Þjóðólfur - 09.07.1897, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 09.07.1897, Blaðsíða 1
Árg (60 arklr) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. J41i. Dppsögo, bnndin vlð áramót, ógild nema komj til útgeiandi iyrir 1. október. Þ J 0 Ð Ó L F U E. XLIX. árg. Reykjarík, róstndasinn 9. júlí 1897. Jír. 38 B. Þetta aukanúmer reiknast ekki kaupendum blaðsins. Næsta ár verður „Þjúðúlfur“ í miklu stærra broti. Verð óbreytt. Þingmálafundirnir. Pingmálafundur ísflrðinga var hald- inn ft ísafirði 29. maí. Fundarstjöri var séra Sig- urður Stefánsson alþm. og skrifari Skúli Thorodd- sen. E>ar voru þessi mál rædd. 1. Stjórnarskrármálið. Eptir nokkrar umræður samþykkt svolátandi ályktun: „Fundurinn skorar á alþingi að halda fram sjálfstjðrnarkröfum íslendinga í frumvarpsformi á sem kröptugastan og hagkvæmastan hátt og láta stjórninni það jafnframt ótvíræðlega í ljósi, að telji stjórnin samband íslands við danska ríkið vera því til fyrirstöðu, að íslendingar fái sjálfstjórn í sérstaklegum málefnum sínum, þá séu íslending- ar því samþykkir og óski, að stjórnin geri til þess ráðstafanir, að slitið verði að öllu sambandi ís- lands og Danmerkur á löglegan hátt. 2. Eptirlaunamálið. Um það samþykkt svoiát- andi ályktun: „Fundurinn skorar á alþingi að halda fram frumvarpi undanfarinna þinga um lækkun eptir- launa“. 3. Lœknaskipunarmálið. Eptir nokkrar um- ræður samþykkt að: a. „Fundurinn telur æskilegt, að læknaskipunar- málið verði tekið til meðferðar á alþingi þannig, að komið verði jafnari skipun á læknahéruðin en nú er“. b. Fundurinn skorar á alþingi að stofna engin ný læknaembætti, er eptirlaunarétt veiti. 4. Presthoiiningarmálið. í því máli sainþ. svo- látandi ályktun: „Fundurinn skorar á alþingi að halda fram frumvarpi undanfarinna þinga um koBningu presta“. 6. Fríkirkjumalið. Eptir nokkrar umræður sam- þykktar svohljóðandi ályktanir: a. „Fundurinn skorar á alþingj ag j08a utan. þjóðkirkjumenn við öll gjöld til þjóðkirkju og þjóð- kirkjupresta. b. Fundurínn skorar á alþingi að skipa nefnd til að koma fram með ákveðnar tillögur un, akila- að ríkis og kirkju“. 6. Verkmannamálið. Um það samþ.: „Fundurinn skorar á alþingi að samþykkja frumvarp nm greiðslu verkalauna í peningum, í sömu áttj^eins og frumv. það, er borið var fram á alþingi 1891“. Þlngmálafundup Snaefellinga var hald- inn í Stykkishólmi 21. júní. Fundarstjóri séra Eiríkur Gíslason alþm. Fundurinn vildi láta halda áfram stjórnarskrármálinu í frumvarpsformi, ef j stjórnin legði ekki fyrir alþingi frumvarp, er veitti verulegar umbætur á stjðrnarskrinni. í sam- göngumálinu vildi fnndurinn taka þá stefnu, að sæta tilboði danska gufnskipafélagsins með nokkr- um skilyrðum, en fáist þau ekki, þá að halda eim- skipaútgerð landssjóðs áfram, með haganlegra fyr- irkomulagi en nú á sér stað, vildi einnig láta bæta samgöngur á landi, einkum að þvi er þjóðvegi snerti og gera aukapóstleiðina frá Arnarholti til Stykkishólms að þjóðvegi. Þá vildi fundurinn láta veita fé til lagningar fréttaþráðar, eins og þingið sæi sér frekast fært, veita lán til þilskipakaupa með 3% vöxtum gegn veði í skipunum, en eigi heimtuð borgun fyrstu 2 árin, en lánin svo end- urgreidd á næstu 5 árum. Toll á smjörlíki vildi fundurinn hafa, styrkja og hlynna að landbúnað- inum, banna með samþykktum sölu og tilbúning á- fengra drykkja, sinna alþýðufrœðslumálinu, stofna lagaskóla, styrkja húss- og matreiðsluskóla, lækka eptirlaun embættismanna, halda áfram prestkosn- ingalögum þannig, að allir umsækjendur séu í kjöri, og aðhyllast frv. stjórnarinnar um lœknaskipunina, þó þannig, að meðaltal launaupphæðanna verði að- ains 1600 kr. Seyðisfirði 22. júni: „Þegar áfellið mikla, sem gerði hér i byrjun f. m., var um garð gengið, varð tíðarfar hið bezta fram undir hvíta- sunnu, sólskiu og sumarblíða