Þjóðólfur - 03.05.1898, Síða 1

Þjóðólfur - 03.05.1898, Síða 1
ÞJOÐOLFUR. 50. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 3. maí 1898. Nr. 21 Frjálsa kirkjan o. fl. Eptir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson. II. Séra Arnljótur talar í 8. nr. „Kbl.“ 6. •árg. um það, að mönnum þyki ófrelsi í rík- iskirkjunni og kvartar undan því, en vonar að það batni við aðskilnaðinn. Þetta er að mestu Ieyti stór misskilningur á málinu. Það er alls eigi vöntun á frelsi, sem mest amar oss fríkirkjumönnunum eða hugsana-svig- rúm, er oss mest vanhagar um, heldur þykir oss það að, að allt er gert fyr- ir menn af öðrum í þjóðkirkjunni, svo að fólkið venst á að hugsa ekkert og gera ekk- ert sjálft, en tekur við öllu þegjandi. En það er alkunnugt, að hverjum rrjanni er það skaðlegt að láta aðra gera það, sem hann getur gert sjálfur. Söfnuðum hjá oss er fengin í hendur prestur og kirkja með öll- um reglum til að fara eptir, og prestum eru fengnir í hendur söfnuðir og lögákveðnar tekjur. Það er þessi hjálp ríkisins, sem oss er veitt af náð, en er engin þægð í, já, vilj- um helzt losna við, því að slík stuðning dá- svæfir andlega lífið. í ríkiskirkjunni erumvér neyddir til að líða í söfnuðunum dauða með- limi og verðum stundum að sitja með þá menn, sem eru hreinir úlfar í hjörðinni, af því eigi er unnt að losna við þá. Eg hef til dæmis heyrt getið um, að á einum stað vildi presturinn og sumir sóknarmenn kaupa organ í kirkjuna, en þá risu menn í sókn- arnefndinni, sem einnig voru helztu efnamenn- irnir, upp á móti og hótuðu að segja sig úr kirkjufélaginu væri slíku máli hreyft og svo dó það. í fríkirkjunni eru embættismenn safnaðanna mestu framfaramennirnir, en í ríkiskirkjunni vill annað verða ofan á. Skyldu- tilfinningin er engin hjá mönnum í kirkju vorri, og ef nokkuð skal gera, þá er sjálf- sagt að heimta það af stjórninni. Ef prest- urinn vill innleiða einhverja góða nýjung, verður hann optast að berjast einn, af því að engir vilja berjast með honum fyrir mál- efninu, því áhuginn er lítill og enginn finn- ur, að fyrir sínu eigin máli sé strítt. Niður- urstaðan vill þá verða, að presturinn, sem áður hafði brennheitan framfarahug, smákóln- ar °g gefst upp að lokum, því hann fær hvergi bergmál, þótt hann hrópi af afli. Mér dettur víst eigi í hug að hálda, að þótt vér fáum frfkirkju á íslnadi þá verði kirkjulíf vort eins fjörugt eins og hjá löndum vorum í Ameríku, þvf þeir lifa í allt öðru þjóðlífi og undir allt öðrum kringumstæðum en vér, en fyr er nú gi)t en valið sé. Sumt af því, sem séra friðrik ritar um ossíslenzku prestana í »Aldamótununi« er aúðsjáanlega talað af miklum ókunnugleika á því, hvernig nú orðið til hagar hér heima. Hjartakuldinn, sem hann talar um hjá íslenzkum menta- mönnum, er alls eigi svo mikill sem haun heldur. Eg hef til dæmis þekkt embættis- menn, sem höfðu heitan áhuga á því að út- breiða menntun og glæða andlegt líf í sveit sinni, en fólkið hafði lítinn smekk fyrir þVí, er þeir fluttu, því það vantaði að vera hrif- ið fyrir þeim andans málefnum, er þeir fluttu. Bergmálið vantaði og svo þreyttust menn- irnir á að tala við sjálfa sig. Þetta mun vera allt öðruvísi í Ameríku, þar venjast landar vorir fjörugu þjóðlífi og umskapast andlega af félagslífi því, sem þeir eru í og svo umskapast prestarnir með þeim. Iðulegir fyrirlestrar, gleði-samkomur og fund- ir glæða eigi lítið sálarlífið. Mér getur nefni- lega eigi komið sú heimska til hugar, að vér sem eigum hér heima, nálægt hálfu öðru hundraði andlegrar stéttar manna eigum enga í þeim hóp, er jafnist að hæfileikum til áhuga og framkvæmda á við hina fáu íslenzku presta vestan hafs. Trúrækni og samvizkusemi í embætti sínu eiga einnig fjölda margir prestar hér heima, engu síður en bræður þeirra í Vesturheimi. Þó mikil andleg deyfð sé hér á landi og þeir séu til sem óttast fyrir, að hún muni haldast við að nokkru leyti í fríkirkjunni, þá eru samt stór líkindi til, að svefnmókið fari nokkuð af mönnum við svo stórkostlega breytingu og víst væri þá undir eins mikið unnið. Til að koma breytingu á þjóðlífið og vekja