Þjóðólfur - 06.05.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 06.05.1898, Blaðsíða 3
85 agnir tilbúins áburðar, því jörðin er þá heitari og lausari, svo loptið kemst þá betur um jarð- veginn að smáögnum hans; verður jörðin heldur aldrei eins vot í vætum, né of þur í þurkatíð, eins og þrásinnts á sér stað með óunna og nátt- úruþurra jörð. En þetta er aðalskilyrði fyrir fjör- ugu lífsstarfi jarðvegsins, rotnun og uppleysingu efn- anna. Þrátt fyrir það, þótt eg liafi leitazt við að sýna fram á, að hvalgúanó eigi illa við hjá oss, þá neita eg þó ekki, að það geti verið gott að blanda því til helminga saman við þurran áburð í holur fyrir jarðepli, ef jörðin er góð og illt að fá annan áburð. En þá væri bezt að leysa það áður upp í brennisteinssýru. En þannig upp- leystur áburður er dýr, og í velflestum tilfellum tel eg það ópraktist að brúka svo dýran áburð, einkum á meðan ekki er skortur á efnum, er bvívetna liggja ónotuð, og mætti gera bezta á- burð úr, og tiltölulegá ódýrri, en hvalgúanó er. Að eg ekki tali um annað eins og að láta opt helftina af dýrmætustu efnum, manna- og dýra- saurinda fara til ónýtis og liggja hvívetna til ó- þrifa og heilsuspillis, í stað þess að blanda þau með mold eða þurrj mýrarjörð, sem alstaðar er nóg af, og geta þannig aukið áburðinn allt að því til helminga að vöxtum og gæðum. Sig. Þórólfssoti. Frá sýslumanninum í Skaptafells- sýslu hefur Þjóðólfi verið send svolátandi at- ■hugasemd, er eigi þykir ástæða til að synja rúms. „í grein eptir hr. alþingismann og bæjarfógeta Klemens Jónsson, er birtistíi2. tölubl. „Þjóðólfs" þ. á. hefir greinarhöf. viðhaft þessi ummæli: „Það mætti fremur kenna — — — — Guðl. Guðmundssyni um greinar í Isafold, því eg veit, að þeir hafa báðir meiri áhrif á ritstj ísafoldar, •en jeg hef á ritstj. „Stefnis" —“ Þessi orð hins heiðraða greinarhöf., séu þau skilin blátt áfram •og á venjulegan hátt, fela í sér talsvert mishermi. Mér er það eðlilega langtum kunnugra, en hon- um, hver áhrif eg hef á ritstj. ísafoldar, eins og honum er kunnugra, en mér, hver áhrif hann hefir á ritstjórn „Stefnis". Þó að hann nú í nefndri grein fullyrði, að hann sé ekkert við Stefni rið- inn, sem mér ekki dettur í hug að rengja, þá íela samt þessi orð hans í sér fullyrðing (ncgveit*) um, að eg hafi einhver áhrif á ritstjóra Isafoldar. Þetta er ekki rétt, því miður. — Eg vildi gjarn- nn teljast svo glöggskyggn og atkvæðamikill þing- maður, að blöðin í landinu leituðu til mín um ráð, hver stefna mundi heillavænlegust í hinum merkari landsmálum. En eg hef ekki getað stært mig af slíku hingað tíl. Hvorki ritstjórn Isa-» foldar, né nokkurs annars blaðs á landinu, hefir sótt nein „áhrif" til mín og þar sem ísafold fylg- ir fram sviplíkri skoðun og eg, t. d. í stjórnar- skrármálinu, þá stafar það eigi af neinum »áhrif- um« livorki mínum á ritstjórnina né hennar á mig. Eg veit, og það mikið betur, en hinn háttvirti grein- arhöf., að mín »áhrif« á ritstjórnir blaðanna hér eru alls engin, hvorki Isafoldar né annara. Þessum línum vildi eg biðja yður, herra rit- stjóri, að ljá rúm í blaði yðar. Kirkjubæjarkl. 