Þjóðólfur - 04.02.1898, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 04.02.1898, Blaðsíða 1
H ÞJOÐOLFUR 50. árg. Reykjavík, föstudaginn 4. febrúar 1898. j Nr, T. Reykjavíkurbær fyr og síðar. Síðari kafli. Vöxtur bæjarins. — Elliöaárnar. — Sporvagnar, Vatnsieiðsla. — Bókasöfnin. — Andlegt lif. Allt frá því að verzlunarhúsin voru flutt í land á seinni hluta 18. aldar hefur kvosin nrilli sjávarins og tjarnarinnar verið aðalbær- inn, miðdepill verzlunar- og atvinnulífsins; þar voru »innréttingarnar“ gömlu, ullar- og tovinnuverksmiðjurnar, þar var „fálkahúsið" og þar var kirkjau byggð í byrjun þessarar aldar. Fyrir rúmum 40 árum var „doktors húsið“ aðsetur landlæknis, þar sem stýri- mannaskólinn er nú, vestasta húsið í bænum, og rnilli þess, og Tergensenshúsanna (nú Fichersverzlan) voru þá eintómir torf-bæir; en austur á við var hús það, er Jónas org- anisti Helgason býr nú í, efsta hús í bæn- um. — Síðan hefur bærinn vaxið mjög og færzt út, bæði vestur á við og einkum á síðari árum austur á bóginn, og virðistmargt benda á, að austurbærinn muni verða meir samvaxinn aðalbænum með tímanum en vestari hlutinn og draga þungamið bæjarins austur á við; á þetta benda verzlanirnar upp með Laugaveg og hið háa, fagra og viðsýna f>yg'&mgarstæði, þar sem loptið er eins og hreinna og betra en niðri í kvosinni með öllum óþokkalegu rennisteinunum og tjarnar- saurnum. Þá er annað, sem mun færa bæj- arlífið austur á við og það eru Elliðaárnar með öllu sínu mörg hundruð hesta afli, sem á nýju 'óldinni mun knýja áfram allskonar vinnuvélar og rafurmagnsvélar til upplýsing- ar í höfuðstaðnum; þá þarf bæjarstjórnin ekki lengur að setja traust sitt til mánans, sem stundum fullur á kvöldin stingst á höf- uðið niður fyrir svartar skýjaslæðurnar í stað þess að gæta skyldu sinnar og upplýsaReykja- víkurbæ. — Þegar svo útvegsbóndinn í Nes- þorpinu, sem hvert starfsaugnablik verður dýrmætt, á einhver erindi upp í verksmiðj- urnar inni við árnar, þarf hann ekki annað en stíga upp í sþorvagninn, sem ber hann vestan úr bæ gegnum Austurstræti og beina leið. austur úr. Eptir Hafnarstræti mun hann Slður fara, því að það er helzt til rnjótt nema Þieikkað verði og eins mun umferðin og mannþrengslin verða þar mest, þegar bæði bankinn og póstbúsið flytjast í þetta verzl- unarstræti; aptur er Kirkjustræti betur lagað fyrir sPorvagnsbraut í suðurbænum. -- Þá munu menn ekki lengur sjá örvasa gamal- menni sligast undir vatnsburði á götunum og gera gangstcttirnar á vetrum, eins og í Banka- •stræti, að glerhálu svelli; — og þá munu menn ekki heyra þau fádærnþ að kaupmað- ur úr höfuðstaðnum verði að „forundri" yfir kamförunum í útkjalkabæjum, eins og Arnar- ði, þvi að þa munu loks verða í bæjar- Stj0rn meir af framtaksmönnum, menntuðum 1 vei vlegu lífi, en af eingöngu hugsandi em- bættismönnum. Vatnsleiðslupipur munu þá liggja inn í hvert hús í bænum og um leið mun verða hægra fyrir að fá sér böð í heima- húsum. Reyndar munu menn sakna „bæjar- póstsins«, einkum á morgnana, en blöðin munu þá verða orðin að svo stórum dag- blöðum, að þau geti haft dálk fyrir bæjar- slúðrið. Einnig mun þá reglulegur innan- bæjarpóstur og bréfa-umburður verða kom- inn á í bænum. — Jafnhliða hinum verklega framkvæmda- og framfara-anda í atvinnumálum á hið ,and- lega menningarlíf bæjarins að vera eins og skínandi leiðarstjarna, sem kastar lýsandi og vermandi geislum inn í hið kalda og lýjandi starfslopt hversdagslífsins. A nýju öldinni nmnu fleiri stéttaféióg myndast, til að gæta hagsmuna og velferðar hverrar einstakrar stéttar, og um leið til að glæða tilfinningar manna fyrir hinu fagra í lífinu, í skáldskap og söng. En til þess að menning aukist og eflist hjá bæjarbúum og menntunin yfirleitt geti komizt á annað æðra stig, verða bóka- söfnin að koma að betri notum en á sér stað nú á dögnm. Þingið verður að veita ríflegra fé til landsbókasafnsins, svo að iestr- arsalur, sem á að vera opinn allan daginn og með sem flestum handbókum og hjálpar- gögnum í sjálfum salnum, verði aðskilinn irá útláni, sem verði haft f öðru herbergi. Þó að landsbókasafnið eigi mikið af bókum, þá er þar samt ekki neitt úrval af nýjum tíma- ritum og aðalritum í hinum ýmsu greinum bókmenntanna; aptur