Þjóðólfur - 30.11.1897, Blaðsíða 3
225
Fjársalan til Frakklands og Belgíu,
er þeir ZöIIner & Vídalín kafa stað-
ið iyrir, hefur að aögn gengið afarilla, og
verða víst sauðaeigendur fyrir stórtjóni
af þeirri sölu. Mun því eigi tiltök, að
hugsa um markað á ísleiizku fé í þeim
löndam eptirleiðis. Eiaum sauðfjárfarm
eða ineiru, var slátrað í höfn á Englandi
(Liverpool), og hafði sala kjötsins þar
gengið allvel að sagt cr.
Um þingrof heyrist hvorkí stun né
hósti frá stjórninni, og er því áreiðanlegt,
að eigi varðar þing að sumri. En þingið
getur orðið leyst upp og boðað til nýrra
kosidnga, t. d. að vori komandi, og þá
kcmur hið nýkosna alþing saman 1899,
því að þá er konungur leysir upp alþingi
samkv. 8. gr. stjómarskrárinnar, á að stefaa
því sarnan næsta ár eptir að það er ieyst
upp. Ef konungur leysir upp þingið að
Vori, fara nýjar kosningar fram áður en
2 mánuðir oru liðnir trá þingrofinu, en
aukaþing verður þá ekkert það ár, heldur
reglulegt alþingi 1899, skipað nýjum
mönnum. Eu hvort nýjar kosningar fara
fraín næsta ár, er harla óvíst. Dr. Val-
týr rær auðvitað að því öllum árum, og
hann hefði helzt viljað láta rjúfa þingið
nú þegar, og kosningar fara fram um há-
vetur, til þess að íá þing að sumri, en
það heíur eigi tekizt, og er það leitt í
sjálfu sér, því að það væri nógu fróðlegt
að víta sem fyrst, hversu mörg kjördæmi
landsius láta leiða sig á bekk með dokt-
ornum, og rétta honum hjálparhönd til
þess að kippa valdinu úr landinu út yfir
pollinn.
Embættaveitingar. Húnavatnssýsla
er veitt settum sýslumanni þar Oísla
Isleifssyni frá 1. þ. m. og Skagafjarðar-
sýsla einnig frá s. d. settum sýslumanni
þar Eggert Briem.
Gfufnskipaferðir 1898 verða alls 18
á árinu raillum Kaupm.hafnar og íslands,
samkvæmt ferðaáætlun, er nú kom með
póstskipinu frá hinu sameinaða gufuskipa-
félagi... Skipiu verða 3 í förum, „Laura“,
„Thyra“ og „Vesta“, og ennfremur eitt-
hvert aukaskip eina ferð. Að eins í 2 bein-
nm ferðum milli Kaupm.hafnar 0g Reykja-
vikur koma' skipin eigi við á Færeyjum,
og eigi heldur í 2 strandferðum frá Kaup-
manuahöfn til Austurlandsins. Það eru
því 14 ferðir, sem Færeyingarnir fá, svo
að þeir eru ekki afskiptir. Komudagar
skipanna í Reykjavík eru 28. janúar, 17.
marz, 28. marz (strandferð), 26. apríl, 5.
maí, 1. júní (strandferð), 6. júni, 29. júní
(strandferð, 3. júlí, 20. júlí, 25. júlí
(strandferð, 6. ágúat, 28. ágúst, 20. sept.,
8. okt. (strandferð), 9. okt., 31. okt. (strand-
ferð), 26. nóv. Strandferðir verða því 6
frá Kanpm.höfn til Austurlandsina og norð-
ur um land til Reykjavíkur, en 7 frá
Reykjavík vestur og norður um iand
(burtfarardagar frá Rvik 4. apríi, 5. júní,
2. júlí, 30. júlí, 13. ágúst, 31. ágúst og
15. okt.). Auk þess eru 5 ferðir frá
Reykjavík til ísafjarðar og hafua á Vest-
uriandi, hin fyrsta 2. febr. (í miðsvetrar-
ferðinni) og hin siðasta 12. okt
Gufuskipið „Merkur“ kom hingað af
Vestfjörðam í fyrra dag.
Fjárlögin 1898 og 1899 eru nú sam-
þykkt af konungi.
Ádrepa
til biaðamanna og þingmanna.
(Bréfhafli úr Dalasýslu 3. nóv.).
Eg hlakka æfinlega til að fá blöðin, en þó eink-
um um þingtímann, því að eg hngsa dálítið nm
stjðrnarskrármálið o. fl. landsmál, og það gera iíka
fjölda margir aðrir alþýðumenn, sem ég þekki, þótt
þið blaðstjórarnir haldið og Begið í blöðunutn, að
alþýðan sé hugsunarlaus og viljalaus bæði í stjðrn-
arskrármólinu og öðrum velferðarmálum landsins.
Detta segið þið undantekningarlaust. Og fyrir
þenuan dðm ykkar, þennan lygaþvætting, viijið
þið svo hafa peninga hjá alþýðn, og fáið þá — því
miður. Það er ekki spánnýtt, þótt tilfinningar al-
þýðu séu særðar; það er farið með alþýðu rnanna,
eins og væri hún tilfinningarlaus hlutur. Það
sanna er, að alþýðan verður að hafa allt, sem á
hanaerlagt; það er sú mara, sem á henni liggur að
eilífu. Hvaðgeturalþýðangertílandsmálum annaðen
trúað fnlltrúum sínum—þingmönnunum — til þess að
flytja þau mál, sem þeir á þingmálafundum og
kjörfundum lofa hátíðlega að flytja og mæla með?
