Þjóðólfur - 21.05.1897, Síða 2

Þjóðólfur - 21.05.1897, Síða 2
98 um skal land byggja". Það er nú sann- arlega kominn tími að leiða mál þetta til lykta á löglegan hátt. Það er mín skoðun, að búnaðarmálinu yerði auðveldast beint á braut hagsældar og menningar á þann hátt, að þingið hlut- ist til um, að 1—2 sýslufélög hafi fyrir- myndarbú, er veiti nokkrum námsmönnum tilsögn í búnaðarháttum. Þar sé aðalá- herzlan lögð á hagsýni og verklega kennslu, en bóklega kennslan takmarkist við það, að gefa nemendunum ljóst yfirlit yfir, hvers- vegua hin ýmsu störf, sem á búunum eru framkvæmd, eru unnin svo og svo. Kennslutíminn ætti að vera minnst 2—3 ár. Með tilliti til staðhátta vorra, mælir margt með því, að engin áherzla sé lögð á, að búin séu ákaflega stór. Vert er að gefa því gaum, að hverfandi þýðingu hef- ur það, að búin séu fremur opinber eign, en einstakra manna, hjá því, að þau séu öðrum til fyrirmyudar, en það liggur í augum uppi, að því búi hlýtur að farnast betur, þar sem bústjórinn gerir ef til vill meiri hluta árskaups síns jafnótt að veltu- fé í búinu, en hinu, er fer á mis við þann styrk. Þessu atriði til skýringar leyfi eg mér að færa hér til kafla úr ræðu alþm. séra Sig. Stefánssonar (Alþt. 1887 B, 1279. dálk): „Eg ætla að segja, að þó að vér að eins hefðum stutta reynslu fyrir oss, þá væri það búið að sýna sig, að þessi opinberi búskapur fer ekki sem bezt úr hendi. Þar vantar alla „privat-interesse“. Þess vegna álít eg heppilegra, að einstakir menn taki þátt bæði í ábata skólanna og skaða". Eg hef þá látið í ljósi skoðun mína á máli þessu, og sérstaklega haftfyrir augum, hvernig mál þetta horfir nú við fyrir þjóð- inni, að fjöldinn af þeim, sem búnað stunda, hljóta að láta sér nægja verklega þekk- ingu í þeirri grein. Engu að síður tel eg ekki máli þessu vel skipað, fyr en vér höfum stofnað búnaðarskóla, er keunir bún- aðinn á vísindalegan hátt, og hefur efna- rannsóknarstofu, en það ætla eg mér við- flýnni mönnum að flytja á dagskrá þjóð- arinnar. Eg læt þá máli mínu lokið að sinni, í því trausti, að allir þeir, sem trúa á framför búnaðarins, og þeir efast eg ekki um að margir séu, taki nú höndum saman að beina honum í rétt horf. Urn baðanir. Það er nú orðið augljóst, að árangur- inn af tillögum sýslunefnda og amtsráða og yfirvalda fyrirskipunum í kláðamálinu, er allt annað en glæsilegur. Það vantar víst mikið á, að nokkur sýsla í vesturamt- inu eða norðuramtinu, hafi viðhaft baðan- ir eptir því sem fyrirskipað var, og þeir hreppar munu enda fáir, þar sem reglu- legar baðanir hafa framfarið á öllum bæj- nm. Mér er ekki kunnugt um, hvort nægilegur undirbúningur hefur alstaðar verið af yfirvaldanna hálfu, til þess að baðanirnar gætu gengið greiðlega fyrir sig, en það veit eg, að nógur var hann hér í Strandasýslu, og má vel vera, að svo hafi verið annarstaðar, þó eg efist um það. En hvað sem því nú líður, verð- ur það ekki varið, að landsmenn hafa víða sýnt af sér mótþróa, ódugnað og nirf- ilskap í máli, sem almenning varðar miklu. Þessu er nú þannig varið, og menn sitja uppi með kláðann eptir sem áður. En margir munu á einu máli um það, að ekki dugi að hætta við svo búið, og þá er ekki um annað að tala eu böð, eitt eða fleiri. Eg veit það að vísu, að tvö eða fleiri góð böð með hæfilegu millibili eru nauð- synleg til útrýmingar á kláðanum, og mun því mörgum sýnaat liggja næst, að fyrir- skipa tvö böð á næsta hausti. Álíta þeir hinir sömu mikil líkindi til, að kláðan- um verði útrýmt með þeim, og styrkja þá skoðun sína með því, að telja megi víst, að baðanirnar gangi