Þjóðólfur - 10.12.1897, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.12.1897, Blaðsíða 2
232 Eg víld’ eg væri sðlin, er”signir þann tind, þö sigrí aldrei frost hans og gnauðandi vind. Eg vild’ eg væri særinn, er svæfir þann strmim og syngur um hans frægð gegnum aldanna draum. Pað er einnig fleira, sem skáldið hefur skapað sjálft, þannig IX. kvæðið, er hann lætur Ásdísi, móður Grettis, hrökkva af blundi víð það, að hún heyrir hljóð Gfáms, er þeir Grettir eigast við. Hún gengur þá til kirkju með hinn unga Illuga og biður þar heita móðurbæn fyrir Gretti, og býður guði barnið sem sigurgjöf. (Niðurl. næst). V. J. Stúdentapólitikin. Það var svo sem auðvitað, að hinum virðuiega öldungi Yaltýssiana, ritstj. „ísa- foldar“, mundi gremjast það, að hinir ungu íslendingar í Kaupmannahöfn og þeir eldri með, nær í einu hljóði, snerust gegu ástfóstri Bjarnar: ráðgjafanum með íslenzka máiið en danska blóðið, og það var líka eiíthvað þeflíkt öllum anda „ísa- foldar“, að vilja lítilsvirða og draga dár að hinum unga nemendalýð í Höfu fyrir það, að þeir væru að hugsa og skipta sér af lands- ins málum, þeir væru að ímynda sér að vera leiðtogar þjóðarinnar. Það sýnir bezt apturhaidsstefnu þessa blaðs, sem hefur svo sorgleg áhrif á hina uppvaxandi kynslóð, að vilja sporna við öllu ungu og nýju lífi. Það er hið rótgróna hatur seiniáta gamalmennisins á öllum hreyfing- um í framfara- og frelsisáttina, sem óttast og um leið lítilsvirðir æskunnar frjálsa og einarða vilja og stálsetta þor, sem ekki verður alténd stungið undir stól eða graf- ið í tómlátu hýði. Það muu hafa meiri þýðingu en öldungurinn hyggur, þessi pólitiski áhugi unga lýðsins í Höfn, þessi „stúdenta-ólæti“ (!!), er hann svo kallar. Margir þeirra eiga ekki langt í land, áð- ur en þeir einmitt eiga að verða leiðtogar þjóðar sinnar í ýmsum greinum, og flestir verða þeir með tímanum ráðandi menn í hé iði, og sumir máské blaðstjórar, og þá vonandi eitthvað meira í framfaraáttina en Foldar-stjórinn. Það má vænta þess, að einhverjir þeirra missí ekki ungdóms- ins og frjálsandans eilífa eld, þó að sumir hafi brugðizt í þeim efuuin. — Öll fram- koma stúdentanna íslenzku i Höfn er gleði- legur vottur þess, að áhugi á málum þjóð- arinnar, andlegt líf og manndómsins hugs- andi kraptur sé að festa betri rætur þar í dönsku landi, en hjá félögum þeirra hér heima, enda er það víst, að menu sem lifa fjarri fósturjörð sinni og bera góðan hug til hennar, sjá opt glöggar og skýr- ar, Ijósar og alúðlegar, hvað hana vanhag- ar, svo og líka hvað henni er fyrir beztu. Nem. Valtýsmessa. Eins og menn vita, eru fjölda margir dagar í árinu kenndir við ýmsa dýrlinga, bæði postula og aðrar kristilegar hetjur, er opt liðu píslarvættisdauða fyrir sann- færing sína, eða þá við einhver merkileg atvik í sögu kirkjunnar. Þessir dagar eru kallaðir’ „messur“, og snmir þeirra voru áður haldnir hátíðlegir, með mikilli viðhöfn, en nú er farið að fyrnast yfir þessi nöfn, og örsjaldan notuð í daglegu tali, nema að eins örfáar, t. d. „Kross- messa“ og „Jónsmessa“. Það er því að eins í almanakinu, sem nöfn þessi lifa enn. Optast munu inessudagar þessir hafa verið miðaðir við þann mánaðardag, er hlutaðeigandi dýrlingur eða píslar- vottur ieið burt af heimi þessum, og var þá dagurinn jafnframt skoðaður sem fæð- ingardagnr dýrlingsins til annars lífs. í nóvembermánuði, sem þó er alls ekki hinn fjölskrúðugasti messudaga mánuður, eru alls 9 messur: Allra heilagra messa, Allra sálna messa, Marteinsmessa, Maríu- messa, Cecilíumessa, Kleœensmessa, Kat- rínarmessa, Konráðsmessa og Andrésar- messa. Engin þessara messna fellur á vikuna 3.