9. aprll 1898. Gudl. Guðmundsson. ,Thyra‘ kom hingað beint frá Höfn °S Skotlandi í gærmorgun. Hafði farið frá Leith á áliðnum degi 30. f. m. Með henni komu: Magnús Benjamínssön úrsmiður, ög eigi fleiri farþegar héðan úr bænum, en kaup- menn nrargiraðvestan: Skúli Thoroddsenritstj. og Árni Sveinsson af ísafirði, N. Chr. Gram fra Dýrafirði, Markús Snæbjörnsson frá Geirs- •eyri, Árni Riis frá Stykkishólmi, R. Riis frá Borðeyri, Pétur Ólafsson verzlunarm. úr Flat- oy; ennfremur Torfi Bjarnason skólastj. frá Ólafsdal, Guðm. Jónasson (frá Skarði), Ás- mundurTorfason prentari.alkominn meðskyldu- Jið sitt frá Ameríku Frá Leith kom Cop- land, umráðandi verzlunarinnar .Edinborg" hér í bænum og umboðsmaður ísfirzka kaup- félagsins, og förunautur hans, Schoppe. Mannalát: Siðastliðinn 17. marz andaðist að heimili sínu Læk í Flóa, sómakonan Sigríður Magnúsdóttir, nálega 87 ára gömul. Hún var fædd í Birtingaholti 23. apríl 18x1, og voru for- eldrar hennar Magnús bóndi þar, Snorrason frá Asi Jónssonar í Miðfelli Magnússonar og kona hans Svanhildur Guðmundsdóttir, föðursystir Sig- urðar Pálssonar í Haukadal, er næstl. vetur lézt á Laug. Sigríður heit. fluttist ung suður í Flóa og bjó með manni sínum, Þórarni Arnbjarnar- syni. bæði vel og lengi í Þorleifskoti í Laugar- dælahverfi, Síðsta hluta æfi sinnar dvaldi hún í sjálfsmennsku hjá sonum sínum á Læk, Snorra bónda Þórariassym og Þorgeiri. 3. soninn átti hún á lífi, er hún dó, Magnús bónda á Miðhús- um í Garði. Son hennar var og Arnbjörn bóndi á Selfossi, sá er dó undir húsbruninu þar í síð- astliðnum jarðskjálftum. — Sigríður heitin var stiilt kona, greind vel, góðsöm og guðrækin, enda var hún virt og vel metin af öllum, sem hana þekktu. Hún var sérriega góð móðir barna sinna, enda naut hún þess ríkuglngaíellisinni,þvífá börn munu hafa gert meira til að gera móður sinni æfikvöldið blítt og rólegt, en börn hennar gerðu, sérstaklega synir hennar, er hún dvaldi hjá, þó öll styrkti þau hana með fjárframlögum. Hún hélt minni og heilbrigðum sálargáfum til dauðadags og kunni því frá mörgu að segja frá fyrri tímum. (Ó). Nýdánir eru í Biskupstungum 4 bændur allir úr lungnabólgu. Eyvindur Hjartarson á Bóli (son- ur Hjartar hreypstjóra Eyvindssonar í Austurhlið), Erlendur Þorvarðarson í Arnarholti, Guðtnundur BjarnasoníTjarnarkoti og Guðmundur Guðnason á Gýgjarhóli. Allir rúml. miðaldra menn og efnis- bændur, einkum Eyvindur. Látinn er í Ameríku (Mikley í Winnipeg- vatni) 19. marz Gunnar Gíslason, 75 ára garnall, ættaður úr Þistilfirði og hafði lengi verið þar nyrðra. Hann var fróðleiksmaður mikill, einkum vel að sér í sagnvísi og ættfræði. Það var hann, sem fyrir skömmu stakk upp á því í „Heims- krínglu", að rituð væri I .andnáma Vestur-Islend- inga, en því var eins og vænta mátti ekki rnikill gaumur gefinn. Faxaflóagufubáturinn „Reykjavík“ kom hingap frá Mandal í gærmorgun. Hafði farið það- gn 29. f. m. Hefur nú verið