Þjóðólfur - 03.05.1897, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.05.1897, Blaðsíða 1
Arg. (80 arklr) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr. — BorgUt íyrir 15. júli. Uppsögn, bnndin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. Þ J Ó Ð 0 L I1 U E. XLIX. árg. Reykjarík, mánudaginn 3. maí 1897. Naiiðsyiijiimál. Ýmsir eru farnir að láta á sér heyra, að kvennaekólarnir séu ekki þeir kosta- gripir, sem margir munu hafa gert sér von um, að þeir yrðu. Menntun sú, sem þeir veita, þykir heldur staðlitil, þegar á skal herða. Talsvert er eflaust hæft í þessu, en hér þarf trautt kvennaskólana eina til að taka. Sama mun mega segja um alla okkar menntun á seinni árum. Hún fer að eigi litlu leyti fyrir utan og ofan, eða norðan og neðan okkar þarfir og hagi. Þetta vil eg þó ekki hafa mælt til búnaðarskólanna eða stýrimannaskólans. Engau þarf heldur að undra, þókvenna- skólar vorir séu fjarri fullkomnuninni, þeir eru ekki sérlega gamlir; hefur verið skammtað fé úr hnefa og auk þess voru þeir e'kki og geta ekki vel verið nema einn þáttur í menntun kvenna hjá oss. Mín ætlan er sú, að kvennaskólarnir hafi að miklu leyti fullnægt þeim kröfum, er með sanngirni verða til þeirra gerð- ar, eins og þeim nú er háttað og eptir því fé, sem til þeirra hefur gengið. Þess var aldrei að vænta, að þeir gætu veitt konum alla nauðsynlega þekkingu og kennt þeim að hagnýta sér hana. Það sem einkum brestur á menntun kvenna hjá oss, er kunnátta í því sem daglega þarf með á fiestum heimilum, að fatasaum undanskildum. Skólar vorir veita ekki og geta sem stendur ekki veitt námsmeyjum neina veru- lega fræðslu í algengri inatreiðslu og eld- húsverkum, ekki heldur í meðferð mjólkur, 8mjörgerð og osta, ekki í ullarvinnu, ekki í þjónustubrögðum, í stuttu máli, kenna íátt, sem heyrir til húss- 0g bússtjórnar og daglega þarf með á sérhverju heimili. Að skattera, baldíra. brodera, hekla og hvað það nú allt heitir, er að vísu gott og gaman, gagnlegt einnig á stundum, en ekki er fallegt að sjá ungar og mennt- aðar stúlkur, sem ekki kunna að taka ofan af ull, þó þær séu fimar að hekla, né heldur vita að gera óbrenndan graut, þó þær baki sæmilegar smákökur, og hversu vel sem húsfreyjan skatterar, stoðar það lítt, ef mjólkin er súr og smjörið hár- ugt. Oss vantar búnaðarfræðslu og kennslu i heimilisstörfum fyrir konur. Þetta vita menn glöggt og finna; ýmsar raddir hafa heyrzt um það í blöðum vorum, en mest og bezt hefur Kvennablaðið hreyft þessu máli. í þessa átt gengur viðleitni Elínar Briem með að koma á fót matreiðsluskóla i Reykjavík. Væri óskandi, að það fengi sem beztan byr og bráðasta framkvæmd. En þó það verði, er slíkt hvergi nærri nóg; þar mundi ekki auðvelt að kenna nema sumt af því, er nauðsyn krefnr, og svo gætu ekki nema sumar stúlkur notið þeirrar kennslu; margar, sem bæði hefðu vilja og hæfileika til slíks, mundu kostn- aðarins vegna hljóta að fara á mis við það. Er það og að seilast um hurð til loku, að fara til Rvíkur til að nema það, er bezt á við að kenna upp í sveitum. Að stofna sérstaka