Þjóðólfur - 28.01.1898, Síða 1

Þjóðólfur - 28.01.1898, Síða 1
Þ JOÐOLFUR. Nýir kaupendur að 50. árgangi Þjóðólfs 1898 gefi sig fram sem fyrst. Með því að Þjóðólfur er nú töluvert meira en þriðjungi stærri en fyr og þó með sama verði, þá er hann nú eptir stærð eitthvert ódýrasta blað landsins. Þjóðólfur flytur nú mjög skemmtilegar neðanmálssögur optast nær í hverju blaði, ýmsan innlendan og útlendan fróðleik, ná- kvæmar fréttir og yfir höfuð miklu fjölbreyti- legra efni en íyr, sakir stærðarinnar. Eptir því, hversu Þjóðólfur var vinsæll í gamla gerfinu, ætti hann að verða það miklu fremur í hinu nýja. Þér ungu, uppvaxandi menn, sem eigið að verða rjómi þjóðarinnar, reynið, hversu yður geðjast að Þjóðólfi, og skrifið í hann um málefni, sem yður er annt um. En eng- in þægð er honum í fólki, sem kaupir hann að nafninu en borgar ekki.l Hann vill hafa hrein og glögg viðskipti, en veitir þó öllum góðum mönnum gjaldfrest með á- nægju. Kaupið því Þjóðólf á þessu hálfrar aldar afmæli hans. Reykjavíkurbær fyr og síðar. I. Aldamót — Þungamið landsins — Kaupmanna- stéttín — Markaður í landinu. Hin hraðfara sól aldarinnar er að síga til viðar í hinar v'ongrænu öldur tímans, og eins og hver framgjörn mannssál á hverjum áramótum lítur yfir liðna æfi og hyggst að láta meira til sín taka á ókomnu framtíðar- árunum, eins má Reykjavíkurbær á hverjum aldarnotum horfa yfir hið liðna líf og hugsa sem framgjarn unglingur um, hve skammt hann er kominn á leið að fullnaðartakmark- inu, hve margt það enn er, sem hann á ekki aðeins að þrá heldur einnig að ná á fram- tíðar ókomnum öldum. -— Hélukaldan haust- morgun, er hin lága, gullrauða sól brauzt fram hr þokuslæðunni og stráði logageislum úr eldauga sínu út yfir grænan völlinn, minntist eg þess, hve sól bæjarlífsin^ og menntaandans væri enn lág á lopti hjá okk- ur og yllítil, hve langt væri til sumarsins og hins ilmandi vorgróða bæjarfclagsins. — En hvað eru samt ekki framfarirnar orðnar á þessari öld í Reykjavíknrbæ! Fyrst það, að nú finna menn það ljóst, hvar þunganuð andlegra og verklegra strauma í landinu á að vera, — menntastofnanirnar, allar æztu skrifstofurnar, bankinn, sem hefur hleypt svo miklu fjöri í allt viðskiptalíf manna, söfnin og verksmiðjurnar, þegar þær koma. Hver er elzta stétt Reykjavíkurbæjar? Það er kaupmannastéttin, því að á fyrri hluta þessarar aldar voru bæjarmenn, að því er Espólín segir, nær allir „kramarar". en em- bættismennirnir: stiptamtmaður, landlæknir, biskup og prestur, bjuggu lengi fram eptir' öldinni fyrir utan bæinn. En hvað kemur til, að þessi elzta stétt bæjarins hefur svo lítið látið til sín taka, til að lypta og hefja Reykjavíkurbæ fram á braut framfaranna? .Ekkert annað en það, að hún hefur ekki verið íslenzk lengst af, heldur útlend, oghef- ur ekki haft neinn hug eða vilja áaðstyrkja og efla þennan bæ eða framfarir þessa lands. En á síðari árum hefur sézt vísir hinna komandi nýju aldar hjá þessari stétt sem öðrum. Innlendir kaupmenn hafa risið upp. íslenzkir í anda, er hafa opnað fólgnar auðs- uppsprettur fyrir landsmönnum og yngt upp gamla atvinnuvegi með þilskipaútveginum, og nýja öldin á að færa oss nýja, öfluga innlenda kaupmannastétt, er þykir sómi að efla framfarafyrirtæki í landinu, eins og á sér stað í öðrum löndum. Þegar svo fréttaþráðurinn margþráði loks verður lagður, fá kaupmenn hér jafn- fljótt og nákvæmt skeyti um markaði og vöruverð, sem aðrir úti í heimi, og þá ætti svo mikið líf og fjör að færast í alla verzl- un og viðskipti, að kaupmannastéttin ætti að sjá sér fært, að reisa sérsamkunduhús.'henni samboðið