Þjóðólfur - 03.05.1898, Blaðsíða 3
«3
skeiðsins.Ogþóeru sumir menn svo vantrúarfullir,
að þeir þykjast geta fullyrt, að það haíi drjúgum
dregið sundur með Jóni og sannleikanum í þessu
30 ára stríði, og eru það eflaust einhverjar illar
nornir, er því valda, einhverjar skapanornir, er
spunnið hafa ofhnökróttan og ofbláþráðóttan ör-
lágaþráðinn yfir vöggu piltsins, er þó var gædd-
ur ýmsum góðum bæfileikum af náttúrunnar
hendi, er annars kostar hefðu getað orðið að
einhvérju gagni.
Hr. J. 01. hefur á síðari árum optast verið
annara þjónn og því hlotið sjálfsagt að skrifa
um margt, er honum hefur eigi verið að skapi, en
það hefur bæði sljófgandi og,spillandi áhrifásóma-
tilfinningu og sannleiksást hvers einasta manns,
hversu næm sem hún hefur verið í upphafi. Einmitt
nú er hr. J. Ól. í slíku „skrúfstykki« hjá kostnaðar-
manni „Nýju-Aldarinnar", er leggur peningana á
boroið, — að svo miklu leyti sem landsjóður er elcki
látinn gera það,— og þingflokki þeim, er gengizt
mun hafa fyrir stofnun blaðsins og má geta nærri,
að sú »skrúfa« er ekkert þægileg. Eg hef ekki
fyr minnst á þetta og hefði eigi gert það, efj. Ól.
hefði látið mig hlutlausan. Að vísu er það á
margra manna vitorði hér, hvernig N. Ö. er í
heiminn komin, en þeir, sem óska að fá glöggar
fregnir um það, geta snúið sér til þingmannsins
í Landakoti, sem mun vera því manna kunnug-
astur. Af því að. eg hef persónulega ekkért mis-
jafnt til J. Ol. að segja þykir mérþað leitt, hvernig
hinni núverandi stöðu hans er háttað og hvernig
hún var sett á laggirnar. Hefði 1200 kr. fjárveiting
þingsins handa honum verið bundin einhverju á-
kveðnu skilyrði, til að leysa eitthvert ákvéðið
verk af hendi, eins og upphaflega var ætlazt til,
þá var ekkert um það að segja. En eins oghún
er nú orðuð setja menn hana 1 óþægilegt sam-
band við »N. Ö., en geta þó hinsvegar naumast
trúað því að maður sá eða menn þeir, er komu þessu
blaðfyrirtækiástofnhafiréttfingurna í landsjóð ept-
ir fé, til svona lagaðra „ritstarfa". Það getur ef til
vill verið nógu skemmtilegt, t. d. fyrir heimili í
Reykjavík að fá blaðið sent gefins svo og svo
langan tíma og eins fyrir ýmsa aðra út um land,
en verulegt gagn held eg að ritgerðir N, A. geti
aldrei unnið landinu.
Eg vona, að hr. J. Ól. reiðist mér ekki, þótt
eg leyfi mér að minnast ofurlítið á „Öldina“hans
og hvernig mér og fleirum hefur litizt á hana
þennan stutta tíma, sem hún hefur verið á ferli.
Það er ekki nema kaups kaups, þá erhannn hefur
að fyrra bragði sest í dómarasætið gagnvart Þjóð-
ólfi yfirleitt og hvernig ritstjórn hans sé hagað.
Eg þykist geta fullyrt með nokkurnveginn
áreiðanlegri vissu, að það sé almannadómur um
N. Ö., að þar hafi ekki til þessa dags birzt þeir
blaða-mennskuhæfileikar, er sumir menn þóttust
geta vonazt eptir hjá J. Ó. og að hún hafi þótt
yfirleitt furðu mögur, einhvernveginn svo smámuna-
söm og hégómleg, jafnvel barnaleg opt ogeinatt.
Hún hefur -lifað mest á hugleiðingum um það, er stað-
ið hefurföðrum blöðum, en haft sjálf svo undurfátt
að bjóða frá eigin brjósti, er nokkurveigur hefur
verið í. Sérstaklega hafa menn brosað að sögum
ritstjórans um sjálfan sig t. d. um 17 ára strákinn
ófyrirleitna, sem réðst í að Jfcfa út blað, og hefði
ef til vill farið í tukthúsið, eíjón gamli Guðmunds-
son hefði eigi verið svo göfuglyndur að láta hann
hlaupa, sem J. Ól. er honum innilega þakklátur
fyrir. Þessi undrapiltur var nfl. á þeim árum ekki
svo harðger, og hugmikill, eins og hannvarfram-
hleypinn 1 orðum. Þá þótti »sagan um úrið“ í
hl' Ö. rnjög skringileg. En langmerkast af öllu
eru þó uppgötvanir þær hinar nýju, sem N. Ö.
er að gera við og við, og enginn hefur fyr getið
um, eptír því sem hún sjálf segir. En það er hið
lakasta samt sem áður, að allar uppgötvanir N. Ö.
