Þjóðólfur - 13.05.1898, Síða 2
99
Það vill nú svo vel til fyrir mig, að inn
í preststöðuna hafa á þessari öld þrátt fyrir
allt valizt fjöldamargir gáfumenn og líka
góðir og samvizkusamir menn, er létu sér
annt um að rækja skyldur sínar. Þetta kem-
ur mjög af því, að til skamms tíma áttu
lærðir menn á þessu landi fáa annars úrkosti
og tóku því prestsskapinn heldur en ekkert,
þótt tekjurýr væri; en nú er þetta snúið á
annan veg, því á síðari tímum hafa lærðum
mönnum Opnazt ótal aðrir arðsamari vegir
og embættum líka fjölgað, svo kjörin þurfa
að vera betri en áður eigi nógir menn að
fást í preststöðu. En þrátt fyrir að þetta
mannval hefir á undangengnum tíma gengið
inn í prestlega stöðu, þá hefir trúarlífið samt
hnignað stórum á landi þessu. Hér verð eg
því að kenna um útbúnaðinum eða með öðrum
orðum öllu fyrirkomulagi ríkiskirkj unnar, allt
ofan frá biskupi og prestaskóla niður til
djákna og sóknarnefnda. Séra Jón Helga-
son óskaði á synodus í sumar, að sér væri
sýnt að þjóðkirkjan væri guði miður þókn-
anleg en fríkirkjan, Mig minnir nú eigi bet-
ur en að séra Lárus Halldórsson hafi í frí-
kirkjnfyrirlestri sínum sýnt þetta með ský-
lausum orðum nýja testamentisins. Jesús
segir, að sitt ríki sé ekki af þessum heimi
og öll sagan sýnir berlega, að kirkjan hefir
saurgazt af sambandiru við ríkið, en ríkið
lítið hreinkast.
(Meira).
Fréttaþráðurinn til íslands.
Eins og áður hefur verið skýrt frá var
gott útlit fyrir, að »norræna fréttaþráðarfélag-
ið mikla« tæki að sér að leggja fréttaþráð til
íslands, er kæmi á land einhversstaðar í
nánd við Reykjavík (t. d. í Þorlákshöfn eða
Herdísarvík), en frá Reykjavík væru svo lagð-
ar landlínur út um land, og munu flestir hata
búizt við, að vér yrðum að kosta þær að
mestu eða öllu leyti. Af því að Reykjavík
er og hlýtur að verða aðalstöð og þunga-
miðja viðskiptalífsins í landinu, munu allir
hafa talið þetta mjög heppilega ráðið. En
viti menn. Það er til maður í Kaupm. höfn,
er heitir Valtýr Guðmundsson. Hann virð-
ist vera skapaður með þeim ósköpum að
vilja alstaðar trana sér fram sem einskonar,
umboðsmaður eða fulltrúi íslenzku þjóðarinn-
ar þar ytra, gætandi ekki þess, þótt afskipta-
semi hans geti haft miður góð áhrif á úrslit
málanna. Eptir því sem „Bjarki" segir
berum orðum, og önnur blöð gefa einnig
í skyn, hefur dr. Valtýr nú gert hverja at-
rennuna á fætur annari til að koma í veg
fyrir, að sælínan yrði lögð til Reykjavíkur,
en yrði í þess stað lögð til Austfjarða, í
þeirri von að félagið kostaði þá landlínu
þaðan til Reykjavíkur yfir fjöll og öræfi
að svo miklu leyti, sem fé sparaðist við að
leggja sælínuna í land á Austfjörðum en
eigi í Reykjavík. Þessi litla hluttaka félags-
ins í innanlandsþræðinurn ætti þá að koma í
staðinn fyrir þá hagkvæmu(!) ráðstöfun að slíta
Reykjavík — höfuðstað landsins — úr beinu
fréttaþráðarsambandi við útlönd, því að það
dylst víst engum, hversu hagkvæmt það er
— eða hitt þó heldur — að Reykjavík standi
í fréttaþráðarsambandi við útlönd með þræði,
er liggur yfir fjöll og firnindi til Austfjarða,
svo að hvað lítið, sem sá þráður bilar er Reyka-
vík alveg slitin úr öllu sambandi við útlönd.
Og það geta orðið heldur snúningar á að
gera við þær skemmdir á svo langri leið.
Þetta fyrirkomulag væri því svo óhafandi,
að engu tali tekur. Og enn fremur ætlar dr.
