Þjóðólfur - 22.04.1898, Qupperneq 1
ÞJÓÐÓLFUR.
50, árg.
Reykjavík, föstudaginn 22. apríl 1898.
Nr. 19.
Frjálsa kirkjan o. fl.
Eptir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson.
I.
það var í 14. tbl. „Kirkjublaðsins" sál-
aða í hitt eð fyrra (1896) að ritstjórinn séra
Þórhallur skrifaði þar ágæta ritgerð, sem heit-
ir: „Kirkjueignirnar". Skömmu áður hafði
eg ritað um »kirkjuféð« í Fjallkonunni, en
þar hélt eg því fram, að kirkjan fengi að
halda jarðeignum sínum og þá eingöngu
lúterskir söfnuðir. En við að íhuga málið
leiigur er eg nú kominn á sömu skoðun, sem
haldið er fram í áður nefndri grein í Kbl.
nefnilega að ríkið taki eignirnar til sín, en
svari kirkjunni í staðinn fastákveðnu árstillagi,
sem væri rentan af höfuðstól þeim, er kirkj-
an skilaði rílcinu og sem er erfðafé, er á
fyrri öldum var gefið henni af góðum mönn-
um í þeim tilgangi að viðhalda kristinni trú
í landinu. Réttast verður einnig, að þessi arð-
ur gangi eptir réttu hlutfallí til allra krist-
inna trúarfiokka í landinu, því það er sátt
sem sagt hefur verið, að óviðfeldið er að
ríkið styrki eina fríkirkju. Samt mun naum-
ast rétt að kalla það ríkisstyrk, sem er vextir
af fé, er ríkið hefir aldrei safnað né gefið; en
hvað sem því líður mælir öll sanngirni með,
að öll kristin trúarfélög njóti góðs af safn-
fénu. Þetta fellur og að nokkru leyti saman
við kenning séra Lárusar Halldórssonar í
fyrirlestri hans »Um aðskilnað ríkis og kirkju«
í 2—4 tbl. Kbl. f. á. því hann finnur þar að
þeirri kröfuþjóðkirkjumanna að vilja vera rétt-
hærri en aðrir kristnir söfnuðir. En séra Lár-
us gerir of lítið úr þörf kirkjunnar á föst-
um fjárstyrk. Það er þó ómögulegt að neita
því, að fé er nauðsynlegt til flestra framkvæmda
1 heiminum og að jafnan er illt að byrja
einn hlut með tvær hendur tómar. Kostnað-
inn við prestaskólann talar hann heldur
ekkert um, sem þó er mjög mikilsvert atriði.
Yfir höfuð að tala sýnist séra Lárus vera „an-
arkisti" og „níhilisti* (stjórnleysingi og gereyð-
andi) f þessu fríkirkjumáli, því hann vill eig-
inlega svipta kirkjuna öllum fjármunum, er
henni eru nú taldir og láta söfnuði hins nú-
veranda kirkjufélags líða undir lok, svo ekk-
ert verður eptir nema kristnir einstaklingar,
er svo eiga að koma sér saman um að mynda
safnaðarfélög, ef þeir vilja. Að söfnuðirnir einn
eptir annan, sem félag, segi sig úr þjóðkirkj-
unni og myndi fríkirkju er alveg ómögulegt.
Það eru einungis einstaklingarnir, auðvitað
stundum margir saman, sem geta sagt sig úr
safnaðarfélaginu.
Fríkirkja, það er kirkja laus við stjórn
og afskipti ríkisins, getur myndazt á tvenn-
an hátt, annaðhvort með því, að kristnir ein-
staklingar mynda félag, er eigi Var áður til,
eða þá, að kirkjufélag, sem áður var til
og háð ríkinu gengur undan því. Hið fyr-
nefnda á sér stað þegar einstakir samtrú-
armenn setjast að í nýjum löndum t. d.
í Ameríku og Astralíu og koma sér þar sam-
an um að ganga í félag til viðhalds trú sinni
og samskonar kemur einnig fram i gömlum
löndum, þegar margir menn, af einhverjum á-
greiningi, segja sig úr kirkjufélagi sínu, en
taka sig svo saman á eptir og mynda nýtt
félag.
Hið síðarnefnda á sér aptur stað, þegar
ríkið sleppir yfirráðum á kirkjufélagi, er það
áður styrkti og gefur því skipulagsskrá
(constitution) um leið; til, dæmis upp á það
má taka myndun írsku fríkirkjunnar. Þarsem
nú ekkert kirkjufélag er áður til, er nauðugur
einn kostur að hafa fyrri aðferðina til að
mynda kirkju, en hjá þjóðum, þar sem kirkju-
félag sa'meinað ríkinu er þegar áður til og
menn vilja skapa fríkirkju í stað þess, þá
liggur í augum uppi, að rangt er að eyði-
leggja það félag til þess svo á rústum þess
að reisa nýtt félag og sem eigi er víst, liversu
vel gengur að setja á laggirnar. Réttast er
að nota það félag, sem fyrir hendi er, en
snúa því aðeins með lögum úr ríkiskirkju í
fríkirkju, og þannig höguðu hinir stjórnvitru
Englendingar sér með mál þetta á íslandi.