eru eldgamlar og ölhun áður kunnar. Það muna
víst allir eptir þvfi Þá er hún flutti þann vísdóm
sem öldungis spánnýjan frrf. sjálfri sér, að nú í vet-
ur hcfði orðið sú stefnubreyting í Danmörku, að
vinstrimanna ráðaneyti hlyti að komast að völd-
um nú þegar. Og N. Ö. sagði svo ógnarhróðug,
að þessa hefði ekkert íslenzkt blað gelið. Það
var eins og ritstj. hefði grafið digran fjársjóð úr
jöiðu, er hann „fann« þetta. En sá var hængur-
inn á, eins og öllum nemá honum hefur sjálfsagt
verið ljóst, að næstl. 3—4 ár að minsta kosti hefur á-
valt smátt og smáttverið að færast nær þvl marki,
að hægri menn færu frá völdum, en vinstri
(Briem) til Englands, Ólafur Rósenkranz fimleika-
kennari. o. fl.
Lífsábyrgðarstofnun
ríkislns.
menn tækju við, svo að þetta kom víst ekki flatt
upp á nokkurn lifandi mann hér, nenia J. Ól. er
auðvitað stafar af því, að hann hefur ekki fylgzt
vel með í dónsku pólitlkinni, meðan hann var í
Ameríku. — Eg vil naumást minnast á annan
eins hégóma og la-la-la ra-ra-ra-ra fréttina um
um komu „Laura“, hráa haframjölsgrautinn, mat-
aræði ritstjórans á morgfiana ög fl. af líku tagi,
því það yrði oflangt mál. 1 En eitt vil eg leyfa
mér að benda hr. J. Ól. á, af því hann minnist á
Þjóðólf í sambandi við Kristján Jónsson og alla
þá lokleysu-skýringu, er hann gefur á orðum mín-
um þar, að mér er ekki tamara en J. Ól. sjálfum
að reyna að skjóta mér undan lagalegri ábyrgð
með dularorðum. Eg vil leyfa mér að segja
að það „sé skrílblaði einu safiiboðið" (sbr. um-
mæli hans um Þjóðólf) að ritstjórinn óvirði félags-
brœdur sína „undir rós“ þannig að allir skilji, hver
meiningin sé, en verði eigi lagalega kært. Og
það hefur hr J. Ól. einmitt gert í N. Ö. eigi fyrir
löngu, þá er hann, sjálfur Góðtemplarinn, fór þeim
þeim orðum um félagsbræður sína, Hlínarmenn
er öllum þóttu mjög óviðurkvæmileg, sérstaklega
af honum sem bindindismanni, enda mun hann
sjálíur hafa nægilega komizt að raun um, hversu
þ#ð var metið, bæði af bindindismönnum sjálfum
og öðrum, sem ekki eru í þeirra flokki. Og þessi
árás stafaði víst eingöngu af því, að honum var
persónulega f nöp við nokkra menn í Hlín. Það
er til sannur málsháttur; „Sá er fuglinn verstur,
sem í sitt eigið hreiður drítur". Það hefur Þjóð-
ólfur aldrei gert. Eða sýni J. Ól. fram á það.
En Hví dirfist hann þá að koma fram sem vand-
lætari og siðameistari gagnvart Þjóðólfi o. fl. öðr-
um, og „breiða sig út yfir það“ með ógnarlegum
helgisvip, að persónuleg óvild stjórni orðum mín-
um í blaðinu, og að eg reyni að skjóta mér und-
an lagalegri ábyrgð. Það er viðkunnanlegra að
hafa dálítið hreinni skjöld í þeim efnum, en hr.
J. Ól, eí orð manns eiga að hafa nokkurt gildi.
„En allt er mikið á mér« sagði stelpan, og eins
fer hr. J. Ól. Annars finnst mér ekki; að hann
geti hreykt sér hátt út af N. Ö. enn sem komið
er, nema ef það skyldi vera — af pappírnum —
er hann sjálfur vitanlega borgar þó ekki — en hann
hefur heldur ekki gleymt því, að geta þess, hve
góður hann væri. Eg skal játa það, að eg og
fleiri höfum þá skoðun, að pappírinn sé beztur(!)
í Nýju—Öldinni, langbeztur. Það erti Jóns eigin
orð, en hann befur ekki varað sig á því, að það
má leggja dálltið ánnan skilning í þau, en hann
hefur sjálfsagt ætlazt til. Það má talca þau í
sambandi við það, sem ritað er á þennan góða
pappír. Hvort pað er jafnan samsvarandi honum
að gæðum vil eg ekki fullyrða.
Eg mun ekki eptirleiðis eyða miklu
rúmi til að svara því, sem hr. J. Ól. kann að
þóknast að sltrifa um mig. Þjóðólfi mun aldrei
verða hnekkt á þann hátt í áliti allra óhlutdrægra
manna. Forlög hans munu ekki verða komin
undir tungurótum Jóns Ólafssonar, eða hans kump-
ána. Og að því leyti getur hann leitt alveg hjá
öll „skrifiþessara manna. Meðan eg hefi stjórn
blaðsins á hendi mun eg eigi fara að því, hvort
J. Ól. geðjast betur eða vcr að því, hvernig eg
skrifa í blaðið og hvað þar birtist. Mér stendur
svo hjartanlega á sama um það.