í næsta skipti greiðlega fyrir sig, vegna byrjunar þeirrar, sem gerð var á næstliðnu hausti. En þó það væri alveg víst, að tvö böð, framkvæmd með ýtrustu nákvæmni, væru fullnægjandi til útrýmingar á kláðanum, þá er eg viss um, að tvö böð næsta haust ganga víða í svo miklum ólestri, að þau ná ekki þeim tilgangi. Baðanirnar, sem fyrirskipaðar voru síðasta haust, gefa allt annað en góðar bendiugar um það, og þar sem fjöldi hreppa hefur ekki minnstu vitund hreyft við þeim, er ekki mikið um undirbúning eða byrjun að tala. Mótþróinn og kostn- aðargrýlan, sem var ríkjandi í huga flestra bæuda í fjölda mörgum sveitum á næst- liðnu hausti mun naumast verða rokin burtu á komandi hausti. Og meðan ekki er hægt að fá menn í heilum sveitum, sem treystandi er til að sjá um að böðin séu trúlega af hendi leyst, er engin vou til, að þau komi að verulegu gagni, sem kláðaiækningaböð. Eg bið menn að gera sér það Ijóst, hversu áriðandi og vanda- samt það er, að blanda baðefni, sem opt eru af ýmsu tagi og illa valin, svo að þau verði hæfilega sterk, og á hinn bóg- inn, hversu vankunnátta, kæruleysi og ó- geð manna á böðunum veldur því, að þau á mörgum stöðum verða ónýt. Væri það hart fyrir einstöku sveitir, sem tvíböðuðu fé sitt rækilega, að sveitirnar við hliðina gerðu það með hangandi hendi og litlum árangri, og ef til vill alls ekki. Eg geng út f'rá því, að ástæða verði til að baða fé tveimur böðum haustið 1898, þó fyrír- skipuð verði tvö böð í haust, og einhverju nafni komið á þau, og þegar menn sæju, að kláðiun væri óupprættur allt fyrir það, ímynda eg mér, að við þantig löguð böð, kæmi tregða í margan, sem nú er fús að baða einu baði, og það enda haust eptir haust. Af þeim ástæðum, sem eg hef hér talið, álít eg mjög óheppilegt að fyrirskipa tvö böð nú þegar, en aptur á móti áiít eg sjálfsagt að fyrirskipa eitt bað í haust. Mér sýndist heppilegt að hafa undirbún- inginn þannig, að mönuum væri gert að skyldu að skoða allt fé sitt vandlega að afloknum réttum, og annaðhvort að skera strax eða farga til skurðar því sem kláða- sjúkt fyndist, eða taka það til lækninga; síðan þegar baðað væri skyldu baðstjórar skoða hverja kind, áður en hún væri lát- in ofan í baðkerið, og það sem kláðasjúkt kynni þá að finnast skyldu þeir sjá um að yrði skorið undanbragðalaust. Og ástæða virðist til að taka það fram, að þau böð yrðu ekki álitin gildaudi, sem ekki væru framkvæmd undir umsjón skipaðra bað- stjóra. Eg vil hvorki spara lög né em- bættisvald til þess að þaunig lagað eitt bað yrði framkvæmt. Það er engin ástæða til að hlífa mönnum við einu baði, því það er sannað, að sá kostnaður fæst end- urgoldinn í betri þrifum og fóðursparnaði, og þegar almenningur sannfærðist um það, mundi miklu hægra að koma við tveimur böðum heldur en nú til útrýmingar á kláð- anum. Og áður en þau eru fyrirskipuð, þarf að fást trygging fyrir því, að menn hafi aflað sér kunnáttu til að fram- kvæma böðin og sannanir fyrir því, hversu kláðasvæðið er stórt, ef ekki álízt nauð- synlegt að baða fé á öliu landinu. Eg hef þá skoðun, að eitt bað með þeim uud- irbúningi, sem eg hef talað um, mundi koma að töluverðu gagui; auk þess, sem það væri þrifabað, muudi það koma í vog fýrir meiri vöxt og útbreiðslu kláðans, og ef fjárskoðanir þær, sem eg hef taiað um á undan baðiuu hefðu þann árangur, að engin kláðakiud eða kind, sem finnanlegur kláði væri í yrði böðuð, eða réttara sagt látin lifa, yrði það hin sterkasta tryggiug fyrir því, að baðið kæmi að miklum notum til eyðingar kláðanum.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.