Þjóðólfur - 20.05.1898, Side 1

Þjóðólfur - 20.05.1898, Side 1
■ ÞJÓÐÓLFUR 50. árg. Reykjavík, föstudaginn 20. maí 1898. Nr. 24. Frjálsa kirkjan o. fl. Eptir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson. IV. (Slðasti kafli). Eg er samdóma andmælendum mínum um það, að margt má umbæta og lagfæra í kirkjunni án þess að umturna öllu fyrirkomu- lagi hennar, ef aðeins trúlega er unnið og góðir menn, er finna köllun hjá sér, fást í preststöðuna, en eigi úrkast menntuðu mann- anna, hvað gáfur og atgervi snertir, eða þá nálega eingöngu þeir af námsmönnunum, sem eru til neyddir að taka það fyrir, af því að þeir fátæktar eða einhverra orsaka vegna eigi eiga á öðru kost. Að reyna að um- bæta gallana, það er nú sjálfsögð skylda allra og einnig talsmanna hinnar frjálsu frí- kirkju, en hætt er við að ýmsar umbætur verði minni en til var ætlazt, sökum þess að að framkvæmdirnar rekast á fyrirkomulagið. Það hefir verið reynt að bæta eða að minnsta- lcosti að jafna kjör prestanna og eg get eigi séð annað en séra Þórarinn heitinn eigi heiður skilinn fyrir ^það, því tilgangurinn var auðvitað sá að gera stöðuna aðgengilegri fyrir nýta menn og vinna með því kirkjunni sannarlegt gagn. Það getur eigi talizt illt að vilja bæta hag þeirra manna, sem almennt -er viðurkennt um að búi við illan kost, en sem þó hafa þá stöðu, sem álitin er svo þörf, að skaðlegt þykir, að duglegir menn forðist hana, vegna þess hve lítið er í boði á móti hinu mikla, sem heimtað er. Það er nú samt mjög efasamt, hvort hagur prestastéttarinnar í heild sinni hefur batnað við brauða-sam- steypurnar, en jafnast kann hann að hafa. Við það að prestaköllin urðu stærri var prest- unum gert óhægra að stunda búskap, en launin hækkuðu eigi að sama skapi, að slíkt væri tilvinnanda. Því fari búskapurinn í lagi þá mun flestum reynast hann arðsamari og inntektadrjúgari en prestskaparlaunin. Til þess nú að bæta nokkuð kjör klerkanna var tekið það ráð að fækka prestaköllunum, allt saman með því fagra augnamiði, að hlífa vorri fátæku alþýðu við nýjum álögum, sem vitanlega hefur nóg að bera, en aptur varð fólkinu gert örðugra fyrir að hafa not af prestum sínum með þessu. Hér gæti maður því sagt, að meira hafi verið hugsað um tímanlegan hag safnaðanna heldur en þetrra andlega hag. En allt þetta er að kenna ríkiskirkju-fyrirkomulaginu, því menn vissu, að ríkið var tregt til nýrra fjár- framlaga, en einmitt þetta sama ríki hafði vanið menn á að gera ekkert sjálfir af frjáls- um vilja i kirkjumálum. Svona standa ýmsar ytri endurbætur á fyrirkomulaginu og innri endurbæturnar opt líka af því eigi er kægt að hreinsa hjörðina. — Prestarnir hjáoss eru menntaðir og upp- aldir í skólum landsins, öldungis sem aðrir lærðir menn. En sú menntun er langt of dýr og tekur of langan tíma til þess að hún geti borgað sig fyrir prestsstöðuna á þessu landi. Það eru gerðar hærrri kröfur til prest- anna í lífshattum en bændanna, en samt er getan til að fullnægja þeim opt minni. Menn ætlast til nokkuð líks af prestunum sem öðrum lærðum mönnum, með þúsundum króna að launum í peningum úr landssjóði og sjálfir hafa þeir vanizt á að gera meiri kröfur til lífsins í ýmsu, en almenningurinn, en það mega þeir ekki; en allt þetta er af- leiðingin af menntuninni í skólum ríkisins, sem fleygir mörgum manni stórskuldugum út í lífið, eða með fjártapi stóru hafi auður verið til að spila úr. Væri þar a móti frjáls kirkja, er réði sjáif menntun presta sinna get eg eigi annað ímyndað mér, en að nálega allur þessi veraldlegi lærdómur presta, sem trúnni gagnar lítið eða helzt ekkert, yrði tek- inn burt, námstíminn styttur og yfir höfuð gert mönnum ódýrara að komast í prests- stöðuna, svo að trúaðir gáfumenn sæi, að það borgaði sig að verða prestar, en fældust það eigi, vegna kostnaðarins, þar sem svo lítið er í aðra hönd á eptir. — Ýmsir menn segja, að oss íslendinga vanti, nú sem'stendur, þann trúarhita, sem sé nauðsynleg undirstaða fríkirkjunnar; er. vanti hann, sem vel kann að vera, þá verðut; það að hafa það, og kirkjan að deyja út, þar sem svo báglega er ástatt. Hún er þá líka naumast verðug að lifa þar af eintómum ríkisstyrk. Samt óttast eg þetta eigi svo mjög. Sýning á íslenzkum munum. Þá er Daníel Bruun fornfræðingur var hér