Þjóðólfur - 21.05.1897, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 21.05.1897, Blaðsíða 3
99 Af því að sjálfsagt er, að baða að haustinu eða frainan af vetri, þegar fé er komið í hús, leiðir það, að ómögulegt er að koma við að sótthreinsa húsin á þann hátt, sem fyrirskipað var í vesturamtinu í fyrra, en það er mikil bót, og að nokkru leyti sótthreinsun, að láta féð í húsin til að bleyta þau, þegar það kemur úr bað- leginum. Af því að skoðauir manna eru mjög á reiki um það, hver séu hin beztu baðefui, væri nauðsynlegt, að dýralæknirinn gæfi sem fyrst upplýsingar um gæði hinna al gengustu baðefna, því að þótt meuu séu víða búnir að panta baðefni til næsta hausts, þá liggur fyrir að panta meira. Það er óheppilegt, að þeir menn, sem hafa vit á, skuli þegja um þetta, eu aðrir eru að dreifa út um landið gyllandi auglýs- ingum um óþekkt baðefui, svo margir ganga í gildruua og panta þau, áu þess sannanir séu fyrir gæðum þeirra. Það væri æskilegt, að dýralæknirinn beuti einnig á, hvaðan menn ættu að fá þau baðlyf, sem hanu álítur brúkanleg, Lil þess sem mest tryggiug væri fyrir, að þau yrðu ekki svikin eða missterk. 17j*. ’97. K. G. Sjúkrasjóður fyrir Reykjavíkurbæ. Eptir því Bem meuningin eykst leitast eínstak- lingurinn við að gcra^kjör sín og sjálfstæði sem ðháðast þeim átöllum, er hanu', kaun að verða fyrir. Þar sem vinna eínstaklingsins er eina tekju- greinin, sem hann á að framfleyta á lífi sínu og ef til vill annara, verður hann eðlilega þurfalingur uannfélagsins eða góðgerðasemi einstakra manna, þegar hann missir þessa| tekjugrein. Til þess að koma i veg fyrir þetta haía menn annarstaðar stofnað fjölda sjúkrasjóða, er gegn ákveðnu tillagi á víssum timum borga mönnum svo og svo mikla upphæð um tiltekinn tíma, þegar sjúkdóm ber að höndum, Fyrirkomulag þesBara Bjúkrasjóða er með ýmsu móti, því þar sem svo er íjölmennt, að margir stunda hverja atvinnugrein eru slíkir sjóðir stofn- aðir fyrir hvern flokk fyrir sig. Hér mundi sökum fámennisins verða haganlegast, kæmist slíkir sjóðir á, að allir bæjarbfiar gætu jafnt uotað hann. Þar- aðauki er hætt við, að margir mundu fyr8t um sinn gera lítið fir gagnsemi siikrar stofnnnar og finnast sér óþarft að leggja nokkuð af tnorkum] til heunar, og einnig þess vegna væri nauðsynlegt, að hfin stæði opin öllum, er sjálfs bíu eða málefnisins vegna viidu nota bana. Það mun hugmynd sumra, að sjúkrasjóður fyrir Reykjavíkurbæ eigi að vera gjafasjóður fyrir fátæka sjúklinga, en samkvæmt því, sem auglýst var i sam- baudi við hlutaveltu þá, er kvennfélagið hélt síð- astliðinn vetur til stofnunar sjóð þessum, á hann að vera til þess að ávaxta það fé, er menn sjálfir l8ggja > hann, þar til þeir þnrfa þess með. Vér verðum að gera oss ljóst, að takmark allrar vinnu l þarfir mannúðarinnar er að hjálpa mönnum til að verða sjálfbjarga og sjá fyrir sér Bjálfir. Það er lofsvert að gefa þeim, er þarfnast, þegar ekki er hægt að bæta hag hans á annan hátt. En hver manneskja, sem af góðu hjarta gefur þeim, sem bágt á, hlýtur að finna sárt til þess, að það er þungt að verða að standa niðurlfitur sem beiningamaður sveita- stjórnanna eða meðborgara sinna, sem geta og vilja láta þeim hjálp í té, já, svo þungt, að hjá flestum drepur það með tímanum eðlilega sómatilfinningu og löngun til að bjarga sér. Þótt tilgangur sjfikrasjóðsins sé sá, að geyma mönnum þeirra eigið fé til afnota þegar með þarf, gæti þó svo farið, að stofnfé það, sem nú er verið að safna, yrði með tímanum óþarft sjóðnum til við- halds, og gæti því ef svo færi, orðið varið til þeBs að styrkja fátæka sjfiklinga, er ekki hefðu haft efní á að leggja i sjóðinn, eða þá þyrftu meira með, en þeir ættu tilkall til úr honum. Hlutaveltu þeirri, er kvennfélagið safnaði til og hélt síðastliðinn vetur og sem bæjarbfiar styrktu svo vel og drengilega, varð ekki lokið þá, sökum þess, að hfin var ekki sótt eptir þörfum, og verður henni því haldið