Þjóðólfur - 25.06.1897, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 25.06.1897, Blaðsíða 2
122 um gangverðið, sem verðlagsskráin er sam- in eptir. * * * Kvartanir þær, sem teknar eru að koma úr ýmsum áttum, áhrærandi undir- búning verðlagsskránna og hina röngu og ójöfnu undirstöðu, sem þær eru byggðar á, aýna ljóslega, að brýn nauðsyn er á gagn- gerðri breytingu á þessu gamla íýrirkomu- lagi. Ætti þingið nú i sumar að taka mál þetta til rækilegrar íhugunar í sambandi við frumvarp það, er nú kemur apturreka frá stjórninni. Það er eigi svo lítið í það varið, að mælikvarðinn fyrir gjöldum manna sé svo sanngjarn og samkvæmur hinu rétta, sem framast er unnt, svo að hvorki sé hallað á neinn gjaldþega né gjaidþegn. Hin skýra og gagnorða grein, er hér birtist, felur í sér mjög skynsam- Iegar bendingar, er þingmenn ættu að taka til athugunar nú í sumar. Eitstj. Fjárhagur Grikklands. Þótt flestar Norðurálfuþjóðir séu í geysi- miklum skuldum, þá hafa þær þó nokk- urnvegin getað staðið í skilum við lánar- drottna sína, nema Grikkir. Spánn hefur eytt ógrynni fjár til að bæla niður upp- reisnina á Kúba, og er mesta furða, að Iandið er ekki þegar orðið gjaldþrota. En nú er sagt, að Spánn muni ekki lengur standast þennan feikimíkia kostnað, og verði því að leggja árar í bát gagnvart uppreisnarmönnum þar yestra. Þá er fjár- hagur Ítalíu ekki sérlega glæsilegur, eink- um síðan ófarirnar í Abessiníu, og um Tyrki vita menn, að þeir hafa jafnan ver- ið á heljarþröminni af fjárþröng. En þó eru Grikkir verst farnir allra Suður-Ev- rópuþjóða, og ijúka allir upp sama munni, að þeir geti ekki borgað einn einasta eyri í herkostnaðarskaðabætur tii Tyrkja, eða með öðrum orðum, að þeir „fari alveg á sveitina" eptir þetta, verði handbendi ann- ara Evrópuþjóða og sannkaliaðnr vand- ræðagripur, er hvergi hafi lánstraust. Fjárkröggur Grikkja eiga rót sína að rekja tii frelsisstríðsins, þá er þeir börð- ust fyrir sjálfsforræði sínu gagnvart Tyrkj- um. Tvö elztu lán þeirra að upphæð alls 2,800,000 pd. sterl. (50,400,000 kr.) voru lekin 1824 og 1825, en vextir af því fé voru ekki greiddir lengur en 2 ár og síð- an eigi söguna meir. Árið 1883 gekk Eng- land, Frakkland og Rússlaud í ábyrgð fyrir láni til Grikkja að upphæð 2,344,000 pd. sterl. (42,192,000 kr.) þannig að hvert þessara ríkja ábyrgðist þriðjung lánsins, en forlög þess hafa orðið hin sömu. Grikk- ir hafa enga vexti getað af því greitt. Um 1880 tókst Grikkjum að gera þann samning við hina gömlu lánardrottna sína, að þeir færðu skuldirnar niður með þvi að taka ný skuldabréf, er hljóðuðu upp á minni upphæð, eu hin gömlu. En þetta hjálpaði ekki. 1881 var tekið nýtt lán að upphæð 120 miljónir franka, en þá varð Grikkland að gefa tryggingu fyrir vaxta- greiðslu og afborgun lánsins í tekjunum af tóbakseinkasölu, sölu krúnueignanna og ágóðanum af hinum helztu tollhöfnum. Með þessu var lögð undirstaðan til þess, er smátt og smátt en óhjákvæmilega hlýtur að verða sérhverju ríki að fótakefli, er það lætur sér úr greipum ganga tekjurn- ar af óbeinum sköttum sínum. 1884 var tekið til láns um 100 miljónir franka gegn tryggingu í tolltekjum af þeim höfnum, er eigi voru áður veðsettar, og 1887 var tekið hið svo nefnda „einokunar!