Þjóðólfur - 14.05.1897, Page 2
94
jón að nafni, og 2 vinnumenn frá Skíðs-
holtum, Þorgeir og Egill.
Prestvígðir voru af biskupi 11. þ. m.
kandidatarnir Bjarni Símonarson til prests
að Brjánslæk, Oeir Sœmundsson til Hjalta-
staðar, Páll Hjaltalín Jónsson til Fjalla-
þinga og Björn Björnsson aðstoðarprestur
til séra Magnúsar Jónssonar í Laufási.
Biskupinn var nærri drukknaður hér á höfn-
inni seint um kveld 11. {). m., ætlaði að hjálpa
stúlku í bátinn til sín við hliðina á „Vestu", en
hún steig úthyrðis og biakup á eptir. Náðist stúlk-
an þegar, en biskup var dreginn upp á kaðli, er
skipsmönnum tókst að varpa til hans. Hatt sinn
missti hann, að sögn, í sjóinn, en hefur sem betur
fer eigi orðið fyrir öðru skakkafalli við þessa sjó-
ferð. Hjátrúarfullir menn eignuðu óhapp þetta því,
að biskup hafði vígt presta á virkum degi þennan
sama dag.
Yertíðin hefur orðið harla bágborin
hér við Faxaflóa i þetta skipti, því að
eigi getur það afli kallazt, þótt hlutir séu að
jafnaði 100—200, og jafnvel minna hjá
sumum. Hinsvegar hefur aflazt vel í Grinda-
vík um 900 í hlut hæst að sögn og aust-
anfjalls (Stokkseyri, Eyrarbakka og Þor-
lákshöfn) hefur einnig verið bezti afli (7—
800). í Höfnum og á Miðnesi eru að sögn
komnir meðalhlutir. Þilskipiu hafa yflr-
leitt aflað vel, og er það nokkur bót í
máli, því að mörgum verður sú atvinna
að góðu gagni.
Horfur almennings eru yfir höfuð
fremur ískyggiiegar nú sem stendur, bæði
sakir aflaieysis við sjóinn og heyleysis í
sveitinni, er samfara óminnilegum illviðra-
ham nú í gróandanum, getur haft í för
með sér tilfinnaniegan skepnufelli, þótt
vonandi sé, að eigi verði almennur fjár-
fellir.
Bráðkvaddur varð 10. þ. m. alþekktur
maður hér í bæ, Þóröur Arnason, af sumum auk-
nefndur „Malakoff“, rúmlega sjötugur. Hafa lækn-
amir þegar krulið hann, og er þessa því getið, að
krufning hans í lifanda lífi hefur áður verið gerð
að yrkisefni (sbr. Söngbók stúdentafélagsins).
ÁHtandið í IíessaHtfiðahreppi.
Herra ritstjóri! í Þjóðólti frá 9. apr.
er þess getið, að spurzt hafi af Álptanesi
fullkomin hungursneyð, og að þar sé tek-
ið að „sjá á“ fólki sakir bjargarskorts, —
og eptir gömlum bónda á Álptanesi er það
haft, að aldrei hafi jafnmikið sorfið þar
að fólki.
í Þjóðólfsb). 23. s. m. er þessi fregn
um hungursneyðina, og um að tekið sé að
„sjá á“ fólki sökum bjargarskorts, borín
aptur sem ofhermd; því haldið fram, að
slíkt hafi enn ekki átt sér stað í Bessa-
staðahreppi, og að þá fyrst, er ástandið
sé orðið þannig, sé tími til kominn að
gera það að blaðamáli.
Hið sanna er, að ýmsar fátækar fjöl-
skyldur í Bessastaðahreppi hafa í vetur
um lengri og skemmri tíma liðið þungbær-
an skort. Þegar eg húsvitjaði þar 20.—
26. marz, báru hin grannleitu andlit á
ýmsu hinu fátækasta fólki raunalegan en
ljósan vott um það, enda „er ekki sótt,
sem ekki „sér á“.
Eg get því fullvissað þá heiðursmenn
í Reykjavík, er gáfu matbjörg nokkrum
allra bágstöddustu heimilunum í Bessa-
staðahreppi fyrir páskana, um það, að þeir
gerðu sannarlegt gustukaverk, og vil eg
í nafni þiggjendanna hjartanlega þakka
þeim kærleika þeirra.
Ákúrau um, að Þjóðólfur hafi ofsnemma
minnzt á bjargarskort í Bessastaðahreppi
er fjarstæða, sem ekki bíður svara. Þar
á móti getur verið álitamál, hvort sunn-
lenzku blöðin séu ekki ámælisverð fyrir
umtalsskort um hallærið, sem nú þrengir
svo harðlega að hinum mörgu fátæku
fiskimanna fjölskyldum við allan sunnan
verðan Faxaflóa, og um þarafleiðandi þörf á
hjálp.
Að segja satt og þakka velgerðir eru
tvær skyldur, hvor annari brýnni í öðru
eins máli og þessu, og því er mér kært,
að þér takið þessar línur í blað yðar.
Görðum 4. maí 1897.
Jens Pálsson.
* * *
Af þessari skýrslu sóknarprestsins, er
hlýtur að vera ástandinu í sóknum sín-
um manna kunnugastur, sést berlega, að frá-
sögnin í Þjóðólfi 9. f. m. hefur eigi oíhermd
verið, þótt hreppsnefndin af einhverjum
ástæðum hafi viljað þagga þetta niður.
En eigi verður það gert að frekara blaða-
máli í Þjóðólfi að sinni. Hann hefur þegar
gert skyidu sína, að vekja eptirtekt manna
á hinum bágborna hag manna á Álptanesi,
og þykist ekki hafa gert það að ófyrirsynju.
