Þjóðólfur - 20.08.1897, Blaðsíða 3
161
minn8tum erfiðleikum bundið fyrir ferða-
menn. Jafnframt veitist og sýslunefndum
heimild til að veita fastákveðna árlega
þóknun úr sýslusjóði fyrir ágaug þann,
er leiði af því, að nýr áfangastaður er
tekinn upp.
Grjald til brúargerða, Nefndin í
því máli hefur failizt á, að hverri sýslu-
nefnd sé heimilt að ieggja á sýslubúa sér-
stakt gjald til að gera brýr yfir ár í sýsl-
unni og halda þeim við, en eigi megi
gjald þettta fara samtals fram úr 5 aur.
fyrir hvert lausafjárhundrað og hvern
verkfæran mann í sýslunni, nema það
8é samþykkt af 2/s nefudarmanna og amts-
ráðið veiti samþykki sitt.
Holdsveikisspítalimi. Frumvarpið um
útbúnað og ársútgjöld við þennan spítala
er nú um það leyti samþykkt af þinginu.
Samkvæmt því, á að verja 16,000 kr. til
útbúnaðar hans, þá er liann er fullger
og afhentur landsstjórninni. Yið spítalann
skal skipa sérstakan lækni með 2700 kr.
launum og skal læknir þessi auk læknis-
starfa við spítalann og yfirumsjónar á hon-
um, skyldur að gegna kennslu í einni eða
fleirum vísindagreinum við læknaskólann
án sérstakrar þóknunar. í stjórn spítalans
eru amtmaðurinn yfir suður- og vesturamt-
inu og landlæknirinn.
Innlelðsla metrakeríisins. Jón Jens-
son hefur í neðri deild borið upp frumv.
um innleiðslu metrakerfisins, bæði að því
er snertir lengdarmál, flatarmál, rúmmál
eða þungamál, en engar líkur eru til, að
frumvarp þetta nái fram að ganga á
þessu þingi.
Landsbankinn. Það urðu allfjörugar
umræður um þaim í n. d. í gær. Þeir
Skúli fhoroddsen og öuðl. .Guðmundsson
héldu því fram, að hinu núverandi banka- I
stjóri hefði ýmsum störfum að gegna, er
væru bankanum alveg óviðkomandi, en
það væri gagnstætt lögmn 2. okt. 1891
um, að bankastjóri mætti ekki hafa nein
atvinnustörf á hendi. Hélt bankastjóri
alUanga varnarræðu og leitaðist við að
sýna fran, á, að hann vanrækti alls ekki
bankastörfiu, þótt hann í frístundum sín-
um gæfi 8jg við öðrum störfum, er hann
eigi fengi borgun fyrir, og þess vegna gætu
eigi talizt atvinnustörf. Þeir Skúli og
Guði. kváðust að eins hafa velferð stofn-
Unarinnar (bankans) fyrir augum, án uokk-
urs persónulegs kala gegn bankastjóra.
Það væri óheppilegt, ef atvinnurígur mynd-
aðist milli þankastjóra annars vegar og
annara atvinnurekenda hér í bænum, er
stunduðu samskonar atvinuuveg, en þess
mundu þó dæmi, og skildu margir bæjar-
búar, að þar var átt við 2 menn hér í
bænum, sem eru í andstæðinga flökki banka-
stjóra, og fyrir þeirra hvatir rrmn máli
þessn meðfram hafa verið hreyft. Sam-
þykkt var að loknm með 11 atkv. gegn
10 rökstudd dagskrá (frá Sk. Thoroddsen)
þess efnis, að Iandstjórnin gætti þess að
fyrirmælum laganna (2. okt. 1891) væri
betur fyigt eptirleiðis en hingað til.
Lög samþykkt af alþingi: 14. Lög
um að umsjón og fjárhald nokkurra, land
sjóðskirkna skuli fengið hlutaðeigandi söfn-
uðum í hendur. 15. Viðaukálög við sótt-
varnarlög 1875. 16. Lög um hreyt-
ing á lögum um lausafjártíund 12. júlí
1878. 17. Fjáraukalög fyrir árin 1894—95.
18. Lög um samþykkt á landsreikningun-
um 1894—'95. 19.—20. Lög um löggild-
ing verzlunarstáða á Hjalteyri við Eyja-
fjörð og í Firði í Múlahreppi. 21. Lög
um lœkkun á fjárgreiðslum þeim. sem hvíla
á Holtsprestakalli undir Eyjafjöllum 22.
Lög um aðgreining holdsveikra og flutn-
ing þeirra á opinberan spítala. 23. Lög
um breyting á lögum um styrktarsjóðí
lianda álþýðufolki.
