Þjóðólfur


Þjóðólfur - 18.03.1898, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 18.03.1898, Qupperneq 2
5° anna og hringsnúizt í loptinu á leiksviðinu, á milli þess, að þeir syngja alvarlega mann- söngva og þjóðkvæði, ef Englendingum á að getast að þeim. »Frænka Charley’s« er nær ein saman- hangandi, brakandi flugeldarás af gaman- samri fyndni og hnyttilegum orðaleikum. Einn af stúden'cunum í Oxford, Charley, á von á frænku sinni, miljónaeiganda, nýkom- inni frá Brasilíu, til morgunverðar, sem hann og námsbróðir hans Jack hafa einnig boðið til ungu stúlkunum Anny og Kitty, en þegar frænkan kemur ekki á réttum tíma, fá þeir hinn unga lávarð, námsbróður sinn Babbs, til að látast vera frænka Charleys, sem svo tveir eldri menn, faðir Jacks og fjárhalds1 maður ungu stúlknanna, málafærslumaður Spittigue, elta á hælum vegna peninganna, áður en sú rétta frænka kemur, og skapast við það allskringileg atvik og hlægileg at- riði, allt út úr „uppgerðar-frænkunni", sem ekki getur vel gleymt sínu karlmannseðli. Leikurinn stendur og fellur með upp- gerðar-frænkunni og hr. Sigurðnr Magnússon, er lék Babbs, hélt leiknum uppi með mikilli snilld, þó að stúdentarnir drægu nokkuð úr, með því að láta bíða eptir sér og vera ekki nógu náttúrlega fljótir í spurningum og svör- um. Þó tók hann ekki eins djarflega á hlut- verkinu og gert var í Höfn. Hinn ágæti leik- ari Fjeldstrup fann miklu meir til þess en Sigurður, hvað óeðlilegt og þreytandi það er fyrir karlmann að vera í kvennmannsbúningi í fyrsta sinn og lét rækilega eptir sinni karl- mannsnáttúru, hvenær sem tómstund var til, og einkum fór hann þó rækilegar að en Sig- urður, þegar hann klæðir sig úr pilsunum, því að það gerði Fjeldstrup fremst á leik- sviðinu svo kýmilega karlmannslega, að kvenn- menn fengu sumir krampa af hlátri. Þegar uppgerðarfrænkan er leikin jafn vel og Sig- urður leikur hana og gamli Spittigue jafn ágætlega og hr. Kr. Ó. Þorgrímsson leikur hann, og þar sem frú Stefanía leikur eins vel og vant er, ungu, viðkvæmu, barnblíðu stúlkuna, ’sem Babbs er ástfanginn í ogfrök- en Gwinþórnnn leikur mjög vel hina ' reglu- legu frænku, Donna Lucia d’Alvadorez (ekki dóris, heldur doré), — þá gerir auðvitað minna til, þótt hitt fari miður vel úr hendi. — Hr. Friðfinnur veldur ekki hér, fremur en í „Æfintýrinu« 'fjöruga, röskva stúdentinum með öllu, og þó voru á milli mörg góð til- þrif hjá hónum, sem aptur vantaði alveg hjá liinum stúdentinum, Charley; allar setningar hins síðarnefnda voru þuldar leiðinlega ein- hliöa („monotont") og án allrar tilbreytni í áherzlu og framburði. Það var ekki hægt að brosa að neinu af því, sem þeir sögðu fyrst framan af i. þætti. Það stingur og kátlega í stúf að heyra Babbs vera að tala um „gargið" í þcim, og þeir þá rétt á und- an hafa talað með svo litlum áhuga og svo lágt, að varla heyrist til þeirra. Eða — að heyra orðin „strax, í snatri og undir eins“! ekki í stígandi, hækkandi ofsa-tón, heldur jöfnum áherzlulausum, já, stundum lækkandi róm; þesskonar mætti þó Iaga ásamt fleiru af góðum leiðbeinanda, og þá ekki sízt bún- ing og framkomu háskólaþjónsins, sem er eins og rauðskjöldóttur, konunglegur þjónn, eða eins og miðaldar hirðsveinn úr glæstum riddarasölnm. En verst er þó, að úr þess- um kátlega-stuttorða, nasvituga gamla þjóni, sem kannske mætti sjá á að einhverju leyti, að þætti sopinn góður, verður ekkert hjá þeim sem