Þjóðólfur - 16.07.1897, Síða 3
137
og setja mark á kílómetrmótum. Tölur
skulu á mark settar, er sýni vegalengd
og vegasteínu].
Skottulækningar (flutningsra. Þórður
Thoroddsen), [1. gr. Hver sá, er hefur
um hönd lækningar, án þess að vera lög-
giltur til læknisstarfa, skal, ef brot hans
að öðru leyti er ekki svo vaxið, að þyngri
hegning liggi við því að lögum, sæta
sektum allt að 50 kr. eða einföSdu íang-
elsi allt að 8 dögum, og þá er brot er
ítrekað, skal annaðhvort þessum hegniug-
um beitt eða fangelsi við vatn og brauð,
ef mjög miklar sakir eru].
Lausaijártíund og lausamcnn. öuð-
jón Guðlaugsson ber upp frv. um breyt-
ing á lausafjártíuudarlögunum 12. júlí
1878 (hve mikið skuli leggja í huudrað)
og breytiugu á lausamaunalögunum 2. febr.
1894 (að hvefjum, sem er 20 ára að aldri
sé heimilt að leysa sig undan vistarskyld-
unni m. fl.).
Gjald til brúargerða. Björn Sigfús-
son ber upp frumvarp þess efnis, að hverri
sýsiunefud sé heimilt, ef henni þykir á-
stæða til, að ieggja á sýslubúa sérstakt
gjald, til að gera brýr yfir ár í sýslunni,
ogs halda þeim við, en gjald þetta megi
eigi fara fram úr 5 a. fyrir hvert fast-
eignarhundrað, hvert lausafjárhundrað og
hvern verkfæran mann í sýslunni o. s. frv.
Nýja brú er enn beðið um á Hörgá við
Staðarhyl, og verji iandssjóður til hennar
allt að 12,000 kr.
Botnvörpuveiðar. Nefndin í því máli
hefur látið uppi álit sitt, og hetur hún
fallizt á frumvarp stjórnarinnar (um lækk-
un sektanna) með nokkrum breytingum.
Viðvíkjandi lækkun hinna hæstu sekta
4000 kr. (í stað 10,000, áður) tekur nefnd-
in fram, að það sé hætt við, að hinum
háu sektum verði aldrei beitt í framkvæmd
laganua, og séu þær því þýðingarlausar,
eða öllu heldur til að gera lögin strangari
á pappírnum, en þau reynast í framkvæmd-
inni, og gera þau þannig óaðgengilegri í
augum erlendra þjéða, en þau reynast í
verkinu.
Gríska og latína. Jón Jakobsson ber
upp tillögu til þingsályktunar um afnám
grísku sem skyldunámsgreiuar og fækkun
kenuslustunda í latinu við lærða skólann.
Söfnunarsjóðurinn. Jón Jenssou ber
upp frumvarp um að veita bókara og fé-
hirði Söfnunarsjóðsins 100 kr. þóknun
hvorum árlega og endurskoðara 50 kr.
þóknun um árið, en íéhirðir fái að auki
fyrir áhættu af mistalningu Vb Pro i
af peningum þeim, er hann telur út eða
inn. Ennfremur má þegar efni sjóðsins
leyfa það og með samþykki landshöfðingja
veita framkvæmdarstjóra 200 kr. um árið
og gæzíustjórum 50 kr. hvorurn. Laun
þessi öll takast af fé því, er samkv.
lögum 10. febr. 1888 er ætlað til kostn-
aðar og varasjóðs við Söfnunarsjóðinn.
Búseta fastakaupmaima á íslandi.
Flutningsmaður Ben. Sveinsson. Samhljóða
og áður.
Eptirlauuamálið er nú afgreitt frá efri
deild. Við 3. umr. þar í gær talaði Krist-
ján Jónsson sterklega móti því, en ástæð-
ur hans voru nokkuð á reiki, enda voru þær
rækilega hraktar af flutningsmönnum frum-
varpsins (Sigurði Stefánssyni og Jóni Jóns-
syni (N Múl.). Við atkvæðagreiðsluna var S
málið samþykkt með 8 atkv. þ. e. allra
hinna þjóðkjörnu og 2 konungkjörinna
(Jóns Hjaltaííns og Þork. Bjarnasonar).
Frá útlöndum bárust engin ný tíðindi
nú með „Vesta“. Friðarsamningum milli
Grikkja og Tyrkja enn eigi lokið, því að
Tyrkir eru hinir þveruBtu og heimta Þessa-
líu, en stórveldin vilja eigi slaka til. —
60 ára ríkisstjórnarafmæli Viktoríu drottn-
ingar haldið með mikilli viðhöfn 20.—22.
f. m. írar tóku eigi þátt í því. Fyrir
50 árum voru íbúar írlands nálega 9 mil-
jónir en nú eru þeir ekki nema 41/,, miljón,
því að fólkið hefur flykkzt þaðan úr landi,
og segja írar, að landið verði óbyggð
eyðimörk að 50 árum liðnum, ef sama
heldur fram. Kenna þeir ensku stjórninni
að mestu leyti um þetta ástand.
