Þjóðólfur - 14.05.1897, Page 1

Þjóðólfur - 14.05.1897, Page 1
Árg. (60 arklr) kostar 4 kr. ErlendiB 5 kr. — Borgist fyrir 15. Júll. Uppsögn, bnndin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda tyrir 1. október. ÞJÓÐÓLFUR XLIX. árg. Frá útlömlum herma nýjustu blöð, er ná til 29. f. m., að Grikkjum hafl enn veitt miður i ófriðnuin, og sé nú öll Þessalía á valdi Tyrkja, hafi þeir tekið höfuðborgina þar, Larissa, orustu- Iítið eða orustulaust að síðustu. Hafði slegið svo miklum óhug og felmtri á lið Gtrikkja, eitt kveld í myrkri, að allt komst í uppnám, hugðu þeir Tyrki komna þar yfir þá og börðust um stuud innbyrðis, en flýðu svo víðsvegar, og varð ekkert við ráðið og engri stjórn á komið, en Tyrkir urðu hissa morguninn eptir, er þeir sáu herbúðir Grikkja mannlausar og.ætl- uðu varla að trúa sínum eigin augum. Ymsir fréttaritarar eilendra blaða, er stadd ir voru við lið Grikkja, komust í lífshættu í öllum þessum ósköpum. Fréttaritari hins nafnkunnasta myndablaðs á Englandi, „Illustrated London News“, missti meðal annars allar teikningar sínar, allan far- angurinn og peninga, , er hann hafði á sér, en gat með naumindum forðað lífinu gerslyppur. Konstantín krónprinz, yfirforingiGrikkja- hers á landi, hefur lagt niður herstjórnina. Höfðu Grikkir jafnvel kennt honum um ófaiirnar norður þir og voru æsingar all- miklar í Aþenu og kurr i lýðveldismönn- um gegn honum og konungi út af von brigðum þessum öllum. Er jafnvel búizt við innanlands uppreisn eða samblæstri til setja konung af stóli, enda hafa Grikkir löngum hviklyndir verið og eigi við eina fjöl felldir. Um hin einstöku atvik í sjálfri viðureign Tyrkja og Grikkja, mannfall o. fl., eru allmiklar missagnir í hraðskeytum blaðanna, er stafar at' því, hvort þau eiga rót sína að rekja til Aþenu eða Miklagarðs, því að Grikkir vilja auð- vitað gera sem allra minnst úr óförum slnurn, en hinum hættir við hinsvegar að gera nokkuð mikið úr sigrinum. Annars eru horfcrnar Grikkja rnegin eigi glæsi- legar, og útlit fyrir, að ófriðurinn verði brátt til lykta leiddur fyrir hluttöku stór- veldanna, er munu ætla sér að skerast í leikinn, áður en Grikkir eru algerlega á kné komnir. Reykjavík, föstndaginn 14. maí 1897. Almenimr þjúðhátíðardagur. Á stúdeutafélagsfundi hér í bænum 7. þ. m. var samþykkt, að félagið með til- styrk annara félaga hér í bænum gengist fyrir því, að haldin yrði hér í bænum einskonar þjóðhátíð, annaðhvort 1. sunnu- dag í ágústmánuði eða einhvern virkan dag um það leyti, og er ætlazt til, að þetta verði visir þess, að samkynja hátíð verði haldin almennt hér á landi á hverju ári í sama mund til að glæða þjóðræknis- tilfinningu landsmanna og samheldni með ræðuhöldum og ýmsum skemmtunum (t. d. glímum, kapphlaupum, veðreiðum o. s. frv.). Eru einhverjar slíkar árlegar minningar- hátíðir viðasthvar haldnar í flestum siðuð- um löndum og eru hvarvetna taldar mjög þýðingarmiklar. Er vonandi, að mál þetta fái hér á landi hinar beztu undirtektir, hvort sem menn heldur vilja .