áfram á komandi hausti, og mundi því tekið fegins hendi, vildi einhver ennþá gefa, þó ekki væri nema lítinn skerf til fyrirtækis þessa, sem nfi er vonandi, að ekki verði langt að bíða, að geti kornizt á fastan fót. Kvennfélagskona. Eyrarbakka 6. maí: í gærkveldi las Guð- mundur Friðjónsson skáld hér upp sögu, er hann hafði samið og nefndi „Hjónin í Skessuskál"; á ept- ir sögunni flutti hann tvö kvæði eptir sig, þau hétn „Peðgarnir" og „Árni í Urðarbás". Sögulestur þessi fór fram í Goodtemplarahúsinu í viðurvist 40—50 I manns. Inngangurinn kostaði 25 a. Fleiri höfðu 1 ekki löngun til að hlýða á þennan unga og efni- lega rithöfund, sem svo margir hafa orðið hrifnir af að lesa, auðvitað hver á sinn hátt. Þess má gota áðurnefndum sögulesara til huggunar, og öll- um vinum hans tii gleði, að þarna í Templarahfis- inu voru saman komnir allir meiri háttar andans menn af Eyrarbakka, þar með taldir 3—4 aðkom- andi fir nágrenninu. Eins og gefur að skilja, var hvert orð hent á lopti, vigtað og siðan innfært í minnisbækurnar, og þar verður það geymt um ó- ákveðinn tíma til ílits og athugunar. Um almennt álit tilheyrenda Guðm. Friðjónssonar hér, virðist nægja að benda á ritgerð um hann í „Dagskrá11 4. apríl þ. á., nr. 68—69. Einn áheyrendanna. Jarðskjálfta varð vart 1. þ. m. í aust- urhluta Húnavatnssýslu og viku áður fund ust og kippir þar sumstaðar, eptir því sem skrifað er þaðan að norðan 6. þ. m. Norðan-íhlaupið fyrstu vikuna af þess- um mánuði hefur orðið alihart víðast um land, þaðan sem frétzt hafur, og sumstað- ar orðið fjárskaðar nokkrir. Víðasthvar er kvartað um mikinn heyskort, og bor- inn kvíðbogi fyrir fjárfelli. — Úr Dala- sýslu er ritað 5. þ. m. „Flestir eru hey- lausir orðuir fyrir sauðfé, og skepnur víða fremur magrar, því að heyin frá næstliðnu snmri voru lítii, létt og illa hirt hjá mörg- um. Verði íhlaup þetta iangt, er hætt við fjárfeili hér um sveitir", og úr Húna- vatnssýsiu austanverðri er ritað 6. þ. m. „Fjöldi manua er á þrotum með hey, og haldist þessi veðurátta verður almennur fellir inuan skamms“. Norskt guðspekilegt félag er sjálfstæður, reglubundimi fólagsskapur guðspekinga í sambandi við guðspekileg félög 1 Evrópu og Ameríku. Markmið þessara félaga er, að mynda allsherjar bræðraiag án tillits til trúarskoðana eða lífsstöðu, að kynna sér gömul og ný trú- arbrögð, vísindalegar og heimspekilegar lífsskoðanir, einnig að uppgötva ókunn náttúruöfl og sálarhæfileika hjá manninum, sem enn eru óþroskaðir. Lög félagsins, skrá yfir guðspekilegar bókmenntir, og nokkrir fræðandi, ókeypis ritlingar fást í Haffner & HiUes bókaverzl- un, Karl Johansgade 20, Christiania og fást auk þess með því að snúa sér til „Norsk Teosofi.-k Forbuud“,Möilergaden47, Christiauia. Deirings sláttuvélar, sem í Noregi eru taldar hiuar iéttustu og beztu, fást með því að snúa sér til Ivar Iv. Fosse, Hundtorp. st. Noreg, einn- ig skilviudur (Separatorer) og allskonar vélar. Bréfaviðskipti á íslenzku og dönsku. Ivar Iv. Fosse. Hundtorp st. Norge. Kveuníelagsfimdur verður haldinn i Good-Templarahúsinu föstudaginn 21. þ. m. kl. 8^/a e. hád. Fyrir- lestur um Noreg heldur síra Július Þórðar- son. Síðastliðið haust kom fyrir hér í Kirkjuhvamms- hreppi, og var dregin mér: veturgömul kind með j mínu marki, Bem eg ekki átti, markið er: sýlt, hálft- af apt. hægra, gagnbitað vinstra. Hver, sem getur sannað eignarrétt sinn á kind þesBari, má vitja verðs hennar til mín til septemberloka þetta ár. Ytri-Vollum 4. mai 1897. Eelga Eiríksdóttir. Með því að eg hef heyrt utan að mér, að ein- hverjir hafi Bakað mig um óráðvendni, þá skora eg hér með á þessa mannorðsþjófa, að sanna slíkt sví- virðilegt illmæli um mig, eða standa annars sem ærulausir lygarar með þennan áburð. Hamrahól i Holtum 9. maí 1897. Eiríkur Filippusson. Almanak Þjoðvinafélagsiiis 1878 verðui- keypt Iiáu verði á. skrifstofu Þjóðélfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.