Þingmálafundur, er haldinn var í Bydöl-
um í Breiðdal af þingmanni Sunnmýlinga GrUttormi
Vigfússyni, koraBt að þeirri niðurstöðu í stjórnar-
skrármálinu, að kæmi ekkert frumvarp frá stjðrn-
inni, þá skyldi halda málinu áfram í frumvarps-
formi í sömu stefnu, eins og að undanförnu. Vildi
láta halda eimskipaútgerð landssjóðs áfram og hæta
við strandferðum, en láta hið sameiuaða danska
gufuskipafélag borga 20—30 þúsund kr., ef það
fengi ferðirnar. Pundurinn vildi af alefli láta
þingið styðja að lagningu fréttaþráðar, taldi þörf
á vitfirringaspítala, vildi gera bændum greiðara
fyrir að fá lán til búnaðaríramkvæmda, auka styrk-
inn til umgangskennara, og veita ísak Jðnssyni
500 kr. í tvö ár til íshúsbygginga, láta Breiðdal,
Stöðvarfjörð og Fáskrúðsíjörð vera sérstakt læknis-
umdæmi og lækninn búsettan í Stöðvarflrði, vildi
láta þingið semja lög um eyðiug sela, taka fá-
tækrareglugerðina til íhugunar, samþykkja lögin
um búsetu fastakaupmanna, lagaskólaun, kjörgengi
kvenna og eptirlaun.
Ráðning í vegavinnu.
í 29.—30. tölubl. Þjððólfs þ. á., stendur frétta-
pistill frá Byrarhakka, sem aðallega er þess efnis,
að skýra almenningi frá, hvernig eg hagi ráðningu
verkamanna þeirra, sem eru í vegavinnunni með
mér trá Eyrarbakka.
í greininni stendur: „Það sem einkennir þessa
vinnuveitingu er það, að hana fá ekki nema efna-
betri mennirnir. Að undanteknum einum manni,
sem er úr þessu plássi i vegagerðinni, eru það
ýmist lausamenn, iðnaðarmenn eða þjónar þelrra“.
Þessir menn, sem nú eru i vegagerðinni af Byr-
arbakka, eru flestir búnir að vera lengi við vinn-
una, og eru valdir menn að dugnaði.
Þegar eg réði þá, þekkti eg ekki ástæður þeirra,
en leitaði mér upplýsínga um, hvort þeir væru
duglegir menn til vinnu; þegar eg fékk það svar,
að þeir væru það, þá lét eg mér það nægja.
Það getur hver maður séð, sem er með heil-
hrigðri skynsemi, — eg tala ekki til höíundar
greinarinnar — að eptir öðru mátti eg ekki fara
en þessum vitnisburði, enda hefði það verið fjar-
stæða að neita þessum mönnum um vinnu, þó eg
hefði vitað, að þeir væru bjargálnamenn, — meira
eru þeir ekki. Þess ber líka að geta, að eg hef
haft fleiri menn úr þessu umtalaða plássi, og orð-
íð að vikja þeim úr vinnunni fyrir óreglu eða leti.
Þó vil eg geta þess, að einum manni, sem var í
vinnunni vorið og haustið í fyrra, visaði eg ekki
burt fyrir þessar ofantöldu ástæður, heldur fyrir
það, að hann var ekki ánægður með kaupið, enda
var það ekki nóg fyrir hann, þar sem hann var
fjölskyldumaður og langt frá heimili sínn. (Fyrir
tveimur árum byrjaðí eg að taka menn í vinnu
vorið og haustið, til þess, að bændur sem búa næst
vinnunni, gætu haít eitthvað gott af henui. En
eg borga þeim mönnum mikið lægra kaup, sökum
þess, að veðurátta er þá opt verri, og þá afkasta
menn minnu). Þessi maður falaðist eptir vinnunni
fyrir þetta yflrstandandi sumar, fyrir allan timann,
en eg gat það ekki, sökum þess, að eg varð að
fækka verkamönnum, af því verkið er minna sem
gera á í sumar, heldur en það sem unnið var í
fyrra, og ennfremur vegna þess, að miklu fleiri
bændur fóluðu vinnu fyrir sig eða menn sína fyr-
ir haustið og vorið, heldur en áður höfðu verið.
Þessi maður, sem hér er talað um, er vist ann-
ar maðurinn, sem talað er um, að eg hafi vísað
í burt úr vinnunni, og álít eg því fullsvarað með
hann.
Neðar í greininni stendur: „Sem dæmi þessu
til sönnunar má telja, að nú i ár voru 2 menn
hér í pláBSÍ sviptir vinnunni, sem að allra dómi
eru beztu vinnumenn, — en þeir voru fatækir“.
Hér að framan het eg svarað þessu hvað öðrum
manninnm við komur, að eg skal játa, að hann
getur tal'zt meðalmaður til vinnu en ekki meira.
Hvað hinum viðvíkur, þá verð eg að telja hann
í þeim flokki, sem eg hef orðið að láta fara úr
vinnunni. Hann álitur máské sjáltur, að fram-
koma hans við félaga sína hér, bæti fyrir honnm,
en eg verð að álíta, að það geti ekki orðið, þó hún
sjálfsagt sé góð.
Síðar í greininni stendur: „En i stað þess
var tekinn rnaður af einum verzlunarstjóranum
hér í hreppi, og einum af efnabetri mönnum hér
boðin atvinna“. Ástæðan til þess, að eg tók þenn-
an maun var sú, að í vor hættu 3 menn við að
fara í vinnuna, sem ráðnir voru, svo eg bauð þess-
um manni vinnu, af því að eg þekkti hann að því