og bænum til vegs og eflingar. — Það væri ef til vill heldur ekki óhugsandi, að vér með tímanum gætum náð Fsvo miklu af öllu því ógrynni af fiski, semjsær- inn við strcndur landsins hefur ætlað okkur sjálfum, en ekki útlendum ræningjum, að nokkurskonar fiskmarkaður gæti myndazt í landinu sjálfu, ef meðferð ogverkun á fiskin- um yrði vönduð betur en hjá óðrum þjóðum. Og hvar yrði þá sá markaður? Ekki ólík- legt, að hann yrði á hinu framtíðarvænlega undirþorpi höfuðstaðarins, á hinu fisksæla Sel- tjarnarnesi, þar sem tápmiklir útvegsbændur eru nú óðum að fjölga þilskipum sínum og með tímanum munu kunna að meta að verð- leikum yfirburði gufuaflsins bæði á sjó og landi. Um verklegar æfingar í stýrimannafræði. í 2. tölublaði ísafoldar þ. á. er grein um þilskipaútgerðina, og er þess þar 'getið, að einn eða fleiri af útgerðarmönnum hafi álas- að skipstjcrum fyrir'vanhirðingu og sóðaskap á skipum. En ekki er þar bent á neitt ráð til að bæta úr þessu. Spursmálið er: Af hverjum eiga menn að læra þrifnað og hirð- ingu, fyrst enginn er til, sem getur kennt það? Hingað til hafa skipstjóraefni eigi átt kost á, að fá æfingu í því né öðru, er að praktiskri sjómennsku lýtur undir tilsögn og leiðbeiningu neins, sem trygging væri fyrir að fær væri um, að kenna slíkt, og ef þess er gætt, er það mesta furða, að skipin skuli ekki vera ver hirt en þau eru, og bendir það á, að íslendingar eru efni í góða sjó- menn og mundu verða það, ef þeir fengju þá þekkingu og æfingu, sem þörf er á. Eins og kunnugt er, fá þeir, sem ganga á stýrimannaskólann eigi þá verklegu þekk- ingu, sem útheimtist um borð á skipi. Að veita slíka þekkingu liggur fyrir utan verk- svið stýrimannaskólans, enda væri eigi unnt að koma því þar við. Ætlunarverk hans er að eins að veita þeim, er á hann ganga bók- lega þekkingu, sem þörf er á; en það erekki nóg. Hin verklega þekking er engu minna áríðandi, en sú bóklega, en eins og nú er og verið hefur, er þess eigi kostur, að fá verklega fræðslu og æfingu nema hjá hin- um og þessum, sem engin trygging og opt litlar líkur eru til, að geti veittþátilsögn í þeim efnum, sem þörf er á. Vér þurfum að fá verklega menntaða skipstjóra og stýrimenn; því meir sem slcipin fjölga, því meir ríður á, að völ sé á góðum yfirmönnum og vel upp- fræddum eigi síður í verklegum, en bókleg- um efnum. Leiðin til þess, er sú ein, að veita skipstjóraefnum kost á verklegri fræðslú, jafnhliða þeirri bóklegu fræðslu, er þeir njóta. Til þess er einaráðið, að haldið sé úti skipi til æfinga fyrir skipstjóraefni eða verkleg kennsla sett á stofn fyrir þá á landi, eða helzt hvorttveggja. Alþingi ætti að leggja fram fé til að kosta þessa kennslu, útgerðarmenn ættu að gangast fyrir því, að sjómannastéttin í heild sinni sendi alþingi áskorun um, að sinna þessu bráðnauðsynlcga velferðarmáli hennar. Öll- um sem tækju próf við stýrimannaskólann eptir að þessi kennsla væri komin á stofn, ætti svo að vera gert að skyldu, að sækja hána um ákveðinn tíma, hvort sem hún færi fram á skipi, eða á skóla á landi, áður en þeir gætu verið stýrimenn eða skipstjórar. Ymislegt gætu útgerðarmenn gert til þess, að bæta úr verklegri vankunnáttu skip- stjóraefna sinna, þótt eigi fengist strax fé það, sem æskilegt er, til að koma hinni um- ræddu kennslu á stofn. A hverju hausti er reiða, blokkum og öðrum áhöldum á hverju skipi meira og minna ábótavant; og kæmi það sér að góðu, ef allt þetta væri í standi, eins og seglin, þegar leggja ætti út á vetrum. 50. árg. Reykjavík, föstudaginn 28. janúar 1898. Nr. 5.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.