Þjóðólfur


Þjóðólfur - 28.01.1898, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 28.01.1898, Qupperneq 4
20 um, en óverublotar þess á milli. Er nú mesta harðindatíð til sveita. Leikfélag bæjarins hefur nú byrjað á 2 nýj- um sjónleikjum. Annar þeirra: y>Sagi upp vist- inni'i, eptir Carl Möller, var leikinn hér fyrir skömmu af danska leikendaflokknum, er hér var. Hinn leikurinn: »Aprílsnarrarnir« eptir J. L. Heiberg, hefur ekki verið leikinn hér síðan um 1880. „Hið íslenzka kvennfélag'' hélt 4 ára afmæl- isfund sinn í fyrra kveld (26. þ. m.) Þar talaði skáldið Steingrímur Thorsteinsson um þjóðkvæði („Folkepoesi") miðaldanna hér á Norðurlöndum, ’ einkum í Danmörku og lýsti snilldariega helztu einkennum þessa skáldskapar, er hefði svo mikla fegurð að geyma, svo mikinn .hugfangandi töfra- krapt, þar sem hann væri beztur, að hann hefði sömu áhrif á mann, eins og sjálf skoðun náttúru- fegurðarinnar, með þvl að hann væri eins og nátt- úran sjálf, óbrotinn og látlaus í framkomu, en göfugur og tignarlegur í eðli sínu. Að síðustulas hann upp nokkur kvæði, þar á meðal „Stjúpmóð- urkvæði“ og „Axel og Yalborg". Yar gerður að því hinn bezti rómur. Þar skemmti og söngflokk- ur með því að syngja nokkur lög, þar á meðal lagið við hið alkunna Lóreleikvæði Heines, er Steingr. Thorsteinsson hefur þýtt („Eg veit ei aí hverskonar völdum“). Að síðustu voru nokkur félagsmál rædd. Eorseti félagsins, Þorbjörg ljós- móðir Sveinsdóttir, er mest og bezt gekkst fyrir stofnun þessa félagsskapar, fór nokkrum orðum um þýðingu hans, og hvert markmið hans ætti að vera, þótti áhuginn í félaginu eigi nógu vak- andi eða jafnfjörmikill, sem í fyrstu, en kvaðst vona, að úr því rættist. Eitthvað á 2. hundrað félagskonur sóttu fund þennan. Davíð Östlund, sjöunda dags adventistinn norski, er nú dvclur hér, prédikar optast nær á hverjum sunnudegi í Good-Templarahúsinu, og þykir bezti ræðumaður, enda þyrpist fólk til að hlusta á hann. Hr. Östlund hefur lært íslenzku furðu vel á örstuttum tima. Hann er ungur mað- ur, vel menntaður, snyrtimaður í framgöngu og býður af sér hinn bezta þokka. Væri kenning hans ekki jafn óaðgengileg og undarleg, eins og hún er, mundu einmitt slíkir menn, sem hr. Öst- lund geta verið fengsælir í sálnaveiðum. Dr. J. Jónassen landlæknir hefur samið skýrslu um heilbrigði manna á Islandi árið 1896, eptir skýrslum læknanna og er hún prentuð í stjórnar- tíðindunum deildinni C. Er ætlazt til, að slík að- alskýrsla verði birt árlega. Arsskýrslur lækna voru áður sendar heiibrigðisráðinu í Kaupm.höfn, frá því í byrjun þessarar aldar, en landlæknirinn hefur komið því til leiðar, að þær hafa nú verið sendar hingað, til varðveizlu í skjalasafni land- læknis. Skýrsla sú, sem nú hefur verið prehtuð, er stutt, en gagnorð og fróðleg að mörgu leyti, en eptirleiðis munu þessar skýrslur eiga að verða fyllri og nákvæmari, og getur þá orðið I’margt á þeirn að græða, áhrærandi heilbrigðisástandj lands- manna. - Dálítið kátlega er komizt að orði á einum stað (í skýrslu frá Fr. Zeuthen). Þar seg- ir : „Skot lenti í Stöðvarfirði framan á brjðst og hol“, og síðan er sagt, að hann(!l) hafi spýtt fyrst blóði nokkrum sinnum o. s. frv. Hér hefur auð- vitað fallið úr orð, en það getur stundum breytt setningunum broslega og ónotalega, eins og þarna. Nýdáinn er hér i bænum gamall bóndi, Bjarni Oddsson í Garðhúsum,bróðir samfeðra Jóns Odds- sonar fyrv. hafnsögumanns í Dúkskoti, föður þeirra frú Guðrúnar Wathne og frú Asdísar Wathne. Verz I u n W. Christensens selur beztu tegund Jarðepla (Kartöflur). Lauk. Citronur. Niðursoðin matvæli ýmiskonar, Allar nauðsynjavörur. Ostur fæst einnig af mörgum tegundum. Spegipulsa ágæt, tvsér tegundir Jarðræktarfélag Reykjavíkur. heldur ársfund sinn laugardaginn 29. janúar / kl. 5. e. h. í leikfimishúsi barnaskólans. Reykjavík 27. janúar 1898. Þórhallur Bjarnarson. Frímerki. Munið eptir, að enginn gefur meira fyr- ir íslenzk frímerki en Ólafur Sveinsson gullsmiður, Rvík. Um leið og eg" þakka mínum heiðruðu skiptavinum, sem þegar hafa greitt mér skuldir sínar fyrir næstliðið ár, ' vil eg biðja þá, sem ekki eru búnir að borga mér að gera það sem fyrst, þar eð eg hef í hyggju að sigla með næstu ferð Laura, en get það því aðeins, að eg fái sem mest borgað af útistandandi skuld- um. Vinsamlegast. Rafn Sigurclsson. Ekta anilínlitir ’-p m c fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og í verzlun E p ctf Sturlu Jónssonar 5. cö — Aðalstræti Nr. 14. w r+ ■J!4!