er þó nokkuð af slík- um ritum í bókhlöðu hins lærða skóla, en hún er ekki opin fyrir almenning — já ekki nema höppum og glöppum fyrir einstaka menn, og engin prentuð ritskrá mun vera til yfir það bókasafn. Fyrir safninu þyrfti nauð- synlega að vera sérstakur bókavörður, ef það á annað borð yrði ekki sameinað lands- bókasafninu. Þegar almenningur fær auð- veldari aðgang að söfnunum, þegar komið verður á fót föstum, opinberum fyrirlestrum í sögu landsins og bókmenntum þess og ann- ara landa, þá mun meir en fáeinar öldur af menningarstraumi heimsins berast hingað og út urn landið. Á síðustu 20 árum hefur tala bæjarbúa tvöfaldazt, svo að gera má ráð fyrir, að um miðja næstu öld verði bæjarbúar um 20— 30,000. Um leið og víðátta bæjarins þann- ig eykst, mun einnig hinn andlegi sjóndeild- arhringur bæja-rbúa verða víðari og færast út og þröngsýnið þrotna; menn munu verða óháðari hver öðrum og skoðunum annara, verða sjálfstæðari í anda og framkvæmdum; menn munu hætta að hanga hver aptan í öðrum, munu fremur taka sig upp og út úr, og finna meir til sjálfs sín sem meðlimir borgarafélagsins. Ungi menntalýðurinn inn- lendi mun láta meira til sírí taka, sem verð- ugir synir Mínervu og embættismennirnir verða einarðari, dugbetri og sjálfstæðari. Með vaxandi kröptum og vaxandi auð- legð höfuðstaðarins á fegurðarblær bæjarins að fara í vöxt jöfnum þöndum. Byggingar verða ekki að eins veglegri og reglulegri, heldur verða og götur og stræti þrifalegriog vandaðri; ekki mun bankinn geta búið lengi við aðra eins forarvilpu og Hafnarstræti er, Og mætti búast við, að þar kæmi fyrststein- steypt stræti í bænum. Blómgarðar munu breiðast meir út og koma í stað kálgarð- anna; matjurtagarðar færast út úr bænum. Landsins eigin synir munu prýða höfuðstað- inn af gervileik handa sinna. Innanum blóm- og trjáreiti Austurvallar munu landsmenn líta hin góðfrægu skáld sín og afbragðsmenn, minningarmörk andans og hinnar skapandi listar. Hver kann að segja nema tuttugusta öldin verði slík breytinga- og framfaraöld, fyr- ir Reykjavíkurbæ, að árið 2000 fagni sjálfur höfundur bæjarins, Ingólfur Arnarson, í fullri líkamsstærð, landtöku gesta sinna, að kveldi dags með skínandi rafurmagnsblys í hendinni á Arnarhól. V. J. Octavius Hansen og íslenzka stjórnarmálið, Frá Octavius Hansen, málaflutningsmanni í hæstarétti og ríldsþingsmanni, hefur Þjóð- ólfur fengið svo látandi grein: — Mér hefur verið bent á, að í ýmsum blöðum í Reykjavík, og þar með yðar heiðraða blaði, hafi staðið langir útdrættir af umræðum, sem urðu 1 „Studentersamfundet,, í Kaupmannahöfn í nóvem- ber 1 vetur eptir fyrirlestur, sem dr. Valtýr Guð- mundsson hafði haldið um stjórnmál íslands. Þar sem eg tók þátt í þessum umræðum, verð eg að segja, að mér kom ekki til hugar, að orð mín nytu þeirrar virðingar, að verða sögð í útdrætti í íslenzkum blöðum. Það er ekki venja, að þess- ar kveldræður yfir toddyglösum í »Studentersam- fundet« sé gerðar almenningi kunnar. Eg tók að eins þátt í umræðunum af því, að mig fýsti að verða vfsari um það hjá dr. (Valtý) Guðmunds- syni, hvernig íslenzku stjórnardeilunni væri hátt- að nú sem stendur. Eg hafði — þó skömm sé frá að segja — ekki gert mér svo sjálfstjeða grein fyrir þessu máli, að eg gæti haft neina ákveðna skoðun á því. Það sem mig einkum fýsti að vita, var það af hverjum ástæðum ráðgjafi Islands héldi því fram, að ríkisráðið danska yrði sífellt að hafa ís- lenzk sérmál til meðferðar. Þá er dr- (Valtýr) Guðmundsson út af fyrir- spurn minni hafði gert grein fyrir þeim ástæðum, sem ráðgjafinn mundi hafa til að halda þessu fram, og skýrt frá, að tillaga hans á alþingi mundi ekki hafa í sér fólgna viðurkenning þess, aö' ráða- neytið hefði á réttu að standa í þessu máli, tók eg fram, hve æskilegt það væri, að Danir gætu að miklu leyti („i vidt Omfang“) orðíð við ósk- um Islendinga og einkum vonaði eg, að hætt yrði að halda fram kröfunni um meðhöndlan íslenzku sérmálanna í danska ríkisráðinu. Við þetta tækifæri tók eg enga stefnu í mál- inu, hvorki í mínu nafni og því síður nokkurs annars pólitísks flokks. Eg hefi elcki sagt, að eg að neinu leyti fallist á (»udtalt nogen Tiltrædelse eller Bill-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.