Þjóðólfur - 13.05.1898, Page 1
ÞJOÐOLFUR.
50. árg.
Reykjavík, föstudaginn
13. maí
1898.
Nr. 23.
ÞINGVALLAFUNDARBOÐ.
Með því að svo má gera ráð fyrir, að
á næstkomandi sumri, eigi síðar en 20. dag
ágústmánaðar, verði búið að byggja hús það
á Þingvelli, er styrkur er veittur til í núgild-
andi fjárlögum, fyrir þjóðlegar samkomur og
erlenda ferðamenn, þá viljum vér undirritað-
ir leyfa oss að skora á hin einstöku kjör-
dæmi landsins að kjósa og senda þangað
fulltrúa, einn eður tvo, eins og ákveðið er
um þjóðkjörna alþingismenn.
Tilgang fundarins höfum vér hugsað
oss þann að ræða mest um-varðandi almenn
þjóðmálefni, sér í lagi stjórnarskipunarmál-
ið, en tengja þar við jafnframt þjóðminn-
ingarsamkomu fyrir land allt með svipuðu
fyrirkomulagi og gert var í Reykjavík síð-
astliðið sumar.
Vér fulltreystum því, íslendingar, að
þér munuð gefa þessari áskorun því ræki-
legri gaum, sem þér munuð finna til þess,
eins og vér, að aldrei hefur verið brýnni
ástæða til þess, en nú, að sameina beztu
krapta fósturjarðarinnar henni sjálfri til vegs
og frama.
Fundurinn verður settur fyrnefndan dag,
20. ágústm. á hádegi.
Ritað í aprílmánuði i8g8.
B. Sveinsson. Sigurður Gunnarsson
Kl. Jónsson. Jón Jónsson.
þm. Eyfirðinga.
Pétur Jónsson.
*
* *
Til skýringar þessu fundarboði skal það
tekið fram, að það er tilætlun vor fxndarboð-
enda, að allir kjósendur í hverjum hreppi
hinna ýmsu kjördæma landsins, eða því sem
næst, eigi fund með sér fyrir torgöngu beztu
manna, að þeir á þeim fundi kjósi kjörmenn,
I fyrir hverja io kjósendur eptir hinum
gildandi kjörskrám, að þeir kjósendur, sem
mæta, verði nafngreindir í fundargerðunum
a sama hátt sem í kjörskránum, og að allir
kjörmenn hreppanna, að því búnu, komi sam-
an á einn fund, og kjósi þar fulltrúa til Þing-
vallafundarins i eða 2, eptir því sem alþing-
ismennirnir eru. Það segir sig sjálft, að al-
þingismennirnir éru ekki kjörgengir, hvorki
sem kjörmenn, né Þingvallafundarfulltrúar.
Pundarboðendurnir.
* * * *
* * * * *
Það dylst víst engum, að aldrei hefur
verið brýnni þörf á öflugum Þingvallafundi,
en einmitt nú, enda má ganga að því vísu,
að fundarboðinu verði í þetta skipti rækilega
sinnt, svo að dálítill veigur geti orðið í alls-
herjarsamkomu þessari. Hin frámunalega
sundrung, er einstakir menn hafa vakið í
sjálfstjórnarmáli voru er svo hraparleg, að
þjóðinni verður að gefast kostur á að lýsa
yfir vilja sínum í þessu máli, og það verður
bezt gert á þann hátt, er fundarboðendur
hafa tekið fram, að hver hreppur velji fyrst
kjörmenn, I af hverjum io kjósendum á
kjörskrá og þeir kjörmenn velji svo aptur
á almennum fundi í kjördæminu I eða 2
fulltrúa á Þingvallafund eptir tölu alþingis-
manna í hverju einstöku kjördæmi. Þettaer
hin vissasta og haganlegasta aðferð, sem verið
getur, til þess að glöggur og áreiðanlegur
þjóðarvilji geti komiðí ljós á Þingvallafundi,
því að sjálfsögðu verða hrepparnir að gefa
kjörmönnutn sínum greinilegar vísbendingar
eða umboð til að fara eptir við valið á
fulltrúunum síðar.
Nú skiptir það miklu, að engir hreppar
eða engin sýsla landsins að minnsta kosti
skerist úr leik í þessuefni. Öllum flokkum,
sem nú eru uppi í stjórnarskrármálinu ætti
að vera það áhugamál að komast eptir því
hjá þjóðinni, hvernig hún lítur á þessar deil-
ur. Allir flokkarnir standa jafnt að vígi á
þessum allsherjarfundi, svo að ósennilegt er,
að nokkur verði til þess að reyna að sporna
gegn þessu fundarhaldi, enda mundi það
verða tilgangslaust, því að þjóðinni hlýtur
að vera það ljóst, að eina ráðið til að brjóta
á bak aptur hinn ógeðslega og háskalega
hringlanda í sjálfstjórnarmáli voru er það, að
taka fyrir kverkat honum með ótvíræðum á-
lyktunum á Þingvallafundi, er hefur allan
þorra þjóðarinnar að bakhjalli, svo áþreifan-
lega sem unnt er, þá er allir fulltrúarnir verða
kosnir með tvöföldum kosningum.
