Þjóðólfur - 18.06.1897, Blaðsíða 8
120
Verzlun B. H. Bjarnason, Rvík
hefur nú með „Lanra“ fengið birgðir af
allskonar Farfa í dósura, frá 1—10 pd.,
Fernisolíu nr. 1, á 0,60 pd., Copallakk,
Siccativ (þurkandi), Asfaltlakk, Benzín,
bezta tegund, mjög ódýr, Terpentínolíu,
ensku Ljáblöthn með fílnum, hvert á 0.82,
Brúnspón í hrífutinda á 0,22, Spanskreyrs-
keyri á 0,10, Stiftasaum, Skaraxir, Hefll
tannirnar og Sporjárnin frægu, enskar
Sagþjalir o. fl.
Bezta Rio-kaffi, á 0,70 pd., bdýrara í
10 pundum, stórar birgðir af aliskonar
Brauði, mjög ódýrt, danskan Ost á 0.28,
„Korsör Margarine" og m. fl.
Ávallt eru fyrirliggjandi birgðir af vör-
um þeim, er áður hafa verið auglýatar.
Biðjið um „Minnisblað ferða-
manna“, það er ómissandi fyrir hvert
heimili, fæst ókeypis í verzlaninni.
í Reykjavíkur Apóteki
fæst:
Kreolin, pundið . . . 0,40
Karlbólsýra, pundið . 0,30
Almanak Þjódvinafélagsins
1870
yerðnr keypt háu verði á skrifstofu Þjððólfs.
ííorskt guðspekilegt félag
er sjálfstæður, reglubundinn félagsskapur
guðspekinga í sambandi við guðspekileg
félög í Evrópu og Ameríku. Markmið
þessara félaga er. að mynda allsherjar
bræðralag án tillits til trúarskoðana eða
lífsstöðu, að kynna sér gömul og ný trú-
arbrögð, vísindalegar og heimspekilegar
lífsskoðanir, einnig að uppgötva ókunn
náttúruöfl og sálarhæfileika hjá manninum,
sem enn eru óþroskaðir..
Lög félagsins, skrá yfir guðspekilegar
bókmenntir, og nokkrir fræðandi, ókeypis
ritlingar fást í Haffner & Hilles bókaverzl
un, Karl Johansgade 20 Christiania og
fást auk þess með því að snúa sér til
„Norsk Teosofisk Forbund", Möllergaden 47,
Christiania.
Losiö !
Sigurður Ujarnason,
M söðlasmiður.
jQ Austurstræti 18. h1
selur allskonsr reiðtygi, ólar, töskur, gj
Q púða og gjarðir. Aðgerðir fljótt og Mj
vel af hendi leystar. Allt mjög ódýrt QJ
sé borgað við móttöku. Líka kaupi
eg búkhár.
: QTSforr
Harrisons
nafnfrægu
Prjónavélar
eru nú orðnar talsvert reynd-
ar hér á landi og fá alstaðar
bezta orð
Einka-sali fyrir ísland.
Ásgeir Sigurðsson
kaupmaður
Reykjavík.
Deirings sláttuvólar,
sem í Noregi eru taldar hinar léttustu
og beztu, fást með því að snúa sér til
Ivar Tv. Fosse, Hundtorp. st. Noreg, einn-
ig skllvindur (Separatorer) og allskonar
vélar. Bréf viðskipti á blenzku og dönsku.
Ivar Iv. Fosse.
Hundtorp st. Norge.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Félagsprentsmiðjan.
34
okkur af baki. Við skildnm þá eptir við heethúsið og
snerum aptur til Fleete, sem enn lá og skreið á fjórum
fótum undir vínviðarrunnunum.
„Hvað gengur að þér?“ spurði Strickland.
„Það gengur ekkert sð mér, ekki vitund“, svarað
Fleete. Hann talaði mjög hratt og óskilmerkilega. „Eg
hef að eins legið hér og leitað að grösum. Hér er svo
ágætlega vel ilmað úr jörðu. Eg vil helzt taka mér
göngu, langa göngu í alla nótt“.
Við sáum nú ljóslega, að Fleete var ekki með réttu
ráði, og eg sagði við Strickland: „Eg fer ekki í veizl-
una í kveld".
„Hafðu sæll sagt“, svaraði hann. „Halló, Fleete!
farðu nú að skreiðast á fætur. Þú verður veikur af
því að liggja þarna. Komdu inn og borðaðu miðdags-
verð, og svo kveykjum vér á lömpunum. Vér borðum
allir hérna heima í þetta skipti“.
Fleete st mlaðist á fætur, hálfnauðugur. Nei, ekk-
ert ljós— ekkert ljós“. mælti hann. „Það er miklu betra
að vera hérna. Við skulum heldur borða miðdegismat-
inn hérna úti, og fá fleiri steikarskammta, nógu marga
góða bita, með blóði í og brjóski“.
í norðurhluta Indlands eru, eins og menn vita,
næturnar í desembermánuði nístingskaldar, svo að uppá-
stunga Fleete’s var svo vitlaus, sem frekast gat verið.
35
„Komdu inn“, sagði Strickland með áherzlu, „komdu
inn nú þegar“.
Loksins slakaði hann til, og þá er hann var kom-
inn inn og ljósin voru tendruð, sáum við, að hann var
óttalega illa til reika og ataður leðju frá hvirfli til ilja.
HanD hlaut að hafa velt sér fram og aptur í moldinni.
Hann virtist einnig vera hræddur við ljósið, og gekk
inn í herbergi sitt. Það var voðalegt að sjá augun í
honum. Það var einskonar grænljós glæta í þeim, ef
menn skiija það, og neðri vörin lafði niður.
„Eg er smeikur við, að það verði ekki skemmtileg
nóttin í nótt fyrir okkur“, mælti Strickland. „Viltu
ekki fara úr reiðfötunum ?“
Við biðum alllanga stund eptir Fleete, og buðum
að bera miðdagsverðinn á borð. Við heyrðum, að hann
var á gangi í herberginu sínu, en hann hafði ekki kveykt
ljós. í einni svipan heyrðum við þar inni veikt og á-
mátlegt úlfaýlfur.
Menn tala og rita svo glettnislega um það, að blóð-
ið stöðvist í æðunum, eða að hárið standi sem broddar
á höfðinu. En þetta er svo alvarlegt, að menn ættu
ekki að tala háðslega um það. Eg fann, að hjarta
mitt nam staðar. eins og hnífur hefði verið rekinn í
gegnum það, og Strickland varð snjóhvítur, eins og dúk-
urinn á borðinu.