Þjóðólfur - 20.08.1897, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.08.1897, Blaðsíða 1
Árg. (60 arklr) koatar 4 kr. ErlendjS 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. Uppsögn, bundin yið Aramót, ðgild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. ÞJÖÐÓLFU E, XLIX. árg. Beykjayík, föstudaginn 20. ágúst 1897. Xr. 40. Stjóru arskrár bri'y tiiigin. Við 2. umræðu um stjórnarskrárbreyt- inguna í efri deild 13. þ. m., hélt séra Sig. Stefánsson tvær alllangar ræður, og mælti kröptuglega með tillögum neíndar- innar, sem gert er grein fyrir í síðasta blaði, en það mun hafa verið svo með þær ræður, eins og tleiri ræður á þingi, að þær munu ekki hafa sannfært þá, er á annari skoðun voru í þessu máli. Bisk- upinn tók í sama strenginn og héit lang- an kapítula af mikilli mærð, og kom mönnum eigi á óvart, þótt hann breiddi faðminn á móti Valtýsfrumvarpinu, því að það er aldrei gott að vita, að hverju barni gagn verður, og sá, sem er smár, getur orðið hár, biskup engu síður en aðrir. Gegn frumv. meiri hlutans töluðu: Jón A. Hjaltalín, Jón Jakobsson og Jón Jónsson. Gat Jón Hjaltalín þess, að væri stjórnarskrárbreytingin ekki nákvæmlega samhljóða hinu upphaflega Valtýsfrumv., væri engin vissa fyrir samþykki stjórnarinn- ar, og þessvegna ættu þeir, sem vildu leggja alla áherziuna á samkomulag við stjórnina að gæta þess, að sníða frumvarpið alger- ,ega að hennar vilja. Landshöfðingi gat þess og, að suin ákvæði í þessu frumvarpi meiri hlutans væru þannig löguð, að stjórn- in mundi trauðlega samþykkja það. Meiri hlutinn hefði því ekki siglt fyrir öll sker, að Þessu ieyti, þótt hann hefði kippt burtu rikisráðsspurningunni úr frumvarp- inu. — Jón Jakobsson var mjög hlynntur sendinefndinni, eing 0g J. Jónsson í Múla og Ólafur Briem í neðri deiid, en frumv. meiri hlutans taldi hann óhafandi, og frv. neðri deildar eigi gott. — j<jn frá Sleðbr. kvaðst eigi vilja hafna öliu samkomulagi við stjórnina, ef hún byði elphver góð boð, en hér væri ekki um neitt siíkt að ræða, Því að stjórnin hefði í rauninni ekkert tilboð gert. Hann kvaðst alls ekki getá fallizt á tillögur meiri hlutans í því að fella burtu 1. gr. nr frumv. neðri deildar, því að með setu ráðgjafans í ríkisráðinu, væri loku skotið fyrir nokkuru árangur af stjórnarskrárbaráttu vorri í framtíðinni. Eptir alllangar umræður, voru tillögur meiri hlutans samþykktar og málinu vís- að til 3. umr. með 6 atkv. gegn 5. Við 3. umr. málsins 17. þ. m., héldu þeir Kristján Jónsson og Þorkell Bjarna- son alllangar ræður í málinu og gerðu grein fyrir afstöðu sinni til þess. Lagði Kr. J. sérstaka áherzlu á, að ef stjórnin vildi nú ekki samþykkja þetta, þá væri ekki um annað að gera en að hefja snarpa baráttu gegn henni, þar sem haldið væri fram öllum hinum ýtrustu sjálfstjórnar- kröfum vorum. Hann kvað það ekki eiga vel við, að þingmenn létu teygja sig eins og hrátt skinn, en stjórnin teygði sig ekk- ert, og er nokkuð hæft í þvi. Það lítur þvi út fyrir, að teygjan sé um það leyti að fara alveg úr Kr. J. gagnvart stjórn- inni, og munu allir freisisvinir fagna því, sakir þess, að ýmsum hefur þótt leitt, að sjá einmitt hann fylla flokk stjórnarsinn- anna á