Þjóðólfur - 25.02.1898, Page 2

Þjóðólfur - 25.02.1898, Page 2
38 * urinn verður um leið svo kátlegur og skemmti- legur. Sem umgerð um hið alvarlega efni not- ar skáldið hið glaðværa, unaðslega sumarlíf, er vaknar á dönskum búgarði við, að tveir ungir nemendur frá Kaupmannahöfn, Herl'óv með öllum sínum galsa og ofsakæti og Ej- bœk með sínu geðslega, ástúðlega og alvar- lega blíða viðmóti, hitta samsvarandi eðlisfar hjá ungu stúlkunum, Jóh'ónnu og Láru. Það er fyrst að athuga, að búningur þessara ferða- langa í sumarleyfinu hefur ekki það ferða- snið, sem búast mætti við, að leikendurnir gefðu getað sjálfir gert sjer hugmynd um að ætti við í leiknum. Ejbæk er í svartri treyju með hvítt vesti. yfirhafnarlaus og staflaus, er hann fyrst kemur inn og leggur sig til hvíld- ar í skógnum; Herlöv er betur búinn, en hvor- ugur hafa þeir ferðablúsurnar, sem Jóhanna segir, að þeir séu í; yfirhafnir mættu þeir hafa að auk á handleggnum, því að hið ytra í útliti persónanna getur einnig haft áhrif á hugarfar áhorfendanna. Herlöv leikur Friðfinnur Guðjónsson og Ejbæk Þorvarður Þorvarðarson. Um hinn síðarnefnda skal eg vera fáorður. Hann hef- ur sýnt það í þeim leikjum, sem hann hefur komið fram í, að hann hefur engan leikgáfu- neista og er með öllu óhafandi í „Leikfélagi Reykjavíkur", því að hann hefur engan skiln- ing né þekking á því hlutverki, sem hon- um er í hendur fengið. Það er leiðinlegt, ef maðurinn getur ekki séð þetta sjálfur. — Friðfinnur hefur apturámóti leikgáfuneista, eins og eg hef áður tekið fram, en Herlöv er samt ofvaxinn kröptum hans, einkum er til söngs- ins kemur. Hann hefur ekki nógu sterk lungu, ekki nægilegt eðlilegt líkams- og sálarfjör til þess að geta leikið persónu, eins og Herlöv. Hann verður að láta sjer nægja minni hlut- verk á leiksviðinu og haft af því fullan sóma. Agæti leiksins auka hin unaðsfögru sum- arblíðu söngljóð, sem eiga svo vel við efnið og eru undir svo fögrum lögum. Sérstak- lega á Vermundur völ á að geta hrifið á- heyrendur, ef vel er farið með hin ástþlíðu sönglög. En Sigurður Magnússon, sem eg áður í þessu blaði hef sýnt fram á, að á ekki að leika unga heimsmenn („Verdensmænd"), hefur ekki þá sönghæfileika, sem útheimtast til að geta leikið Vermund. Leikfélagið verð- ur undír sérstökum kringumstæðum, eins fámennt og það er og kraptalítið enn þá að leita manna utan félags, þegar um hlutverk persóna er að ræða, sem mik- ið er kornið undir, að vel fari úr hendi. — Það veri mjer leyft að minnast þess urn leið, að hér í bænum er ungur maður, sem kvað hafa sýnt, að hann hefði mjög góða leik- hæfileika til að bcra. Olafur H. Benediktsson. Edkfélagið ætti sem fyrst að afla sér þeirra góðu krapta, sem til eru í bænum. Eg gat þess í hinum fyrri dómi mínuin um leikfé- lagið, aðþað væri unga, saklausa, glaðlyndastúlk an, sem bezt ætti við leikgáfu frú Slefaníu, sem hún hafði sýnt svo þráfaldlega. Eptir að hún nú hef- ur leikið með jafnmikilli snilld, tilfinning og viðkvæmni „Láru“ í „Æfintýrinu", er þaðekki síður unga, saklausa, alvarlega stúlkan, sem á fullt eins vel við leikgafu hennar, eða — „með öðium orðum, frú Stefanía er svo fjöl- hæf iistakona, að liún getur í leik sínum lát- ið eins vel í Ijósi sanna tilfinning, gleði og alvöru. Hún ætti það skilið, að henni væri sýnd sú opinbera viðurkenning, að alþingi veitti henni styrk til að mennta sig og kynn- ast hinni fullkomnu list erlendis. „Skripta-Hans" er vandleikinn. Árni Ei- ríksson lék hann eptir vonum; sérstaklega var framburður hans á söngtextanum óvana- lega skýr, en hann hefur vanalega verið ó- greinilegur hjá flestum hinum, nema frú Stefan- íu. Kátlegu spaugsvísurnar sínar söng hann ekki með eins hýru skopi og við hefði mátt búast, án þess þó að ætlazt sé til, að það verði íburðarmikið. —- „Kranz kammeráð" var mjög skemmtilega heimskur og aulaleg- ur og mjög vel leikinn af Kr. Ó. Þorgríms- syni.