Þjóðólfur - 03.05.1897, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.05.1897, Blaðsíða 2
86 Hinn 19. f. m. andaðist í Kaupm.höfn, ekkjufrú Jofrlður Sigurðardóttir (kaup- manns Johnsen í Flatey) ekkja Jóns Guð- mundssonar kaupmanns frá Flatey, góð kona og vel að sér ger. Dóttir hennar Guðrún, er gipt Birni kaupro. Sigurðssyni í Flatey. Sýslufundur Árnesinga var haldinn dag- ana 6.—8. f. m. Um 60—70 mál voru þar rædd, og voru þessi hin helztu, samkvæmt eptirfarandi skýrslu, dags. á Byrarbakka 11. f. m.: 1. Skoðaðir hreppsreikningar; reyndust sumir rétt- ir og aðrir rangir, eins og að undanförnu. 2. Borið upp og samþykkt, að fara þess á leit við þingmenn Árnesinga, að flytja á næsta þingi frumvarp til laga um að laun yfirsetukvenna verði eptirleiðis greidd fir landssjðði, og var þess um leið getið, að sýslnsjðði sé um megn að borga laun þessi, sökum hinna miklu útgjalda, sem á honum hvíla. 3. Lesið upp bðnarhréf frá Guðna Þorbergssyni veitingamanni á Kolviðarhóli, um 60 kr. styrk af sýslusjóði til þess að geta betur staðið í stöðu sinni með hey og annan nauðsynlegan greiða handa ferðamönnum. Nefndin var styrk þess- um samþykk, en áleit þð réttast, að suðuramtið í heild sinni styrkti Kolviðarhðlsbúann, og lof- aði því að gera sitt til, að amtsssjóður léti eitt- hvað af hendi rakna við hann. 4. Samþykkt að skipta Stokkseyrarhrepp í tvö hreppsfélög. 6. Samþykktur styrkur til gufuhátsins, eins og að undanförnu, og verða ferðir álíka margar og í fyrra. Ekki var verzlunarstjðrinn á að rýmka til um farmgjald, en lofaði að sjá um, að ferða- áætlun bátsins hverja ferð yrði miðuð við 4—6 daga (áður 6—8). 6. Kosinn varaamtBráðsmaður séra Magnús Helga- son á Torfastöðum. 7. Sveitaverzlun var leyfð hr. Eggert Benedikts- syni í Laugardælum. 8. ítrekaðar voru bænir um, að 4 brúarstæði verði skoðuð og flutningabrautin verði ákveðin, og á- ætlaður kostnaður til þess hluta hennar, sem liggja á frá Eyrarhakka til Ölfusárbrúarinnar, sem virðist sjálfsagður og bráönauðsynlegur.— Var samþykkt, að vegasjóður sýslunnar leggi allt að helming kostnaðar, eða allt að 12,000 kr., til þessarar vegagerðar, gegn því, að landssjóð- ur kosti hitt, og ef ákveðið verði, að lokið sé við veg þennan fyrir næstu aldamót. — Þetta er að líkindum eitthvert fyrsta tilboð um að styrkja að vegagerð með landssjóði; er því mjög líklegt, að tilboði þessu verði síður hafnað. 9. Langar og harðar umræður urðu um jarðskjálfta- skaða-matið í ýmsum hreppum sýslunnar. Óvíða þótti of hátt. í Hraungerðishreppi færði nefnd- in matið upp um helming. Að öðru leyti lét nefndin uppi álit sitt um réttmætan skaða hvers hrepps, og á álit það að geta verið góð leiðbein- ing fyrir þá, sem skipta eiga gjöfunum. Til að mæta á fundi jarðskjálftagjafanefndarinnar í Reykjavík voru kosnir: Sigurður Ólafsson sýslu- maður, séra Magnús Helgason á Torfastöðum og Jón Árnason dbrm. í Þorlákshöfn. 10. Talsverðar umræður urðu um, hvort kaupa skyldi að minnsta kosti hálfan Tryggvaskála við Ölfus- árbrú. Töldu nokkrir það mjög hentugt hús, að halda þar i hina stærri fundi: kjörfundi, þingmálafundi o. fl., vildu spara sér með þessu kostnað við hús á öðrum stað, því búizt er við, að sýslusjóður þurfi að byggja skýii yfir brúar- vörðinn við Ölfusárbrúna. Sakir andmæla frá séra St. Stephensen á Mosfelli og einnig séra Vald. Briem var samþykkt að Iokum, að fresta þessu máli. Töldu þeir þennan stað ekki nærri einB hentugan fyrir fundi og þann, sem notaður hefur verið. Sá fyrnefndi vildi byggja skýlið yfir vörðinn heima á Selfossi, en ekki mun það hafa verið samþykkt, enda mundi brúargæzlan þá verða að eins að nafninu. Sem viðbót við skýrslu mína get eg þess, að