Þjóðólfur - 15.10.1897, Page 1
Arg. (60 arkir) kostar 4 kr,
Erlendjfi 5 kr. — Borgifit
fyrir 15- júli.
ÞJÓÐOLFUE.
Uppfiögn, bnndin yiö iramöt,
ógild nema komi til útgefanda
tyrirl. október.
XLIX. árg.
Reykjarík, fostadaginn 15. október 1897.
Nr. 49.
Herdís Benedictsen.
„Gjörði hún at hjúfra,
né höndum siá,
né kveina umb
sem konur aðrar".
Brúður hvíldi á beði
björt og ástúðleg,
barn með bljúgu geði
beið í dyrum jeg.
„Allt er breinum breint“, hún kvað;
Ijúflega fékk hún lítinn svein
leitt að sængurstað.
Blðmstrað brosti tjaldið,
blítt eg heyrði mál,
svo var greiðagjaldið
greitt úr sykurskál. —
Fimmtíu ár svo flugu braut;
fáir svannar síðar mér
sykruðu betur þraut.
Endir allra daga
er og verður hel;
góð er samt hver saga,
sú er endar vel.
E»ó skal hefja harmatal:
Nú er hin góða bekhjarb'ot
burt úr ríkum sal.
Man jeg móðu tára,
man jeg Brynjólf lík;
lundin yngri ára
er svo næm og rík;
seinna gjörist sorgin sljó,
samt á hjá mér samkyns tár
sætan hans, er dó.
Ættir öðlinganna
eiga ei hreinna blóð, Lí-
sæmilegri' svanna
sá ei vesturslóð
meðan þessi entist*öld.
Yfir brúðar nábeð nú
næðir tímans kvöld.
Frítt hjá fríðri undi
Fafnis glæsibói,
meir þó elska mundi
mærri Rínar sól,
hrein og sönn og há var lund,
aldrei minnsta mannorðs gróm
merkti göfugt sprund.
Aldrei byggði á auði,
en þótt væri fjáð.
hús, sem hristir Dauði,
heldur Guðs á náð,
hjartað var svo hraust og ríkt.
íslands væri auðnubót
ættu margar slíkt.
Hún var sterk í straumi,
sterk er brosti sól,
sterk og stillt í glaumi,
sterkust þegar fól
dauðans skuggi byggð og borg;
seldi ei foldu fjórtán börn
fegri snót í sorg.
Gakk nú, góða móðir,
Guðs í heilagt Jjós!
Gömlu, göfgu slóðir,
grátið ykkar rós; —
Auður ríka bjóst á braut.
Nú er, FJatey, faldur þinn
fokinn hafs í skaut!
Einn að ykkar leiði,
ágœt lijön! jeg treð,
gamla skuld jeg greiði
grátnum augum með:
Fyrir ykkar fjórtán jóð
bið jeg lifa lýðum hjá
lítinn minnis-óð.
Matth. Jochumsson.
Horfumar í stjórnarskrármálinu.
i.
Það er sannast að segja, að vér ís-
lendingar þurfum eigý að stæra oss af
staðfestunni og samheldninni í sjálfstjórn-
arbaráttu vorri gaguvart Danastjórn, því
að það mun vera leitun á jafn slælegri
og hringlandalegri frammistöðu af þjóð,
sem er jafn óánægð með ■ stjórnarástandið
í landinu, eins og íslenzka þjóðin þykist
vera. í stað þess að svara þverúð stjórn-
arinnar með óbifanlegri staðfestu og ein-
beittu fylgi, eins og kjarkmikilli og harð-
snúinni þjóð sæmdi, hafa íslendingar þeg-
ar kiknað í knjáliðunum, einmitt þá er
þeir áttu að stælast og standa sem fast-
ast í stigreipinu.
Stefnuleysi þetta og þróttleysi er þó
ekki aðallega þjóðinni að kenna í heild
sinni, heldur fulltrúasamkomu hennar, al-
þingi. Það eru einstakir þingmenn, er
hafa tekið upp hjá sjálfum sér, að hafa
fataskipti í stjórnarskrármálinu, annað-
hvort af breytingagirni og dutlungum,
til þess að vera ekki eins og aðrir, eða
þá af öðru verra, að eins til að spilla
málinu. Optast nær hefur þetta úrgangs-
lið borið fyrir sig vilja kjósenda sinna,
og slengt allri skuldinni á þá, en sann-
leikurinn hefur optast verið sá, að upp-
tökin hafa verið hjá þingmanninum, og
hann hefur svo fengið kjósendurna til
að gefaj óákveðnar yfirlýsingar, er teygja
má á ýmsa vegu. Og síðar, þá er þing-
maðurinn hefur snúizt að fullu á þingi,
neytir hann allra bragða heima í héraði
til að fá kjósendurna til að gera sömu
sveiflurn&r. Og það tekst, því miður opt
og einatt, með æsingaræðum og gauragangi,
enda er þá spilið unnið. Úrgangurinn á
þingi fjölgar svo smátt og smátt, þangað
til, ef til vill, að helmingur þingmanna
eða meir er genginn undan merkjum
þjóðarinnar, sumir harla hróðugir og her-
mannlegir, sumir hálfvolgir og sumir
hálfsmeikir og hikandi.
Það er sannarlega ekki ofsögum af
því sagt, að hugsunarháttur þingsins yfir-
Ieitt, eins og það er nú skipað, er hinn
ísjárverðasti." Fyrirlitlegt leynimakk og
hinn auðvirðilegasti undirróður á sér þar
stað í stórum stil, og fer hríðversnandi
ár frá ári, svo að ef slíku heldur fram, er
virðingu þingsins svo mikil hætta búin,
að það er eigi ósennilegt, að það missi
algerlega traust þj^ðarinnar, og að sam-
vizkusamir menn og vandir að virðingu
sinni gefl alls eigi kost á sér til þing-
setu, og er þá illa farið. Það er óhæfllegt,
ef persónulegar hvatir og eigingirni sitja
í æzta sessi á þingi og stjórna gerðum
þeirra manna, sem valdir eru til að gæta
fjár laudsins og hagsmuna þess í öllum
greinum. Allir menn eru auðvitað breysk-
ir og alstaðar er pottur brotinn, en full-
trúar þjóðarinnar hafa helgari skyldum að
gegna og eiga að setja sér hærra siðferð-