Þjóðólfur - 27.08.1897, Page 2
164
að styrkja hina lítilsigldari í trúnni, og
það er sögn manna, að sumir „smærri
spámennirnir" hafi skipt skoðunum þrisvar
sinnum þann dag, og að kveldi heyrðust
kvartanir hjá sumum Valtýsliðum að þessi
og þessi hefði ,,svikið“(!) um elleftu stundu.
En eigi var Halldór Daníelsson meðal
þeirra, því að hann varpaði loks akkernm
beint niður í sandinn hjá Valtý og hans
liðum. En ef til viil hefur hann og fieiri
margelitnað þar upp áður um daginn, eins
og eðlilegt er, þar sem haldbotninn er
slæmur.
Uxnræðurnar
um málið stóðu yfir 5—6 klukkustundir
á laugardaginn, en fóru fremur stillilega
fram. Það hvessti helzt einusinni hjá Guðl.
Guðmundssyni út af orðum 1. þingmanns
Árnesinga (Tr. Gunnarssonar), er Guðlaug-
ur skildi sem töluð til eins þingmanns í
deildinni, en voru stíiuð gegn einu blaði
hér í bænum og er vonandi, að þau orð
fái að standa óhögguð í þingtíðindunum,
því að þau voru einhver hin smellnustu,
er Tryggvi hefur sagt í háa herrans tíð.
Framsögumaður meiri hlutans (Klem-
ens Jónsson) hélt snjalla og gagnorða
inngangsræðu, og tók fram, að hverju
leyti frumv. efri deildar væri óaðgengilegt
og ófullnægjandi sjálfstjórnarkröfum vor-
um. Það væri þýðingarlaust fyrir þá lá-
varðana að fóðra ríkisráðsspurninguna með
því, að senda þingsályktunartiilögu um,
að ráðgjafi íslands skyldi eigi sitja í rík-
isráðinu, því að Danir gæfu því engan
gaum, en hinsvegar væri það apádómur
einn, að það yrði frumv. að falli, þótt
ríkisráðsspurningunni væri haldið þar fram.
En þótt stjórnin vildi ekki fallast á það
með þessu ákvæði, þá værí engin ástæða
fyrir oss að falla frá öllum kröfum vorum
sakir þess, því að vér ættum ekki að ein-
blína á málið eingöngu frá stjóruarinnar
sjónarmiði, heldur frá voru eigin. Stjórn-
in yrði eins að ieysa upp þingið, hvort
sem þetta ákvæði stæði í frumvaipinu
eða ekki, og mundi hún þá jafnframt
Begja álit sitt um málið. Svo kæmi það
til atkvæða þjóðarinnar, er enn hefði eigi
verið spurð um það, og þá skæri húu úr,
hvorum fiokknum hún vildi iieldur fylgja.
Yrði skoðun minni hlutans ofan á, yrði
eigi afleiðingin önnur eu sú, að hínir
rýmdu af þiugi. En það væri alls óvíst,
að hvorum flokknum þjóðin hallaðist frem-
ur.
Guðl. Guðmvndmm vildj sýua, að frv.
þetta leiddi eigi til þess, að flytja valdið
út úr landinu eða mínnka vald Iandshöfð-
ingjans, heldur færðist það yfir í hendur
þingsins.
Landshöfðingi lýsti því yfir, að stjórn-
inni væri áhugamál, að samkomulag kæm-
ist á, en eigi gat hann þess, hvort hann
hefði fengið nokkrar nýjar opinberanir í
því efni.
Jens Pálsson hélt langa lofræðu um
efri deild, og hversu vel og vandlega frv.
heunar væri af hendi leyst. Fór hann mörg-
um orðum um, hversu dýrmætt væri að taka
nú þessu tilboði (!!) m. fl., er eigi þykir
geraudi hér að umtalsefni. Svaraði fram-
sögumaður (Kl. Jónsson) stuttlega ræðu
hans, og taidi hana eigi mikið skýraudi
fyrir málið.
Þá töluðu þeir Sighv. Árnason, Tryggvi
Gunnarsson, Einar Jónsson, Guðjón Guð-
laugsson og Eiríkur Gislason, allir gegn
frumv. efri deildar, nema Einar Jónsson,
er lýsti því yfir, að hann mundi hvorug-
um ílokknum fylgja og var það í samræmi
við atkvæðagreiðslu haus fyr í málinu.