—„Frú Kranz", „Pétur bóndi" og ass- essor „Svale" voru einnig rétt vei ieikin, að undanskildum söng frúirinnar. Þess skal að endingu getið, að sá, sem skipar leikendum hlutverk þeirra, bankagjald- keri, Halldór Jónsson, hefur eptir kröptum þeim, sem voru fyrir hendi, skipað þeim al- veg rétt niður. Það var ekki áhorfsmál, að frú Stefanía átti að leika tilfinninganæmu stúlkuna „Láru", en frk. Gunnþórunn kátu, léttlyndu stúlkuna „Jóhönnu", sem fór henni og allvei úr hendi, einkum í sönglegu tilliti. 2I/2—98. V. J. Kvennaskólinn á Ytri-Ey. Röð námsmeyja. I. Deild: Aníka Guðmundsdóttir frá Veðramóti í Skaga- fjarðarsýslu. Margrét Jónsdóttir frá Flankastöðum í Gullbringu- sýslu. Soffía Thoroddsen frá Hvallátrum í Barðastrand- arsýslu. II. Deild: Kristín Guðmundsdóttir frá Dagverðarnesi í Dala- sýslu- Þórdís Einarsdóttir frá Kletti í Barðastrandar- sýslu. Aukadeild'. Ágústa Þorkelsdóttir frá Geitaskarði í Htina- vatnssýslu. Elín Andrésdóttir frá Reykjavík. Elínborg Jónsdóttir frá Guðlaugsstöðum í Húna- vatnssýslu. Friðrikka Steingrímsdóttir frá Neðstabæ í Húna- vatnssýsiu. Guðbjörg Bjarnadóttir frá Ytri-Ey í Húnavatnss. Guðrún Jónsdóttir frá Sveinsstöðum í Húnavatnss. Guðrún Sigurðardóttir frá Höskuldsstöðum í Húna- vatnssýslu- Ingibjörg Frímannsdóttir frá Auðkúlu í Húna-' vatnssýslu, Jakobína Thorarensen frá Óspaksstaðaseli í Húna- vatnssýslu. Jakobína Þorsteinsdóttir frá Grund í Húnavatnss. Kristín Guðmundsdóttir frá Dæli 1 Húnavatnss.í Kristrún Símonardóttir frá Ásgeirsá íHúnavatnss. Kristrún Sumarliðadóttir frá Ásláksstöðum í Eyja- fjarðarsýslu. Margrét Jónsdóttir frá Hvammi í Húnavatnss. Ólafía Ólafsdóttir frá Böðvarshólum íHúnavatnss. Ólöf Jónsdóttir trá Titlingastöðum 1 Húnavatnss. Rósa Stefánsdóttir frá Tungu í Suður-Þingeyjars. Sigríður Jónasdóttir frá Húki í Húnavatnssýslu. Sigríður Ólafsdóttir frá Reinhóluin i Húnavatnss Þórunn Sigurðardóttir frá Flellulandi í Skaga- fjarðarsýslu. Þuríður Sigfúsdóttir frá Skeggjastöðum í Norður- Múlasýslu. Námsgreinar I. deildar: skript, íslenzka, reikningur, landafræði, Islandssaga, danska. fata- saumur, léreptasaumur, hannyrðir, og húsleg störf. Námsgreinar II. deildar: skript, íslenzka, reikningur, heilsufræði, mannkynssaga, danska, fatasaumur, léreptasaumur, hannyrðir og húsleg störf. Námsgreinar III. deildar: skript, íslenzka, náttúrusaga, teikning, kennslufræði, danska, fata- saumur, léreptasaumur, hannyrðir og húsleg störf; (í vetur hafa engar stúlkur óskað að nerna allar námsgreinar þessarar deildar). I aukadeild eru taldar þær stúlkur, er ekki binda sig við allar námsgreinar I. II. eða III. deildar, heldur velja sér fleiri eða færri af þeim eptir vild. Auk þeirra námsgreina, sem þegar eru taldar, geta stúlkur fengið fría kennslu í ensku og orgel- spili. Að vorinu er haldið opinbert próf. Sýslu- nefnd Húnvetninga kýs prófdómara. Ofanrituð skýrsla um nemendur kvennaskól- ans á Ytri-Ey sýnir, að eigi er skýrt réttfránem- endatölu Skólans í fréttagrein úr Húnavatnssýslu t