Þjóðólfur - 21.05.1897, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr.
Erlendis 5 kr. — Borgiit
fyrir 15. Júli.
Uppaögn, bnndin yiB úramót,
ógild nema komi til útgefanda
tyrir 1. október.
þjOðOleue.
XLIX. árg. Reybjarík, föstudaginn 21. maí 1897. Nr. 25.
Stækkun Þjóðólfs.
Hinn 5. d. nóvembermán. næstkomandi
ár (1898) verður liðin hálf öld frá því að
Pjóðólfar hóf fyrst göngu sína. Hefur
hann lengi ætlað sér að minnast þessa árs
á einhvern hátt, og þykir vel við eiga, að
láta það meðal annars vera fólgið í ríf-
legri stækkun án verðhækkunar. Pað er
dálítil viðurkenning frá hans hálfu fyrir
þá hylli, er hann hefur ávallt notið hjá
þjóðinni um svo langt tímabil.
Við næstu áramót eða um leið og 50.
árgangur bladsins hefst verður því sú breyt-
ing gerð, að þaðan í frá kemur
ÞJÓÐÓLFUR
( siærra broti en Isafold.
En þrátt fyrir þessa stækkun
helzt verð blaðsins óbreytt.
Hinn mikli kostnaðarauki, er af þessu
hlýtur að stafa fyrir útgefanda, getur eigi
unnizt upp nema með allmikilli kaupenda-
fjölgun og skilvísri borgun, og Pjóðólfur
vantreystir engu i því efni, þótt hann fyrst
um sinn heimti eigi borgun fyrirfram.
Síðasta (5.) hepti Kambsránssög-
unnar, er fylgir ókeypis þessum yfirstand-
andi árgang Þjóðólfs, verður eigi fullprent-
að fyr en síðar í sumar, með því að enn
er von á nokkrnm viðaukum og athuga-
semdum við söguna, er komast þurfa að
í þessu síðasta hepti, er verður sent út
um land í septemlermánuði til skilvísra
kaupenda.
Til að hnekkja Þjóðólfi þarf veglegri
og veigameiri vopn en aulalegt úlfúðar-
nart og smásálarlegan atvinnuróg, því að
það eru „forlegin meðul“ og öldungj8
áhrifalaus. Sá spjátrungur, sem ímyndar
sér, að hann geti smíðað líkkistuna að
Þjóðólfi verður að hafa eitthvað annað og
meira sér til ágætis, en að hafa varið
Garðstyrk sínum til að vera „í læri“ hjá
„Líkkistu-Rantzau11, sem nýlega kvað hafa
hengt sig í Kaupmannahöfn. Kýmdu sum-
ir, þá er „Viðrinið unga“ vatnaði músum
við þá harmafregn.
Búnaðarskólamálið.
Bptir Runólf Bjarnason frá Hafrafelli.
n.
Á búnaðarskólunum er kennslutíminn
einungis 2 ár. Á veturna njóta nemend-
urnir bóklegrar tilsagnar og munu auk
þess vinna ýms nauðsynleg heimilisstörf,
sem jafnvel hefja litið hinn óþroskaða anda
nemendanna. Á sumrin verða þeir að
vinna öll störf, sem framkvæma þarf á
búunum. Þetta er nú blessað og gott,
munu máské einhverjir segja, en þar sem
þetta eru stofnanir, sem njóta mikils fjár-
styrks, bæði af almanna fé og einstakra
sýslufélaga, þá er það sanngjörn krafa,
að skólarnir veiti nemendunum verulega
þekkingu, í þeim greinum, sem þeir þarfn-
ast frekast, sem formælendur skólanna hafa
þrá-faldlega tekið fram, að ætti að leggja
sérstaka áherzlu á, nefnilega verJclega kunn-
áttu að öllum jarðarbótastörfum. En með
þeirri tilhögun, sem nú er á skólunum,
veitist nemendum meiri tilsögn í bóklegu,
en verklegu (theoretisku en praktisku),
einmitt öfugt við það, sem vera ætti.
