Þjóðólfur - 07.05.1897, Page 2
90
jafnlengi í öðrum hreppi eða bæjarfélagi
eða fleirum, þá hafi hann þar jafnan rétt
í þeim báðum eða öllum til framfæris.
Sú framfærsla, í hreppi eða bæjarfélagi
til hverrar einn eða annar er nú kominn
eptir hingað til gildandi reglum, skal standa
eptir sem áður óhögguð.
2. gr.
Gipt kona heyri til framfærsluátt-
högum manns hennar og eins þá hún
er ekkja orðin, þar tii hún á sama hátt
öðlast aðra nýja.
Skilgetin börn, yngri en 16 ára, fylgi
átthögum föðursins, en óskilgetin átthög-
um móðurinnar. Með þessu er þó engin
breyting gerð á lögum 24. janúar 1890
um meðgjöf með óskilgetnum börnum.
3. gr.
Hér með er úr lögum numin 6. gr.
reglugerðar um fátækramálefnalögun og
stjórn frá 8. jan. 1834 (sem lög þessi eru
sett í staðinn fyrir) og opið bréf frá 6. júlí
1848.
4. gr.
Lög þessi öðlast gildi 14. maí 1898.
vn.
Dauðu málin.
Svo má nefna mál þau, sem ráðgjafa-
stjórnin hefur enn á ný slegið í valinn,
enda eru þessi mál vor æði berskjalda,
þegar á hólminn kemur.
Þessi mál eru sem kunnugt er:
1. Lagaskólamálið.
2. Um afnám dómsvalds hæstaréttar í
íslenzkum málum.
3. Eptirlaunamálið.
4. Um kosning presta.
5. Kvennréttindamálið.
6. Borgaralegt hjónaband.
7. Frímerkjamálið o. fl.
Stjórnarskrármálið telur maður ekki að
svo stöddu i þessum flokki, á meðan ekki
er útséð um, hvernig þingsályktunartil-
lögunni reiðir af, eða á meðan eitthvert
lífsmark kann að vera með henni.
En hvað hin fyrtöldu mál snertir, þá
eru þau svo alþekkt, að lítið er um þau
að segja annað en það, hvort menn vilja
enn á ný höggva í sama farið með þau
eða ekki.
Það er síður en ekki árennilegt, eða
févænlegt fyrir þjóð og þing, að taka þessi
mál upp aptur og aptur þing eptir þing
árangurslaust, eyða svo og svo miklum
tíma til þeirra af þingtimanum frá öðrum
málum, sem fyrir það sama er stundum
flaustrað af, láta þeirra vegna ýms önnur
þarfleg málefni alveg sitja á hakanum
o. s. frv.1
Yerði nú svona blátt áfram, eins og
verið hefur, enn á ný höggvið í sama far-
ið með þessi mál vor, þá er það auðvitað,
undir núverandi kringumstæðum, alveg til
einkis, nema því að eins, að menn finni
það ráð til, sem máske er ekki óhugsandi
að sé mögulegt, er gæti gefið manni von
um einhvern árangur. Þetta er eitt af því,
sem verður að koma til athugunar og um-
ræðu, þegar á þingmálafundinn kemur.
Gullbrúðkaup. Frá dr. jur. Krticzka v.
Jaden dómara í Vínarborg hefur Þjóðólfi
verið send til birtingar svolátandi skýrsla
ds. 11. f. m.:
„Hinn nafnkunni þýzki skáldsagnahöf-
undur dr. med. Ernst Philipp Karl Lange
konunglegur yfirherlæknir, kunnur með
dularnafninu Philipp Galen, heldur gull-
brúðkaup sitt (50 ára hjúskaparafmæli)
27. þ. m. í Potsdam hjá Berlin ásamt konu
sinni Maríu (f. Körner). Galen var í mikl-
um metum við hirð hins ógæfusama, sjúka
krónprins, síðar keisara Friðriks 3. Gal-
en, sem einnig er kallaður „hinn þýzki
Walter Scott“, er á 84. aldursári og við
beztu heilsu“.
Úr Mosfellssveit s0j4. ’97: „ .. .. Hey-
skortur er hér almennari nú en venjulega, því varla
er meira en 10. hver húandi vel birgur. Orsakir
til þess munu vera: rýr grasvöxtur síðastliðið sum-
ar og vætutíð; utantúns slegið mest á gamalli sinu;
hey hirt inn illa þur, reyndust kraptlaus og ðholl
til gjafar; varð að gefa miklu meira en venjulega
og fénaður þð ver haldinn. Það er líka ðvanalegt
hér, að gefa þurfl sauðfé missirislangt, en nú tðku
margir lömb og sumir allt fé á gjöf i síðustu viku
sumars, þegar haustgarðinn gerði, og þð veturinn
hafi verið frostalítill, hafa úrkomurnar og hrakviðr.
in verið svo ákafleg, að minni not hafa orðið að
högunum, og þurfti að gefa fé fram á sumarmál.
