarsýslu..................55 — - Mýrasýsiu...........................54 — - Snæfellsness- og Hnappadalssýslu . . 56 — - Dalasýslu...........................52 — - BarðaBtrandarsýslu..................55 — - ísafjarðarsýslu og kaupstað .... 55 — - Strandasýslu........................53 — - Húnavatnssýslu......................52 — - Skagafjarðarsýslu...................48 — . Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstað 46 — - Þingeyjarsýslu......................48 — - Norður-Múlasýslu..................52Va — - Suður-Múlasýslu.....................53 — Afrek Heimdalis hafa eigi verið mikil, enn sem komið er. Hann hefur þó náð í eitt botn- vörpuskip við veiði í landhelgi nálægt Keflavik, og kom með það hingað á skírdagsmorgun (15. þ. m.). Eptir allmiklar bollaieggingar millum yfir- valdanna hér, var sökudólgurinn loks sektaður um 1080 kr. (60 pd. sterl.), sem eru hérumbil hinar lægstu sektir fyrir botnvörpuveiðar í landheigi sam- kvæmt lögunum. Virðist þó ekki vorkunsemi við þessa botnskefla eiga sérlega vel við, þá sjaldan sem í þá næst, því að ekki hafa menn séð þess vott, að þeir piltar séu mjög nærgætnir og vork- unsamir við landsmenn. En þó tekur út yfir, sé það satt, sem fullyrt er, að skipi þessu bafi verið hleypt burt með 2 botnvörpur, en að eins ein tek- ín af því. Það virðist þó yera bein skylda yfir- valdanna að fylgja hinum gildandi lögum sem stranglegast, þvi að það er engin afsökun, þótt DanaBtjórn gefi allt saman upp á eptir, eins og gert var í fyrra. Yfirvöldin hér eiga að gera sína vísu, án tillits til þess, hverju gerræði stjórnin muni beita í þessu efni. En það er allt á sömu bókina lært, að því er snertir þetta botnvörpufarg- an. Ástandið íer stöðugt versnandi og veruleg bót verður naumast á því ráðin, nema því aðeins, að vér sjálíir freistum að keppa við þessa varga með botnvörpu eða öðrum útbúnaði, til að láta þá ekki sitja hér eina að sumblinu. Það sannast, að hér duga ekki önnur ráð gegn þessum ófögnuði. Oss vantar ofurlitinn eimbátaflota til fiskveiða. Ástandið í Bessastaðahreppi. Herra ritstjóri! Sönn munu þau ummæli í yðar heiðraða blaðí 9. þ. m., að ástandið bér við flóann sé i heild sinni mjög ískyggilegt, og ekki sízt í Bessastaða- hreppi, þar sem atvinnan er, svo að segja, eingöngu fiskiveiðar á opuum bátum, atvinna, sem engan arð hofur borið nú í fleiri ár; en ofhermt er það, að hér sé fullkomin hungursneyð, og tekið að sjá á fólki sökum bjargarskortB, eins og komizt er að oröi i áminnstu blaði. Annað mál er það, að sá tími er ef til vill i nánd, að slíkt eigi sér stað hér,

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.