skóla í sveitum, til að kenna slíkt, er aptur bæði of kostnaðar- samt og með öllu óþarft. Beinast liggur við, að færa út verk- svið búnaðarskóla þeirra, er vér höfum, svo þeir einnig geti tekið á móti stúlkum til fræðslu, einkum i þeim efnum, sem kvennaskólar vorir ekki ná til, eu sem heita má, að hver kona þurfi að vera vel að sér í, jafnvel hver nýtileg vinnu- kona. Hver búnaðarskóli ætti að veita við- töku 6—10 námsstúlkum, er þar dvelji 2 ár, þær skyldu vinna venjulega sumarvinnu, líkt og piltar gera nú á búnaðarskólun- um. og temja sér þá meðferð mjólkur og matreiðslu, á vetrum auk þess ullarvinnu, algenga sauma, að bæta fót, iðka þjónustu- brögð, þvo, ræsta hús o. s. frv. í bók- fræði skyldu þær að eins læra skript, rétt- ritun, reikning, sögu íslands ög landafræði þess; ekkert tungumálagutl og ekkert „fín- erí“. Þar sem þvi verður viðkomið skyldi kennslan vera sameiginleg fyrir karla og konur; mundi þá nægja að bæta einum kvennkennara við búnaðarskóla hvern. Kaup skyldu námsstúlkur ekkert hafa, né heldur þurfa neitt mcð sér að gefa. Þó kynni að reynast nauðsyulegt, að skólinn legði þeim, sem fátækar eru og engan eiga Xr. 22. að, til meira eða minna af ígangsklæðum, einkum síðara árið. Þá kemur til álita, hve dýrt þetta mundi verða tyrir landið. Eg hugsa mér, að til þess að launa einn kvennkennara við hvern skóla mundi þurfa 500 kr. 2000 kr. í meðgjöf með hverri stúlku 150 kr. á ári og með 24—40 = 3600 kr..................... 6000 — kennarahald og meðgjöf með 40 stúlkum yrði þá árlega . . . 8000 kr. Má vera, að meðgjöfin þyki hér helzt of lág, en þó kostnaðurinn yrði allt að 10,000 kr., þá er það ekkert stórræði. Mestan hluta þessa kostnaðar ætti land- sjóður að leggja fram, með auknum styrk til skólanna en nokkurn hluta hans t. d. */#—Vú ættu jafnaðarsjóðirnir að leggja fram. Eg vil biðja alla góða menn, einkum búnaðarskólastjórana, amtsráðin og þing- menn vora að íhuga þetta mál og veita því fylgi sitt; er sú ætlan mín, að ef þessu yrði framgengt mundi það brátt sýna sig, að vel væri ráðið og því fé sízt á glæ kastað, er til þess gengi. Hin blöðin eru vinsamlega beðin að taka upp þessa grein, orðrétta eða ágrip af henni eptir atvikum. Gufudal 12. april 1897. Ouðm. Ouðm. f Á páskadaginn (18. f. m.) andaðist í Kaupmannahöfn cand. phil. Árni Beinteinn OísJason, einkasonur Gísla skólakennara Magnússonar (f 1878). Hann var fæddur hér í Reykjavík 24. júlí 1869, útskrifaður úr lærða skólanum með 1. einkunn 1886 og sigldi samsumars til háskólans, lagði fyrst stund á lögfræði, en hætti við það nám og tók að iðka sig í söng, er hann var mjög hneigður fyrir. Hann var eink- ar vel gáfaður piltur, snyrtimenni og að öllu hið mesta mannsefni, þá er hann sigldi héðan sem stúdent til Hafnar tæpra 17 ára. En nú er saga hans úti. Hann leið skipbrot gæfu sinnar þar ytra, eins og svo margir aðrir íslenzkir efnismenn hafa fyrri gert þar. Síðustu árin var hann al- gerlega þrotinn að heilsu. Hann lézt hjá móður sinni, ekkjufrú Ingibjörgu Schule- sen.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.