Að svo mæltu óskum vér og vonum,
að allir hinir beztu menn í hverju sveitarfélagi
á landinu sýni nú rögg af sér og styðji
drengilega að því, að þessi fyrirhugaði Þing-
vallafundur verði landinu til sæmdar og þjóð-
inni til vegs, að hann verði ceglulegur þjóð-
fundur í orðsins sönnu og beztu merkingu,
því að nú eru alvarlegir og þýðingarmiklir
tímar. Nú má ekkert kjördæmi draga sig í
hlé. Þau verða öll að hafa atkvæði á þessum
fundi, svo að hann geti orðið veglegri og
tilkomumeiri, en Þingvallafundir þeir, er hing-
að til hafa verið haldnir. Það er helg skylda
vor að gæta þess, að hinn síðasti almenni
þjóðfundur, er líklega verður haldinn á þess-
ari öld hér á landi, verði eigi þjóð vorri til
vansa og minnkunar, heldur sýni það áþreif-
anlega, að það sé almennur vilji þjóðarinnar
að fagna nýju öldinni með nýju fjöri og
nýjum áhuga, með sameiningu og samvinnu
allra hinna beztu krapta, sem ein er heillvæn-
lqgust til sigurs, fyr eða síðar.
Styðjið því allir að því, landar góðir, að gera
Þingvallafund þennan sem allra veglegastan
ogtilkomumestan. Ogmunið eptir því að kjósa
þá menn sem kjörmenn eða fulltrúa, er þér
getið fyllilega treyst, og yður er sómi að.
Ritstj.
Frjálsa kirkjan o. fl.
Eptir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson.
III.
Mörgum andstæðingum fríkirkjunnar geðj-
ast eigi að því, að hinu núverandi fyrirkomu-
lagi er kennt um ýmsa af göllum á kirkju-
lífi voru, en eg fæ þó eigi betur séð, en
kenna megi fyrirkomulaginu um margt. Það
er auðséð, að hinum heita áhugamanni krist-
indómsmálsins, séra Jóni Helgasyni, líkar eigi
skoðun þeirra manna, sem kenna vilja útbún-
aðinum um gangleysi hins íslenzka kirkju-
ríkis, heldur vill hann (í grein sinni á móti
séra Þorkeli), kenna ræðumönnum (o: prest-
unum) um gangleysið, og hann heldur að
allt gangi vel vilji þeir að eins gera skyldu
sína; hér mun nú nokkur ókunnugleiki á
málinu eiga sér stað. En allir menn vita
þó, að þeim skipsútgerðarmanni, sem hefur
ónýtar árar, rifin segl og önnur áhöld í ó-
standi á skipi sínu, muni ganga illa að fá
góða háseta og þótt hann, sem eigi er trú-
legt, kunni að fá gagnsmenn, sem gera skyldu
sína, þá njóta þeir sín ekki vegna útbúnaðarins.
Eg held einmitt, að útbúnaðurinn á íslenzka
ríkiskirkjuskipinu sé svo bágur, að eigi sé hægt
að fá góða ræðara á það og því eigi heldurhægt
um vik að beita því vel upp í vindinn, þótt
ræðararnir væru góðir menn, er gegna skyldu
sinni. Með þeim launakjörum, sem ríkið býð-
ur prestunum á þessu landi, er eigi von að
margir sem eiga kost á öðru skárra sækist
eptir prestsstöðunni, heldur taki annað líf-
vænlegra fyrir. Menn geta verið kristnir
fyrir því, þótt þeir eigi að þarflausu gerist
píslarvottar. Auðvitað hafa eigi hæstlaunuðu'
prestarnir ávallt verið nýtastir starfsmenn
kirkjunnar, en þeir sem lökustu kjörin höfðu
hafa líka sjaldnast verið hennar gagnlegustu
starfsmenn. Væri þeir nýtastir, sem verst
hafa kjörin, þá ættu menn að halda því
fram, að réttast væri að fara sem verst með
prestana, en slíka fjarstæðu kemur liklega
enginn með í alvöru, því tímanlegur hagur
og kjör hafa óneitanlega mikið að segja,
meðan lifað er í þessum heimi. Væri frí-
kirkjan innleidd býst eg við, að kjör
presta skánuðu eða svo hefur það gengið f
fríkirkjunum erlendis og þótt launin hækk-
uðu ekkert, væri mikið unnið við að fá þau
í peningum á vissum tímum; við það yrði
niðurstaðan álitlegri og miklu meira aðlað-
andi en nú fyrir hæfileikamenn. Eg vona,
að enginn haldi að eg með þessu álíti það
höfuðerindi manna inn í prestsskapinn, eða
nokkra stöðu, að hirða tekjurnar, því það er
fjarri mér, heldur er með þessu haldið fram
þeim sannleik, að prestarnir, eins og annað
fólk hafa mannlegar þarfir og þurfa sem aðr-.
ir menn að geta lifað af vinnu sinni. Að
látast eigi vilja heyra þetta getur eigi ann-
að, en verið öllum skaðlegt, því sannleikur-
inn knýr á með valdi að lokum. —