|u||iuu p. Kol og Steinolía fást bezt og ódýr- ust hjá Ásgeir Sigurðssyni. MUNID EPTIR að nú með ,Laura‘ koma allskonar vörur til verzlunar Sturlu Jónssonar, Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes horsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Dagskrár. l8 ekki á veitingahúsið í nokkrar vikur, þangað til að freistingin var á ný orðin of mikil og hafði hinar sömu afleiðingar. Það hefði verið óeðlilegt, ef Meg Carliston hefði orðið 17 ára og engan biðil haft, jafn vel á svo afskekktum stað, einsog Birkwood; auk þess sem Meg var mjög aðlaðandi í allri fram- komu sinni, hafði faðir hennar fyrir skömmu erft 200 pd. sterl. /3600 kr.). Alla þessa álitlegu upphæð hafði hann ákveðið handa dóttur sinni og látið í banka einn til þess að ávaxtast, og allir þorpsbúar vissu um þetta vegna hreinskilni hans, er hann sat við glasið sitt á veitingahúsinu. Meg fékk marga biðla, en hún neitaði þeim öllum — blíðlega og með vorkunsemi, því hún vildi ekki særa neinn vilj andi, en hún neitaði þeim. Einn þeirra, William Ferguson, sem einnig hefur störf á hendi hér við brautina, missti þó ekki alla von; hvort sem það hefur verið af því, hversu blíðlega Meg neitaði horrum, eða hann sjálfur elskaði hana svo innilega, þá vonaði hann sífellt, að henni mundi þó að síðustu snúast hugur. j Hinn hættulegasti meðbiðill hans var hinn fríði, svarteygi Dick Carradus, sonur Alfetons lávarðar; hann var mjög óstýri- látur og hafði faðir hans rekið hann burtu; síðan hafði hann farið til Ástralíu og eptir fá ár kom hann aptur, jafn fátækur og þegar hann fór. Haun bjó nú aptur heimá hjá foreldrum sínum ,og vonaðist eptir að sér byðist starfi, er honum væri að skapi. Ekki hafði Dick lengi verið heima, er hann tók að gefa Meg Carliston hýrt auga. Hann byrjaði með því að koma sér í mjúkinn hjá föður hennar, með því að koma á morgnana niður að brautarstöðinni og skrafa við hann, hlusta á hinar langdregnu sögum hans og hjálpa honum við og við með vinnuna, svo að gamla mannin- 19 um leiddist mjög, er þessi skemmtilegi og vinalegi Dick kom ekki til hans. Hann gerði Meg ekki beinlínis neina ástarjátn- ingu, af því að hann var svo hygginn, að hann sá, að hún var ekki ein af þeim, sem vinna má á einum degi, en hann lét hana á margan hátt skynja, að hann hugsaði sífellt um hana. Ekki vita menn, hversu honum tókst að vinna hana, en það virtist svo, sem hann hefði haft einhver áhrif á hana. Það- mundi sannarlega hafa verið undarlegt, ef stúlka, með hinnitak- mörkuðu reynslu Meg og hinni litl.u þekkingu hennar á heim- inum hefði verið tilfinningarlaus gagnvart slíku aðdráttarafli, sem í Dick var. Augu hans voru svo skær og fögur, hláturinn svo hljómmikill og hjartanlegur og hann sýndist vera svo óspilltur af heirninum, sem hann þó þckkti svo mikið til, að hjarta Meg var nærri sigrað. Þannig voru nokkrir mánuðir liðnir og það var farið að líða á haustið, þegar Dick kom einn morgun upp til stöðvar- innar og með honum ókunnur maður, sem hann sagði Davíð, að væri Knlp vinur sinn frá Ástralíu. Meg var á gægjum á bak við gluggatjaldið, sem vnr dregið niður fyrir opnurn glugg- anum og hélt, að hún hefði aldrei séð leiða'ra eða illskulegra andlit heldur en andlit Kulps þessa. Hann var í spánnýjum föt- um, svörtum, sem honum auðsjáanlega geðjaðist mjög illa að,. og það var eins og hann vissi ekki, hvernig hann ætti helzt að vera, einkum vissi hann ekki, hvað hann átti að gera af hönd- unum, því hann var sífellt að stinga þeim ofan í vasann og taka þær upp úr honum aptur. í andlitinu og á hálsinum var hann nærri svo rauður sem tígulsteinn og hárið, sem var rautt og strítt, og sítt, rautt skegg, sem þorpsrakarinn hafði dubbað upp, fegraði ekki útlitið. Andlitsdrættirnir voru djarflegir og nokkurnveginn reglulegir, en augnaráðið var svo ljótt, að menn 2*

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.