Þjóðólfur - 19.11.1897, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 19.11.1897, Blaðsíða 1
Árg. (60 arklr) koetar 4kr. KrlendjB 5 kr. — Borgist fyrir 15. jöli. Uppgögn, bnndin vií áraœét, ógild nema komi til ótgelanda fyrir 1. oktðber. ÞJÓÐÓLFUR. XLIX. árg. S.ey&jarík, töstudaginn 19. nóvember 1897. Jonas Hallgrímsson 1807—1897. Hinn 16. þ. m. voru liðnir réttir níu tugir ára frá því, að einn af endurfæð- endum íslenzka málsins og hefjendum nýs tímabils í bókmenntum vorum á ofanverðrí þessari öld fyrst sá dagsins ljós nndir bröttum hraundranga norður í Öxnadal, skáldið Jónas Hallgrímsson. Æfiskeið hans var stutt og lífskjör þessa andlega ríka gáfumanns báru einkenni auðnar og nekt- ar, báru á eér dapran biæ, líkt og bera hraunið og bröttu drangarnir kring um æskustöðvar lians. í þunglyndi og volæði dó hann úr fótmeini einmana í Kaup- mannahöfn árið 1845, enda bera kvæði hans frá síðustu árunum, eem hann lifði, vott um dimma harma og djúpa hryggð yfir einverunni og vinaleysinu. En þó að Jónasi entist ekki aidur til að ljúka af aðallífsstaríi sínu, að semja nákvæma ís- landslýsingu, sem hann hafði safnað til á ferðum sínum um allt land á árunum 1837—42, þá hefur hann samt skrifað nafn sitt andans og frelsisins gulJna letri á söguspjald þjóðar vorrar með hinum þjóðernisríka og formþýða skáldskap sín- um. Þuð sem fyrst hrífur hug vorn, er vér lesum skáldskap Jónasar, er hið ytra, fagra form, lipurðin í ijóðum lians og það, hve málið er eilíurskært. hreint og vandað. Engura af hinum ungu, áköfu og fram- takssömu útgefendum „Fjölnis" tókst að vekja þjóðina og tilfinning hennar fyrir þjóðerni sínu, sjálfstæði, og hreinu og fögru raáli, eins vel og Jónasi, ein- mitt af því að hann var skáid. Ást hans til fornaldarinnar, tilfinning hans fyrir feðranna dáð, manndóm og hreysti, hinum fornu þjóðerniseinkennum íslend- inga, vsr rík og heit, og kemur bezt fram i kvæðinu „ísland“, sem Fjölnir hóf göngu sína mcð árið 1835. Jónas hvetur í því kvæði íslands „unglinga-fjöld og fullorðnu syni“ til framkvæmda, til að hrista af sér doðann og drungann, bendir þeim á forn- aldarinnar frægð, hagsældir, frelsi og menning, svo að hjá þeim vakni andinn forni og þeir finni i sér forna kraptinn. Hann vildi eins og yngja upp aptur hinn forna skáldskap, því að „gleymd voru lýðnum landsins fornu kvæði“, og hann yrkir einnig mörg af kvæðum sínum í fornum stíl og undir fornyrðalagi. Með náttúruskáldskap sínum glæddi Jónas ást þjóðarinnar á landinu sjálfu, tilfinning hennar fyrir hinni einkennilegu og til- komumiklu náttúrufegurð þess, og enginn gat það betur en Jónas, sem bæði var náttúrufræðingur og skáld. Með „Huldu- ljóðum", „Sólsetursljóðum“ og hinum þýðu vor- og dalvísum sínum hefur hann snortið þá strengi mannlegrar tilfinningar, sem blíðastir eru og viðkvæmastir, og það er því engin furða, þó að ljóð Jónasar séu hjartfólgin þjóð vorri, því að þau eru eins og óðsöngur hennar eigin sálar. Það er alsiða í öðrum löndum að reisa látnum ágætismönnum og þjóðskáldum eitthvert heiðurs- eða