gert svo mikið við hana, að hún má heita nálega ný. Er mælt, að endurbygging hennar hafi kostað um 25,000 kr., og hafa því eigendurnir ekkert sparað til að gera bát þennan hinn sómasamlegasta að öllu leyti, og er það mikillar þakkar vert. Að öðru leyti er fyrirkomulagið innanborðs líkt og áður. Bátur- inn hefur göngu sína hér um flóann á morgun. Nýtt verzlunar- og fiskiveiðafélag er enn myndað í Danmörku, og hefur N. Chr. Gram kaupm. á Þingeyri, afhent eða selt því verzlanir sínar allar (á Þingeyri, í Haukadalsbót, í Stykk- ishólmi og Ólafsvfk), en hr. Gram er í stjórn fé- lagsins. Þá hefur og Markús Snæbjörnsson kaupm. á Geirseyri selt verzlun sína á Patreksfirði verzl- unar- og fiskifélagi því, sem Björn kauprq. Sig- urðsson veitir forstöðu. Er svo að sjá, sem þessi nýju félög, sem þegar eru mynduð, ein 5 alls, ætli sér að leggja undir sig landið í verzlun og fiskiveiðum, Dýrar vörur: Verð á matvæium og öðr- um vörum í gulllandinu Klondyke, . að sumrinu þá er þau eru fáanleg er þetta. [Eptir »Weekly Scotchman]. Hveiti 2 kr. 50 a. @ Elgdýrskjöt 3—60 - —' Baunir 0 — 90 . Hrísgrión 1 ~L 35 Sykur 1 ~ # - Svinsflesk 1 — 80 - Smjör 5 — 4° Egg 7 — 20 - tylftin Lax 5 — 40 - hv. stykki. Kartöflur 1 — 35 - ® Rófur 0 — 90----- Te 9 — 00 - — Kafti 3 — 15----- Þurkaðir ávextir 2 — 70 - — , Tóbak 6 — '35 - — Líkör 1 — 80 - staupið. Appelsínur 1 — 80 - hver. Citrónur o — 90 - hver Að vetrinum er verð á öllu miklu hærra, svo hátt, að firnum sætir og margar nauðsynjar eru þá alveg ófáanlegar. hvað sem í boði er. Það er því dýrt að lifa í Klondyke. Jarðarför Ólafs Þórðarsonar, Vesturgötu nr. 27, fer fram á laugardaginn. Húskveðja byrj- ar kl. 12. Korsör-Margarine reynist mönnum lang bezt. í sumar verður það selt töluvert ódýrara en áður, þegar 100 T eru keypt. í smákaup- um er verðið sama og áður Einkaútsala hjá B. H. Bjarnason. Stígvél fyrir karla og konur, klossar og sjóstígvél fást í verzlun Sturlu Jónssonar. Yerzlun B. H. Bjarnason. selur allskonar matvöru með góðu verði. Sér- staklega ódýrt: Bánkabygg í heilum sekk- jum, Kaffi Og Sykur sömuleiðis. Ágætar reyniviðarplöntur fást til kaups hjá Gúðmundi Guðmundssyni lækni, Vallarstræti 4. Með góðu verði. nokkur hundruð pör Sjóvetlingar, hjá B. H. Bjarnason. Farfi allskonar, lcítti, rúðugler gott og í stórum skífum, Fernis- og Terpentínolía fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. fslenzkt smjör er vel borgað í verzlun B. H. Bjarnason. Harðfiskur og saltfiskur fæst í verzl- un Sturlu Jón <sonar. Nýkomið »SkÍnke« reyktur á °/65 pundið og alls- konar Niðursoðin matvæli tiltölulega ó- dýr, í verzlun B. H. Bjarnason. Borð- og gólfvaxdúkur fæst í verzl- un Sturlu Jónssonar. grænsápa bezta tegund í heilum dunkum á 17 aura pundið hjá B. H. Bjamason. Jurtapottar af ýmsumstærðum fást í verzlun. Sturlu Jónssonar. RÓnir Og órónir sjóvetlingar keypt- ir hæsta verði í verzlun Sturlu Jónssonar. VERZLUNARSTÖRF. Reglusamur piltur, aðgætinn, trúr og vel

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.