í fyrra, gekkst hann fyrir þvl á Fornleifafélagsfundi, að nefnd var valin til að annast um hluttöku Is- lendinga í allsherjarsýningunni í París 1900, ásamt Dönum. Norðmönnum og Færeyingum. Til þessa voru kjörnir: J. Havstein aihtm., Hallgrímur Sveinsson biskup, séra Eiríkur Briem, Pálmi Páls- son adj. og Jón Jakobsson forngripavörður. Hef- ur nefnd þessi nú birt áskorun til landsmanna um að eiga þátt í sýning þessari, með því að ljá til hennar margvíslega gripi, sem aðeins eru til í eigu einstakra manna, víðsvegar út um land. Ætl- ar nefndin sér að sjá algerlega um gripina, kosta flutning þeirra fram og aptur og kaupa ábyrgð á þeim. Veitir skrifari nefndarinnar (Pálmi Páls- son,) viðtöku öllum bréfum og sendingum, er þetta mál snerta. Sakir þess, að sjálf áskorunin, sem er alllöng, mun þegar orðin nægilega heyrum kunn, birtist hér aðeins mergurinn málsins eða Yfirlit yfir áhóld, gripi, myndir og annað frá ís- landi, er til er œtlazt,að sýnt verði á Par- ís,arsýningunni ipoo. I. Jarðyrkjuáhqld: Spaðar -- pálar — rekur — mykjukvíslar — klárur — móskerar — torfljáir (í orfum) —- orf og ljáir — hrlfur — heynálar — hrip (heyhrip, mó- hrip) — laupar (meisar) — kláfar — reipi. » II. Vefnaður og saumaskapur: Gamli vefstóllinn með uppfestum vef — sýnishorn af unnum vefnaði (vaðmáli, dúkum, ábreiðum o. fl.) —flosstóll með uppfestum vef — rokkar (skot- rokkar) — snældur —- kambar (togkambar) — þráðarleggir — lárar — kqrfur — nálhús — prjóna- stokkar — kniplingaskrín. III. Búningar og gripir: Karlbúningur -- kvennbúningur. — Skraut- gripir (belti, hnappar, sylgjur o. fl.). Hárgreiður — kambar. IV. Reiðskapur: Hnakkar — söðlar — beizli —- svipur — klyf- •berar og reiðingar og meljur — teymingar — hnappheldur eða höpt(úr ull og tágum) — skeifur með hestskónöglum — ístöð úr málmi og horni — sporar. — V. Húsbúnaður og húsgögn: Rúmtjöld og rúmstæði — stólar — rúmfjalir —- skornar bríkur og stoðir — skápar — lampar og kolur og ljósker úr steini — lásar margvísleg- ir (mellulásar, tröllalásar o. fl.) skjágluggar — kistur og skrínur. — Hnifar og spænir — drykkj- arhorn — askar og blöndukönnur — ausur og eyslar — trédiskar — trog — kollur — þyrlar — brauðmót, brauðstílar og brauðhjól — stein- sleggjur — trafakefli. — VI. Veiðiáhöld: Skutlar — ^nglar — sökkur (vaðsteinar) og stjórar (ílar) úr steini — net. — Vaðir með snör- um — net - áhöld öll við bjargfugla-veiði. VII. Áhöld óll við íþróttir og leika: Isleggir — skíði — þrúgur — skautar (af járni og trje). Leikföng. Taflborð með mönnum. VIII. Bæir og úthýsi verða sýnd með eptirlíkingum og myndum. IX. Kirkjur og klaustur sömuleiðis. X. Fornrit og ísl. prent: Rúnasteinar (eptirlíkingar og myndir og rúna- stafróf.) Gömul handrit á skinni (trumrit eða ljósmyndir eða ljósprent). Gamalt ísl. prent (t. d. Guðbrandsbiflía, eptirlík- ingar af ísl. letrum o- s. frv.) Ávarp til ísafoldar. Það eru svo margir góðir og upplýstir menn búnir að taka til máls í stjórnarskrármálinu, að engum sannleikskærum manni getur (að minni ætlan) dulizt það, hvorir hafa á réttari og traust arigrundvelliað standa: þeir semeru með eða hinir_ sem mótfallnir eru „Valtýskunni“. Ogerþaðsvo, augljóst sem framast má verða, að meðhaldsmenn hennar eru menn, sem ofmjög hafa brugðizt kjós- endum sínum oghagað sér á ýmsan.hátt óðruvísien góðum og gætnum þjóðfulltrúum sæmdi. Samt hefur „ísafold" fundið ástæðu til í 5. bl. þ. á. og víðar t. d. í 9. blaði að ámæla þingmanni vorutn Kl. Jónssyni sýslumanni fyrir framkomu sína á þingi. En það er ekki aðaltilgangur minn að svara fyrir þingmanninn. Hann heflr bæði gert það sjálfur rækilega og mun gera það betur, ef mjög verður á hann leitað, enda er hægt til varn- ar fyrir hann, sannleikurinn er og verður upplits _ djarfur og vopn hans bitur, ekki sízt þar sem jafn nakin persóna á í hlut, eins og »ísafold« er, því tillögur hennar og ranghermi sýna, að hún leggur ekki ætíð hið hollasta til ýmsra landsmála og sýnist mér hvorki né finnst orð hennar eða breytni sérlega eptirbreytnisverð, og stöku sinnum ekki ólík því, að þau væri í einskonar óráði eða af ofmiklum hita eða hatri töluð. Af hverju þessi heilsubrestur kemur veit eg eklci, en mér liggur

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.