sannan áhuga og félags-anda einnig í öðrum málum ímynda eg mér, að ekkert meðal mundi reynast eins vel og enginn skóli verða því líkur sem fríkirkjan. Þar háfa menn ávallt umhugsunarefni, sem er nýtt og aptur nýtt. Þar er mál, sem flestir láta sig miklu varða og alla snertir undir eins og þeir eiga sjálfir að fara að fást við þau. Það má nærri geta, að fundir um trúar- og kirkjumálefni, sem menn stöðugt eru knúðir til að halda, geta ávallt haft og þurfa eigi yfir langa leið til að komast á, muni verða sóttir með miklu meiri áhuga, en hinir fáu almennu fundir, sem vér nú höfum. í því efni er naumast um annað tala en þingmálafund- ina, sem standa stund úr degi annaðhvort ár. Engir kosningarfundir eru jafnvel sóttir og með slíku kappi sem prestakosningarfundir; þar er gott dæmi þess, hve mönnum, ef á þarf að halda, getur orðið annt um sín kirkju- legu málefni. Þótt slíkir fundir séu nú of sjaldgæfir til þess að verulegir ávextir sjáist af þeim í þjóðlífinu, þá munu þeir samt sum- staðar hafa kennt fólki að sækja aðra kjör- fundi betur. Það er stórmenntandi að vera á mann- fundum, en engir fundir mennta fólkið í slík- um mæli, sem hinir kirkjulegu og venja það svo við samvinnu. ÖH þjóðin þroskast and- lega við þetta, og kirkjan mun sjálf fyrst og fremst hafa hag af því, en svo auðvitað rík- ið einnig. Eg gæti því vel ímyndað mér, að enda mótstöðumenn kirkjunnar, sem al- veg eins og vinum kirkjunnar er annt um jarðneska velferð þjóðarinnar, mundu með fúsum vilja sjá á bak miklu af kirkjufénu í hendur fríkirkjunnar til að gera skilnaðinn aðgengilegri, því þegar þeir íhuga þau gæði og félags-dyggðir, sem von er í að fá með honum í landinu, hljóta þeir að vilja einnig vinna nokkuð til. Versti þröskuldurinn fyrir öllum framfaramálum vorum er, að menn kunna illa að vinna saman og verða sjald- an svo heitir fyrir nokkru máli, að þeir vilji allt í sölurnar fyrir það leggja. Þetta mundi hin frjálsa safnaðarstjórn kenna mönnum og þannig skapast hjá einstaklingunum föst sann- færing. Mönnum verða þau mál svo ótrú- lega hjartkær, sem þeir verða sjálfir einir að berjast fyrir, og að svo sé er einkum þarf- legt í kirkjumálum. Hjartakuldi menntuðu mannanna mundi þá hverfa, því þá fengist bergmál í hjörtum alþýðunnar. Sú fríkirkja, sem slíka ávexti ber, auk þess að glæða krist- indómslífið, er sannarlega eptirsóknarverð fyr- ir þjóðina, og hvernig sem á allt er litið get eg eigi séð, að vinir kirkjunnar tapi neinu við að missa ríkiskirkjuna; miklu fremur má álíta, að hér sé heldur allt að vinna við frí- kirkjuna, því öllu góðu, sem til er nú í rík- iskirkjunni, ætti hún að geta haldið. Raddir úr sveitinni. i. úr Borgarfirði skrifar merkur og á- hugamikill framfaramaður Þjóðólfi á þessa leið 20. f. m. „Eg hefði helzt óskað, að endurskoðun- arfrumvarpinu frá 1885 hefði verið haldið á- fram, þangað til að stjórnin hefði mætt þing- inu á miðri leið, sem vonandi hefði orðið fyr eður síðar, ef þjóð og þing hefði haldið því fast fram. En fyrir breytingar á því máli frá 1889, er það orðið sundrað í höndum þingsins. Eg álít það þó eitt af þýðingar- mestu málum, sem þingið hefur til meðferð- ar, að ná einhverju af þeim réttindum inn i landið aptur, sem forfeðurnir glötuðu fyrir sundurlyndi og slægð Hákonar gamla. Valtýs-frumvarpið hefur talsvert verið rætt hér, sem víðar; er svo að heyra, að mönnum geðjist það ekki, álíta að stjórnin verði ekki innlendari fyrir það, og það sem í boði sé muni hafa lítinn krapt til að breyta skoðunum stjórnarinnar okkur í hag, fram yfir það sem nú er. Mörgum óar, þegar þeir líta yfir útgjöld- in í tjárlögunum, og þykir furðugegna, hvað þingið er örlátt á fé þessarar fátæku þjóðar. Sýnist mörgum, að útgjaldaliðirnir mættu vera færri, og sumar fjárveitingar líkastar því, sem á voru máli er kallað að »kasta út í blá- inn«. 1200 kr. fjárveitinguna handa Jóni Ól- afssyni »til ritstarfac, hef jeg engan heyrt minnast á, nema með megnustu óánægju, og telja flestir hana hneyksli næst. Og hvað á hann svo að rita? Sjálfsagt eitthvað annað merk-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.