nálega á hverjum degi, en þá gekk aptur í norðankuldahret, og hefur síðan verið mesta ótíð, sífelldir norðanstormar, dimmviðri og úrkoma mikil, ýmist regn eða snjór, stundum snjóað niður undir byggð, og hlaðið niður fönn á fjöllum og færð þvi hin versta á fjallvegum. Von- andi, að tíðarfar breytist til batnaðar núna upp úr sólstöðunum. Fiskafli hefur verið sáralítill allan þennan illviðra tíma, enda mjög sjaldan gefið að róa, en fyrir hretið var hér mæta góður afli um tímann, sem góðviðrið hélzt. Skepnuhöld sögð mjög slæm víða á Héraði. „ Vesta" kom hingað að kvöldi 13. þ. m. og „Eg- ill“ morguninn eptir, sunnan um land. Hafði „Vesta“ farið djúpleið og hreppt ofviðri mikið og stórsjó, sem um haust væri, en „Egill“ skreið rocð laadi fram, alveg upp í landssteinum, og sóttist þar ferðin vel í smásæfinu. — Um 300 Sunnlend- ingar komu nú hingað austur með „Agli“, og mun þá alls komið um 800 hingað austur í sumar. „Egill“ og „Brimnæs“ komu hingað í gærkvöldi að norðan aftur; hafði eigi, sem betur fer, orðið vart við neinn ís á þeirri leið. Hval, fertugan, tundu Færeyingar, sem voru i fiskiróðri, nýlega á Vopnafirði; reru þeir hvalinn inn á höfn og seldu hann að sögn fyrir 500 kr. Part af stórum hval rak og nýlega á land á Bakka í Norðttrði. Maður drukknaði 15. þ. m., Guðjón að nafni Jónsson, nýkominn að sunnan. Var við annan mann að flytja salt í land úr skipi, er lá við Þór- arinsstaðaeyrar; höfðu þeir of hlaðið bátinn, svo hann sökk, örskammt frá landi. Hinum manninum varð bjargað; hafði hann, að sögn, flotið eða getað hald- ið sér uppi á austurtroginu. Biskupinn hefur beðið oss að prenta það, sem hér fer á eptir: Herra ritstjóri „Þjóðólfs". í ítarlegri grein yðar um synodus í síðasta blaði „Þjóðólfs“ eru 2 atriði, sem eg vil mælast til leið- réttingar á. í stað orðanna : „tók biskup að sér að flytja mál þetta inn á þing“ (málið um innheimtu á tekjum presta), hefði verið réttara að rita: „fól fundurinn biskupi að flytja mál þetta inn á þing“; þvi það er i umboði synodusar, að eg flyt málið, en ekki af eigin hvöt. í annan stað stendur i greininni: „Bæði biskup og sumir prestarnir höfðu öðrum hnöppum að hneppa daginn eptir, en að sitja á synodus og ræða kirkju- mál o. sv. frv.“. Þessi ummæli kynnu margir að skilja svo, að eg hafi verið ófáanlegur eða að minnsta ófús á að halda fundinum áfram næsta dag, og skotið kirkjumálum frá mér, vegna annarlogra starfa. En þetta er eigi svo; eg bauð fundarhald daginn eptir bæði kl. 2 og kl. 6, ef menn óskuðu þess, og eins fyrri hluta dags, og að eg skyldi mæta á fundinum kl. 2 og kl. 6, en ef menn óskuðu fundarhalds fyr á degi, skyldi eg fela öðrum manni að mæta mín vegna, því að þá væri eg bundinn öðru starfi, sem þó væri andlegs eðlis. Eg hafði nefnilega lofað, að halda húskveðju við jarðarför, sem ákveðin var daginn fyrir synodus, en sem vegna óvæntra atvika varð að fresta um 2 daga. Eg hafði einmitt sett fundinn 29. júní, til þess að geta haldið honum átram næsta dag, ef á þyrfti að halda, án þess að ríða i bága við alþingissetn- ingu. Það var því ekki nein tálmun frá minni hálfu fyrir áframhaldi tundarins, heldur hitt, að ýmsir prestar höfðu tæpan tíma og engin fleiri mál lágu fyrir til umræðu, sem nauðsyn þótti að ræða á þessum fundi. Yirðingarfyllst Rallgr. Sveinsson. * * * Víð þetta er ekkert að athuga. Það er að eins nánari skýring á ummælum vorum, en engin leið- rétting, eins og allir sjá. Ritstj. Arfur. Vér viijum vekja eptirtekt lesenda vorra á auglýsingunni hér aptar í blaðinu um innköllun skiptaráðandans í Varðey í Noregi til erfingja tveggja ís- lenzkra fiskimanna, Jóns Ólafssonar og Felix Felixsonar. Erfingjar þessara manna verða að vinda sem bráðastan bug að því að senda kröfur sínar til þessa skipta- ráðanda.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.