Ræða Guðjóns Gnðlaugssonar var nokkuð
i einkennileg, og fékk minni hlutiun þar
mæli sinn troðinn, skekinn og fleytifullan.
i Kvaðst hann eigi smeikur um, hvorumeg-
in þjóðin mundi snúast í þessu máli, eða
hvort hún mundi meta meira af fulltrúum
sínum að láta fallast algerlega í faðm
stjórnarinnar, og gleypa undir eins við
hégóma-tilboði, er þar að auki hefði kom-
ið öfuga leið, eða hitt, að halda dálítið í
horfinu og falla eigi frá öllu í senn, held-
ur leitast við að ná einhverjum veruleg-
um umbótum á stjórnarfari voru.
Valtyr Guðmundsson hélt að síðustu
afarmikla lofræðu um sjálfan sig og sín-
ar gerðir þar ytra hjá stjórninni, en með
því, að þessi „svanasöngur“ doktorsins
birtist orðréttur í öllu sínu háfleygi í þing-
tíðindunum, er óþarft að geta haus nánar
hér, en manni dettur ósjálfrátt í hug mál-
tækið „Ef eg lofa mig ekki sjálfnr verð-
ur mín dýrð engin“. Og sannarlega hef-
ur dýrð dr. Valtýs eigi verið mikil á þessu
þingi. En hann hefur borið mótlætið með
kristilegri þolinmæði, og er það viður-
kenningarvert. Umræðunum lauk með því,
að framsögum. (Kl. Jónss.) henti ofurlítið
gaman að Bsvana8öngnum“, og var að því
búnu gengið til atkvæða.
U íí/ðurskurðurinn.
Samkvæmt áskorun ýmsra þingmanna
fór öll atkvæðagreiðslan fram með nafna-
kalli. Var fyrst felld dálítil breytingar-
tillaga frá Sighvati Árnasyni, og vakti
það ekki svo mikla eptirtekt, eu þá er
hin fyrsta aðalbreytingartillaga meiri hlut-
ans, um útilokuu ráðgjafans úr ríkisráð-,
inu, var í'elld og hinar aðrar þar á eptir,'
þóttust menn sjá forlög Kartagóborgar,
og að allt málið væri þar með fallið. Þeir
sem nú greiddu atkvæði gegn breytiugar-
tillögu meiri hlutans, gegn því, að frumv.
yrði að öllu leyti samhljóða því frumv.,
er þeir áður höfðu samþykkt í deildinni,
voru Björn Sigfússon, Guðl. Guðmundss.,
Halldór Dauíelss., Jens Pálss., Jón frá
Stafafelii, Jón Þórarinss., Sk. Thoroddsen
og Valtýr Guðmundsson. Þessir 8 þing-
menn greiddu nú atkvæði þveröfugt við
það, er þeir höfðu áður gert, og var eigi
furða, þótt mörgum þætti það kynieg
veðraskipti á svo stuttum tíma, að frumv.
það, er neðri deild hafði afgreitt til efri
deildar með atkvæðum þessara sömu mauna,
skyldi nú vera orðið óhafandi í þeirra
augurn. Auk þess greiddi auðvitað Jón
Jensson atkvæði gegn breytingartillögunum
ásamt hinum 3, er ekkert vildu hafa.
(Einari Jónss., Jóni í Múla og ÓI. Briera),
ogj voru þær þannig felldar, svo að þá
var eptir að eins frumvarp efri deildar-
innar obreytt, og var tiigangur Valtýsiiða,
að þá mundu einhverjir úr meiri liluta
flokkuum slaka til og samþykkja það,
heldur en að fella málið, en sú von brást
herfilega, því að til þess varð enginn úr
hinum flokknum nema Þórður Thoroddsen,
er gaf frumv. e. d. atkvæði sitt ásamt
þessum 8 og Jóni Jenssyni, svo að alls
urðu 10 með því, en 13 á móti, og var
málið þar roeð fallið á þessu þingi. Undi
Valtýsflokkurinn allilla þessum úrslitum,
en mátti þó sjálfum sér um kenna, að
svona fór, þá er hann vildi heldur stuðla
að því að fella málið, heldur en að slaka
það til við meiri hlutann í neðri deild,
að halda ákvæðinu um útilokun ráðgjaf-
ans úr ríkisráðinu kyrru í frumvarpinu,
er efri deiid hefði sjálfsagt fallizt á, hefði
það komið aptur til hennar í því formi.
Það sýndist þó ekki vera svo mikið í
húfi, eða mjög geigvænlegt þótt frumvarp-
ið hefði komið þannig Jagað fyrir augu
stjórnarinnar. Hún gat þá sagt álit sitt
um það þegar um leið og hún leysti upp
þingið, og samkvæmt því gat þá þjóðin hng-
að sér við kosningarnar. Það eru því Þe8S_
ir svonefndu Valtýs liðar, er sjálfir hafa
grafið sér gröf á þessu þingi, er þeir hefðu
átt að varast, úr því að þeir höfðu ekki
afl atkvæða til að hamra þessa vanhyggju