Þjóðólfur - 25.06.1897, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 25.06.1897, Blaðsíða 3
123 Próf í forspjallsYÍsindum tóku 17. þ. m. þessir stúdentar: 1. Maguús Þor- steinsson dável +. 2. Þórður Pálsson dá- vel +. 3. Ingólfur Gíslason dável. 4. Jón- as Kristjánsson dável. 5. Andrés Fjeldsteð vel +. 6. Þorbjörn Þórðarson vel +. 7. Guðmundur Guðmundsson vél -k Voryertíðin hér við Faxaflóa hefur orðið mun betri cu vetrarvertíðin, en stitð ar gæftir hafa allmjög hamlað sjósókn á opnum bátum. Þilskipin hafa aflað vel, og hefur fjöldi manna atvinnu af því, enda er bátaútvegur eigi orðinn teljandi hér við flóann og hverfur líklega innan skamms, en þilskipin taka við. Veðurátta hefur verið mjög köld og stormasöm næstl. hálfan mánuð, og hefur því orðið mikill huekkir á grassprettu.— Ýmsar fréttir hafa borizt hingað um hafís fyrir Norður- og V esturlandi, en jafnharð- an verið bornar til baka. Þingmálal'undur Árnesinga var hald- inn að Hraungerði 19. þ. m. af þingmönnum kjör- dæmisins. Um fund þennan er Þjóðólfi ritað þaðan að austan 21. þ. m: fu. Fundurinn var fremjft vel sóttur og stóð hann 8 klukkustundir. Talsverðar umræður urðu um ýms af málunum, og var röðin þessi: 1. Stjórn- arbótarmálið. Um það urðu talsverðar umræður milli fundarmanna og þingm. sýslunnar. Séra Magnús Helgason vildi láta halda þvi í frumvarps- formi næsta þing og sjá svo hverju fram færi, og að því virtust margir helzt hneigjast, en Sig. bú- fræðingur Sigurðsson bar þá upp tillögu, sem síðan var að nokkru samþykkt og þingmenn voru frem- ur hlynntir, þykjast óefað dálítið hafa linað á verka- hringnum í þessu máli. Tillagan er svona : Fund- urinn skorar á alþingi, að halda fram stjórnar- skrármálinu á sama grundvelli og að undanförnu án þess að falla frá hinum fyllstu kröfum, sem gerðar hafa verið. 2. Samþykkt, með Öllum at- kvæðum að nema ekki úr giidi lögin um eimskipa- útgerð hinnar islenzku landsstjórnar 3. Samþ. að fá setta milliþinganefnd í fátækramálum. 4. Óskað einhuga að þingið veitti fé til flutningsbrautarinn- ar frá Olfusárbrú til Eyrarbakka en sýslan leggi til 12,000 kr. og Lefoliis-verzlun á Eyrarbakka lof- ar 2000 kr. 5. Fundurinn skorar á alþingi, að hætta þjóðjarðasölu, — en semja lög um erfðafestu. 6. Fundurinn samþ. að skora á þingið, að veita styrk til búnaðarfólaga og óskaði jafnframt, að þeir sem vildu fá fé lánað til jarðabóta fyrirtækja gætu fengið það með góðum kjörum. 7. f einn hljóði skorað á þingið, að semja lög um toll a út- lendu smjörliki og ætti tollurinn að vera 20—-30 aurar á bverju pundi. 8. Þingmenn boðnir að flytja frumvarp, sem færi í þá átt, að greina sund- ur hinu gamla kollektusjóð frá landssjóði, og að honnm sé varið til vaxtalausra lána með vægum atborgunarskilmálum, til húsabóta handa þeim, sem hafa orðið fyrir tjóni af landskjálftunum. 9. Fundurinn skorar á alþingi, að koma upp eldsvoða- ábyrgðarsjóðum í Bvík eða annarsstaðar hér á jandi, sem íbúar í kaupstöðum og sveitum gætu tryggt hús sín í. 10. Borið upp af Síg. búfræðing Sigurðssyni og síðan samþ. með nokkrum atkvæð- um, að fara þesB á leit við þingið, að vínbanns- samþykktir væru leyfðar. 11. Þingm. beðnir að sjá um, að laun yfirsetukvenna yrðu hér eptir greidd úr landssjóði. 12. Samþ. með miklum at- kvæðamun, að taka fyrir á næsta þingi frumvarp til laga um eyðing sela,|er færi í lika stefnu og á síðasta þingi. 13. Fundurinn samþ. að iþyngja landssjóði ekki með nýjum eptirlaunum þeirra, sem hér eptir yrðu settir í embætti, nema þá ef sérstak- ar ástæður mæltu með því. 14. Fuudurinn vildi láta' þingið leggja 2—5 kr. nefskatt á hvern lausa- mann og ætti gjald það að renna i landssjóð. 15. Skorað á þingið að taka fyrir prestkosningarlögin, eins og þau voru afgreidd á síðasta þingi. 16. Samþ. að skora á þingið að herða á hreppstjórum landsins, um að koma eptir megni í veg fyrir tíundarsvik hreppsbúa sinna. 