hreppstjórinn í Stokkseyrarhreppi er nú að enda við að meta upp jarðskjálftatjðnið þar. í haust var það metið 1800 kr., en nú er álitið, að skaðinn sé um 13,000 kr. Líklegt cr, að skaðamatið kynni víðar að hækka, ef líku væri beitt, því sannast hef- ur síðan metið var í haust, að stórar skemmdir hafa komið fram á veggjum og þökum, sem þá voru ekki séðar. S. Af ófriðnum millum Tyrkja og Grikkja bárust engar markverðar nýjar fréttir nú með „Laura“. En að því er sjá má, höfðu Grikkir eigi þokast látið til muna síðustu 2 dagana, og eigi hefur soldáni þótt Ed- hem pasja líklega nógu snar í hreyfingum, því að hann svipti hann yfirstjórn hersins í Þessalíu og setti í hans stað Osman pasja, er frægur er fyrir framgöngu sína í ó- friðnum millum Tyrkja og Rússa 1877—78 (einkum við Plevna). Er hann nú sextug- ur að aidri (f. 1837). Á sjó veitti Grikkj- um betur. Því var jafnvel spáð, að Bolg- arar og Serbar myndu snúast í lið með Grikkjum gegn Tyrkjum, en þó ekkert af- ráðið um það. — Víðsvegar á Englandi eru haldnir æsingafundir til að tala máli Grikkja og skorað á ensku stjórnina að láta ekki þá svívírðingu viðgangast, að Hund-Tyrkinn fái í næði að berja á Grikkj- um. En auðvitað hafa þesskonar fundir eigi mikla þýðingu. Banatilrœði var Húmbjarti Ítalíukon- ungi sýnt 22. f. m., en hann slapp með snarræði undan rýtingslagi morðingjans. Skiptapi varð á Akranesi 28. f. m., fórst bátur með 3 mönnum á, í fiskróðri. Formaður Guðmundur bóndi Guðmunds- son í Lambhúsum, dugnaðarmaður og vel metinn. Veðurátta er nú hin versta. í gær ofsarok á norðan með frosti og fannkomu til sveita. Slitnaði þá upp hér á höfuinni frakkneskt skip, „St. Paulu, og rak upp í klettana við Klapparvör. Það er spánnýtt, mjög fallegt og vandað hjúkrunarskip fyr- ir frakkneska fiskimenn og hafði að sögn kostað um 128,000 franka. Sjöl—Sjöl-Sjöl! Stórt úrval. Óvanalega ódýr. Fást í verzlun, Friðriks Jónssonar. Vallarstræti 4. Þareð verzlanir P. C. Knudtzon & Söns í Reykjavík og Keíiavík hafa verið lagðar niður, og skuldir og inueign- ir fluttar til verzlunar sömu eigenda í Hafnarfirði, þá tilkynnist hlntaðeigendum hérmeð, að inneignir manna frá nefudum verzlunum verða greiddar frá Hafnaríjarð- ar verzlaninni og skuldirnar verða kallað- ar inn af undirskrifuðum verzlunarstjóra G. E. Briem í Hafnarfirði, og vii eg við þetta tækifæri biðja þá, sem skulda verzl- an P. C. Knudtzon & Söns, og ekki hefa samið við mig þaraðlútandi, að láta mér í Ijóai, sem allra fyrst, á hvern hátt og hvenær eg megi vænta borgunar á skulduuum, því það getur verið báðum betra, að eg verði búinn að fá vitneskju um það, hvað menn hafa hugsað sér í því tilliti, áður en eg fer að krefjast skuld- anna á annau hátt. Þessi tiimæli mín ná til allra, er skulda nefndri verzlun, eins þeirra, er nú fara í önnur héruð til þess að leita sér atvinnu í sumar. Hafnarfirði 28. apríl 1897. (x. E. Briem. Gardínutau, stórt úrval, f*st í verzlun Friðriks Jónssonar. Agent, sem sækir kaupmenn heim, getur fengið umboð fyrir elztu verksmiðju Danmerkur í bleki og lituuarefnum til heimalitunar á ull og vaðmáli. Yiðkomandi verður að útvega sér góð meðtnæli. P. Itönning & Gjerlöff. Kjöbenhavn K. Waterproof-kápur fyrir karlmenn og kvennmenn íást í verzlun Friðriks Jónssonar. Að gefnu tilefni gefst aluienuiugi hér- með til vitundar, að verzlan P. C. Knudt- zons & Söns í Hafnarfirði, verður uudir forstöðu sama verzlunarstjóra, haldið á- fram um óákveðin tíma, á líkan hátt og að undanförnu, að öðru leyti en því, að það verður máske minna lánað og dálítið ötular gengið eptir skuldum en hingað til. Hafnarfirði 30. apríl 1897. G. E. Briem.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.