Valtýr sér þá dul, að fá stjórnina til að veita
IOO—150,000 kr. upp á væntanlegt samþykki
alþingis til að fá þetta hagræði(!) Og hann
ætlast til, að þingmenn gangist fyrir þessu
og stjórninni verði send ávörp úr flestum
héruðum landsins, um að henni sé þetta ó-
hætt. Fyr má nú vera bíræfni en að hugsa
sér slíkt. Dr. Valtýr ætti í þess stað að fá
ávörp með undirskriptum flestra kjósenda um,
að hann skuli eptirleiðis alls ekkert vera að
vafsast í þeim málum, sem komin séu á góð-
an rekspöl án hans íhlutunar, og að það sé
hraparlegur misskilningur hjá honum, efhann
telji sig erindreka eða miðil fyrir Islands hönd
erlendis. Þessi íhlutunarsemi dr. Valtýs get-
ur nfl. hleypt kergju í hlutaðeigendur og
spillt fyrir málinu í stað þessaðbeinaþví í rétt-
ara horf. Oss varðar ekkert um í hverjum
tilgangi Valtýr er að vasast í þessu, því að
„góð meining enga gerir stoð“. Vér lítum
á þetta mál frá sjónarmiði alls landsins í
heildsinni, en ekki einstakra landshluta. Hér
getur ekki verið um neina hreppapólitík að
ræða, heldur um það, hvað öllu landinu er
hagfelldast í bráð og lengd. Og það er eng-
inn minnsti vafi á því, að fréttaþráður hing-
að til lands kemur að langfyllstum og bezt-
um notum með því að liggja á land, ein-
hversstaðar nálægt Reykjavík, alls ekki aust-
ar en t. d. við Portland. Frá Reykjavík
eiga svo þræðirnir að liggja út um landið
eptir sveitum, en alls eigi um fjöll og ör-
æfi. Og þótt fréttaþráða — eða málþráða-
net verði eigi lagt á svipstundu um allt land-
ið, þá er óþarfi að verða óðamála út af oi-
urlítilli bið, að því leyti. Aðalatriðið fyrir
oss nú er að fá millilandaþráðinn heppilega
lágðan, og það vonum vér allir að takist,
þrátt fyrir milligönguhringl dr. Valtýs. Og
svo mikið er víst, að þjóðin gleypir ekki
tveim höndum við þessu kostaboði(l), er hann
þykist hafa á reiðum höndum nieð þeim skil-
yrðum, sem það er bundið. Nei, svo græn-
ir eru íslendingar ekki, að verja 150,000 kr.
til að fá óhafandi fréttaþráðarsamband. En
þeir vilja eflaust verja hálfu meira fé til
þess að geta fengið það gott og hagfellt
til frambúðar. Sá er munurinn.
Mannalát. Hinn 28. f. m. andaðist að Hofi
í Álptafirði fyrverandi prófastur séra Þirarinn
Erlendsson á 99. aldursári. Hann var eigi að
eins elztur allra „lærðra manna“ hér á landi, og í
öllu Danaveldi, heldur einnig elztur allra núliíandi
stúdenta í Noregi og jafnvel á Norðurlöndum,
þótt eg þori ekki að fullyrða það með vissu, að
því er Svíþjóð og Finnland snertir. Aðeins 4
prestvígðir menn hafa náð hærra aldri, að því er
kunnugt er, hér á landi, síðan um siðabót: séra
Jón Jónsson á Staðarhrauni-[-1653 113 ára, sérajón
Runólfsson á Munka-Þverá j- 1682 102 ára, séra
Magnús Jónsson á Breiðabólstað í Fljótshlíð j- 1707
101 árs. (?) og séra Ólafur Sigfússon á Refstað
f 1730 104 ára, en á aldri þessara tveggja síðast-
nefndu leikur nokkur vafi, einkum séra Magnús-
ar, svo að sennilegast er ekki néma um 3 presta
að ræða, er orðið hafa 100 ára eða þar yfir. Ekki
þekki eg heldur neinn prest, er orðið hafi jafn-
gam all séra Þórarni eða því sem næst, nema séra Ein-
ar Skúlason í Garði 1 Kelduhverfi, ý 1742 98 ára,
afa Skúla landfógeta. — Séra Þórarinn var fædd-
ur í Hellisfinði 10. febr. 1800 og bar nafn lang-
a£a síns séra Þórarins Jónssonar á Skorrastað
(ý 1770), því að Guðrún dóttir hans átti Árna
bónda Torfason á Nesi í Norðfirði, og þeirra son
var Erlendur í Hellisfirði faðir séra Þórarins, en
kona Erlendar var Ólöf Jónsdóttir frá Skeggja-
stöðum í Fellum Oddssonar. 1815, sama árið og or-
ustan stóð við Waterloo fór séra Þ. að læra und-
ir skóla hjá séra Benedikt Þorsteinssyni á Skorra-
stað, og var hann þar 4 vetur, en síðar 3 vetur
hjá Árna stiptprófasti Helgasyni í Breiðholti, er
útskrifaði hann úr heimaskóla 1822, ári síð-
ar en Napóleon lézt á St. Helena. Því næst dvakii
hann hjá séra Benedikt, er þá mun hafa búið á
Ormstöðum í Norðfirði og gekk að eiga Guðnýju
dóttur hans, en 28. maí 1826 var hann prestvígður
af Steingrími biskupi sem aðstoðarprestur séra
Magnúsar Ólafssonar í Bjarnanesi. Var hann hinn
7.prestur,erbiskup vígði, ennú eru ekki á lífi nema
aðeins 3 af 141, er hann vígði alls. Þrem árum
síðar (1829) var séra Þórarni veitt Bjarnaness-
prestakall við uppgjöf séra Magnúsar og s. á. var
hann skipaður prófastur í Austur-Skaptafellssýslu,
og hélt því embætti, þangað til hann flutti að Hofi
í Álptafirði vorið 1844, en hafði fengið veitingu
fyrir því brauði haustið áður. 1882 lét hann af
prestskap eptir 56 ára prestsþjónustu; bjó hann
þar eptir nokkra hríð á Múla í Álptafirði en
flutti fyrir nokkrum árum aptur að Hofi til bróð-
urdóttursonar síns séra Jóns Finnssonar, er iét
sér mjög annt um hið háaldraða gamalmenni.