Af því verðið var lágt í haust, hefur líklega marg.
ur fargað færra en annars. Svo gerði bráðapestin
viða snemma vart við sig, en varð þð óviða mjög
skæð, og kann vera, að sumir hafi ætlað henni förg-
un meiri en á varð raun. Lungnabólgn hefur sum.
>) Vér erum hiuum háttv. höf. Öldungis ðsamdóma
í þessu. Þingið þarf hvorki að flaustra neinu af
eða láta neitt sitja á hakanum, þðtt það samþykki
þessi mál, er höf. telur „dauð". Þingið þarf ekki
og á ekki að verja neinum tíma til að ræða þau.
Það hefur þegar verið gert allrækilega, og það þarf
ekki alltaf að vera að tyggja upp aptur sömu um-
ræðutugguna um sama efnið, ef eigi eru breytingar
gerðar á frumvörpunum, sem eigi virðist nein á-
stæða til, með því að stjðrnin tekur ekkert tiilit
til þeirra. En að halda málum vorum til streitu
gagnvart mðtþrða stjðrnarinnar, venur oss á pðli-
tiska festu, og sýnir, að stjðrnin getur ekki haml-
að upprisu þeirra eða kæft þau til fulls, með þvi
að jarðsyngja þau nokkrum sinnum. Iiitstj.
staðar komið í fé, og dregið úr því, að beitin yrði
notuð. Einn af heybirgu bæudanum hefur misst
um 30 úr henni, og margir færra. Flestir bændur
munu hafa gefið fónaði mikið af kornmat i votur
og hefur það hjálpað, þar sem byrjað var á því nógu
snemma. Sumir hafa gefið kúm mjöl með fullri
töðugjöf til að fá þær til að mjðlka líkt og venju-
lega.....“_____________________
Faxaflóagufubáturinn „Reykjavík"
frá Mandal (skipstj. Vaardahl) kom hingað 4. þ. m*
og hafði komið við á Færeyjum og Fáskrúðsfirði
eystra. Vonandi er, að bátur þeBSÍ reynist betur
og verði happasælli en „Elín“ heitin.
-s fjSkipströnd. Frakkneska Bpítalaskipið „St.
Paul“, er slitnaði upp hér á höfninni 2. þ. m., er
nú orðið að strandi, og sömuleiðís frakknesk fiski-
skúta, er s. d. rak hér upp.
Settur héraðslæknir í Vopnafjarðar-
læknÍBhéraði frá 1. þ. m. kand. med. Jón Jónsson
(frá Hjarðarholti).
Helgi Jónsson cand. mag. hefur fengið
2700 kr. Btyrk af Karlsbergssjðði til grasfræði-
rannsókna her á landi og í Færeyjum.
Heyskortur er nú sagður almennur í ýms-
um sveitum hér suunanlands, og einnig á Austur-
landi, samkvæmt síðustu fréttum þaðan. Hér nær-
lendisj mun ástandið vera einna lakast i Mosfells-
sveit, svo að farið er að brydda þar á skepnufelli.
Er því miður hætt við, að norðan-íhlaupið fyrri
hluta þessarar viku verði auk gróðrarhnekkis skað-
vænlegt fyrir fénað manna, þar sem hey voru þrot-
in áður.
Mannalát. Hinn 2. f. m. andaðist húsfrú
Asa Egilsdóttir, kona hreppstjðra og sýslunefndar-
manns Kristjáns Tómassonar á Þorbergsstöðum í
Laxárdal vestur, 67 ára að aldri. Hann var þriðji
maður hennar. Þau hjðn höfðu búið saman á Þor-
bergsstöðum næBtum 28 ár rausnarbúi, eins og
mörgum er kunnugt. — Ása sál. var merkiskona
fyrir dugnað og ráðdeild, trygg og vinföst og stðð
vel í stöðu sinni, sem eiginkona, móðir og hús-
móðir. Af börnum hennar lifa 5. (J. O.).
Hinn 18. marz andaöist húsfrú Þorbjörg Sig-
fúsdóttir, kona Brynjólfs bónda Bergssonar að Ási
í Follum, gðð kona og merk.
sem sækir kaupmenn heim, getur fengið
umboð fyrir elztu verksmiðju Danmerkur
í bleki og litunarefnum til heimalitunar á
ull og vaðmáli. Viðkomandi verður að
útvega sér góð meðmæli.
P. Itönning & Gjerlöff.
Kjöbenhavu K.
Með „Vestu“ hef eg fengið úrval af
vönduðum ÚRUM, 8em seljast mjög ó-
dýrt. Allar aðgerðir á úrum og klukkum
afgreiddar fljótt og vel.
Eyrarbakka 30. apríl 1897.
Johannes Sveinsson
_________________úrsmiður.________
Á leiðinni frá Elliðaánum til Hafnarfjarðar hef-
ur 29. f. m. týnzt nýr hnakkpoki. í honum var
sjóhattur og tðm flaska. Finnandi er beðinn að
skila mðt borgun annaðhvort til Gunnl. Briem í
Hafnaríirði eða til Guðjðns Finnssonar á Eeykjanesi.