án“ að upphæð 135 miljónir franka, og 1889 enn- fremur 125 miljónir. Lánum þessum skyldi sumpart verja til að leggja járnbrautir og gera hafnarkvíar, sumpart til að borga gömul lán, er hærri vexti átti að greiða af en hinum nýju, en meiri hluti þessara lána varð að eyðslufé í höndum stjórnar- innar. Loksins tók Grikkland 1890 enn eitt lán að upphæð 72 miljónir ríkismarka til að Ieggja hina helztu járnbraut landsins frá Pireus til Larissa. Lán þetta var tryggt gegn veði í tekjum brautarinnar. Á tímabilinu frá 1880—1894 gat Grikk- land nokkurnvegin staðið í skilum við lán- ardrottna sína, auðvitað optast að eins með því að taka ný lán. En síðan hefur land- ið sokkið dýpra og dýpra niður í fjár- hagslega eymd. Ríkisskuldirnar með á- föllnum vöxtum voru orðnar um 660 mil- jónir króna eða um 300 kr. á hvert manns- barn í landinu. Nú voru engin tök á því að fá lán lengur, ómögulegt að greiða nokkra vexti, og því síður nokkra afborg- un af eldri lánum. Landið var með öðr- um orðum gjaldþrota. Þá greip stjórnin til þess úrræðis, er var þægilegri fyrir hana en lánardrottnana, og var í því fólg- ið, að hún lét samþykkja lög, er heimil- uðu henni að greiða fyrst um sinn að eins 30°/0 vöxtum utanríkislána! Eins og geta má nærri urðu lánardrottnarnir óðir og uppvægir, og nokkrir þeirra í París, Lundúnum og Berlín bundust samtökum og skoruðu á sendiherra Englands, Frakk- lands og Þýzkalands, að skerast í leikinn og kúga Grikkland til að íullnægja skuld- bindingum þess gagnvart lánveitendunum. En stjórnin í Aþenu fór undan í flæmingi, og tók það berlega fram aptur og aptur, að hún gæti ekki borgað nema 30°/0, og Iét jafnvel í veðri vaka, að hún mundi jafnvel þoka vöxtunum enn lengra niður. Þannig voru horfurnar, þá er ófriður- inn hófst milli Grikkja og Tyrkja í síðastl. aprílmánuði. Grikkland var í óbotnandi skuldum, er tekjur landsins hrukku ekki nándanærri til að greiða vexti af, ekki einu sinni þessa 30°/0, því að allar tekj- urnar eða því sem næst gengu til útgjalda við Iand8tjórnina. Hins vegar var mesti sægur af fokreiðum lánardrottnum, er eigi gátu látið heipt sína í ljósi gegn hinum svikula skuldunaut öðr uvísi en með því að þrýsta gangverði grískra ríkisskuldabréfa niður í 20°/0, og eru eigi dæmi til þess í sögu kaupmannasamkunda um allan heim, að ríkisskuldabréf séu í svo óheyrilega lágu verði. Það verður að takast til greina, sem allmikil afsökun, þá er litið er á hin frá- munalegu fjárhagavandræði Grikklands, að gríska stjórnin hefur í hæsta lagi feng- ið í hendur 8/4 hluta þeirra upphæða, sem lánin eru stíluð upp á. Fyrir skuldabréf að upphæð 1000 pd. sterl. (18,000 kr.) hefur Grikkland að eins fengið 750 pd. (13,500 kr.). Mismunurinn hefur gengið í vasa lánveitendanna sem einskonar fyrir- framborgun upp í væntanlegan vaxtamissi eða vaxtalækkun. Svo er sagt, að ófriðurinn við Tyrki hafi kostað Grikkland daglega 6—700,000 franka, og má því geta nærri, hvernig á- standið er nú. Þau verða ekki mikils virði grísku ríkisskuidabréfln úr þessu, og sjálfsagt miklu verri eign en baðhúss-hluta- bréfin hér í Reykjavík, er þó munu hafa drjúgum fallið í verði undir stjórn Björns nokkurs Jónssonar. Þessar blessuðu stjórn- ir hverju nafni sem nefnast, kunna ekki allar lagið á því, að ávaxta annara manna fé. Grikkjastjórn er þar ekki ein á bandi. Dáinn hér í bænum 22. þ. m. eptir þunga legu Jón stúdent Bunölfsson (son- ur Runólfs dbrm. Jónssonar í Holti á Síðu) á 23. aldursári (f. 16. jan. 1875). Hann var útskrifaður úr skóla 1894, sigldi þá til háskólans og tók að lesa lögfræði, kom hingað til iands í fyrra vor og dvaldi hjá föður sínum næstl. vetur, en ætlaði nú að sigla aptur. Hann var efnispiltur, stilltur og ráðsettur.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.