Þjóðólfur - 18.06.1897, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.06.1897, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr. Erlendie 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. Uppsögn, bnndin yiö kramöt, ógild nema komi til útgefanda lyrir 1. október. ÞJÖÐÓLFUE. XLIX. árg. Reykjarík, föstudaginn 18. júní 1897. Nr. 29-30. gj^T* Frá næstkomandi nýári (1898) verður Þjóðólfur í stærra broti en ísafold. — Verð óbreytt. Jarðakaup hreppanna. Eg hef stungið upp á því í blöðunuin, að jarðirnar í landinu væri Ieigðar (eigi seldar) á erfðafestu. Það mál kom svo til tals á Kollabúðarfundi 1895, og var borið upp sama ár á Þingvallafundi af séra Arnóri á Felli, kom til umtals á síðasta alþingi og hefur síðan verið nokkuð rætt í blöð- unum af fáeinum mönnum (bæði mér og öðrum). En það voru einkum hinar opin- beru jarðeignir, sem eg bjóst við að þessu yrði komið við á. Og um þær hefur aðal- leg i verið talað af þeim, er rætt hafa um þetta mál, eiukanlega í sambandi við þjóð- jarðasölumálið, sem það er upphaflega sprottið af. Enda er eðlilegast og hægast að byrja á þjóðjörðunum. Um einstakra manna eignir hef eg eigi búizt við, að það gæti gengið svo greiðiega fyrir sig, því að til þess þrtif gagngerða lagabreytingu, þar sem slík tilhögun rekur sig undir eins á eignarréttinn og erfðalögin, eins og þetta er nú, og getur því orðið deilusamt og umfangsmikið verkefni. Auðvitað er samt hugsanlegt, að samkomulag fengist til að breyta lögunum í þá átt. í líka stefnu gengur það einnig, sem eg nefndi einu sinni i „Fjallkonunni“, að til þess að geta fengið varanlega ábúð á jörðunum í land- inu, væri eitt ráðið, að setja þá lagareglu, að enginn mætti eiga nema eina jörð, sem haun byggi á, og jörðiu gengi svo óskipt til eizta barnsins. eða einhvers þeirra ept- ir föstum regium; þá væri sjálfsábúð feng- in á öllurn tdnstaklingajörðum, en erfða- festa á hinum. Þrándur nokkur, sem rit- ar um skiptiug landsins milli íbúanna í 22. tbl. „Stefnis“ f. á., vill þetta líka. Hann talar um, að gofa þyrfti út lög, sem fyrir- skipa, að á engri jörðu megi búa annar en eigandi hennar; af því leiðir náttúriega, að enginn getur átt fleiri jarðir en þá einu. En þótt nú slík lög væru látin koma til framkvæmdar að eins smámsaman við eigendaskipti, þá er það samt stórkostleg breyting, sem marga ógar við, þó það ætti eigi að hræða neinn frá að flytja málið á þingi eða annarsstaðar, því þetta er ein- mitt fljótvirkasta ráðið til að afnema hina núverandi leiguliðaábúð. En síðan eg fór að hugsa um þetta mál betur, virðist mér sá agnúi koma hér fram, að með þessu eru menn þá með lögum þegar við fæð- ingu sína gerðir misríkir og innleiddur þannig félagslegur ójafnleiki. Þetta má sýna með dæmi: Það eru tvær jarðir nokkurn veginn líkar að gæðum. Önnur er þjóðeign með erfðafestu, en hin ein- staklingseign með frumburðar-einkarétti (eða hvað maður vill kalla það). Nú fara báðir elztu synir bændanna að búa sama vorið, fyrir jörðunum hafa báðir lögheimil- aðan rétt. Þá er auðsætt, að sá, sem tek- ur við ejnstaklingsjörðinni, er gerður auð- ugri, en hinn, er tekur við þjóðjörðinni. Hinn fyrnefndi þarf nefnil. aldrei að gjalda eptir sína jörð, en hinn síðarnefndi árlega eptir sína, eingöngu af þeirri tilviljun, að annar var fæddur á einstaklingseign, sem einhvern tíma á umliðinni tíð hafði kom- izt uudir vald forfeðra hans, en hinn apt- ur fæddur á þjóðeign, sem líka einhvern tíma fyrir löngu hafði undir félagsvaldið komizt. Til þess að komast hjá þessu og ganga eigi heldur of nærri eignarrétti og erfð, hef eg einhvernstaðar laus- lega stungið upp á því, að landssjóður keypti allar jarðir einstakra manna og byggði þær síðan til erfðafestu. Nú kom séra Guðmundur í Gufudal með nokkuð likt nýmæli í 40.