Síðustu árin hafði séra Þórarinn mjög litla ferli-
vist, en var þó allhress og hélt sálarkröptum sín-
um furðanlega vel. — Hann var hið mesta ljúf-
menni og góðmenni og því virtur og elskaður af'
sóknarbörnum sínum, fjörmaður mikill á yngri
árum og langt á elliár fram, glaðvær í umgengni
og skemmtinn, og að öllu hinn mesti sómamaður.
Með Guðnýju konu sinni átti hann 12 börn og
eru 9 þeirra dáin: Erlendur sýslumaður í Isa-
fjarðarsýslu (drukknaði 1857). Högni (j- 1855),
Vígdís (ý 1844), Ingveldur (ý 1844), Ólöf (ý 1861}
þá nýgipt frænda slnum Erlendi bónda Bjarna-
syni í Hellisfjarðarseli, Guðnýjar tvær og Bene-
diktar tveir, en 3 þeirra lifa enn: Þorsteinn próf-
astur í Heydölum, frú Guðrún kona Carls D. Tul-
iniusar konsúls á Eskifirði (móðir Þórarins Tulin-
iusar stórkaupmanns í Kaupmannahöfn og þeirra.
bræðra) og Þrúður gipt Haráldi Ólafssyni Briem
á Búlandsnesi, bróðurséra Valdimars á Stóra-Núpi.
- Mynd af séra Þórarni með stuttu æfiágripi er
í aprílnúmeri „Verði ljóss" þ. á.
Að honum látnum eru nú báðir uppgjafaprest-
arnir 1 Holtunum langelztir allra prestvígðra manna.
hér á landi, nfl. séra Benedikt Eiríksson í Saur-
bæ, á 92. aldursári, og séra Jón Brynjólfsson í
Hala á 89. ári.
H. Þ.
Hinn 9. f. m. andaðist að Þinghól í Mjóafirðl
eystra frú Ldra Sveinbjarnardóttir kona séra Þor-
steins Halldórssonar úr lungnatæringu. Hafði leg-
ið síðan um nýár. Einn sveitungi hennar lýsir
henni svo: „Hún var fríðleikskona, mjög vel að
sér til munns og handa, góð ogástúðleg húsfreyja
og sómi stéttar sinnar. Hún var einkar skemmt-
in og glöð heim að sækja. Mun margur lengi
minnast hins glaða og ástúðlega viðmóts hennar.“'
Hún var ekki fullra 30 ára að aldri.
Hinn 24. f. m. andaðist Hjálmar Hermanns-
son dannebrogsmaður á Brekku í Mjóafirði eptír
langa og þunga legu, á 79. aldursári (f. 19. ágúst
iSigj, einhver hinn mesti dugnaðar- og framfara-
maður á Austurlandi og sæmdarmaður í hvívetna.
Æfiágrip hans með mynd er prentað 1 Sunnan-
fara 1897, 7. tölubl.
Um 2 bændur í Biskupstungum, er getið var
látinna í síðasta tölubl. hefur sóknarprestur þeirra
séra Magnús Helgason á Torfastöðum sent Þjóð-
ólfi eptirfarandi minningarorð:
Sunnudaginn sfðastan í vetri (17. apr.) and-
aðist Erlendur Þorvardarson bóndi í Arnarholti
eptir fárra daga legu í lungnabólgu. Hann var
rúml. sjötugúr að áldri. Hann var fæddur í Stóra-
Klofa á Landi; þar bjuggu foreldrar hans. Hann
vár tvíkvæntur; átti hann fyrri Ástríði JónS’dóttUT
bónda 1 Stóra-Klofa, en missti hana 8. des. 1888.
Lifa nú 5 börn þeirra og eru þau vel upp kom-
in. Síðari kona hans var Guðbjörg Jónsdóttir
bónda í Aúðsholti. Hann háfði búið 15 ár í
Arnarholti, en áður bjó hann í Mykjunesi ( Holt-
um. Hann var góður bóndi, atorkumaður mikill og
afhragðsverknjaðurjiann var manna hraustastur og