Þjóðólfur - 19.11.1897, Side 2
216
langa stnnd á almannafæri með þeim
mönnum, sem að réttu lagi ættu að vera
“óalandi“ og „óferjandi“ liér á landi.
„Vandi fylgir vegsemd hverri“, og
enginn, sem stendur prúðkembdur og moðar
harða gulí úr jötum landssjóðs, má gleyma
því, að á honum hvílir þung, siðferðisleg
ábyrgð gagnvart þjóð sinni, er gefur hon-
um auga við og við, til þess að sjá, hvort
hann rækir kunningsskap og drykkjubróð-
erni við þá menn, sem allra manna eru
óþarfastir landi voru og þjóð.
Þessir og þvílíkir eru þeir menn, sem
þjóðin á heimting á, að gangi á uudan og
sýni sér, hvernig beri að fagna hinum
vesturheimsku stjórnarsendlum. En sóma-
tilfinning íslendinga, er því miður ekki
eins mikil og húu ætti að vera — sumra
hverra.
Um langan aldur hefur landið „lumað
á“ mönnum, sem allt er lánað, nema bara
rófan, til þess að þeir gætu sómt sér í
átján hlykkjunum fyrir framan tærnar á
hverjum þeim aulabárði, sem flytur með
sér ínn í landið útleudan, óíslenzkan keim;
kröfurnar eru ekki miklar, að eins ofur-
Jítið erlent snið á skikkjunni, eptir „nýj-
ustu tízku“, og svo er allt gott.
Þessi bragð- og lyktnæmi eiginlegleiki,
og svo þorstinn eptir bjórhylli þessara
nýju manna með þessa nýju lykt. — sam-
fara þeirri óborganlegu ánægju, sem hljóm-
urinn af þeim fáu, óbjöguðu setningum á
annarlegum tungum, sem þessir vorir
unggæðingar hafa ráð á, veitir þeim, —
rýmir að öllum líkindum einnig sæti handa
hinum kanadiska línuveiðara við hvert
borð á landinu, þar sem já- og neikvæði
uppvaxandí ölþurfalinga gengur kaupum
og sölum.
Síðan, — ef svo langt kæmist, að
þessi dropasæli drykkbjóður þyrfti að
flytja opinberlega sitt fagnaðarerindi, þá
mætti vonandi sjá spendýrin hijóð og
alvarleg á innstu bekkjum, reiðubúin til
að kæfa niður allan samblástur gegn vin-
inum, en auðvitað til í að hrekja með
röknm það sem hann segir, á eptir, þeg-
ar hann er kominn heim með lestina
vestur.......
í sláttubyrjun, þegar dvölin er orðin
nógu löng á báðar hliðar, leggur sálna-
hirðirinn krók á hala sinn og hverfur inn
í landið. Á eptir honum mæna vot augu
og horfa með hryggð fram á komandi
þurkatíð. Ótal kveðjur hefur hann að
færa út ura landið, og endurminninguna
um stjörnubjört kvöld í samfélagi við
sina vini, sem hann geymir þar til að
hann kemur vestur, og getur farið að
hlæja út í vesturheimskulegum hlátrum,
virðingu sinni fyrír hinum frónska aðli.
Þó að hingað til iandsins kæmi mað-
ur, sem á ófriðartímum hefði undir þjóð-
ernisgrímu svikizt inn í herbúðir Ianda
sinna, til þess að selja þá sjáifa, konur
þeirra og börn í hendur fjandmönnunum,
skal eg ekki trúa því, að hann gæti ekki
fengið einhvern til þess að „deiia einum
með sér“.
(Meira).
Bráðabirgðarfjárlögin í yfirrétti.
Eins og margir mnnu minnast varð allmikil
rimma á pinginu 1895 um 5000 kr. fjárveitinguna
til Skúla Thoroddsens. í efri deild varð háyfir-
dómari L. E. Sveinbjörnsson fyrstur til að hreyfa
því, að samþykkt þessarar fjárveitingar mundi leiða
til þess, að stjórnin synjaði fjárlögunum staðfest-
ingar, og taldi hann það rétt. Ummæli hans um
þetta voru svo látandi (Alþt. 1895 A. bls. 465):
„Mér dettur í hug, að hér [þ. e. sem ástæða
fyrir fjárveitingunni] muni liggja annarsstaðar fisk-
ur undir steini og að meiningin sé að ljósta stjórn-
ina kinnhest, svona í kyrþey í fjárlögunum. En
væri eg stjórn, mundi eg ekki taka þegjandi við
slíkum kinnhesti. Eg get líka ímyndað mér, að
stjórnin muni í staðinn ljósta oss sjálfa annan kinn-
hest öllu óþægilegri, sem sé þann, að leggja til,
að fjárlögin fái ekki staðfestingu. Ef eg væri í
stjórnarinnar sporum, væri eg ekkert hræddur við
að svara þinginu á þennan hátt, og mér þætti
ekkert undarlegt, þótt hún gerði það“.
Engir aðrir þingmenn urðu til þess að láta
þessa skoðun svona ótvíræðilega í ljóBÍ, heldur
þvert á móti víttu hana margir, en landshöfðingi
hallaðist mjög að henni og fór eigi dult með.
Jafnvel þótt fjárveitingin tii Skúla hefði verið
ranglátari en allt, sem ranglátt er, þá gat stjórn-
in alls ekki synjað fjárlögunum staðfestingar sakir
þess, án þess að beita hróplegu gerræði, úr því að
fjárlögin voru samþykkt af þinginu með þessari
fjárveitingu. En af þvi að ástin á Skúla var þá
ekki svo brennandi hjá blaðinu „ísafold", gerði bún
sig óðara að lagskonu háyfirdómarans og landshöfð-
ingjans, og þá birtist þessi fræga grein hennar
(26. Bept. 1895): „Er löghelgað jafnrétti óhæfa?“,
grein, som alstaðar vakti hinn mesta viðbjóð og
gremju, jafnvei bæði hjá hinum römmustu fylgis-
mönnum stjórnarinnar og andstæðingum hennar.