—41. tbl. Þjóðólfs f. á. Hann talar ekki um þjóðjarðasölu. heldur hið gagnstæða, að þjóðin kaupi jarðir ein- stakra manna. Nýmæli hans er nefnil. í því fólgið, að sveitarsjóðirnir kaupi jarðir manna allar, hver í sínum hreppi. Það er einmitt vel hugsað, að opinberar stofn- anir í staðinn fyrir einstaka menn eigi landið, eða með öðrum orðum, að lands- menn allir i sameiningu eigi land sitt. Yilji hans er, að hrepparnir eigi sig sjálfir. Auðvitað mætti einnig eegja, að sveitin ætti sig líka sjálf, ef sett væri lög um það, sem áður var nefnt, að eigandi skyldi jafnan á hverri jörðu búa, því að með því væri loku fyrir skotið, að utanhreppsmenn eignuðust nokkra jörð í hreppnum. En á því eru, eins og áður er sýnt, andœarkar nokkrir, sem eigi er vert að gleyma, þótt sumir ef til vill geri eigi svo mikið úr þeim. Að eign og ábúð fari saman þykir að vísu eptirsóknarvert, en sama í nokk- uð annari mynd fæst með tillögu séra Guðmundar. Þar kemur félagið fram í staðinn fyrir einstaklinginn, sem eigandi og ábúandi undir eins. Tillagan er vel umhugsunarverð, því hún er djarfmannleg og hlyti að hafa heillaríkar afleiðingar fyr- ir landbúnaðinn, ef mögulegt sýnist að koma henni í verk. En eg er mjög efinn í því, að hreppssjóðirnir bafl bolmagn til að kaupa jarðirnar; raunar stingur séra Guðmundur upp á, að þetta gerist smám- saman, og er það nokkur bót í máli, en varla samt til hlítar. Jarðeignir einstakra manna hér í Miðdalahreppi liggjandi, eru til dæmís yfir 450 hundruð; væri nú hvert hundrað selt fyrir 100 kr., sem þó er frem- ur lágt, eptir því sem hér gerist, þá yrði sú upphæð 45,000 kr. Setjum nú svo, að hreppurinn hér væri í 90 ár að kaupa jarðirnar, sem er leiðinlega langur timi, þá þyrfti hann á hverju ári að bæta við sín sjálfsögðu útgjöld um 500 kr. til jarða- kaupanna. Að sönnu koma nú brátt nokkur jarðaafgjöld til inntekta, en þau gera litið meira en borga vextina. Eg ímynda mér, að það þætti mörgum æði- þungur skattur á sveitinni, að leggja á hana auk vanalegra þarfa 500 kr. á ári, og undir eins og harðnaði í ári eða verzl- un versnaði, mundi það vera ógerningur að leggja svona mikla útgjaldaviðbót á sveitarsjóðinn. Hreppurinn getur líklega fengið lán til jarðakaupanna, en ef nú jarðir leggjast í eyði um tíma í harðind- um, þá er hætt við, að illa gangi með af- borgun lánsins. Það er líka annað, sem er mjög athugavert við jarðakaup hrepp- anna; það er nefnil. svo hætt við, að úr þessu yrði mjög illkynjuð hreppastjórnska; menn gæti orðið reknir í burtu fyrir eng- ar sakir, ef þeir væri efnalitlar og komn- ir nærri því takmarki að verða sveitlægir. Það er hætt, við að leiguliðarnir yrði mik- ils til ofháðir hreppsnefndinni. Og þetta hefur Þrándur sá. sem íitar í Stefni, vel séð. Eina ráðið móti þessu væri, að skylda hreppsnefndirnar með lögum til að byggja jarðimar til arfgengrar ábúðar, svo að sveitarstjórnin hefði litið sem ekkert yflr

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.