Þjóðólfur - 06.05.1898, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 06.05.1898, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 50. árg. Reykjavík, föstudaginn 6. maí 1898. Nr. 22. Ófriður milli Spánverja og Bandaríkjanna. Kaupmannahöfn 26. apríl. Eptir því sem leið á síðustu viku hörðn- uðu orðsendingarnar milli Mc Kinleys og Spánarstjórnar, og 20. apríl skýrði Mc Kin- ley skírt og skorinort frá því, að Spánverj- ar yrðu að hypja sig á brott frá Kúba með allt sitt lið og herbúnað, og jafnframt hverfa með herskip sín úr nágrenninu, ella yrði hann neyddur til að reka þá burt þaðan með herafla, en Kuba skyldi með öliu laus undan yfirráðum Spánverja. Frest til þess að svara orðsending þessari veitti hann Spán- verjum til laugardags 23. s. m., en Spán- verjar svöruðu því einu, að þeir hvorki vilclu né gœtu sleppt nokkrum af réttindum sínum á Kuba, og mundu verja þau til hins ítrasta og lá nú ekki annað fyrir, en að undirbúa flotana sem bezt og senda af stað. Banda- ríkjamenn hafa lagt herskipum fyrir norður- og vesturhluta Kubu, til þess að varna Spán- verjum landgöngu, og jafnframt gera upp- tæk þau verzlunarskip Spánverja, er orðið hafa á vegi þeirra. Ekki hefur slegið í bar- daga enn sem komið er, en það er ætlun manna, sem vit þykjast hafa á, að fyrst muni þeim lenda saman einhverstaðar nálægt eynni Portorico, sem er síðasta eign Spánverja í Vesturheimi. Það telja flestir víst, að Spánverj- ar muni algerðan ósigur bíða, því fyrst er það, að herskip þeirra eru færri, minni og ver útbúin, ,en Bandaríkjamanna, landher þeirra á Kuba þreyttur, mjög iDa útbúinrt að ’vist- um og fé og á við afarslæman aðbúnað að öðru leyti, en lítið útíit fyrir, að þeir geti aukið hann eða bæjfi og, það sem mestu varðar, »afl þeirra hluta, sem gera skal skortir þá algerlega, ríkisfjárhirzlan er tóm og ríkið í botnlausum slculdum, þar sem Banda- ríkin munu vera eitthvert auðugasta ríki í heimi, enda segja fréttaritarar frá Spáni það, að Spánverjar muni finna til þessa, og væri daufir í dálkinn, og ef ekki væri um „æru Þjóðarinnar" að ræða, þá mundi ekki hafa farið svo, sem reynd er á orðin, en það mega þeir eiga, að þeir hafa á aDar lundir reynt að komast hjá stríði þessu, og ef til viD hefði það tekizt, hefði Sagasta komizt fyr að völdunum og fyrirrennari hans, Canovas, ekki verið annar eins þralcálfur, og hann var; þar á ofan bætist nú, að útUt er fyrir upp- reisn á FiHppinsku eyjunum og Portorico. OD ríki í EvrópU) sem eignir eiga þar vestra, hafa flýtt sér að lýsa yfir því, að þau mundu láta báða málsaðila algerlega hlut- lausa, meðan ófriðurinn stendur (væru „neu- tral"); svo hafa og gert þau af stórveldun- um, sem engar eignir eiga þar. Viðauki. Ensk blöð, er ná til mán- aðarmótanna (hið yngsta frá 3°- aPríl), skýra frá gangi ófriðarins þá fáu daga, er hann hafði staðið, en engin stórtíðindi voru þá enn orðin. Bandaríkjamenn höfðu tekið nokkur verzlunarskip fyrir Spánverjum, og skotið á Matanzas, hafnarvígí á Kúba, skammt austur frá Havana. Bandamenn segja, að Spán- verjar hafi mist þar fjölda manna en Spán- verjar segja, að aðeins einn Múlatti hafi faD- ið, og eru hinir hróðugustu. Eins og venjulegt er ber hraðfréttunum aDs ekki saman, því að hvorttveggja þykist hafa borið hærra hlut, en fregnirnar svo nýj- ar, að eigi verður staðhæft um sannindin. Þó ætla menn að Bandamenn hermi réttar. — Spánverski aðalflotinn héðan úr álfu, er hafði mælt sér mót langt á hafi úti, fram und- an Grænhöfða á Senegambíu, lagði af stað vestur yfir Atlantshaf næstl. föstudag (29. f. m). með leynilegar fyrirskipanir, og þykir Banda- mönnum verst, að vita ekki, hvert hann stefnir, eða hvar hann leggur að landi við Ameríku svo að þeir geti veitt honum hæfilega við- töku. En lausafregn hafði borizt um það frá Madríd, að nokkur hluti hans ætti að leggja inn í Massachucettsflóann, og skjóta sprengi- kúlum á höfuðborgina Boston, og aðra hafn- arbæi í norðurhluta Bandaríkjanna. Urðu Bostonsbúar og aðrir borgabúar þar í grennd allsmeikir