Þjóðólfur - 04.02.1898, Blaðsíða 4
28
Nýjar vörur með ,Laura‘
til
Jurtapottar af ýmsum stærðum
komu nú með „Laura" til verzlunar
Sturlu Jónssonar.
verzlunarinnar ,EDINBORG‘.
Fataefni og tilbúinn fatnaður fæst bezt-
ur og ódýrastur í verzlun
Sturlu Jónssonar.
V efnaðarvörudeild:
Silfursilkið' orðlagða
Hvít léreft margskonar
Hv. og misl. vasaklútar
Gólfvaxdúkur
Tvististauin breiðu
Fataefni handa körluro
Höfuðsjöl — Vetrarsjöl
Moleskinn (buxnaefni handa þeim,
sem eru við grjótvinnu).
Kvennregnhlifar.
Regnkápurnar þekktu handa konum
og körlum.
Flókahúfur. Myndarammar
og margt fleira.
N ýlendu vörudei I d
Chocolade:
Blok-
Husholdnings-
ísafold —
Járnstipti — Rörsöm
Kapskór
Eldspítur
Eldspíturnar þægilegu
Sardínur
Skósverta
Stangasápa
Fry’s Cocoa.
Appelsínur og Epli
Fiskhnífar
Teið ágæta á 1.50.
Pakkhúsdeild:
Prjónavélar Eiskilínur 4 'B? Segldúkur Nr. 1, 2, 3, 4, 5
Baunir klofnar —3 ® Manilla 1—4
Bankabygg —21(2 ® — „— tjargaður 1 '/2—4
Maismjöl —2 ® Netagrarn ágætt
Knúsað bygg. —„— U/2 ÍB
Kaffi, Kandís, Melis, Púðursykur, Export,
Jarðepli, Blý.
og margt, margt fleira.
Ásgeir Sigurðsson.
Farfi allskonar, kítti, rúðugler gott og í
stórum skífum, Fernis- og Terpentínolía ný-
komið með „Laura" í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Kartöflur, Laukur, Syltetau, Sardínur,
Kjöt, Ananas, nýkomið í verzlun.
Sturlu Jónssonar.
Hattar, Húfur, Waterproof-Kápur, Regn-
hlífar og m. fl. nýkomið í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Fyrirlestur um adventista
fstutt yfiriit yfir trúaratriði þeirra)
verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu á sunnu-
dag kl. 2 síðdegis. Inngangur ókeypis.
D. Ostlund.
Hús til sölu við Vesturgötu í Rvík., vel
byggt, og vandað. Því fylgir kálgarður og pakk-
hús. Húsið er innréttað fyrir tvær fa'milíur. Tvö
eldhús útaf fyrir sig, 2 herbergi niðri og 2 her-
bergi á lopti fyrir hvora familíu. Góðir borg-
unarskilmálar. Semja skal sem fyrst við
Helga Teitsson, (hafnsögumann).
Kol Og^steinolía fást bezt og ódýr-
ust hjá
Ásgeir Sigurðssyni.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Prentsmiðja Dagskrár.
2Ó
ekki einungis taka peningana með valdi, heldur einnig líf yðar
þar á ofan. Er það ekki satt, Dick?«
Dick tautaði nokkur óskiljanleg orð og settist ofan á
hlaða af járnbrautarteinum, sem var þar rétt hjá.
Meg hafði aldrei dottið í hug, að nokkrum mundi þykja
það svara kostnaði að brjótast inn í brautarstöðvarhúsið, en á
meðan Kulp var að tala, minntist hún þess, að í húsinu
voru miklu mciri peningar en nokkru sinni áður og hún efaðist
ekki um, að Dick vissi af hinum tíðu komum sínum, að faöir
hennar væri vanur að geyma peningakassann í svefnherbergi
sínu. Þegar- Kulp var búinn að tala, andvarpaði hún þunglega
yfir svikum elskhuga síns og hún varð nærri agndofa af hryggð,
en nú var ekki tími til að hugsa um það; það varð þegar í stað
að taka til einhverra ráða — hversvegna hafði faðir hennar ekki
komið heim, ef hann væri ekki sjúkur, eins og menn þessir
höfðu látið í veðri vaka — svona seint hafði hann aldrei verið
úti áður — ætli þeir hafi myrt hann — — — —
Er hún var í þessum hugleiðingum kallaði Kulp upp til
hennar með óþýðri röddu:
»Jæja, stúlka, hvað/ertu að gera, heldnr þú, að við getum
staðið hcr og beðið í alla nótt?"
„Ó, Dick“, kallaði hún út um gluggann, án þess að skipta
sér af Kulp, »vertu miskunsamur og segðu mér, hvað er orðið
um hann föður minn«.
Dick stóð upp, eins og hann ætlaði að svara, en Kulp
hindraði hann og sagði: „Honum föður þínum hefur verið
komið svo fyrir, að hann ekki ónáði neinn, eins og eg hefi
áður sagt þér, en svaraðu okkur nú þegar, viltu láta okkur fá
peningana með góðu eða ekki?"
»Nei, og þúsund sinnum nei«, kallaði Meg með ákafa: —
27
»Bleyðurnar ykkar, komið og takið þá, ef þið þorið!« Um leið
og hún sagði þetta lokaði hún glugganum snögglega til þess að
gefa til kynna, að hún ætti ekki við neina frekari samninga.
Hugsunin um, að faðir hennar væri særður og ef til vill
myrtur á einhverjum'afskekktum stað, gerði hana næstumkæru-
lausa um hættu þá, sem hún sjálf var í. Sú spurning, sem hún
lagði fyrst fyrir sjálfa sig var, hverjar vamir hún hefði, en hún
hafði naumast nokkrar. Hurðum og gluggum niðri var að vísu
lokað, en hún vissi, að það mundi ekki lengi standast gegn
kröptum þessara tveggja manna, ef þeir ætluðu að brjótast inn.
Henni datt þó í hug, að hún gæti ef til vill reynt að
hlaða fyrir dyrnar neðan undir stiganum, sem lá inn .í eldhúsið.
Ljósið var enn í herbergi föður hennar og þegar hún kom þang-
að inn til þess að sækja það, kom hún auga á peningakassann,
sem var orsök alls þessa. Lykill föður hennar lá þar hjá og
poki, sem í voru silfur- og koparpeningar, sem hann hafði tek-
ið á móti um daginn. Þegar hún leit þetta, datt henni skyndi-
lega ráð í hug; hún opnaði kassann, tók út úr honum poka,
sem í var öll sú upphæð, sem faðir hennar hafði tekið við í
seðlum og gulli og lét hann inn á brjóst sér. Síðan tók liún
hinn pokann með silfur- og koparpeningunum, lét hann í kass-
ann og lét lykilinn undir sængina. Það sem hún því næst gerði
var að bera stóla og önnur húsgögn fyrir hurðina neðan undir
stiganum, eins' vel og hún gat og eptir því sem hún hafði krapta
til; hún sá, að á fáum mínútum mætti ónýta þetta allt saman,
en eins og á stóð fyrir henni var hvert augnablik dýrmætt, af því
að hin eina von um frelsun var sú, að teygja tímann, þangað
til hjálp kæmi á einhvern hátt.
Uti fyrir var allt kyrrt. Skyldi það vera mögulegt, að
þeir mundu fara í burtu án þess að reyna að brjótast inn? Af