—10. nóvember. Þar er þá autt skarð fyrir minningu einhvers dýrlings eða merkisatviks. En það vill svo ve! til, að 6. nóvember, það er dagur, sem ís- lenzka þjóðin ætti lengi að minnast, því að þá fæddist dr. Valtýr Guðmundsson til nýs lífs, þ. e. hann varpaði;þáaf sérgamla manninum, lagði alla íslenzku kúltúrsög- una á hylluna, og jarðaði alJan gamla haminn í danskri mold, en spratt upp aptur sem næfurþunnur og fisléttur póli- tikus, er hljóp á allt er fyrir varð, því að andinn hafði skyndilega komið yfir hann, og hrifið hann með sér. Hann hafði fengið „opinberun“, og hann hlýddi kallinu. En hvernig vitruninni var hátt- að, ber mönnum eigi saman um. Þó segja fiestir svo, að doktornum hafi þótt koma til’sín maður í gullrenndum buxum, með guliborðalagða húfu, og svo glitrandi axla- skúfa, að varla mátti í móti sjá fyrir geislabirtu, og sá maður hafi mælt við doktorinn: „Þessi dýrðlegi búningur skal þér hlotnast, ef þú hættir þessu kúltúr- sögukáki, sem þú hingað tii hefur verið að fást við, og snýr þér að pólitíkinni íslenzku, með því að hjálpa náunganum þar norður frá um nokkrar pólitískar skrúfur og meinlokur, sem eg veit, að huldar liggja í höfði þínu, og mæli eg það um, að þér takist að bólusetja allmarga forkólfa lýðsins og frelsispostula, með þessu efni, svo að þeir verði sjálfum þér líkir, og sýkist af pólitískri gulu. Mun þá allt komast á ringulreið, og dönsku alríkis- heildinni vera borgið. En þú fær bólusetnlng- arlaun þau, er eg hef heitið, því að þú ert maður eptir míuu hjarta“, Þessa vitrun segja fróðir ineun, að bor- ið hafi fyrir doktorinn aðfaranóttina 6. nóvember 1893, og þann dag hafl hann fyrst heitið á fulitingi Steinars Eyjajaris, Brodda hins auðga og anuara höfðingja, danskra og íslenzkra, og er kunnugt orð- ið, að eigi voru þær hurðir til eiuskis knúðar. Nú hagaði forsjónin því einhvern- vegin svo dásamlega, að eiumitt 6. nóv. 1895 hélt doktorinn póiitískan fyrirlestur í hinu hágöfuga Lögfræðingaféiagi. Var þá talsvert tekið að þroskast hið andlega fóstur, er doktorinn hafði orðið hafandi að 2 árum áður í sama mund. En SVO er hið merkilegasta eptir, að einmitt 2 árum síðar, 6. nóvember 1897 heldur doktoxinn annan fyrirlestur í Stúdenta- samkundunni dönsku. Eins og eðliiegt var, hefur „ísafold“ þótt þetta svo undur- samlega tilhagað at forsjóninni, að hún getur ekki stillt sig um í fundarskýrslu sinni, að taka skýrt fram, að þessi síðari fyrirlestur hafi einmitt verið haldinu sama daginn, sem hinn fyrri fyrir 2 árum(!!). Hún skoðar þetta auðsjáanlega, ;sem veru- legan íyrirboða annars meira, og vott um sérstaka haudleiðslu á doktornum, sér einhvern æðri fingur þar í spilinu með þennan mann, einhverja æðri stjórn, en alls eigi tilviijun- Og þessu er víst svo varið. Að vísu er eg ekki hjátrúarfullur, og enginn forlagatrúarmaður, en þá er eg las þetta i „ísafold“, og fór að hugsa betur um þetta allt saman hjá doktornum, hvernig hríðirnar eru reglubundnar, ein- mitt með 2 ara milíibili, þá er eg orðinn fulltrúa um, að 6. nóvember 1899 varða einhver stórkostleg umbrot í lífi doktorsias. Anuaðhvort verður þá fóstrið alfætt, og doktoriun klæddur akínandi kiæðum, er glitra í öllam regnbogans litum, eða hann verður þá kominn að mestu leyti fyrir kattarnef, sem pólitisk stærð, eu 6. nóv. 1901 verður þó líklega etu meikilegri, því að þá hlýtur að sjást til fulls, hvar doktorinn er niðurkominn, og hvort „opin-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.