minningarmark í viðurkenningar skyni fyrir starf þeirra í þarfir þjóðarinnar. Reykjavík á sem höfuð- bær landsins að verða miðbik allrar menn- ingar vorrar og andlegs lífs, og það er sómi alls landsins, að prýði hennar og vegur sé sem mestur. Á Austurvelli í miðjum bænum stendur líkneski hins heimsfræga kynlanda vors, listasmiðsins Alberts Thorvaldsen, og það ætti eigi illa við og væri bæjarprýði, að standmyndir hinna beztu manna vorra og listaskálda yrðu reistar á ferhyrningsreitunum í kring- um þennan mikla meistara. Að 10 árum Jiðnum er 100 ára fæð- ingardagur Jónasar Hallgrímssonar, og ætti þá vel við, að þjóðin sýndi honum einhvern sæmdarvott. Vil eg í því efni beina máli mínu til stúdentafélagsins liér og í Kaupmannahöfn, og skora á þau að gangast fyrir frjálsum samskotum um land allt á næstu árum, í þeim tilgangi, að skáldinu Jónasi Hallgrímssyni verði reist eitthvert alþjóðlegi minningarmark, er yrði aflijúpað á vœntanlegri 100 ára minningarhátíð skáldsins 16. nbv. 1907. Vilhj. Jönsson. Nr. 54. Dreginn á línuna. Eptir Hrólf höggvanda. Mörg og stór eru vandræði þessa lands, og þeirra á meðal verkamannaeklan. Hvar sem farið er um sveitir landsins, er viðkvæðið þetta sama: „Hér er ómögu- legt að framkvæma neitt, því vinnukrapt- inn vantar, og þann litla vinnukrapt, sem fæst, verður að kaupa svo dýru verði, að ekki reisir rönd við. Til sveita er þessi saga gömul, margra ára gömul, til sjávarins, — að minnsta kosti hér við Faxaflóa, — lítur út fyrir, að hún eigi framtíð fyrir höndum, því hingað leita ekki frá nábúalöndum vorum verkamenn og bjóða þjónustu sína, þó hér sé vsxandi eptirspurn eptir vinnulýð, heldur verðum vér að reyna að sjá oss farborða, með þann vinnuafla, sem vér höfum, og svo togast landbúnaðurinn og sjávarútvegurinn á um þá menn, sem til eru í landinu. Þegar þessi sorglegi leikur, þar sem þeir sem eiga að styðja hver annan, eru neyddir til af lögmálí nauðsynarinnar, að grafa fótfestuna hver undan hins fótum, stígur hér á Iand sending mögnuð af Kanada-stjórn, og leggst á það, sem hún sér fyrst í fjörunni, og það er — maður. — Undir þessum kringumstæðum er öll ástæða til að halda, ~^að það sé ekki til fagnaðar að flýta sér, fycir flytjendur hins vesturheimska gleðiboðskapar að hefja hér sálnaflakk, þegar alstaðar vantar menn við orf og færi, og þess mætti með réttu vænta af þjóðinni, að hún risi upp sem einn maður, og léti í ljósi maklegan við- bjóð og fyrirlitningu fyrir hverjum þeim Islendingi, málaliðsmanni erlendrar stjórn- ar, sem hér kemur 1 þeim erindagerðum, að reyna að draga burt af landinu þá fáu menn, þá fáu krapta, sem hér er á að skipa, og sem oss öllum ríður á að nota vel og skynsamlega, ef vér óskum að eiga aðra framtíð fyrir höndum, sem þjóð, en að liggja fyrir dyrum hinna ríku, þar sem hundar koma og sleikja sár vor. Hver sá maður, sem á einn eða ann- an hátt situr, eða er í undirbúningi með að setjast í brauð sinnar þjóðar, ætti að skammast sín fyrir að láta sjá sig drykk-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.