17. Fundurinn veitti þvi meðmæli sín, að þingið veitti Brynjólfi forn- fræðing frá Minnanúpi ellistyrk 1—200 kr. 18. Samþykkt að þingið taki fyrir lög um áfanga- staði. f Hinn 22. febr. síðastl. andaðist að Saurhóli í j Sanrbæjarsveit konan Margrét Snorradóttir, 41 árs gömul, og hinn 31. marz siðastl. andaðist á sarna heimili bróðir hennar, Arni ^snikkarij Snorrason, 43 ára. Systkin þcssi voru ættuð frá Arnarstapa á Mýr- um, og voru foreldrar þeirra: Snorri bóndí Árnason, er þar bjó lengi, og kona bans Ingveldur Jónsdóttir, móðursystir séra Ingvars i Gaulverjabæ. Margrét sál. giptist í fyrra skipti rúmlega tvítug Jóel Jónssyni, bróður Guðna bónda á Valshamri á Mýrum, efnilegum og vænum manni, en missti hanu eptir fárra ára sambúð 1882 og eignuðust þau eina dóttur, er lífir. Eptir lát manns síns fluttist hún vestur í Saurbæ, að Tjaldanesi, og giptist þar aptur 17. ágúst 1889 Ketilbirni, syni Magnúsar hreppstjóra Jónssonar, er þar býr. Eign- uðust þau 5 syni og eru 3 á lífi i æsku, en 2 dánir. — Hún var dugleg kona, myndarleg og vel verki farin, trygglynd og brjóstgóð við alla aumstadda. Árni sál. ólst upp syðra, að nokkru leyti hjá Níels bónda Eyjólfssyni á Grímsstöðum á Mýrum og konu hans Sigríði Sveinsdóttur prófasts Níels- sonar, en fluttist á fulltíða aldri til Guðmundar prófasts Einarssonar á Breiðabólstað og dvaldi þar, þangað til séra Guðmundur lézt; eptir það var bann þar eitt ár hjá séra Magnfisi Helgasyni, en fór þaðan að Arnarbæli á Fellsströnd til Boga sál. Smith, og lærði hjá honum snikkaraiðn, en fluttist 1886 að Hvítadal í Saurbæ, en þaðan að Tjalda- nesi og giptist þar sama dag og Margrét systir hans, 17. ág. 1889, systur manns hennar, Kristínu, dóttur Magnúsar hroppstjóra Jónssonar. Eignuðust þau eina dóttur, er dó ársgömul og 2 sonu, sem lifa í æsku. — Árni sál. var mesti dugnaðarmaður, tryggur og hjartagðður, ástríkur eiginmaður og faðir. Systkin þessi dóu bæði úr lungnabólgu, hún eptir rúmrar viku legu, en hann eptir nálægt 6 vikna legu. Að þeim er mikii eptirsjón fyrir eptir- látna ástvini þeirra, því þau stóðu bæði vel og heiðar- lega í stöðu sinni. Þau bjuggu saman á Saurhóli síðasta árið. Hinn 14. apríl síðastl. andaðist Guðbrandur óðalsbóndi Sturlaugsson í Hvitadal i Saurbæ, 75 ára gamall. (Ó.). Harrisons nafnfrægu Prjónavélar eru nú orðnar talsvert reynd- ar hér á landi og fá alstaðar bezta orð Einka-sali fyrir ísland. Ásgeir Sigurðsson kaupmaður Reyk,javík. Orgelharmonium frá 125 Jcr. frá vorum eigin verksmiðjum. Fengu silfurmedalíu í Málmey 1896. Auk þess höfum vér harmóníum frá hinnm beztu þýzku, amerikönsku og sænsku verkamiðj- um. Vér höfum selt harmóníum til margra íslenzkra kirkna og margra prívatmanna. Hljóðfæri má panta hjá kaupmönnum eða hjá oss sjálfum. Petersen & Steenstrup. Kjöbeuhavn V. Því optar sem eg leik á orgelið í dóm- kirkjunni, þess betur líkar mér það. Reykjavík 1894. Jónas Helgason. Deirings sláttuvélar, sem í Noregi eru taldar hinar léttustu og heztu, fást með því að snúa sér til Ivar Iv. Fosse, Hundtorp. st. Noreg, einn- ig skilvindur (Separatorer) og allskonar vélar. Bréfaviðskipti á íslenzku og dönsku. Ivar Iv. Fosse. Hundtorp st. Norge. Til heiinalitunar viljum vér sérstaklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verðlaun, enda taka þeir öllum öðrum lit- um fram bæði að gæðum og litarfegurð. Sérhver, sem notar vora liti, má örugg- ur treysta því, að vel muni gefast. í stað hellulits viljum vér ráða mönn- um tii að nota heldur vort svo nefnda „Castorsvart“, þvi sá litur er miklu feg- urri og haldbetri eu nokkur annar svart- ur litur. Leiðarvísir á íslenzku fylgir hverjum pakka. Litirnir fást hjá kaupmöunum alstað- ar á íslandi. Buchs Farvefabrik, Studiestræde 32, Kjöbeuhavn K.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.