Þar sem hlutverk skólanna er, að vekja
hjá nemendunum, lifandi trú á jarðabót-
unum, liggur í augum uppi, að til þess
útheimtist meira en að þeim sé sagt á
skólabekkjunum, að þessi og þessi jarðabót
gefi svona og svona mikinn arð og að
hana beri að vinna á þennan og þennan
hátt, því það má ganga að því vísu, að
allur fjöldi nemenda, er gjarn á að gleyma
því sem á skólabekkjunum er kennt, þótt
vel sé, en dæmi, sem hönd og skynjun
vinnur í einu, máist trauðlega. Hér á
við málshátturinn, „sjón er sögu ríkari“.
Eins og hagar til hér á landi, þarf að
leggja aðaláherzluna á verklegu kennsluna
á búnaðarskólunura, eigi þeir að svara
tilganginum. Búnaðarskólarnir eiga að
ganga berserksgang að jarðabótunum, þeim
*tti að vera það Ijóst, að því fyr, sem
jarðabótin er gerð, þess fyr gefur hún
arð.
Það er löngum viðkvæðið, að til þess
að bæta fyrirkomulagið á skólunum, þurfi
aukið fé, en eg efast mjög um það. Á skól-
unum á hagsyni og framkvœmdarsemi að
blasa við sérhverjum, sem kost á að kynn-
ast skólunum, því það eru kraptar sem
skólarnir mega sízt án vera, og einmitt
þeir kraptar, sem þjóðinni er mest þörf,
að henni séu veittir. Það getur vel ver-
ið, að ýmsum sýnist miklir erviðleikar á
því, sakir hins langa vetrarveðurfars, að
haga kennslunni á búnaðarskólunum svo, að
verklega kennslan verði meiri en sú bók-
lega. Við slíku er mjög auðvelt að sjá.
Hefðu búnaðarskólarnir til þessa dags
lagt áherzluna á verklega kunnáttu og
fyrirhyggju í búskap, er eg sannfærður
um, að nú gæfu ekki búfræðingarnir fyr-
ir austan, sunnan og vestan, það hneyksl-
anlega eptirdæmi að verða fyrstir manna
heylausir. En að slíkt ráðlag hneyksli al-
menning, er jafn eðlilegt og það, að óreglu-
prestur hneyksli viðkomandi söfnuð.
Þá er vér virðum fyrir oss háttu þjóðar-
innar, eins og þeir koma fram í breytni
manna, dylst víst engum heilskygnum
manni, að mjög mikill hluti hennar virð-
ist ssékja8t mjög eptir að lifa af verzlun,
kennslustörfum og handiðnum (þótt ónyt-
samar séu), af því það þykir „fínna“. En
að leggja stund á framleiðsluna hrífur
færra hugi.
Það virðist ekki ofætlun búnaðar-
skólanna, að hafa þau áhrif á hugi nem-
endanna, að meiri hluti þeirra geri bún-
aðinn að aðalstarfi sínu.
III.
Með þessu, sem að framan er sagt,
eru leidd rök til þess, að því fer fjarri,
að búnaðarkennslan hafi stefnt beint að
því takmarki, er henni var í fyrstu ætlað,
og er nú sannarlega tími kominn að hrinda
henni í lag. Eg geng að því gefnu, að
þrátt fyrir óhugi manna til búnaðarskól-
anna yfir höfuð, hittist þó ýmsir, er halda
vilja dauðahaldi í það fyrirkomulag þeirra
sem nú er, sem telja það landráðum næst,
að bera fram beinar uppástungur til breyt-
ingar á þeim. Slika mótmælendur bið eg
að gæta þess, að búnaðarskólarnir hafa
verið reistir í samráði við hið umboðs-
i lega vald, en ekki hið löggefanda, og standa
I að því leyti völtum fótum, því, „með lög-