Þetta er líka hin skynsamlegasta aðferð
og með henni vil eg innleiða fríkirkju hér á
landi, en er alveg mótfallinn hinu háttalag-
inu, sem er stjórnleysingja og sundrungar
manna aðferð. Eg get eigi verið samþykk-
ur því, að ónýta félags-sköpunarverk fyrri
manna og láta svo ráðast, hvort nokkuð eða
ekkert kemur í staðinn. Með því fyrirkomulagi,
að kirkjufélagsheildin væri skilin frá ríkinu og
og trúarflokkarnir fengi að halda tekjunum
af kirkjueignum landsins, er eg ekkert hrædd-
ur um fjárskort, en að öðrum kosti er eg og
margir með mér hræddir um hann, því það
er ekki glæsilegt fyrir kirkjuna að ganga
allslaus frá ríkinu. Samt held eg fremur, ef
um tvennt ógeðfellt væri að velja, að eg
kysi heldurað fá í landinu félausa fríkirkju en
að halda fyrirkomulaginu, sem nú er. Svo
mikill ávinningur er fríkirkjan eptir minni
.trú, einungis að hún sé innleidd með lög-
gjafaraðferðinni, því hin aðferðin, að menn
sjálfir smám saman gangi úr ríkiskirkjunni
og myndi fríkirkju verður ávallt hálfverk, er
aldrei fær fulla framkvæmd.
Sameining ríkis og kirkju er eiginlega
eitt af því, sem eigi á að vera, því hún er röng
og af tvennu illu er það sjálfsagt betra fyrii*
kristnina, að ríkið ofsæki kirkjuna heldur en
verndi hana. Og hvað efnahágnum viðvíkur
þá þarf aldrei til lengdar að óttast féleysið,
því sé nokkur áhugi til í kirkjufélaginu, sem
jafnan má gera ráð fyrir, þá munu ávallt vakna
upp duglegir menn til að gangast fyrir sam-
skotum og fjársöfnun. Eg gæti vel ímynd-
að mér, að söfnuðirnir reyndu von bráðar að
eignast jarðirnar, sem kirkjur þeirra stæðu á,
og eins bújarðir handa prestum sínum. Hitt
er annað mál, hvort það væri þjóðinni nokk-
ur hagur að verða að gera þetta. írska frí-
kirkjan var við aðskilnaðinn svipt helmingx
eigna sinna, en hefir nú með frjálsum fórn-
um vina sinna eignazt svo mikið nýtt festufé,
að hún er orðin jafnrík, sem hún áður var.
Sama gæti orðið hér á landi, en þó þyrfti
að búa svo um hnútana, að nýa kirkjuféð
lenti eigi í sömu vargakjöptum, sem gömlu
kirkjueignirnar. Annars má nú til bráðabirgð-
ar teljast útrætt frá ýmsum hlið.um um þetta
fjárhagsmál, en það er aptur ýmislegt annað
í þessu efni, sem þörf er á að ræða meira
um, en gert hefur verið.
(Meira).
Enn þá eitt-tvö orð um Breiðfirðingana.
Einn breiðfirzkur frændi og fornkunn-
ingi hefur sent mér ýmsar athugasömdir við
greinir mínar um Vestfirðinga í blaði yðar, og
vilduð þér, háttv. ritstjóri, lofa okkur að leið-
rétta hið helzta af því. „Kristjáni Jónssyni
f Hergilsey hefur þú gleymt", segir frændi,
og manstu þó vel eptir honum, að hann er
sonur Jóns Ormssonar hreppstjóra á Kleifum
og Kristínar Eggertsd. langömmusystur
þinnar" Ganske rigtig frændi! Vel mátti eg
telja hann með öðrum merkum bændum
og Iíka átti eg að nefna son hans Snœbjörn
með réttu föðurnafni. En það var penna-
villa. Og eins átti eg að nefna (eða nefna rétt)
þáhina aðragóðu Eyhreppinga: heiðursmann-
inn gamla Einar Guðmundsson í Hergilsey
(sem ætíð bændi sig berhöfðaður í stafni,
áður en ný ferja var fyrst sett á flot), og
Gísla heiðursmanninn son hans, og Gíslason
hans, sem nú býr í Skáleyjum og á frænd-
konu mína Kristínu fyrir konu Pétursdóltur
í Skáleyjum og Margrétar föðursystur minn-
ar. Hennar bróðir er Jón Pétursson fyr
verzl.maður á Patreksfirði. Bróðir Gísla er
Andrés læknir, sem nú er í Ameríku. Alla
þessa og ótal fleiri — þar á meðal marga frænd-
ur mína og kunninga — mátti eg vel nefna,
en hvortveggja var, að bréfin voru í flýti
samin, enda áttu aldrei að ná til alþýðu, og
fóru þó of mjög á dreif, sýnandi vorri kæru
þjóð, hve vissu fólki hættir við að„kríta lið-
ugt" og hve slæmt sé „hvað hann séla Sig-
urður minn hélla er seinn að glípa" — eins
og haft er eptir séra Eggerti gamla af gár-
ungunum: eg meina hvað menn eru fljótir
til að gleyma og fara á hundavaði yfir lífs-
feril látinna manna. Enda er með þessu bent
á, hve nauðsynlegt sé að glöggir menn hver
í sinni sveit hafi í tíma tölu á merkum
mönnum og ættum og riti til minnis allt
það, sem ekki má eða á með þeim að líða
undir lok.
En þar sem velnefndur frændi vor
finnur að mannlýsingum mínum í þessum
lausu smágreinum er það meira álitsmál;
sínum augum lítur hver á silfrið; mér skilst