Þióðólfi f vetur. Þar ír þess einnig getið, að kennslukonur séu 4 og er það rétt, en það hafa þær verið í mörg ár. og ein af þeim er jafnframt forstöðukona skólans. Svo kemur 1 fréttagrein- inni, að skólastjórar séu þrír; hvað meint er með því, veit eg ekki, en sumir hafa getið til, að fregnritinn hafi ætlað að skýra frá því, að í skólanefnd eiga sæti 3 menn. Skólanefnd Ytri-Eyjarskólans er kosin af sýslunefnd Húnvetninga, og jafnan eru það sýslu- nefndarmenn, sem kosnir eru í hana, en eigi er samt bundið við það. Starf þessarar nefndar er meðal annars að ráða forstöðukonu og kennslu- konur til skólans, sækja um styrk til hans, þar sem hans er von, sjá um hagkvæm matvælakaup til skólans o. fl. \ Eyjarskóli hefur líkt og búnaðarskólarnir á Hólum og Eiðum átt sitt eigið borð, þannig að hann hefur sjálfur haft í kosti kennslukonur, nem- endur og vinnukonur skólans og forstöðukonan haft umsjón á því öllu heima fyrir. Skólinn á ekki einasta skólahúsið, heldur alla muni innan- stokks í kennslustofunum, í borðstofunni, í svefn- herbergjunum, búri og eldhúsi og hinum sérstöku herbergjum kennslukvennanna, þar á meðal dálítið bókasafn, sem bætt er við árlega, Á hverju vori tekur skólanefndin út allareign- ir skólans, eða með öðrum orðum endurnýjar munaskrána. Þá er og haldinn aðalfundur skól- ans, og koma á þann fund kosnir menn úr Skaga- fjarðarsýslu, því Skagfirðingar eiga skólann í fé- lagi með Húnvetningum. Á þessum fundi eru á- ætlaðar tekjur hans og útgjöld fyrir næsta ár. — Nefndarmenn skipta verkum með sér, einn tekur að sér að sjá skólanum fyrir fé til slátrunar að haustinu, annar að sjá um kaup á kaupstaðarvöru o. s. frv. Þó sumir miður gjóðgjarnir menn hafi á stund- urn haft hitt og þetta að setja út á ráðstafanir nefndar þessarar, hefur þó reynslan orðið sú, að skóli þessi, þó yngstur sé af kvennaskólum vor- um, á meiri eignir en báðir hinir, jafnvel þó að hann hafi borgað kénnurum sínum betur og veitt nemendum síntim betri kjör og fullkomnari kennslu. Eptir að skólinn var kominn á stofn og menn sáu, að hann dafnaði vel, óskuðu margir að hafa hann nær sér. Sauðárkróksbúar töldu hann bezt settan hjá sér og Blönduósbúar og fleiri Húnvetn- inf(ar óskuðu, að hann væri á Blönduósi, þessum miðdepli sýslunnar. En kvennaskóla Húnvetn- inga og Skagfirðinga var nú einu sinni úthlutað hejmili á Ytrí-Ey, og situr hann því þar kyr, þrátt fyrir allar óskir. Það þarf meira en orðin tóm til að iflytja stórt hús með öllu tilheyrandi, enda mun flutningur á skólanum aldrei hafa ver- ið neraa. meiningarlatis tilsvör, sem svo einstakir menn hafa farið að skrila um sem fréttir 1 blöð. Eg minnistþess, að eitthvað stóð um það tvisvar sirmutn í Fjallkonunni í fyrra vetur, og jafnvel var þar farið að lasta sjálfan skólastaðinn; síðar var eittlivað af þvl tekið upp í „ísland". Skól- inn hefur.aðeins átt heima 14 ár á Ytri-Ey, og virðist þaö nokkuð stuttur tími til að njóta ávaxt- anna af þeim rnikla kostnaði, sem liggur í þvíað stofna skóla upp í svcit, og má fullyrða, að þeim, sem að skólanum standa, dettur ekki í hug að flytja hann, og heldur ekki mun þeim til hugar korna, að leggja hann niður og gefa Eyfirðingum fjármuni hans, sem talsvert hcfur verið hreyft frá Eyfirðinga hálfu síðustu ár, og lttur út fyrir, að þeir írnyndi sér, að búsæla Eyjarskóla muni flytja með eignum hans. Eg óska skólamálum Eyfirðinga góðra úrslita.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.