ákveða þjóð- hátiðarafmælisdaginn 2. ágúst til þessarar samkomu, eða fyrsta sunnudaginn í ágúst- mánuði, sem ef til vill yrði heppilegra til sveita. Það skiptir mikln, að hið fyrsta hátíðahald Reykjavíkurbúa takist vel nú í sumar, því þá munu fleiri á eptir fara. En að lögbjóða slíka árlega minningarhátíð nú þegar mundi litla þýðingu hafa, áður en almenningi gefst kostur á að sannfær- ast um þýðingu hennar og gagnsemi. Það verður fyrst að komast inn í meðvitund þjóðarinnar, að slíkar samkomur séu æski- legar og þarfar, því að þá, en eigi fyrri geta þær komið að tilætluðum notum og verið haldnar af fúsum vilja og áhuga án nokkurs utanað komandi valdboðs. En þá er svo langt er komið, virðist rétt, að löghelga einhvern vissan dag til þessa hátíðarhalds. „Laura“ kom hingað af Vestfjörðum 11. þ. m. og með henni nokkrir farþegar, þar á meðal frá úafirði séra Júlíus Þórð- arson, er dvalið hefur í Noregi i vetur, og frá Dýrafirði Sigurður Sigurðsson búfræð- ingur (frá Langholti) og Jón Guðmunds- son verzlunarmaður á leið til Austfjarða. Norðanveðrið hafði orðið mjög hart þar vestra með blindbyl svo að segja í sam- fleytta viku. í því áhlaupi urðu Stórkostleg Hskipstr8nd við Horn- Nr. 24. strandir. Aðfaranóttina 2. þ. m. brotnaði og rak á land í Barðsvík hákarlaskipið „Draupnir", eign Chr. Havsteins kaupstjóra á Oddeyri, og fórust allir skipverjar, 10—11 manns. Munu flestir þeirra hafa átt heima í Eyjafirði. Voru lík 3 þeirra i skipinu, er það rak upp, þar á meðal lik skip- stjóra mjög skaddað. Skipið var að sögn vátryggt að nokkru leyti. — Sömu nóttina sleit upp 5 fiskiskútur í Höfn á Horn- ströndum og brotnuðu meira og minna, sumar í spón, en menn allir héldu lífi. Voru 3 skipin eign Ásgeirs kaupm. Ás- geirssonar, en 2 af Eyjafirði. — Nokkur skip vöntuðu af ísafirði, er eigi hafði spurzt til. Amlle, norski hvalveiðamaðurinn, er lengi (um 20 ár) hafði haft stöð sína á Langeyri við Álptafjörð vestra, hefur drukknað snemma í f. m. við 33. mann á Ieið frá Noregi hingað til lands, á hval- veiðabát sínum „Elliða“. Hafði annar hvalveiðabátur, er hann átti, orðið hinum samferða í fyrstu, en varð fráskila í ofsa- veðri nálægt Færeyjum og komst í nauð raikla, en til Amlies hefur eigi spurzt síð- an. Hafði Stixrud, hvalaveiðari á Tálkna- firði boðið honum far með sér hingað á hvalveiðaskipi sínu, en hinn eigi viljað þekkjast. Amlie var kominn um eða yfir áttrætt og orðinn stórríkur maður. Ætla menn, að með honum hafi farizt fjárhlut- ur mikill, auk hins stórkostlega manntjóns, er þar hefur orðið. „Georg“, aukaskip frá sameinaða gufu- skipafélaginu, kom hiugað í gær. Fór frá Skotlandi 30. f. m., en hafði verið 9 daga á Færeyjum. Með því kom konsúll Pater- son. Drukknun. Hinn 1. þ. m. drukknaði Sigurður Guðmundsson sýslunefndarmaður frá Hjörtsey á Mýrum við 5. mann á heim- leið úr Straumfirði. Hann lætur eptir sig ekkju og eina dóttur barna uppkomna Sigurður heit. var mesti dugnaðarmaður, góður búhöldur og vel virtur. Þykir að houum mikill mannskaði. Hinir 4, er með honum fórust, voru: Benedikt ráðsmaður hjá Halldóru í Hjörtsey, systur Sigurðar heitins, unglingspiltur*frá Hjörtsey, Guð-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.