Það vantar ekki, að þessir fulltrúar tali fagurt á
nefndum fundum og lofi öllu fögru, en efna það
sem þeir lofa opt miður, sumir hverjir, þegar á al-
þing er komið. Þá fara þeir með málin alveg
eptir eigin vild, og segja svo, að það sé vilji og ósk
alþýðunnar — kjðsenda sinna —, þð það sé þvert
á móti hennar vilja. Þetta er hægt að sanna.
Alþýðumenn vita ofurvel, að þessu er þannig var-
ið, en þegja af þvi, að allur fjöldinn er ekki nógu
ritfær til þess að andæfa þessum ðsóma. Það voru
einhverjir á þingi í sumar, er sögðn, að það væri
vilji alþýðunnar, að Valtýs-frumvarpið væri sam-
þykkt. Þð hafði enginn lifandi maður heyrt þessa
frumvarps getið fyrir þing. — Að því er stjórnar-
skrárharáttuna snertir, er þetta siðasta alþingi eitt-
hvert hið versta, er haldið hetur verið. Menn eru
hér almennt ákaflega óánægðir með gerðir þings-
ins, einkum i stjórnarskrármálinu.
Blöðin hér á landi eru orðin alit of mörg, svo
að það nær engri átt, að þau geti þrifizt öll hjá
oss, fátækri og fámennri þjóð. Þessi nýjustu blöð
ætti helzt enginn maður at kaupa, þvi að þau taka
ekki hinum eldri fram.
* * *
Ádrepa þessi, sem rituð er af greindum aiþýðu-
manni, er svo harðvítuglega skrifuð og hispurslaus,
að vér hikum oss ekki við að birta hana, enda
j þótt hún sé dálítið ósanngjörn í garð blaðanna.
Satt er það að visu, að hlöðin neyðast opt til að
víkja harðari orðum að alþýðu manaa yfirloitt,
| heldur en hún ef til vill á skilið. Þá er talað er
um doyfð og áhugaleysi alþýðunnar, t. d. í almenn-
nm málum, þá er það meðíram gert til að knýja
hana til frekari umhugsunar, fá haaa til að hrista
af sér mékið og drungann, svo að hún láti eitt-
hvað á sér bera, verði skarpari á skeiðinu en hún
er, því að ekki tjáir að neita því, að betur mætti
ef vel væri. „Hvern drottinn elskar, þann agar
hann“, og þótt oss komi ekki til hugar, að bera
blaðamennina saman við guð almáttugan, þá mun
það vera aðaltilgangur allra samvizkummra biaða-
manna með ádeilugreinum sínum, að iaga þær
misfellur, er hvarvetna eiga sér stað meðal allra
stétta, eigi síður á Islandi en annarsstaðar. En því
verður ekki neitað, að það má skrifa svo kulda-
lega og hrottalega, að særðar séu tilfinningar
manna ófyrirsynju með öfgum og rangsleitni eða
lognum dæinum, en slíkan rithátt er greindum al-
þýðumönnum ætlandi að skilja rétt, og geta gert
| greinarmun á því, hvort ritað or af ilivilja að eins
til að smána, eða af vandlætingasemi og góðum
hvötum, að eins til að brýna fólkið til meiri áhuga,
dugnaðar og drengskapar. En höf. sker ailt niður
við sama trogið, og kaUar það blátt áfrarn „lyga-
þvætting“, er biöðin segja um áhugaleysi alþýð-
unnar i stjérnarskrármálinu o. fl. Hann er ekk-
ert að klipa utan aí því, kari sá. Betur, að satt
væri það, sem hann segir, þvi að vér vildum
gjarnan ðska, að áhugi mauna í stjórnarskrár-
rnálinu og öðrum málum væri jafn brennandi al-
mennt, eins og hann gefur í skyn. En þvi er nú
ver og miður, að svo muu eigi. En það er auð-
heyrt, að höfundurinn er áhugamaður raikiU í
landsmálum, því að annars muudi hann eigi skrifa
svona djarft. Hins vegar hefnr hann alveg rétt
að mæla í því, að þingmenn gátu ekki vitnað
til viija alþýðunnar, að því er snerti Yaitýs-
frumvarpið í sumar, og trúað getum vér því, að
Valtýskan hafi ekki fylgi manna, hvorki í Dölum
vestra né annarsstaðar.
Ritfærir alþýðumenn hér á landi ættn að birta
skoðanir sinar í blöðunum optar en þeir gera. Það
er engin ástæða fyrir þá til að satja ljós sitt
undir mælikor, ef þeir hafa eitthvað að segja, sem
getur orðið öðrum til upphvatniugai og eptir-
hreytni. Þjóðólfnr er að minnsta kosti ekki svo ö-
frjáislyndur, að hann visi öllu á bug, sem hefur
eitthvert „alþýðlegt snið“ á sér, þvi að hann
ann hverri djarfmannlegri hugsun, hvaðan sem
hún er sprottin, og virðir góðan vilja og einiægan
áhuga, þótt haun sjái, að kraptarnir samsvari eigi
fullkomlega viljanum. Ritstj.
Harðfiskur, saltfiskur og
allskonar tros
fæst í yerzlun
Sturlu Jónssonar.
D'aríl allskonar nýkominn í
vcrzlun Sturlu Jónssonar.