leikur hann, nema leiðinlegt trítl fram og aptur. — Ungu stúlkurnar voru rétt ásjálegar á leiksviðinu, Önnur þeirra hefur leiðinlegan annmarka, sem málfærum hennar er um að kenna og gerir að verkum, að málrómur hennar er ekki vel hæfur fyrir leik- sviðið. Hin talaði of lágt, en virtist eiga þýðan róm og náttúrloga hreinan. — Þ. Þ. hafði ekki skilið hlutverk sitt að vanda — stirður, þur og svæfandi, og allt annað en föðurlegur í framkomu sinni við Jack. Eða fjörið, sem færðist í hann, við kampavínið! — þennan roskva, ókvíðna, unglega hermann þó gamall sé, og hver skyldi sjá, að hann væri „aristokrat«. Það er eins og leiðbeining sú, sem Leik' félag Reykjavíkur á að vera aðnjótandi sam- kvæmt lögum félagsins sé harla lítilfjörleg, jafnve! í smáatvikum og útbúningi leiksviðsins, eins og sjá má einnig af aðfinningum ann- ars blaðs hér í bænum. En þrátt fyrir allt mun enginn iðrast þess, þó að hann fari og sjái Sig. Magnús son og Kr. Ó. Þorgrímsson í „Frænku Char- leys“, því að hann mun sjaldan fá betra tækifæri til að hrista lungun með hjartanleg- um hlátri en á þessum kýmilega sjónleik, sem allir hafa verið vitlausir eptir að sjá, hvar sem hann hefur verið leikinn um heiminn. V. J. Manntjónið á Patreksfirði. Blöðin hafa litlar eða engar fregnir flutt af hinu óminnilega manntjóni og slysförum, er orð- ið hafa í þessu héraði á næstliðnu ári, og er því Þjóðólfi send fáorð skýrslu um það. Slysfarirnar hófust með hinu sviplega fráfalli l Þórarins Olafssonar Thorlacíus frá Suðureyri i Tálknafirði Hann var á ferð vestanvert við Pat- reksfjörð seint um kveld 26. jan. f. á. (1897). og mun hafa ætlað að vaða út á eina, er fellur i fjörðinn utanvert við bæinn Kot, en orðið fóta- skortur á klökugu fjörugrjótinu og dottið i ána, en árstraumurinn þegar borið hann út í fjörðinn. Unglingspiltur, er var á ferð með Þórarni, hafði vikið frá honum heim að bænum Koti, sem er örskammt frá ánni, en er pilturinn hljöp aptur heiman frá bænum, heyrði hann Þórarinn kalla um hjálp. Pilturinn rann á hljóðið og óð út í sjóinn svo langt, sem honum var stætt, en fékk ekki borgið manninurn, enda var næturmyrkur á. Lík Þór. hefur ekki rekið.- Þór. sál. var 35 ára að aldri, er hann lézt-Hann var sonur Olafs bónda Thorlacíus frá Dufansdal, þess er lézt af skotsári á sjúkrahúsinu í Reykjavík (hatistið) 1879. En móðir Þór. og síðari kona Olafs Thorlacíus var Filippía Olafsdóttir, prests, Pálssonar, frá Otrar- dal.— Þór. sál. var hinn röskvasti maður og gervi- legur á velli, eins og hann átti kyn til. Hann var um mörg ár stýrimaður á þilskipum og var einkar vel að sér í sjómannafræðum, þótt hann væri eigi skólagenginn, enda var hann flestum mönnum hér um pláss betur menntaður í fleirum greinum. A vetrum var hann barnakennari mörg undanfarin ár í ýmsum sveitum hér í sýslu og fórst það mjög vel, sem og hvert starf, er hann tókst á hendur. Hann var yfirlætislaus og.dulur í skapi máske um of, svo að minna bar á hæfi- leikum hans en ella, en manna viðkynnilegastur var hann í umgengni og skemmtinn í hóp kunn- ingja sinna. Öllum þeim, er nokkur kynni höfðu haft af honum, féll þungt missir hans og ástvinum sínum var hann harmdauði. Hann var kvæntur fyrir rúmum 6 árum og átti einn son barna. I hinu voðalega áhlaupsveðri i.maí, ermann- skaða gjörði víðsvegar um land, varð hér og hörmulegt manntjón. Þá fórust héðan úr firðinum opinn bátur og þilskip, og