þingi. Úrslit málsins urðu þau í deildinni, að frumvarpið var samþykkt með 6 atkv. gegn 5. Þeir sem greiddu atkv. með því voru 3 konungkjörnir (Hallgr. Sveinsson, Kr. Jónsson, Þork. Bjarnason), og 3 þjóð- kjörnir, (Sig. Jensson, Sig. Stefánsson og Þorl. Jónsson), en móti voru 2 konung- kjörnir (J. A. Hjaltalín og Lárus Svein- björnsson) og 3 þjóðkjörnir, (Q-utt. Vigfús- son, Jón Jakobsson og Jón Jónsson). Nú er þá málið aptur komið i hendur neðri deildar, og er nú liðsafnaður á tvær hendur, þvi að nú stendur á kollhríðinni hjá Valtý, og verður hann að fá drjúga liðveizlu, ef duga skal. Þykir sumum harðneskjulegt að láta hann fara aptur svo búinn með öllu saman af þessu þíngi, enda getur það haft óholl áhrif á heilsu hans. Menn eru svo forvitnir og nýunga- gjarnir, að þá iangar ósköp til að sjá eitthvað af litla ráðgjafanum. Þessvegna ætla sumir neðri deildar menn, er áður drógu sig í hlé, að leggja nú líknarhend- ur yfir Valtý, en hinir muuu þó verða fleiri, er staðizt geta freistinguna, og er því spá manna, að annaðhvort verði frv. efri deildar fellt umsvifalaust, eða þá breytt á þann hátt, er efri deild vildi ekki faliast á, sem auðvitað kemur í sama stað niður, þá er mál þetta getur trauðla kom- ið til atkvæða í sameinuðu þingi, sam- kvæmt fyrirmælum stjórnarskrárinnar. Hin eina von Valtýsliða er þá fólgin í því, að stjórnin muni samt sem áður leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga, og að þjóðin standi þá þeirra og stjórnarinnar megin (!!) En skyldi sú von ekki reynast dálítið fallvölt? Á morgun verða líklega greidd atkv. um það í neðri deild, hvort Valtýr á að sigla héðan af þingi með ráðgjafann í vas- anum, eða með vonina eina, eins og hann kom. Yflrgangur botuverplauna. Úr Garðinum skrifar merkur bóndi og aflamaður Þjóðólfi á þessa leið 16. þ. m.: „Allmikið gerir nú danska stjórnin fyrir okknr þegna sína, álíta margir, þegar talað er um varðskipið „Heimdall", að láta það verja okkar grynnstu fiskimið fyrir yfir- gangi botnverpla og virðist svo vera í fljótu áliti. „Lítið gat hann fiskað“, sagði öosi gamli einu sinni, og má svipað segja um „Heimdall". Lítið njótum vér hér á suðurkjálkanum verndar hans gegn botn- verplum, þá er þeir botnskafa nú iðulega í landhelgi, og það svo grunnt, hér í Garð- sjó, að mesta furða er, að þeir ekki skuli taka niður í þaranum. Þann veg hafa þeir hagað sér nú í tvær næstliðnar næt- ur, 15. og 16. þ. m., að þegar farið hefur að dimma á kveldin, hafa þrjú botnvörpu- skip komið segllaus og ljóslaus upp undir vararmynnin, og „trollað“ fram og aptur með landinu, og sum breitt yfir nöfn og númer. En um sólaruppkomu hafa þau aptur haldið til djúps, og um hádaginn munu flest þeirra vera utan landhelgis- línunnar. Sex slík skip hafa verið hér djúpt og grunnt. Af þessu er okkur full- Ijóst, öllum sem opinna báta veiði stund- um, að okkar eina atvinna, þó rýr sé, er með öllu fyrir borð borin, ef slíkum yfir- gangi linnir ekki hið allra bráðasta, sem litlar horfur eru til. Eða hver skakkar þennan leik? öerir „Heimdallur" það? Ekki sýnist okkur. Hann spilar fyrir fólkið í Reykjavík, bregður sér þess á

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.