við þá fregn, og kröfðust, að þeg- ar væru gerðar alvarlegar varnar-ráðstafanir, en svo er að sjá, sem ósamþykki og óregla eigi sér stað í hernaðarráðaneytinu í Wash- ington, því að það hefir( komið í ljós, að undirbúningurinn undir ófriðinn er í lakasta lagi, og margar skipanir verið gefnar út, hver á móti annari, og er lýðurinn mjög óánægð- ur yfir því. — New-Yorkbúar búast einnig við að fá heimsókn af Spánverjum, og hafa þar orðið óeirðir nokkrar í bænum, af hern- aðarvímunni. Spánverjar, sem búsettir eru í Banda- ríkjunum, hafa þyrpzt hópum saman til Kan- ada, einkum til Montreal, og fjöldi Spán- verja hefur einnig flúið frá Kúbu, til eyjanna í grennd, einkum konur og börn. Ástandið í Havana er sagt hið hryggilegasta. Menn hafa búizt við, að skotið yrði á borgina þá og þegar. Verð á matvælum ferfaldaðist á 2 dögum og aflt eptir því. Svo segja ensk blöð, að herskip Spán- verja muni verða í mestu vandræðum sakir kolaleysis, og sé eyjan Porto Rico hinn eini staður, er þau geti aflað sér kola, en Banda- ríkjamenn hafa hugsað sér að varna þeim þess. Hvorki Spánverjar né Bandamenn eru undir ófriðinn búnir, hvorki á sjó né landi, að því er blöðin segja. En ófriðurinn muni að líkindum verða háður og til lykta leiddur að eins á sjó, og sá málsaðili mun bera hærri hlut, er hafi fleira fólki á að skipa, og meiripeninga til að grípa til, og er auð- vitað, að Bandamenn standa þar betur að vígi, enda mun það vera ætlun flestra, að Spánverjar lúti fljótt í lægra haldi, þótt hin- ir séu ifla undirbúnir. Búizt var við eptir síðustu fréttum, að aðalorusta mundi verða þá og þegar næstu daga, einhversstaðar í nánd við Havana. Verð- ur því nýrra stórtíðinda að vænta við næstu fregnir, en svo langt, sem nú heíur frétzt, var enginn veigur orðinn í viðskiptunum. Gladstone gamli var enn á lífi 30. f. m., en er ávaflt að hnigna. Þó ekur hann út endrum og sinnum. Hann hefur sent hinnstu kveðju til ættingja sinna og vina, og bíður rólegur dauða síns. En sumir ætla, að hann geti þó lifað nokkra stund enn. Kristján elzti sonur Friðriks konungs- efnis, hefur kvænzt heitmey sinni, Alexandr- ínu frá Melclenburg. Stóð brúðkaupið í Cann- es á Frakklandi 25. f. m., og var þar margt stórmenni samankomið, víðsvegar að úr Ev- rópu. Um þjóðminningardaginn, Það er þrásinnis um það kvartað, bæði í ræðum og ritum, að ýmsar þarfir áður ó- þekktar hér á landi fari svo vaxandi, að til vandræða horfi, því framleiðslan aukist ekki nándar nærri að sama hlutfalli, og þótt þessu sé aptur á móti mótmælt afýmsum og bók- staflega sýnt fram á, að efni þjóðarinnar fari vaxandi í heildinni, svo sem með auknum þil- skipaflota, gerðum vegabótum og öðrum samgöngufærum, bættum húsakynnum o. fl. þá mun því ver efnahagur margra einstakl- inga og jafnvel ýmsra sveitafélaga fara hnign- andi og aðalorsökin er vafalaust aukin eyðsla og tilfinningarleysi fyrir framtíðinni; margir gleyma alveg að búa sig undir hana með sparnaði og hyggindum. Ein af þessum nýju þörfum áður óþekktu eru þessar árlegu þjóðhátíðir, sem þyka mjög nauðsynlegar og ýms af blöðunum ljúka lofsorði á og þótt eg ekki geti séð beinan þjóðarhag af þeim dettur mér ekki í hug að halda því opinberlega fram, að svo kunni ekki að vera; eg efast ekki um, að þeir sem gengizt hafa og gangast fyrir innleiðslu þessara mannfunda muni nákvæmlega hafa yfirvegað nytsemi þeirra, áður en þeir afréðu tillögur sínar og sama ætla eg, að blaðstjórar þeir, sem með þeirn hafa mælt hafi gert og allir þessir hljóti að hafa komizt að einni og sömu niðurstöðu um nytsemi þeirri; og hvað hef- ur svo eins eða fárra manna álit að þýða, þótt það gangi í öfuga átt. En ekki er langt á að minnast, að helgidagarnir þóttuof margir og af ýmsum talið þarft verk að af- nema flesta helgidaga nema sunnudaga og jafnvel taka aptan og framan af þeim. En eitt er víst, að þessar samkomur hafa meiri kostnað í för með sér bæði beinlínis og ó- beinlínis, vinnumissi og eyðslu, þótt alít

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.