drukknuðu héðan úr Rauðasandshreppi 13 mehn, af Barðaströnd 3 og úr Tálknafirði 2. — Báturinn var á heimleið úr kaupstað. Nokkru áður en veðrið skall á, voru þeir komnir beinleiðis vestur yfir fjörðinn að lendingunni í Örlygshöfn, var þá enn að kunn- ugra manna dómi, alfært að lenda þar, en sumum skipverjum þótti ólendandl sökum brims og réðu þeir meira; var því snúið við og haldið austur yfir fjörðinn aptur áleiðis til Vatneyrar. En er kom á miðjan fjörð brast á ofviðrið; var þá engri r annari lendingu unnt að ná, en þeirri hinni sömu, er þeir höfðu áður horfið frá; héldu þeir þangað á árum, en þá var sjór orðinn ófær róandi bátum. Báturinn kaffærðist og hvolfdi, er að landi dró. Drukknuðu þar 6 menn, allir úr Rauðasandshreppi„ en hinn sjöundi unglingspiltur af Barðaströnd, fékk haldið sér við bátinn, þangað til hann rak að landi; varþar mannhjálp fyrir, því að þar voru þá nýlentar tvær skipshafnir, er höfðu hleypt þang- að á siglingu og fyrir það lent heilu og höldnu„ að seglanna var neytt. Þeir sem drukknuðtl voru: Þórður Gunnlaugsson, vinnumaður frá Geitagili 56 ára, Guðfreður Guðmundsson, bóndi frá Tungu 24 ára, Ólafur Jónsson, húsmaður úr Hænuvík, 50 ára, kvæntir menn, Jóhann Jónsson, húsmaður úr Hænuvfk. 67 ára, ekkill, Kjartan Jónsson, frá Sjöundá, 43 ára og Einar Jónsson úr Hænuvík,. 33 ára, vinnumenn, ókvæntir. Það er talið víst, að þennan samadaghafi og farizt og flskiskútan »Vigga« frá Geirseyri, eign Markúsar kaupmanns Snæbjörnssonar. A því skipi voru 12 menn. Skipstjórinn var Bjarni Jónsson, kvæntur bóndi frá Koti við Patreksfjörð, rúmt fimmtugur. Hann hafði um mörg ár verið þilskipa- formaður hér, var atkvæða sjómaður, drengur hinn bezti og því þokkasæll. Hinir skipveijarnir voru: Magnús Einarsson, bóndi frá Geitagili, 29 ára, Elías Sturluson, húsmaður frá Koti, 47 ára, báðir kvæntir, Sigurður Einarsson, lausamaður frá Koti, 32 ára, Þórður Gestsson, frá Sjöundá, 26' ára, báðir ókvæntir, Kristján Ivarsson, 19 ára og Kristján Olafsson, 18 ára, unglingspiltar frá Hænu- vík. Þessir voru allir úr Rauðasandshreppi. Af Barðaströnd voru; Gestur Gestsson. bóndi frá Skriðnafelli, 34 ára, Jóhannes Jónsson, vinnumað- ur frá Hrísnesi, um þrítugt, báðir kvæntir, og Sturla Kristófersson frá Brekkuvelli, 18 ára. Úr Tálknafirði voru: Jón Bjarni Jónsson, bóndi frá Lambeyri, um þrítugt: og Jón Jónsson, húsmaður um fimmtugt, báðir kvæntir. Ofan á þessar hörmulegu slysfarir bættist enn, að þung sótt — taugaveiki — geisaði hér í sveit meiri hluta sumarsins og í júlímánuði dóu 2 bændur í Örlygshöfn á hálfsmánaðar fresti, báðir fátækir barnamenn, Jóhann Jónsson á Hnjóti 50 ára, og F.irfkur Eiríksson, bóndi í Tungu, 42 ára, fjölhæfur gáfumaður. Afleiðingar þessa manntjóns og slysfara eru mjög ægilegar, þar sem eru 13 fátækar ekkjur eptir hina látnu og 33 börn á ómagaaldri. Marg- ur hefur að vísu drengilega hlaupið undir bagga og stutt ekkjurnar með ráði og dáð, svo að fáir þessará einstæðinga og munaðarleysingja verða þurfalingar sveitarsjóðs fyrst um sinn. En slíkur mannskaði er sveitafélögunum til hnekkis um mörg komandi ár. Ög þar sem er að sakna margra góðra félagsbræðra og efnilegra ungra manna fyrnist missirinn seint. Og lengi mun þessa árs verða minnst hér sem einhvers hins mesta óhappaárs, sem liðið hefur yfir þetta hér- að. Patreksfirði 7. janúar 1898. A

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.