Það eru víst einsdæmi, að nokkur einstök blaða-
grein hafi veríð jafn almennt fordæmd í almenn-
ingsálitinu, enda bar ritstj. „ísafoldar11 lengi hallt
höfuð eptir, og hefur varazt að ympra á neinu í
þá átt síðan. Maðurinn sá auðvitað, að hann hafði
gert pólitiskt axarskapt, og munu þó flestir játa,
að það sem hann hefur einu sinni smíðað, muni
vera meira en lítið bogið, ef hann sjálfur sér gall-
ana á því, og tranar því ekki optar en einu sinni
framan í almenning. En af því að Þjóðólfur vildi
ekki láta manninn grafa þetta dvergasmíði í laumi
og líkræðulaust, minnti hann lesendur sína ofur-
lítið á tilveru þess i grein um „Lagasynjanir
stjórnarinnar11 í 11. og 12. tölubl. Þjóðólfs þ. á.
Af því að þessi pólitiska grein særði svo undarlega
hinar viðkvæmu tilfinningar ísaf.-ritstj., að hann
höfðaði mál út af henni, verður hér birtur í heild
sinni allur síðasti kafli hennar, til þess að menn sjái,
hvað það var, sem ritstjórinn tók til sin, og dæmt
hefur verið. — Þá er rakið hafði verið synda-
registur landstjórnarinnar í lagasynjunum, segir
svo í blaðinu (Þjóðólfur 12 marz þ. á. 12. tölubl.
bls. 46);
„Það liggur í augum uppi, að meðan þessi
stjórn situr við stýrið, ætlar hún sjer að knésetja
oss sem óvita börn, og fetar Rump að því leyti í
fótspor Nellemanns fyrirrennara síns. Envérverð-
um að setja hart á móti hörðu og eigi bugast
láta. Yér verðum að beita kröptum vorum gagn-
vart stjórninni einmitt á því sviði, er hún treyst-
ir sér ekki tii að beita ofurvaidi sínu, en það er
í fjárlögunum. Vér eigum að gera þau sem alira
víðtækust, að unnt er, því að þá má mörgu koma
þar að, er vér getum eigi fengið framgengt á
annan hátt, að minnsta kosti öllu, sem stendur í
einhverju sambandi við fjárveitingu eða fjárframlög
til þjóðþrifa, og er þá mikið unnið. Og hvað
bráðabirgðarfjárlög snertir, þá mun stjórnin hvorki
þora að beita þeim, né nokkurt íslenzkt blað fram-
ar dirfast að eggja hana á það. Landráðapólitík
stjórnarblaðsins, sem mörgum mun í ferskn minni
síðan í hitt eð fyrra, var óþokkalegur draugur, er
snöggvast gægðist upp i birtuna, lengst neðan úr
Djúpadal, en var að vörmu spori svo gersamlega
kveðinn niðnr, að sá Vondi sjálfur gleypti hann
með hftð og hári, og muu trauðla vilja senda þann
pilt úr sér aptur upp í dagsljósið. Háskalegra
heimskuflan hefur sjaldan nokkurt blað áipazt út í.
Eða hvað er ódrengilogra, og svivirðilegra, en að
spana útlent drottnunarvald til að f'ótumtroða helg-
ustu réttindi umkomulítillar þjóðar ? Því niðings-
bragði ætti enginn sannur ÍBlendingur nokkru sinui
að gieyma, því það á að geymast í sögunni sem ó-
afmáaniegur, biksvartur blettur á pólitískum skildi
hlutaðeiganda, honum til ævarandi Bmánar, en öðrum
til viðvörunar11.
„Fallega sagt og sannmæli" sögðu margir um
þessa grein. En það var síðasti hluti þessa kafla
frá orðunum „Landráðapðlitik“ . . ., er ísaf.-ritstj.
þótti íreklega móðgandi fyrir sig, þótt hann sjálf-
ur væri hvergi nefndur með nafni, en áherzlan
eingöngu lögð á hina pólitinku framkomu blaðsins
í þessu máli, talað um blett á hinum pólitiska
skildi o. s. frv. En samt sem áður hefur yflrrétt-
urinn í þetta skipti orðið samdóma undirdómaran-
um um, að þetta ætti við ritstj. Isafoldar persónu-
lega (!!) og metið það 80 kr. virði, en eigi vill
yfirrétturinn dæma neitt um, hvort sú stefna sé
rétt, sem haldið hafi verið fram í fyrgreindri
ísafoldar-grein 26. sept. 1895, sem þó er hinn eini
grundvöllur þessa máls. Það var nú líka eins gott
að láta það liggja á milli hluta. Getur vel verið,
að háyfirdómarinn sé nú ekki jafnfullkomlega sann-
færður um réttmæti þessarar skoðunar, eins og
hanu var í hitt eð fyrra, enda þótt dómurinn félli
svona. Það er auðvitað hvorki meining dómar-
anna, né nokkurs manns með heilbrigðri skyn-
semi, að það sé fagurt eða eptirbreytnisvert af ís-
lonzku blaði eða íslenzkum blaðstjóra, að ráða er-
lendri stjórn til að beita því vopni, sem háskaleg-
ast er allra vopna i höndum ofurvaldB. Það er
sjálfsögð og helg skylda að vita slikt háttalag
harðlega og hlífðarlaust, einkum þá er á því bólar
hjá þeim, er þykjast vera leiðtogar þjóðarinnar.
En þvi er nú einu sinni svo varið, að sannleikur-