Ritstj.
Seyðisflrði 6. maí: Veturinn Biðastliðni má
óefað teljast með hinum beztu hvað veðuráttu
snertir; snjóþyngsli aldrei verið mikil né kuldar að
ráði, en opt blíðviðri og þíður. Sumarið|byrjaði og
mjög vel, því allan síðari hluta f. m. var hér mesta
sumarblíða, sólskin og hiti nál. 4 hverjum degi, en
aðfaranótt 2. þ. m. gekk í norðanbyl með frosti og
snjókomu, er ekki létti fyr en í morgun, og var
mesta harðneskjuvcður tvo dagana fyrstu
Skepnuhöld munu vera með lakara móti, þrátt
fyrir veðurblíðuna, og stafar það af hinu voðalega
áfelli síðastliðið haust (í október), er lék sauðfé
mjög illa; hafa menn allvíða misst töluvert, bæði
úr fári og öðrum kvillum.
Aflabrögö hafa verið með rýrasta móti í vetur
hér eystra; naumast orðið vart við síld, og ÖBkur
eigi fengizt nema lengst út á hafi, en mjög sjaldan
gefið að sækja hann svo laugt.
Siglingar og samgöngur hafa nú eigi verið eins
tíðar og marga undanfarna vetur, og stafar það
af aflaleysinu; þó hafa þeir kaupmennirnir Wathne
og Tuliniusj haft gufuskip í förum í vetur, sem
fært hafa okkur Austfirðingum vörur og tíðindi
utan úr heiminum. öannig var „Dronning Sophie"
hér á ferðinui um jólin og avo kom Vágen hingað
27. janúar, en síðan áleið veturinn hafa samgöng-
urnar verið tíðari, þvi auk „Vestu“ og „Thyru“
hafa gufuskipin „Hjálmar", „Egill“ og „Vágen“
komið hingað frá útlöndum og allmörg kaupför
(seglskip) að auk.
Fiskiskúta frakknesk, „L’esperanee", frá Dun-
kerque, strandaði 22. marz hér í Húsavik (eystra);
komust skipverjar allir (9) með naumindum af, en
mjög litlu varð bjargað. Önnur finkiskúta, „Julie“,
einnig faá Dunkerque, laskaðist mjög í ofviðri fyr-
ir sunnan land og braut af sér fremra siglutréð;
hitti ‘trawlarinn’ „Zodiac“ hana undan Ingólfshöfða
og dró hana aptan í sér hingað, til aðgerðar, 17. f. m.
Kaupfar norskt, „Terje Vigen“, er kom frá
Staíangri með vörufarm til Sig. kaupm. Johansens,
strandaði 14. f. m. við Héraðssand, milli Lagarfljóts
og SelfljótB; komust monn allir af, og allmiklu
varð bjargað af farmiuum; var það alit selt við
uppboð 28. og 29. f. m. og komst, að sögn, í geypi-
verð, sumt af kramvörunni jafnvel yfir vanalegt
búðarverð; skipskrokkurinn mastralaus á 1070 kr.
Ouðsþjónustu hefur kand. theol. Geir Sæmunds-
son haldið í vetur á helgidögum, í bindindisfélags-
húsinu. Hann hefur og einu sinni sungið opinber-
lega, í sama húsi, 14 valin lög, og lék kona hans
undir á „piano“; tvö lögin, er voru „duetter“, söng
fröken Ragna Johansen með honum. Geir hefur
einnig stýrt sóngftiagi í vetur, og skemmti það
bæjarbúum á páskadaginn með söng undir beru
lopti. Annað söngfélag (á Vestdaleeyri) hefur og
æft söng í vetur, undir stjórn Halldórs organleik-
ara Vilbjálmssonar; hélt það nýlega samsöng í Vest-
dalseyrarkirkju, til ágóða fyrir hinn fyrirhugaða
spitala á Se-yöisfirði, er mönnum hér er mikið á-
hugamál, að get* sem fyrst komizt á laggirnar, og
sem vonandi er að takist innan skamms, þrátt fyrir
andróðnr „ísafoldar". Spítalans er hins mesta þörf,
og það eigi sízt vegna útlendra sjúklinga, er skip
iðulega koma með hingað til lækninga, því jafnan
hafa verið mestu vandræði með að geta holað þeim
niður í „prívathúsum", þar eð fæstir hafa húsrúm
aflögum, enda eigi hættulaust að hýsa sjúklinga,
ef um sóttnæma sjúkdóma er að ræða. t>egar nú
þannig er augBýnilegt, að spítalinn, er hann kemst
á fót, verður eigi siður notaður af útlendum en
innlendum mönnum, mun fáum, nema „lsafold“,
geta þótt það sníkjukonnt, þótt leitað hafi verið til
nokkurra útlendra auðmanna, um styrk til þessar-
ar bráðnauðBynlegu stofnunar, og er mjög vítavert,
að vera að reyna til að ófrægja saklausan mann,
sem mest og bezt hefur unnið fyrir þetta málefni,
og spílla fyrir því alveg ástæðulaust, eins og „ísa-
fold“ hefur gert með ölmususóttargreinum sínum.
SeyðÍBfjarðarkaupstaður ætlar að leggja 2000 kr.
til spítalabyggingarinnar og Norður-Múlasýsla hef-
ur lofað að leggja til álíka upphæð.
„Vesta“ kom hingað í fyrra morgun og þótti
gera vel að hafa sig áfrara í illviðrinu ; komst ekki
veðurs vegna til Vopnafjarðar fyr en í morgun.—
„Bremnæs11 kom og i dag á norðurleið.
k.