En eg vil að lokum stinga upp á einu við
ritstj. N. A. hvort hann vill ekki kaupa því, að
láta örfá eptirmæli merkra manna, og fornan ís-
lenzkan sagnafróðleik hlutlaust, þótt það birtist í
Þjóðólfi, gegn því, að hann megi óáreittur af
minni hálfu prédilca „evangelíið" um sjálfan sig
og sína persónu í hverju einasta tölubl. N. A
og geti öruggur flutt lesendum sínum nýjar og
nýjar uppgötvanir og gamlar þó, sagt þeim nýjar
og nýjar sögur af 17 ára stráknum óþekka, þessu
furðuverki náttúrunnar, undrapiltinum, sem síðar
varð svo ósköp mikil og merkileg persóna, há-
yfirgrobbari íslánds, ritstjóri 18 blaða, riddari af
Vídalíns-vasaorðunni m. m.
H. Þ.
Póstskipið Laura fór héðan áleiðis til
Hafnar á sunnudagsnóttina x. þ. m. Með því
sigldi landshöfðinginn og frú hans, frú Þórunn
Jónassen með dóttur sinni, frk. Soffíu, frú María
kona séra Jéns- Helgasonar, frú Sigríður Helga-
dóttir (frá Odda), ekkjufrú Elín Eggertsdóttir
Aðalskrifstofa:
Kaupmannhöfn, K., Havnegade 23.
Útborgun á
„Bonus“ (uppbót),
Að upphæð hér um bil
2smiljon króna.
---- \
Samkvæmt lögum 26. marz 1898, sem
ákveður reglur um „bonus“-útborgun frá lífsá-
byrgðarstofnun ríkisins til loka ársins 1910,
verður í ár útborgaður „bonus" fyrir 5 ára
tímabilið 1891—95, að upphæð hér um bil
2 f/4 miljón króha. Þessarar úthlutunar á „boix-
us" verða allar þær hinar sömu tryggingar að-
njótandi, sem komu til greina eptir hinum
fyrri „bonus“-lögum, og ennfremur allar aðr-
ar tryggingartegundir, svo framarlega sem
hlutaðeigandi tryggingar eru keyptar eptir8.
apríl 1893. Af þessu leiðir, að lífeyristrygg-
ingar líka fá „bonus" ef pær eru keyptar
eptir greindan dag, en ekki, efþær eru eldri.
Lögin frá 26. marz 1898 setja eins og
síðustu „bonus“-lög það almenna skilyrði fyr-
ir rétti til »bonusar«, að trygging sú, sem
um er að ræða, hafi verið í gildi við lok
þess fimm ára tíma, sem »bonus« er veittur
fyrir. Frá þessu eru að eins undanþegnar
TRYGGINGAR FYRIR LÍFEYRI EPTIR
ANNAN DÁINN, sem eru komnar úr á-
byrgð stofnunarinnar á greindum fimm ára
tíma fyrir dauða njótandá lífeyrisins, Þessar
tryggingar fá nefnilega »bonus«, svo framar-
lega sem að eins kaupandi lífeyrisins hefur
lifað við lok i>bonust.-tímabilsins. Kaupendur
lífeyris eptir annan látinn (t. d. ekkjumenn),
sem eptir þessu eiga heimting á »bonus« fyr-
ir slíka lífeyristryggingu, sem gengin er út
úr ábyrgð stofnunarinnar, af því að njótandi
lífeyrisins er dáinn fyrir 1. jan. 1896, en
eptir 31. jan. 1891, eiga að gefa sig fram
við stofnunina fyrir 9. júlí þ. á. (sbr. 4.
gr. laganna) og um leið láta í té dánarvott-
orð njótanda, ef slíkt vottorð er ekki áður
sent stofnuninni. Yfirlýsingin um þetta á
helzt að vera skrifleg. Eyðublöð undir hana
fást bæði á aðalskrifstofu stofnunarinnar í
Khöfn og hjá umboðsmönnum hennar utan
Khafnar.
Athugavert er, að eptir báðum hinum
undanfarandi »bonus«-lögum var »bonus«-út-
borgun til ekkjumanna fyrir lífeyristrygging-
ar, sem eiginkonur þeirra áttu að njóta, en
féllu burt, af því að konan dó, bundin því
skilyrði, að tryggingin væri ekki keypt fyrir
lögákveðpa ítölu (procenter) í launum sýslun-
armanna. í hinum núverandi »bonus«-lögum
er þetta skilyrði fallið burt. Sýslunarmenn,
sem hafa misst eiginkonur sínar á »bonus«-
tímabilinu, hafa því nú sama rétt til »bon.
usar« fyrir lífeyristryggingar, sem gengnar
eru úr gildi, af því að konan dó, eins og
embættismenn og aðrir, sem kaupa slíkar
tryggingar af sjálfsdáðum, og eiga eins og
aðrir að gefa sig fram við stofnunina fyrir
9. júlí þ. á.
L