Gfufuskipið „Botiinia“ fór héðan að-
faranóttiua 15. þ. m. Með því sigldu til
háskólans: Sigurður Eggerz stud. jur. og
stúdentarnir Árni Pálsson, Ásgeir Torfa-
son, Eggert Claesen, Eiríkur Kjerúlf, G-ísIi
Skúlason, Jóhannes Jóhannesson og Jón
Proppé. Eunfremur stud. art. Eggert Ei-
ríksson Briem tll landbúuaðarháskólans.
Þá fór og kommandör G-arde, umboðsmaður
dauska gufuskipafélagsins, fröken Agnes
Frederiksen, margir enskir ferðamenn o. fl.
Dr. Hans Krticzka v. Jaden, hinn
austurríski aðalsmaður, er áður hefur ver-
ið getið í Þjóðólfi, fór héðau með „Bothn-
ía“ 15. þ. m., eptir tæpa mánaðardvöl
hér. Lét hann hið bezta yfir för sinni,
og ætlar að rita um hana í austurrísk
blöð, samkvæmt loforði. Mun það stuðla að
því að vekja eptirtekt Austurrikismanna á
landi voru og efla þekkingu þeirra á því.
Því miður voru óhemjumiklar rigningar
mestallan tímann, sem dr. Jaden dvaldi
hér, svo að náttúrnfegurð landsins birtlst
honum eigi í allri sinni dýrð.
Dr. Bernhard Kahle, aukakennari
við háskólann í Heidelberg fór einnig |
héðan með „Bothniu“. Hafði haun dval-
ið um 3 mánuði hér á landi, og ferðazt
landveg úr Reykjavik norður Holtavörðu-
heiði til Akureyrar, og þaðan norður að
Mývatni og Ásbyrgi. Dr. Kahle er fora-
norrænn málfræðingur og hefur gefið út
fornnorræna máifræði. Talar hann íslenzku
dável.
Nokkrir kuuningjar þeirra dr. Jadens
og dr. Kahles hér í bænum héldu þeim
dálítið skilnsðarsamsæti í Iðnaðarmanna-
húsinu 12. þ. m.. en kvöldið eptir buðu
þeir doktórarnir aptur til samdrykkju á
„Hótel ísland“, og var þar setið að freyð-
andi kampavínsdrykkju langt fram á nótt.
Dr. B. Óíseu og Steingrímur Thorsteins-
son mæltu á þýzku fyrir velfarnaðarminn-
um þessara tveggja útlendinga, en þeir
svöruðu aptur með árnaðaróskum fyrir ís-
landi.
Gufuskipið „Nordkap“ kom hingað
frá Newcastle 13. þ. m. ti! stórkaupmanns
J. Vídalín. Fór aptur með hestafarm 17.
þ. m. Með því bárust útlend blöð til 8.
þ. m., en engin ný tiðindi markverð.
Verðlaun. Dr. Finnur Jónsson í Kaup-
mannahöfn hefur fengið 250 kr. verðlaun
af „Gjöf Jóns Sigurðssoaar“ fyrir ritgerð,.
er nefnist „íslenzk skáldamálfræði um
900—1300“. ________
Verðlaunanefnd þessarar gjafastofnun-
ar var endurkosin í sameinuðu þingi 17.
þ. m.: Björn Ólsen, Eiríkur Briem, Steingr.
Thorsteinssoti.
Dáinn er í þ. m. Gisli Jónsson (próf.
Guttormssonar) bóksali í Hjarðarholti, efn-
ismaður á bezta aldri.
Læknissetur á Borðeyri. Úr Hrútafirði
er ekrifað anemma í f. m.: „Ærið þykir mönnum
hér, að læknafundinum síðastliðið sumar hafa mis-
sést með uppástungur sínar, hvað læknissetrin hér
áhrærir. Það er undarlegt, að læknarnir skyldu
ekki álíta pað nauðsynlegt, að læknir sæti á Borð-
eyri. Dað ættu jiö allir óvilhallir menn að geta
séð, að af öllum stöðum hér nærlendis er Borðeyri
sjálfkjörnasti staður fyrir lækni og sjökrahús, því
fyrir utan það, að þotta er verzlunarstaður, sem
mikil aðsókn er að, þá þarf ekki annað en líta á
kortið til að sjá, að landslagið hendir til hins sama.
Að ætla Borðeyrarlækninum að sitja norður í Bitru,.
eða austur í Miðfirði, getur tæplega verið rétt
hugmynd, ef haft er tillit til þess, að læknirinn á
að hafa eptirlit með heilbrigðisáBtandi manna í
verzlunarstaðnum, bæði þeirra, sem eru þar til
heimilis, og þeirra manna, sem dvelja þar lengri
leugri eða skemmri tima, innlendra eða útlendra.
Að setja lækni langt frá kauptúni, er óhyggilegt
og getur verið hættulegt. Hvernig færi, ef skip
kæmi með næman sjúkdóm ? Ætli læknirinn kæmi